Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.03.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ 'lAUGARDAGUR 23. MARZ 1991 33 Tertur um páska og fermingar Nú fara fermingar í hönd, og páskarnir eru árvissir eins og venjulega og í þetta skipti óvenju snemma á ferðinni. Segja má að páskarnir séu aðalhátíð kristinna manna, þótt þeir hafi horfið í skuggann af jólunum hin síðari ár meðal lúterskra. Páskar í kaþólskum löndum eru enn sem fyrr miklu meiri hátíð en jólin. Fyrir 9 árum var ég á sólarströnd um páska, og kom mér á óvart hversu mikil helgi var þar. Allt lokað og ferðamaðurinn gat lítið farið og gert í marga daga, gat ekki einu sinni sleikt sólina, sem lét varla sjá sig á sólarströnd þá helgidaga. í Malaga á Costa del Sol er dómkirkja, sem hefur fengið viðurnefnið „Sú einhenta", af því að fé þraut áður en tókst að ljúka byggingu annars aðaltumsins. Hún á það sammerkt með kirkjunni á Landakotshæð, sem blasir við mér út um gluggann, þegar ég skrifa þetta. Fé var líka þrotið, er kom að turnspírunni. Nú vill víst enginn, hvorki í Malaga né Reykjavík að þessu verki verði lokið, enda táknrænt fyrir starf kirkjunnar, því lýkur aldrei. Við höfum haft óvenjugóðan og snjóléttan vetur í ár, raunar hálfgert páskaveður eins og var á Spáni í þessari ferð minni. Nú hefur kólnað til muna og jafnvel snjóað víða, skíðamönnum til mikillar gleði, en von okkar er sú, að hið árvissa páskahret fari hjá garði að þessu sinni. Margar þjóðir eiga sér sérstakt páskabrauð, og væri hægt að koma með uppskriftir frá mörgum löndum, en í þetta skipti er páska- brauðunum sleppt, en boðið upp á gómsætar tertur í staðinn. Þær er hægt að nota bæði um páskana og svo auðvitað í fermingarveisl- urnar. Þegar ég fermdist, bjó móðir mín til frábæra smjördeig- stertu með sveskjum og eggjakr- emi. Ég fékk aldrei uppskriftina af tertunni hjá henni. Én ég bjó til tertu eins og ég held að hún hafi verið. Bragðið af tertu móður minnar situr enn í munni og fannst mér þessi terta mín ekki alveg eins góð og hennar, sem að öllum líkindum er bara vit- Ieysa, þar sem hugljúfar bernsku- minningar eru allra minninga bestar. Kaffi/möndlukaka 325 g möndlur 5 eggjarauður 2 tsk sykur rifinn börkur af 'Mtilli sítrónu 7 eggjahvítur 100 g sykur 1. Hitið bakarofninn í 180° C, blástursofn 160° C. 2. Malið möndlurnar fínt. Rífið sítrónubörkinn. 3. Hrærið eggjarauður með sítrónuberki og 2 tsk af sykri. 4. Setjið helming rifinna mandlna út í með sleikju. 5. Þeytið eggjahvíturnar, setjið sykurinn smám saman út í og þeytið áfram þar til þetta er orðið mjög stíft. 6. Setjið það sem eftir er af rifnu möndlunum varlega út í. 7. Setjið það síðan saman við eggjarauðuhræruna með sleikju. Smyijið springmót, u.þ.b. 24 sm í þvermál. Setjið deigið í mótið, setjið í miðjan ofninn og bakið í 35 mínútur. Kælið örlítið, en losið þá hringinn frá. Kælið alveg. Kremið: 1 peli (2'A dl) mjólk 2 eggjarauður 100 g sykur 2 msk kartöflumjöl 150 g mjúkt smjör 4 kúfaðar tsk kaffiduft (Inst- ant) 1 msk sjóðandi vatn 3 msk kaffi eða kakólíkjör (má sleppa) 10. Þeytið eggjarauður með sykri og kartöflumjöli. 11. Setjið kalt vatn í eldhúsvask- inn. 12. Hitið mjólkina, hrærið eggja- rauðuhræruna varlega út í og hitið að suðu. Takið pott- inn strax af hellunni, þegar þetta þykknar og skellið ofan í vatnið í eldhúsvaskinum. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Hrærið í þar til mesti hitinn er rokinn úr. Kælið síðan al- veg. 13. Leysið kaffiduftið upp í heitu vatni, kælið, en hrærið síðan út í mjúkt smjörið. Bætið líkjör í, ef þið notið hann. 14. Hrærið síðan smjörkremið skeiðavís út í eggja- rauðukremið og hrærið vel á milli. 15. Kljúfið kökuna í þrennt, setjið krem á milli og eitt lag ofan á. Setjið kökuna í kæliskáp og kælið. Ofan á kökuna: 50 g suðusúkkulaði 100 g marsipan 'h dl flórsykur lh tsk gulur ávaxtalitur 16. Setjið súkkulaðið í eitt hornið á litlum plastpoka. Stingið ofan í vel heitt vatn úr kran- anum og látið súkkulaðið bráðna. 17. Klippið örlítið gat á hornið og sprautið súkkulaðinu í munstur ofan á kökuna, hringi ef þetta á að vera pá- skaterta, en með nafni ferm- ingarbarnsins og dagsetn- ingu ef þetta á að vera ferm- ingarterta. 18. Hnoðið marsipanið með flór- sykri, setjið gulan ávaxtalit í s/< hluta en grænan að 'A hluta. 19. Fletjið gula marsipanið út milli tveggja bökunarpappírs- búta. Skerið síðan út blöð og búið til eina páskalilju. 20. Fietjið hluta af græna marsipaninu út og búið til löng blöð úr því, en rúliið mjóa lengju og notið sem legg á blómið. 21. Leggið páskaliljuna á miðju kökunnar ef þetta er páska- terta, en ef þið skrifið nafn fermingarbarnsins á kökuna, leggið þá blómin við kantinn. Athugið: Kökuna má frysta, þó ekki marsipanblómið. Smjördeígsterta með sveskjum 300 gr smjördeig (butterdeig) 250 g steinlausar sveskjur 'h dl vatn 2 msk jarðarbeijasulta 1 'h dl mjólk 1 dl ijómi 3 eggjarauður 1 msk vanillusykur 1 msk kartöflumjöl 1 peli þeyttur ijórrii 1. Hitið bakarofninn í 190° C, blástursofn í 170° C. 2. Geymið smjördeigið í kæli- skáp. Fletjið síðan út, þannig að þið fáið ferkantaðan bút, 25-39 sm í þvermál og mjóa ræmu til að leggja með kant- inum allt í kring. Setjið strax í heitan ofninn og bakið í 12-15 mínútur. Kælið. Ef þið getið ekki bakað þetta strax, þarf að geyma deigið í kæli- skáp. 3. Sjóðið sveskj.urnar með vatn- inu í 20 mínútur. Hafið mjög hægan hita, sveskjur eru fljótar að brenna. 4. Takið sveskjurnar úr pottin- um og setjið á disk. Meijið með gaffli. Setjið síðan ra- barabarasultu saman við. Kælið. 5. Smyijið sveskjumaukinu jafnt ofan á smjördeigsbotn- inn. 6. Hrærið saman eggjarauður, vanillusykur og kartöflumjöl. 7. Setjið kalt vatn í eldhúsvask- inn. 8. Látið mjólkina og ijómann sjóða, hellið þá örlitlu af heitri blöndunni út í eggjarauðu- hræruna, setjið síðan allt í pottinn og látið hitna að suðu eða þar til þetta þykknar. 9. Skellið pottinum strax ofan í kalda vatnið í vaskinum og hrærið í þar til mesti hitinn er rokinn úr. Hellið köldu kreminu yfir sveskjurnar á kökunni. 10. Þeytið ijómann og sprautið í þétt munstur ofan á kökuna. Athugið: Kökuna má frysta hvort sem er áður en ijómanum er sprautað á hana eða full- skreyttri með ijóma. Vígsluafmæli Fella o g Hólakirkju Dalur hinna blindu í Lindarbæ LEIKHÓPURINN Þíbylja frum- sýnir leikritið Dalur hinna blindu mánudaginn 25. mars nl. kl. 20.00 í Lindarbæ v/Lindargötu. Leik- ritið er unnið uppúr smásögunni Country of the Blind eftir H.G. Wells í samvinnu leikhópsins og leikstjórans Þórs Tulinius. Leikritið segir frá feðgum sem brotlenda flugvél sinni hátt uppí Andesfjöllum langt fjarri manna- byggðum. Þar finna þeir fyrir grös- ugan dal, lokaðan frá hinni svoköll- uðu siðmenningu. íbúar dalsins eru allir blindir og eins og segir í þjóð- sögunni: hafa verið í nokkrar aldir. Leikritið greinir síðan frá samskipt- um feðganna og hins blinda samfé- lags þ.e.a.s.: Hinir sjáandi í heimi hinna blindú. Leikstjóri er Þór Tulinius. Leik- myndahönnuður er Guðrún Sigríður Haraldsdóttir og henni til aðstoðar Ólöf Sigurðardóttir. Tónlist og leik- hljóð samdi Hilmar Örn Hilmarsson, lýsingu hannaði Egill Ingibergsson, aðstoð við hreyfingar veitti Silvia von Kospoth og Ásgerður Sigurðar- dóttir blindrakennari gaf leikurum góð ráð. Kristín Thors sá um förð- un. Eitt atriði úr leikritinu Dalur hinna blindu. Eftirtaldir leikarar taka þátt í sjiningunni: Árni Pétur Guðjónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Inga Hildur Har- aldsdóttir, Ingrid Jónsdóttir, Kjart- an Bjargmundsson, Ólafur Guð- mundsson, Rósa Guðný Þórsdóttir, Stefán Jónsson og Stefán Sturla Siguijónsson. Leikfélag Reykjavík- ur sá hópnum fyrir æfinga- og sýn- ingarhúsnæði. Eins og áður sagði verður frum- sýning mánudaginn 25. mars kl.20.00, næstu sýningar verða miðvikudagskvöldið 27. mars, fimmtudagskvöldið 28. mars og mánudagskvöldið 1. apríl. Á pálmasunnudag verður barnasamkoma að venju í Fella- og Hólakirkju kl. 11.00. Þá verður sérstök hátíðarguðs- þjónusta kl. 14.00 í tilefni af vígsludegi kirkjunnar, en nú eru þijú ár liðin frá því kirkjan var vígð á pálmasunnudag. Við guðs- þjónustuna á sunnudaginn mun kirkjukór Fella- og Hólakirkju flytja Þýska messu D 872 eftir Franz Schubert undir stjórn org- anistans Guðnýjar M. Magnús- dóttur. Þá munu nemendur Ragn- heiðar Guðmundsdóttur í Söng- skóla Reykjavíkur syngja bæði einsöng og tvísöng. Þeir eru: Kristín R. Sigurðardóttir, Svava Á. Sigurðardóttir, Metta Helga- dóttir, Sigurlaug Arnardóttir og Bjarni Thor Kristinsson._ Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar fyrir altari og sr. Hreinn Hjartarson predikar. Eftir guðs- þjónustuna verður kirkjugestum boðið upp á veitingar í safnaðar- heimili kirkjunnar. íbúar í Fella- og Hólabrekku- sókn eru hvattir til að koma í kirkju sína á hátíðardegi og njota þess sem þar fer fram. (Fréttatilkyiming) Jill Seifer og Hilmar Jensson. ■ DJASSTÓNLEIKAR verða haldnir á Púlsinum í kvöld, laugar- daginn 23. mars. Þar koma fram Skúli Sverrisson, bassi, ásamt trommuleikaranum úr Full Circle, Dan Rieser, og Hilmari Jenssyni gítarleikara sem er að ljúka BM (BA)-gráðu frá Berklee, einnig s kemur fram djasssöngkonan Jill Seifer, sem hefur þegar útskrifast með sömu gráðu og Skúli og Hilm- ar frá Berklee, en Hilmar og Jill eru hér í stuttri heimsókn og verða þetta einu tónleikar þeirra hér á landi að þessu sinni. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 21.30 og standa fram undir miðnætti en þá tekur Hljómsveit Eddu Borg við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.