Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.02.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. FEBRÚAR 1991 5 100 stigahæstu skákmenn heims: Helgi einn íslenskra skák- manna í hópi 100 sterkustu Sovétmenn skipa 10 efstu sæti listans Modelið af 70,5 m tillögu að Herjólfi í tankprófun, en modelið er nokkrir metrar að lengd. Undirbúningur að nýjum Herjólfi: Enn óljóst með skips- stærð og ganghraða Vestmannaeyjum. HELGI Ólafsson er einn íslenskra skákmanna á nýjum lista yfir 100 stigahæstu skákmenn heims. Helgi er með 2590 stig og í 40. sæti. Sovétmenn skipa 10 efstu sætin. Æ fleiri stig þarf til að komast á heimslistann yfir 100 stigaefstu Þetta kemur fram í bók Upp- salaháskóla, sem gefin var út vegna alheimsátaks Aiþjóða Rauða krossins til hjálpar stríðshijáðum. Þar segir, að svo virðist sem notkun barna í stríði fari vaxandi og sífellt yngri börn séu þvinguð til hermennsku. Mörg hundruð þúsund börn voru kvödd í herinn í stríði írana og íraka á síðasta áratug og tugþúsundir þeirra létu lífíð. Hlutskipti barna í innanlandseijum er jafnvel enn hörmulegra, þar sem bæði ríkis- herir og skæruliðaherir hafa knú- ið börn til hermennsku. Þetta á til dæmis við í Eþíópíu, Líbanon, E1 Salvador, Nicaragua og Kambódíu. Sáttmáli Smaeinuðu þjóðanna um réttindi barna innan ramma alþjóðlegra mannúðarlaga skil- skákmenn. I þetta skipti eru skák- mennirnir í sætum 94-102 með 2545 stig, en fyrir þremur árum var sam- svarandi stigatala 2515, svo dæmi sé tekið. Jón L. Arnason, sem er næst stigahæsti íslendingurinn með 2540 stig, kemst því ekki á listann nú en fyrir þremur árum hefði þessi greinir alla undir 18 ára aldri sem börn. Samt náðist ekki samstaða um það aldursmark þegar hernað- ur er annars vegar og ríkisstjórn- um er því aðeins skylt að tryggja að börn innan 15 ára séu ekki kvödd til herþjónustu. Þott þessi sáttmáli sé bindandi fyrir ríkis- stjórnir, gegnir öðru máli um ýmiss konar uppreisnarhópa og skæruliða sem einmitt nota börn mest í hernaði. „Eina leiðin til að draga úr notkun barna í hernaði kann að vera að beina sjónum almennings að þessu máli og fá almenningsálitið á móti því. Að því vinnur Alþjóðaráð Rauða krossins markvisst á nær öllum átakasvæðum heims,“ segir í út- drætti Rauða kross íslands úr bókinni. stigatala nægt honum í 64. sæti. Jóhann Hjartarson er með 2535 stig og Margeir Pétursson er með 2515 stig. Héðinn Steingrímsson er í 5. sæti með 2505 og hefur hækkað um 100 stig frá næsta lista á undan. Stigaefstu skákmenn heims eru allir frá Sovétríkjunum. Heimsmeist- arinn, Garríj Kasparov er efstur með 2800 stig og Anatolíj Karpov er með 2725 stig. Bóris Gelfand er þriðji með 2700 stig og Vassilíj ívantsjúk er með 2695 stig. Þá koma Efgeníj Bareev, Míkhaíl Gúrevítjs og Jaan Ehlvest með 2650 stig, Leoníd Júd- asín og Valeríj Salov með 2645 og Alexander Beljavskíj er í 10. sæti með 2640. Stigahæsti skákmaður Vesturlanda er Svíinn Ulf Andersson með 2640 stig, jafnhár Alexander Kahlifman frá Sovétríkjunum og Gata Kamsky frá Bandaríkjunum. Klausturhólar: Gamlar bæk- ur boðnar upp BÓKAUPPBOÐ fer fram að Klausturhólum, Laugarvegi 25, í dag, klukkan 14.00. Meðal fjölmargra bóka sem seldar verða á uppboðinu eru Huldudrengur (1920) eftir Ingimund Sveinsson, Ekinokoksygdommen belyst ved Is- landske Lægers Erfaring (1882)eftir Jónas Jónassen og Ræður við íms tækifæri (1844) eftir síra Tómas. Sæmundsson. Af ferða- og land- fræðiritum má nefna Lýsingu íslands Í.-IV. bindi (1908-1922), Ferðabók (1913-1915) og Landfræðisögu ís- lands (1892/96-1904), allar eftir Þorvald Thoroddsen. MODELPROFANIR á nýrri Vest- mannaeyjafeiju fóru fram í Lyng- by í Danmörku í vikunni. Pró- fanirnar voru gerðar í framhaldi modelprófana sem fram fóru í nóvember en þá komu í ljós ýmsir vankantar sem unnið var að lag- færingum á fyrir prófunina nú; I frettatilkynningu sem Heijólfur hf. gaf út segir að miðað við niður- stöður prófana þá sé ganghraði skipsins 17 hnútar, við 2 x 2550 öxulhestöfl, á sléttum sjó. Hins vegar liggja ekki ennþá fyrir niðurstöður Um gangahraða skipsins við eðlileg- ar kringumstæður á hafinu, þ.e. þjónustu- hraði. Þá segir að hreyfingar þess við mismunandi ölduhæð og hraða upp- fylli þær kröfur sem gera megi til skips af þessari stærð. Morgunblaðið snéri sér til Jóns Eyjólfssonar, skipstjóra Heijólfs, en hann var viðstaddur módelprófanirn- ar. „Að mínu mati verður þetta mod- el ekki lagfært betur. Ef af smíði þess verður þá verðum við bara að vona að það reynist vel,“ sagði Jón. Hann sagði að sjólín á 70,5 metra skipinu væri um 1,5 metra styttri en á 79 metra skipinu sem var hann- að á árinu 1987. Því væri þörf sömu hafnarframkvæmda fyrir bæði skip- in, en Jón áréttaði að höfnin í Þor- lákshöfn væri stórvarasöm. Jón var einnig viðstaddur prófanir á módeli af 79 metra skipinu. „Við prófanirnar dýfði 79 metra skipið sér talsvert á móti öldunni. Það vantaði uppdriftina að framan. Eg held að ef sett hefði verið pera á það eins og er á því skipi sem við erum nú að prófa þá hefði það skip orðið al- veg „exelant“.“ - Grímur SOL UR SORTA 200 þúsund börn gegna herþjónustu BÖRN eru víða notuð sem hermenn og er áætlað að nú séu um 200 þúsund börn innan fimmtán ára aldurs í herþjónustu í þeim hildarleikjum sem geisa í heiminum. MITSUBISHI BÁÐIR GÓÐIR — HVOR Á SINN HÁTT / □ Framdrif MITSUBISHI MOTORS □ Framdrif / Aldrif □ Handskiptur / Sjálfskiptur □ Aflstýri, Veltistýrishjól □ Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar Verð frá kr. 895.680.- 0 HEKLA LAUGAVEGI 174 SÍMI 695500 □ Handskiptur / Sjálfskiptur B Aflstýri, Veltistýrishjól □ Rafdrifnar rúðuvindur og útispeglar Vierd frá kr. 922.560.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.