Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.05.1991, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 8. MAÍ 1991 KNATTSPYRNA „Þetta óvænta er spennandi“ - sagði Kristinn Björnsson, þjálfari U-16 ára liðsins, sem leik- ur gegn Júgóslavíu á HM í Sviss í dag ÍSLENSKA drengjalandsliðið, skipað leikmönnum sextán ára og yngri, leikurgegn Júgóslavíu í úrslitakeppni Evrópumótsins í Sviss í dag kl. 16. íslenska liðið er í riðli með Sovétríkjunum, Spáni og Júgóslavíu. „Það eru mjög góða aðstæður hér og við búum á fjallahóteli í Kerns. Það er mikil eftirvænting í liðinu fyr- ir leikinn gegn Júgóslövum. Við vitum ekkert um styrkleika þeirra, en það er alltaf þetta óvænta sem er spennandi," sagði Kristinn Björnsson, þjálfari iiðsins, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. BADMINTON íslendingar úr leik í ein- liðaleiknum jr Islensku keppendurnir eru allir úr leik í einliðaleik á heimsmeist- aramótinu í badminton, sem fer fram í Kaupmannahöfn. Broddi Kristjánsson tapaði fyrir Patrik Andreasson, Svíþjóð, 15-5, 15-6, og Ása Pálsdóttir mætti sterkustu badmintonkonu heims, Susi Susanti, en hún var númer eitt á styrkleikalista mótsins. Sus- anti sigraði 11-2, 11-0. Þá tapaði Elsa Nielsen fyrir Julie Bradburg, Englandi, 8-11, 2-11. í tvíliðaleik töpuðu þær Ása og Elsa fyrir L. Pan og Y. Wu frá Kína, 1-15, 1-15. í fyrradag töpuðu Árni Þór Hallgrímsson og Broddi í tvíliðaleik fyrir Miya og Machida frá Japan, 9-15, 12-15. Þá sigruðu hins vegar Ása Pálsdóttir og Guðmundur Adolfsson par frá Norður-Kóreu, Kim og Li, 15-11 og 18-14, í tvenndarleik og mæta kanadísku pari í dag. KNATTSPYRNA Bo velur hópinn o Johansson, landsliðsþjálfari rID í knattspyrnu, hefur tilnefnt tuttugu manna landsliðshóp fyrir ferð landsliðsinstil Albaníu. Bo mun síðan velja sextán leikmenn, sem ieika í Tirana 26. maí. Þeir leikmenn sem Bo hefur tiln- efnt, eru: Markverðir: Bjarni Sigurðsson, Val, Ólafur Gottskálksson, KR, Birkir Kristinsson, Fram. Varnarleikmenn: Guðni Bergs- son, Tottenham, Sævar Jónsson, Val, Gunnar Gíslason, Hácken, Ól- afur Kristjánsson, FH, Kristján Jónsson, Fram, Einar Páll Tómas- son, Val. Miðvallarspilarar: Þorvaldur Örlygsson, Nott. Forest, Rúnar Kristinsson, KR, Ólafur Þórðarson, Lyn, Sigurður Grétarsson, Grass- hopper, Hlynur Stefánsson, ÍBV, Andri Marteinsson, FH. Sóknarleikmenn: Arnór Guðjohnsen, Bordeaux, Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart, Antony Karl Gregory, Val, Ragnar Margeirssón, KR, Kjartan Einarsson, Keflavík. Tómas Ingi Tómasson, FC Berlín og Pétur Pétursson, KR, sem hafa átt við meiðsli að stríða, eru einnig inni í myndinni. Efsta sæti riðilsins tryggir sæti í undanúrslitum, en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn í úrslitakeppn- ina með því að sigra Wales saman- BMMH lagt í tveimur leikj- Frosti um í fyrra. Byrjunar- Eiðsson lið íslands í dag verð- skrifar ur skipað eftirtöldum leikmönnum: Árni G. Arason, IA, veður í markinu. Mið- verðir: Einar Baldvin Árnason, ÍR og Lúðvík Jónasson, Stjörnunni. Ba- kverðir: Alfreð Karlsson, ÍA og Orri Þórðarson, FH. Á miðjunni: Gunn- laugur Jónsson, ÍA, Hrafnkell Kristj- ánsson, FH, Pálmi Haraldsson, ÍA og Þorvaldur Ásgeirsson, Fram. Framhetjar: Guðmundur Benedikts- son og Helgi Sigurðsson. Kristinn Björnsson og Þórður Lár- usson eru þjálfarar liðsins og þeir sögðust vera í hófi bjartsýnir fyrir keppnina. „Við erum búnir að vera með um 80 æfingar á þessu ári og það er nokkuð gott. Það sem háir okkur eru hins vegar aðstæðurnar, keppnistímabilið er að byrja hér á landi og ekki er hægt að æfa á grasi og liðið er í lítilli leikæfmgu. And- stæðingar okkar hafa leikið á fullu í vetur,“ sagði Þórður. „Við höfum lítið til samanburðar um hin Jiðin en við vitum að þau eru sterk. Ég á von á jöfnum leikjum og held að það verði ekki neinir stór- ir sigrar né stór töp,“ sagði Kristinn Björnsson, þjálfari. Pálmi er leikjahæstur Pálmi Haraldsson, fyrirliði liðsins sem leikur með ÍA, setti leikjamet með drengjalandsliðinu á Möltu þar sem að hann lék sinn 20. landsleik en fyrra metið átti Rúnar Kristins- son, KR sem lék 18 leiki með dren- gjalandsliðnu. „Við komum til með að reyna hvað við getum. Við erum með gott lið og með góðri baráttu eigum við möguleika gegn hinum lið- unum sem hafa það fram yfir okkur að vera í betri leikæfingu og það mun án efa hjálpa þeim í keppninni. Það sakar þó ekki að gera sér vonir um sigur en það verður bara að koma í ljós,“ sagði Pálmi. Guðmundur er að ná sér Guðmundur Benediktsson hefur verið einn af burðarásum íslenska liðsins en meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum í vetur. Hann meiddist á hné, krossbönd trosnuðu og hann var skorinn upp fyrir átta vikum síðan. Guðmundur er nýbyij- aður að æfa aftur og það var ekki fyrr en um helgina að grænt ljós var gefið á að hann færi með til Sviss. Hann fékk þá að leika einn hálfleik með b-liði Stjörnunnar gegn ÍBK og eftir þann leik var ákveðið að Guð- mundur færi út með liðinu. „Það verður gaman að leika gegn svona sterkum þjóðum en líka erfítt. Við vitum sama sem ekki neitt um hin liðin annað en að þetta eru sterkar knattspyrnuþjóðir," sagði Guðmund- ur. Þess má geta að Viðar Erlings- son sem leikið hefur með liðinu fót- brotnaði á Möltu og hann er því ekki vera með liðinu í Sviss. Dómstóll KSI: Armanni dæmdur sigur Dómstóll KSÍ tók í gær fyrir kærumál Ármanns gegn Þrótti, sem Ármann áfrýjaði til dómstóls KSÍ og dæmdi Ármanni sigur, 3:0. Dómstóll KRR hafði dæmt í málinu og var niðurstaða hans að úrslit leiks Ármanns og Þróttar í Reykjavíkurmótinu stæðu óbreytt, 5:2 fyrir Þrótt. Ármenningar kærðu Þrótt vegna þess að þjálfari Þróttar, Magnús Jónatansson, sem var í leikbanni, stjórnaði liði sínu í umræddum leik. Magnús fékk rauða spjaldið í leiknum á undan gegn Víkingum og átti því að taka út leikbann i næsta leik á eftir, sem var gegn Ármanni. Samkvæmt úrskurði dómstóls KSI leika í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins; KR - Fylkir og Valur - Víkingur. FLUGLEIÐIR Opna Flugleidamótid laugardaginn 11. maí og sunnudaginn 12. maí. 36 holu keppni með/án forgjafar ræst út frá kl. 8.00 báða dagana. Skráning í skála og í síma 53360. Verðlaun eru stórglæsilegir vinningar. 1. 2 farseðlar millilanda. 2. 4 farseðlar innanlands. 3. Keppt verður í síðasta sinn um hinn glæsilega farandbikar sem gefin var 1968 af Flugfélagi íslands, og ber það nafn. Mótið gefur stig til landsliðs. pA') SKOLAR Handknattleiks- skóli Geirs og Viðars Hinn árlegi handknattleiksskóli Geirs Hallsteinssonar og Viðars Símonarsonar verður í Hafnarfirði 25. til 31. maí. Kennt verður í nýja íþróttahúsinu í Kaplakrika. Heima- vist verður í Víðistaðaskóla. Nám- skeiðið verður með svipuðu sniði og sl. ár. Það verður opið öllum krökk- um, stúlkum og drengjum, af landinu á aldrinum 8 til 16 ára. Áríðandi er að tilkynna þátttöku til Geirs (s. 50900) eða Viðars (656218) í síðasta lagi fyrir föstudag 10. maí. GOLF Opið mót Opið golfmót, Landsbankamótið, verður í Grindavík á morgun, fimmtu- daginn 9. maí, hjá Golfklúbbi Grindavíkur. Ræst verður út frá kl. 8, en rástímar fást í síma 92-68720 kl. 17 - 21 í dag, miðvikudag. • Keilir Golfklúbburinn Keilir heldur tvö mót í þessari viku. Á morgun, fimmtudag, verður Alis-mót, sem er opið, og verður ræst út frá kl. 08. Leiknar verða 18 holur með punkta- fyrirkomulagi. Um næstu helgi verður opið Flug- leiðamót. Leiknar verða 36 holur með og án forgjafar. Ræst verður út frá kl. 8 bæði laugardag og sunnudag. Mótið gefur stig til landsliðs. no 'iiJair ÚRSLIT Knattspyrna England, 2. deild í gærkvöldi: Barnsley - Newcastle.............1:1 Notts County - Ipswich...........3:1 Oldham - Middlesbrough...........2:0 Skíði Öldungamót íslands í alpagreinum Meistaramót Islands 1991 í alpagreinum 30 ára og eldri fór fram í Bláfjöllum um síðustu helgi. Sigurvegarar urðu eftirtaldir: Stórsvig kvenna 50-54 ára: Þóra Vilbergsdóttir, R...........3:57.35 Stórsvig kvenna 35-40 ára: Sigrún Grímsdóttir, í............1:40.26 Stórsvig kvenna 30-34 ára: Steinunn Sæmundsdóttir, R........1:30.09 Stórsvig karla 30-34 ára: Helgi Geirharðsson, R............1:25.17 Stórsvig karla 35-39: Guðmundur Gunnlaugsson, 1........1:33.37 Stórsvig karla 40-44 ára: Hannes Tómasson, R...............1:32.15 Stórsvig karla 45-49 ára: Arnór Guðbjartsson, R............1:36.18 Stórsvig karla 50-54 ára: Heiðar Arnason, K................1:38.72 Stórsvig karla 55-59 ára: Jóhann Vilbergsson, R............1:37.92 Svig kvenna 55-59 ára: Þóra Vilbergsdóttir, R..........12:38.74 Svig kvcnna 35-39 ára: Áslaug Sigurðardóttir, R.........1:38.34 Svig kvenna 30-34 ára: Steinunn Sæmundsdóttir, R........1:25.82 Svig karla 30-34 ára: Helgi Geirharðsson, R............1:22.33 Svig karla 35-39 ára: Guðmundur Gunnlaugsson, 1........1:31.62 Svig karla 40-44 ára: Hannes Tómasson, R...............1:32.28 Svig karla 45-49 ára: Samúel Gústafsson, R.............1:39.30 Svig karla 50-54 ára: HeiðarÁrnason, K.................1:36.26 Svig karla 55-59 ára: Jóhann Vilbergsson, R............1:45.74 Blak Blakmót öldunga fór fram á Akranesi fyrir skömmu. Úrslit urðu sem hér segir: 1. deild karla: stig Oðinn, Akureyri 12 Þróttur 1, Reykjav...................10 Þróttur 2, Reykjav....................8 Skautar, Akureyri.....................6 ÍS, Reykjavík....................J....4 Hrynan, Siglufirði....................2 HK, Kópavogi..........................0 2. deild karla: Mosöld, Mosfellsbæ...................12 UNÞ, N-Þyng...........................6 Rimar, Dalvík.........................6 Keppir, Reykjavík.....................0 Öðlingar karla: Óðinn A, Akureyri....................12 HK, Kópavogi..........................8 Skautar, Akureyri.....................8 Bresi, Akranesi.......................6 Þróttur Reykjavík.....................6 Óðinn B, Akureyri.....................2 Hyrnan, Siglufirði....................0 1. deild kvenna: HK, Kópavogi.........................10 Þróttur, Reykjav.................... 8 Víkingur, Reykjavík...................6 Eik, Akureyri.........................4 Óðinn, Akureyri.......................2 Völsungur, Húsavík....................0 2. deild kvenna: Krækjur, Sauðárkróki.................14 Þróttur 1, Reykjavik.................10 Víkingur, Reykjavík..................10 Bresi, Akranesi......................10 Súlur, Siglufirði.....................6 Völsungur, Húsavík....................4 Þróttur 2, Reykjavik..................2 Öðlingar kvenna: HK, Kópavogi..........................8 Eik, Akureyri.........................8 Óðinn, Akureyri..................... 2 Borðtennis Grunnskólamót Borðtennissambands Is- lands fór fram í íþróltahúsi Hrafnagilsskóla laugardaginn 4. maí. Þetta var í þriðja sinn sem mótið er haldið. Til leiks mættu sigur- lið úr kjördæmamótum í Reykjavík, Reykja- nesi, Vesturlandi og Norðurlandi eystra, alls 18 lið. Úrslit voru sem hér segir: Drengir í 8.-10. bekk: 1. Seljaskóli, Reykjavík (Ársæll, Ólafur R., Jón Páll, Þorsteinn og Geir). 2. Heiðarskóli, Vesturlandi 3. Breiðholtsskóli, Reykjavík Drengir í 5.-7. bckk: 1. Hlíðarskóli, Reykjavík (Tryggvi, Torfi, Gunnar og Stefán). 2. Breiðholtsskóli, Reykjavík 3. Breiðagerðisskóli, Reykjavík Stúlkur í 8.-10. bekk: 1. Grenivíkurskóli, Norðurlandi eystra (Margrét Ó., Elín, Elva, Berglind og Hjördis). 2. Seljaskóli, Reykjavík 3. Heiðarskóli, Vesturlandi Stúlkur í 5.-7. bekk: 1. Grenivíkurskóli, Norðurl. eystra (Margrét Ö., Svanlaug, Sandra, Anna b., Ingunn og Vala). 2. Seljaskóli, Reykjavík 3. Hvanneyrarskóli, Vesturlandi ■Grenivíkurskóli sigraði í stigakeppninni með 17 stig og hlaut sæmdarheitið „Besti borðtennisskóli landsins". Seljaskóli varð í öðru sæti með 16 stig. Körfuknattleikur Leikur í NBA í fyrrinótt: Chicago Bulls - Philadelphia......112:100 ■(Chicago Bulls .er yfir 2:0) * I (I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.