Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.02.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9,. FEBRUAR 1991 Fjárfestingar erlendra aðila; Sníða þarf agnúa af frumvarpinu Friðrik leitaði úr ræðustól álits utanríkisráðherra og fékk það staðfest að Danmörk og fleiri þjóð- ir í Evrópubandalaginu væru full- valda. — Forsætisráðherra sagði þær þjóðir halda yfirráðum yfir náttúrauðlindum. sagði Friðrik Sophusson FRUMVÖRP þau sem forsætisráðherra hefur lagt fram til að rýmka og samræma reglur um fjárfestingar erlendra aðila, komu til framhalds fyrstu umræðu í neðri deild í gær. Sem áður varð þingmönnum skrafdijúgt um þessi mál. Friðrik Sophusson (S-Rv) sagði frumvarpið málamiðlum sljórnarflokkanna og að af því þyrfti að sníða nokkra agnúa. Stefáni Valgeirssyni (SFJ-Ne) þótti þetta frumvarp vera „aftur- fótafæðing“ og honum fannst að frumvarpið hefði mátt bíða uns séð -i^æri hvemig og hvort íslendingar semdu við Evrópubandalagsþjóð- irnar um evrópskt efnahagssvæði. En þá værum við búin að stíga tvö skref af þremur inn í EB og það þótti ræðumanni ekki fýsileg- ur kostur. Stefán taldi að Alþingi yrði að taka sig á og láta af þeirri venju að veita einstökum ráðherrum allt- of opnar og víðtækar heimildir til að ákvarða framkvæmd iaga og nefndi lög um stjómun fískveiða í þessu sambandi. Stefán taldi að þetta frumvarp, sem nú væri rætt um, markað af þessum sið. Hann taldi tryggara að ríkistjórnin í -4;eild tæki ákvarðanir um beitingu mikilvægustu heimildarákvæða. Stefán kvaðst ekki myndu standa að samþykkt þessa fmmvarps að óbreyttu. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra tók til máls til að svara nokkuð gagnrýni og svara spumingum sem fram höfðu komið, viðurkenndi m.a. í sinni ræðu, að fmmvarp þetta væri seint lagt fram, en þeim tíma hefði ver- ið vel varið, til þess að ná sem breiðastri samstöðu um þessa málamiðlun. í tilefni af fögnuði Friðriks Sophussonar vegna meintra sinna- skipta forsætisráðherra varðandi vestrænar leikaðferðir og leikregl- ur sagðist ræðumaður hafa bent á að vestrænar aðferðir skyldu gilda, a.m.k. með lánskjaravísi- töluna. — Hins vegar hefði hann oft sagt að vegna smæðar landsins yrði að sjálfsögðu að taka tillit til sérstöðu þess á ýmsum sviðum, t.d. í erlendri fjárfestingu. Bankamál Forsætisráðherra sagði ástæðu þess að ákveðið hefði verið að halda íslenskum bönkum í íslenskri meirihlutaeigu, a.m.k. fyrst um sinn, hafa verið þá að það þyrfti aðlögunartíma og sjá hver reynslan yrði. Hins vegar vildi hann lýsa þeirri skoðun að mikil- vægast væri að hér væri öflugur innlendur banki í innlendri eigu. Hann var þeirrar skoðunar að hér ætti að vera a.m.k. einn öflugur ríkisbanki sem gæti veitt ýmiss konar aðstoð sem þjóðarbúið þyrfti. Vitanlega yrði hann rekinn á bankalegum grundvelli en starfssvið ríkisbankanna hefði iðu- lega verið skilgreint á þá leið að þeir skyldu standa við bakið á inn- lendum atvinnuvegum og teygja sig eins langt á viðskiptalegum grundvelli og þeir treystu sér til. Síðar í ræðu ráðherra sagðist hann í vaxandi mæli vera farinn að hallast að þeirri skoðun að mjög heilbrigt væri að hér yrði stofnað útibú erlends banka sem byði vexti eins og þeir væru í helstu viðskipt- alöndum. Forsætisráðherra sagði að Is- lendingar hefðu staðið á sínum meginfyrirvörum i samningum um evrópskt efnahagssvæði. En ráð- herrann sagði einn megintilgang þessa frumvarps vera þann að draga öruggari línur í viðræðum við Evrópubandalagið um evrópskt efnahagsvæði. í rauninni hefðum við ekki getað tilgreint hvemig við vildum hafa erlenda fjárfestingu. Ef þetta frumvarp yrði að lögum yrði það lagt fram sem okkar til- laga um fyrirvara gagnvart er- lendri fjárfestingu. Það kynni vel að vera að það yrði andstaða gagn- vart vissum atriðum og kynni svo að vera að kosið yrði að gefa eitt- hvað eftir. En forsætisráðherra þóttist hafa leyfí til að fullyrða að betra væri að hafa þessa varn- arlínu heldur en enga eins og nú væri. Stefán Valgeirsson (SFJ-Ne) og Kristín Einarsdóttir (SK-Rv) ítrekuðu fyrri gagnrýni á fram- varpið, bæði varðandi of víðtækar heimildir ráðherra og að við vær- um að færast nær Evrópubanda- laginu en væri æskilegt. Friðrik Sophusson (S-Rv) var forsætisráðherranum sammála um að frumvarpið og fylgifrumvarp væra málamiðlun. Friðrik taldi sum atriði í frumvarpinu bera glögg merki þess að ríkisstjórnar- flokkarnir hefðu ekki verið ein- huga og þóttist greina ættarmót Alþýðubandalagsins á ýmsum ákvæðum og kvaðst myndu beita sér fyrir því í fjárhags- og við- skiptanefnd að þau færu nánast öll út. Fullvalda þjóðir Friðrik Sophusson var tilknúinn til að mótmæla skilningi forsætis- ráðherra á hugtakinu fullveldi. Forsætisráðherra reyndi að halda fram þeirri skoðun að það væri einhver eðlismunur á evrópsku efnahagssvæði og Evrópubanda- laginu, og vitnaði til opins bréfs eftir ráðherrann sem birtist í dag- blaðinu Tímanum þar sem segir: „Hins vegar, ef við gerumst fullir aðilar að Evrópubandalaginu og missum tök á t.d. sjávarútvegin- um, orkulindunum eða landinu, værum við ekki lengur fullvalda þjóð.“ Forsætisráðherra væri að halda því fram að þjóð í Evrópu- bandalaginu væri ekki fullvalda. Alexander Stefánsson (F-Vl) lýsti yfir stuðningi við frumvarpið sem hann taldi til bóta og sagði efnahagsnefnd þingflokks fram- sóknarmanna hafa lagt grunn að stefnumótun um meira frelsi í við- skiptum. Alexander tók undir með Friðriki Sophussyni að ákveðin ákvæði mætti vera skýrari. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra lýsti eindregnum stuðingi við frumvarpið þótt hann hefði gjarnan viljað ganga lengra í fijálsræðisátt. Ráðherrann taldi þær skorður sem væru reistar í framvarpinu í stórum dráttum í samræmi við samningaviðræðurn- ar um evrópskt efnahagssvæði. Jón Baldvin taldi stóran mun vera á væntanlegu evrópsku efnahags- svæði og Evrópubandalaginu sem byggðist á Rómarsáttmálanum og yfirþjóðlegu valdi. Guðmundur H. Garðarsson: Skattleysismörk hundrað þúsund krónur á mánuði „Þjóðarsáttin" var til umræðu á 50. fundi sameinaðs þings þeg- ar Guðmundur H. Garðarsson (S-Rv) mælti fyrir þingsályktunar- tilllögu um hækkun skattleysismarka vegna álagningar tekju- skatts. Tillaga Guðmundar H. Garðars- sonar gerir ráð fyrir að Alþingi „álykti að fela fjármálaráðherra að hefja undirbúning að breytingu á lögum um tekjuskatt með þeim hætti að mánaðartekjur einstakl- ings, 100.000 kr. eða lægri, verði skattfijálsar“. Framsögumaður sagði almenning hafa miklu fórnað á undanförnum árum í baráttunni við verðbólguna. En ríkisvaldið og stjórnmálamenn hefðu brugðist og engu fórnað. Skattprósentan hefði hækkað undanfarin ár og skatt- leysismörk ekki tekið eðlilegum breytingum með tilliti til yerð- Breiðholtskirkja; Námskeið Frumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga: Ráðherra frestaði framsögunni vegna fjarveru þingmanna JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra gerði hlé á fram- söguræðu sinni fyrir frumvarpi til laga um félagsþjónustu sveitar- félaga í neðri deild síðastliðinn föstudag. Hún taldi óviðunandi að þeir þingmenn, sem væru að gera athugasemdir, sæju ekki ástæðu til að vera viðstaddir. bólguþróunar. Skattleysismörk við rúmlega 57 þúsund krónur væru of lág. Ræðumaður benti á að svonefnd þjóðarsátt rynni út haus- tið 1991. Mikilsvert framlag í launa- og kjaramálum væri ef skattar á lág- og millitekjufólki yrðu lækkaðir verulega. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rv) tók undir tillögunna. Það væri siðlaust að skattleggja tekjur sem ekki dygðu til framfærslu. Árni Johnsen (S-Sl) fagnaði þessari tillögu. Tímabært væri að stokka upp spilin á mörgum svið- um sem varða hag einstaklinga og kjör. Ýmis atriði í stefnu ríkis- stjórnarinnar varðandi vaxta- stefnu og kjaramál hefðu því mið- ur að mörgu leyti gert hina marg- umtölu þjóðarsátt að „þjófasátt" sem gerði þá fátæku fátækari og hina ríku ríkari. Karl Steinar Guðnason (A- Rn) fagnaði þeirri hugsun sem fram kæmi í tillögunni, en hann saknaði þess að ekki fylgdu tillög- unni útreikningar og ábendingar hvemig skyldi mæta fyrirsjáan- legu tekjutapi ríkissjóðs. Karl Steinar vildi andmæla þeim „andstyggðartón" sem hefði kom- ið fram í garð þjóðarsáttarinnar. Ef hennar hefði ekki notið við væri verðbólgan á fullu og dýrt- íðin ótrúleg og hagur láglauna- fólks enn verri. Anna Ólafsdóttir Björnsson (SK-Rn) sagði fleira en málflutn- ing einstakra þingmanna geta vakið andstyggð; það vekti and- styggð að sjá hvernig fólki væri ætlað að lifa á fáum krónum. Þingmenn ræddu vanda þeirra sem við lökust kjör búa og það að seint gengi að bæta þeirra hag. Ekki væru kjarasamningar gerðir án þess að sérhagsmunahópar þyrftu að skríða á baki láglauna- fólksins og fá þeirra launahækk- anir margfaldar. Auk framsögu- manns tóku Guðrún J. Halldórs- dóttir (SK-Rv), Karvel Pálmason (A-Vf), Salóme Þorkelsdóttir (S- Rn), Danfríður Skarphéðins- dóttir (SK-Vl) og Margrét Frímannsdóttir (Ab-Sl) þátt í umræðunni. niÞinci Stuttar þingfréttir: um bænina FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ um bæn- ina hefst í Breiðholtskirkju laug- ardaginn 16. febrúar kl. 10.30, í umsjá sr. Gísla Jónassonar. Sam- verumar verða fjórar, á laugar- dögum kl.10.30-12.30.' Þátttaka er öllum heimil. Þátt- tökugjald er kr. 500 og greiðist við innritun í kirkjunni. Nánari upplýs- ingar fást hjá sr. Gísla Jónassyni. Viðtalstímar hans eru í kirkjunni þriðjudaga til föstudaga kl. 17-18. %P UMRÆÐ UFUNDUR um stríðið í Mið-Austurlöndum veður haldinn í húsakynnum Pathfinder bóksölunnar á Klapparstíg 26, 2. hæð, laugardaginn 9. febrúar kl. 16.00. Frummælendur, Steve Penn- er frá Kommúnistabandalaginu í Kanada og Gylfi Páll Hersir, félagi í Dagsbrún, hafa tekið virkan þátt í - -4.ð andæfa stríðinu, segir í fréttatil- kynningu. Áður en félagsmálaráðherra hóf framsögu sína kvaddi Geir H. Haarde (S-Rv) sér hljóðs um þing- sköp. Hann vakti athygli á því að vitað væri að um þetta frumvarp væri skoðanaágreiningur milli fé- lagsmálaráðherra og menntamála- ráðherra ’ og snerti frumvarpið kafla í framvarpi sem mennta- málaráðherra hefði lagt fram fyrr um daginn. Það væri ótækt að ræða þetta mál án þess að menntamálaráð- herrann væri viðstaddur. Alex- ander Stefánsson (F-Vl) tók und- ir þetta sjónarmið. Árni Gunnarsson deildarforseti úrskurðaði að félagsmálaráðherra skyldi mæla fyrir málinu en frek- ari umræðu skyldi síðan frestað. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra greindi frá að- draganda þessa frumvarps, m.a. meiningamun um skipan dagvist- armála, en hún hafði talið að sam- komulag hefði tekist um það mál. — En í upphafí þessa þings hafí enn komið í ljós nokkur ágreining- ur; þingflokkur Alþýðubandalags- ins talið samkomulagið ekki ganga nógu langt til samræmis við fram- varp um leikskóla. Þvi hafí frumvarpinu um félags- þjónustu enn verið breytt í því skyni að komast hjá hugsanlegri skörun við leikskólaframvarpið. Framsögumaður fór nokkrum orðum um nauðsyn nýrrar laga- setningar um þennan málflokk. — En þar kom að að ráðherranum þótti óviðunandi að einungis tveir til þrír þingmenn sæju ástæðu til að vera viðstaddir — jafnvel þeir sem gerðu athugasemdir væru fjarverandi; og óskaði eftir að framsögunni yrði frestað. Fyrri varaforseti deildarinnar, Geir H. Haarde, varð við þeirri ósk. Frumvarp um leikskóla Menntamálaráðherra hefur lagt fram framvarp um leikskóla. Framvarpið byggir á uppeldis- stefnu sem menntamálaráðuneytið markaði 1985 varðandi börn undir skólaskyldualdri þegar ráðuneytið' gaf út Uppeldisáætlun fyrir dag- vistarheimili - markmið og leiðir. Áætlunin byggist á viðurkenndu markvissu uppeldisstarfi þar sem leikur og sköpun í máli, myndum, tónum og hreyfingu skipar önd- vegi og þar sem mið er tekið af þroska og þörfum hvers barns og aðstæðum þess. Hugsanleg sköran þessa fram- varps við frumvarp um félagsþjón- ustu sveitarfélaga hefur verið nokkuð til umræðu. Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráðherra vildi ekki í samtali við Morgun- blaðið synja fyrir að um „ofurlítinn meiningarmun“ væri að ræða. Kosningalög Lagt hefur verið fram frumvarp um breytingu á kosningalögum. Meðal nýmæla má nefna, að kjör- skrá þarf nú að leggja fram með 24 daga fyrirvara í stað tveggja mánaða áður. Framboðsfrestur rennur út tveimur vikum fyrir kjördag í stað fjögurra, en það gerir mögulegt að boða til kosn- inga með nokkuð styttri fyrirvara en nú er hægt. Heimilað verður að láta kosningu fara fram í heimahúsi í þeim tilvikum sem kjósandi mun ekki geta mætt á kjörstað vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar. Kjósendum verð- ur gert að gera grein fyrir sér við atkvæðagreiðslu með því að fram- vísa nafnskírteini eða á annan fullnægjandi hátt. Kjörfundi lýkur kl. 21 að kvöldi, sem er aðeins fyrr en samkvæmt gildandi lögum. Urslit ættu því að liggja fyrr fyrir en nú er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.