Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.04.1991, Blaðsíða 9
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1991 B 9 Amór skoraði með glæsi- legri hjól- hestaspymu ARNÓR Guðjohnsen gerði fyrsta mark sitt fyrir Bordeaux um helgina er liðið sigraði To- ulon 2:0 á útivelli. Arnór skor- aði með glæsilegri hjólhesta- spyrnu. Arnór gerði fyrra mark leiksins á 20. mín. „Ég fékk sendingu inn fyrir varnarmann, tók boltann á brjóstkassann, og reyndi hjól- ínémR FOLX ■ LÍKUR eru á því að á næstu Ólympíuleikum verða tekin blóðsýni til að rannsaka lyfjanotkun. Michelle Verdier, blaðafulltrúi al- þjóða ólympíunefndarinnar, sagði að þessi hugmynd hefði verið lögð fram á stjórnarfundi en sum lyf koma ekki fram í þvagprufu. Ekki er víst að af þessu verði þar sem blóðtaka stríðir gegn lögum um persónufrelsi og sumum trúar- brögðum. ■ STUÐNINGSMENN þýska knattspyrnufélagsins Hamburg SV geta nú keypt hlut í félaginu en eigendur þess hafa ákveðið að breyta því í hlutafélag. Félagið skuldar rúmar tólf milljónir marka (210 millj. ÍSK) og nauðsynlegt er að breyta rekstrinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íþróttafélag verð- ur að hlutafélagi og má t.d. nefna Tottenham í Englandi og Boston Celtics í bandarísku NBA-deildinni. ■ HÓTEL í Barcelona ætla að fá eitthvað fyrir sinn snúð á Ólympíuleikunum á næsta ári og alþjóða ólympíunefndin hefur jafn- vel í hyggju að grípa í taumana. Það er þó ekki auðvelt, enda frjáls álagning á hótelherbergjum í Barc- elona. Mörg hótel hafa samið við nefndina um fast verð sem er 27.000 kr. fyrir nótt á fimm stjörnu hóteli, 19.200 fyrir fjögurra stjörnu og 13.200 fyrir þriggja stjörnu hót- el. Þess má geta að á Heimssýning- unni, sem haldin verður í Sevilla á næsta ár, er hóteiverð mun hærra. ■ CLAUDIO Caniggia, glókoll- urinn í argentínska landsliðinu í knattspyrnu, leikur með Fiorent- ina næsta vetur í ítölsku 1. deild- inni. Hann leikur nú með Atalanta og hefur gert tíu mörk í deildinni. Búist er við að Fiorentina þurfi að borga um 390 milljónir fyrir kappann. Italía: hestaspyrnu þar sem ég snéri baki í markið,“ sagði Arnór við Morgun- blaðið um helgina. Bordeaux hefur nú þokað sér upp af mesta hættusvæðinu. En framtíð félagsins er engu að síður óráðin. Liðið er í raun gjaldþrota, og skv. reglum ætti það því að falla sjálf- krafa niður í 2. deild. En nýir menn hafa tekið við stjórninni og þeir eru bjartsýnir, að sögn Arnórs, á að þeim takist að fá reglugerð þar að lútandi breytt, „vegna þess að mörg lið hér í landi eiga í fjárhagsvand- ræðum, og gætu fljótlega lent í sömu stöðu. Því er talið að reglu- gerðinni verði breytt, félagið geti skipt um nafn en samt haldið áfram að leika í 1. deild,“ sagði Arnór. Annars gerðist það helst um helgina í frönsku 1. deildinni að Mónakó dró á Marseille. Liðin léku bæði á föstudag; Marseille gerði jafntefli úti gegn Rennes, 1:1, en Mónakó vann 2:0 í Sochaux. Liðið frá furstadæminu er nú tveimur stigum á eftir Marseille, en hefur reyndar lokið einum leik meira. Auxerre tryggði sér nánast ör- ugglega sæti í Evrópukeppninni næsta vetur með sigri, 3:1, á Metz. ■ Úrslit / B10 ■ Staðan / B10 Morgunblaöið/Bernharð Valsson Arnór Guðjohnsen skoraði fyrsta mark sit' fyrir Bordeaux um helgina. Sampdoria eykur forskotið SAMPDORIAjók forskot sittá Inter Milan í þrjú stig í ítölsku deildarkeppn- inni um helgina. Sampdoria sigraði Bari, 3:2, en Inter náði aðeins marka- lausu jafntefli gegn Fiorentina. Roberto Mancini, fyrirliði Sampdoria, átti frábæran leik gegn Bari á sunnu- daginn. Iiann lagði upp fyrsta markið sem Pietro Vierchowod gerði og bætti síðan öðru markinu við sjálfur beint úr aukaspyrnu. Giovanni Loseto minnkaði muninn fyrir Bari áður en Gianluca Vialli bætti þriðja markinu við úr vítaspyrnu á 76. mínútu. Enrico Cucchi náði að klóra í bakkann fyrir Bari er hann minnkaði muninn í eitt mark rétt fyrir leikslok. Inter Milan náði aðeins jafntefli gegn Fiorentina, 0:0. Inter verður að vinna Samp- doria í innbyrðis leik liðanna 5. maí ætli það að koma í veg fyrir að Sampdoria hreppi titilinn í fyrsta skipti. Aðeins fjórar umferðir eru eftir í deildinni. Napólí varð fyrst ítalskra liða til að vinna Lazio á heimavelli á þessu keppnistímabili er liðið vann 2:0. Brasilíumaðurinn Alemao gerði fyrra markið um miðjan síðari hálfleik og Giancarlo Zola, sem kom inn í liðið fyrir Maradona, bætti öðru marki við á 89. mínútu. Karl-Heinz Riedle misnotaði víta- spyrnu fyrir Lazio í fyrri hálfleik. AC Mílanó gerði jafntefli, 1:1, við Roma á San Siro-leikvanginum. Bæði mörkin komu á lokamínútum leiksins. Ruggiero Rizzitelli kom Roma yfir á 87. mínútu, en Massimo Agostini jafnaði með kollspyrnu á síðustu mínútu leiksins. Mílanóliðið var betra og var það fyrst og fremst Giovanni Cervone, markvörður Roma, sem kom í veg fyrir að AC skoraði fleiri mörk. Urslit / B11 Sviss: Grasshopper náði jöfnu Sigurður Grétarsson og samheijar hans í Grasshoppers gerðu jafn- tefli, 1:1, gegn Servette á heimavelli sínum í svissnesku 1. deildinni um helgina. „Við áttum meira í leiknum, en okkur gegnur ávallt illa- að skora á heimavelli," sagði Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Sigurður sagði að Ser- vette hafi komist yfir í fyrri hálfleik og Grass- hopper náð að jafna al- veg í lokin. Mikil spenna er um svissneska meist- aratitilinn þar sem Sion er efst með 23 stig en Grasshoppei- og Xamax eru einu stig á eftir. Lausanne og Lugano eru með 21 stig. Sigurður, sem leikur á miðjunni, hefur gert 2 mörk í 16 leikjum. „Okk- ur hefur gengið mun bet- ur á út-ivöllum í vetur þar sem liðin hafa pakkað í vörn þegar þau heim- sækja okkur." Sigurður leikur með íslenska landsliðinu gegn B-liði Englands og Wales í næstu viku. Spánn: Loks tapaði Atletico Madrid Barcelona með pálmann í höndunum ATLETICO Madrid tapaði loks í spænsku knattspyrnunni um helgina eftir 18 leiki í röð án taps. Á sama tíma sigraði Barcel- ona lið Sevilla og er komið langleiðina með að tryggja sér meistaratitilinn í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur sjö stiga forskot á Atletico Madrid þegar sjö um- ferðir eru eftir. Atletico Madrid tap- aði síðast fyrir Real Mallorca, 1:0, fyrir fimm mánuðum og nú endur- tók sagan sig. Claudio Barragan skoraði sigurmarkið í báðum leikjunum og að þessu sinni kom markið fjór- um mínútum fyrir leikslok. Fimm af lykilmönnum í Atletico hafa verið meiddir og á sunnudaginn varð liðið fyrir því óláni að missa Þjóðveijann, Bernd Schuster, útaf meiddan í fyrri hálfeik. Barcelona heldur sínu striki og átti ekki í erfiðleik- um með að vinna Sevilla á heimavelli 3:0 á laugar- dag. Mochi Rodriguez, markvörður Sevilla, var rekinn af leikvelli í fyrri hálfleik fyrir að bijóta illa á Begui- ristain. Það voru þeir Goikoetzea, Amor og Soler sem settu mörk Barcelona. Real Madrid heldur enn í vonina um UEFA-sæti eftir 3:1 sigur á Real Betis í Sevilla. Butragueno gerði fyrsta mark Madridinga og síðan bætti Fernando Hierro tveimur mörkum við. Mel gerði mark Real Betis úr vítaspyrnu mínútu fyrir leikslok. ■ Úrslit / B11 Þýskaland: Óbreytt á toppnum KAISERSLAUTERN gerði jafntefli, 2:2, gegn Stuttgart og heldur enn þriggja stiga forskoti í deildinni þar sem hin topp liðin gerðu líka jafntefli. Werder Bremen gerði markalaust jafn- tefli við Bayer Uerdingen, sem er í fallbarát- tunni og meistarar Bayern Munchen og Köln skildu jöfn, 2:2. Guido Hoffmann kom Kaiserslautern yfir á 25. minútu. Michael Fi-ontzeck jafnaði fyrir Stuttg- art, en varð fyrir því óláni 10 mín. síðar að gera sjálfsmark. Það var síðan Hartmann jafnað fyrir Stuttgart í upphafi síðari hálfleiks. Eyjólfur Sverris- son var í byijunarliði Stuttgart en var skipt útaf í síðari hálfleik. Daninn Brian Laudrup kom Bayern Munchen á bragðið með marki strax á 2. mínútu gegn Köln. Maurice Banach jafnaði fyrir Köln eftir klukkutíma- leik en Manfred Schwabl kom meisturunum aftur yfir á 86. mínútu og töldu þá sigurinn vísan. En Köln er þekkt fyrir allt annað en gefast upp og aðeins tveim- ur mínútum síðar jafnaði Falko Götz með skalla og tryggði liðinu annað stigið í Múnchen. Skotland: Skotarán McCoist Skotar verða án sóknardú- ettsins Ally McCoist og Mo Johnston, sem leika með Glasgow Rangers, er liðið mætir San Marínó í undan- keppni Evrópumóts landsliða 1. maí. McCoist, sem hefur leikið alla leiki Skota í Evrópu- riðlinum, á við meiðsli að stríða og Johnston hefur verið veik- ur. Landsliðshöpur Skota er skipaður eftirtöldum leik- mönnum: GÖram, Money, Maxwell, Nicol, Malpas, Gough, McKimmie, McLeish, McPherson, Gillespie, McStay, Mclnally, McCall, McAllister, Collins, MacLeod, Strachan, McClair, Gallacher, Robeitson, Dune, Nevin. McCoist. Bernd Schuster.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.