Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1991, Blaðsíða 32
 Aðalfundur SÍF: Um 49 þúsund tonn af saltfiski seld fyrir 12,5 milljarða 1990 Lög um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins verði endurskoðuð Frá aðalfundi SÍF í gær. Talið frá vinstri: Sigurður Markússon, Dagbjartur Einarsson, Magnús Gunnarsson, Bjarni Sívertsen, Sigurð- ur Einarsson og Sigurður Haraldsson. SÖLUSAMBAND íslenskra fisk- framleiðenda (SÍF) flutti út tæp 49 þúsund tonn af saltfiski í fyrra fyrir 12,5 milljarða íslenskra króna í cif-verðmætum en SÍF flutti út 56 þúsund tonn fyrir 10,6 milljarða króna árið 1989. Magnið er 9% minna árið 1990 en 1989 en verðmætið er hins vegar 22,9% meira og meðalverð á útfluttum saltfiski var 35% hærra árið 1990 en árið áður. Þetta kom fram á aðalfundi SIF, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær en þar var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að breyta lögum SÍF. Framleiðend- ur innan vébanda SIF voru 298 talsins í fyrra en 329 árið 1989. Á aðalfundinum var eftirfarandi tillaga frá stjóm SÍF samþykkt með yfirgnæfandi fjölda atkvæða: „Að- alfundur SÍF, haldinn í Reykjavík 8. maí 1991, skorar á sjávarútvegs- ráðherra að taka í haust til endur- skoðunar lögin um Verðjöfnunar- sjóð sjávarútvegsins með það að leiðarljósi að sjóðurinn verði lagður af en í staðinn verði myndaðir sveiflujöfnunarsjóðir innan fyrir- tækjanna, sem lúti skattareglum.“ Viðar Elíasson í Vestmannaeyj- um var í gær kosinn í stjórn SIF til tveggja ára en Benedikt Sveins- son í Reykjavík og Ari Þorsteinsson á Höfn í Hornafirði voru kjömir í stjórnina til eins árs. Sigurður Markússon í Reykjavík og Elvar Einarsson frá Höfn í Homafírði sögðu sig úr stjórninni en Elvar býr nú í Bandaríkjunum. Dagbjartur Einarsson, stjómar- formaður SÍF, sagði meðal annars í ræðu sinni á aðalfundinum í gær að áætlaður botnfiskafli íslendinga árið 1990 hafí verið 675 þúsund tonn, eða litlu minni en árið áður. Þorskaflinn í fyrra var hins vegar 6% minni en árið 1989, eða 332 þúsund tonn. Saltfiskframleiðslan um 11% minni en 1989 „Þar sem þorskur er uppistaðan í söltuninni mátti búast við að sam- drátturinn í saltfískframleiðslunni yrði álíka mikill en svo varð ekki, heldur varð samdrátturinn meiri. Saltfískframleiðslan árið 1990 var 48.500 tonn, eða tæplega 11% minni en árið áður, þrátt fyrir vem- legar verðhækkanir á saltfískafurð- um. Samdrátturinn varð fyrst og fremst í framleiðslu á blautverkuð- um þorski en við verðum að hafa það í huga að einmitt á síðasta ári var útflutningur á ísfíski og flöttum, ferskum fiski í hámarki," sagði Dagbjartur. Hann sagði að við hefðum til þessa einungis haft fískveiðistefnu, sem byggðist á aflakvóta og tilkoma hans hefði átt að vemda og byggja upp á ný nytjastofna í hafínu. „Það er íhugunarefni að þrátt fyrir öll okkar þorskastríð og að nær öll erlend veiðiskip eru komin út úr okkar landhelgi og tilvist kvótakerf- isins í ein sex ár, hefur leyfilegt aflamagn af þorski sjaldan verið eins lítið og nú. Sjávarútvegsstefn- an þarf að vera víðtækari en að skammta kvóta. Hún á að ná yfír allt sviðið, frá veiðum til vinnslu, frá vinnslu til markaðssetningar afurðanna og alla leið til neytand- ans.“ Dagbjartur sagði að við mættum aldrei hleypa skipum Evrópubanda- lagsins inn í landhelgi okkar. Tollaívilnanir megi ekki kaupa svo háu verði. „Eg endurtek og legg á það þunga áherslu að við íslending- ar verðum að ná samningum við Evrópubandalagið um afnám inn- flutningstolla á sjávarafurðum án þess að aðgangur að fiskimiðum okkar komi á móti. En samningum verðum við að ná og ég get ekki séð að íslenskur sjávarútvegur geti verið án Evrópumarkaðarins. Má vera að aðrar greinar en salt- fiskiðnaðurinn gætu fært sig yfir á önnur markaðssvæði en það sama verður ekki sagt um saltfiskinn. Evrópumarkaðurinn er. dýrasti og mikilvægasti markaðurinn fyrir saltfiskafurðir okkar og á undan- förnum árum hafa yfir 95% af okk- ar saltfiskútflutningi farið til landa innan Evrópubandalagsins." Saltfiskvinnslan rekin með 4,5% hagnaði í október Dagbjartur sagði að eftir miklar verðhækkanir, einkum fyrri hluta ársins 1990, hafí afkoma saltfisk- vinnslunnar verið góð og hún hefði verið rekin með 4,5% hagnaði að meðaltali í október síðastliðnum. „Þrátt fyrir að verð til framleiðenda hafi haldið áfram að stíga fram í byijun þessa árs er nú svo komið, átta mánuðum síðar, að dæmið hefur heldur betur snúist við og nú er greinin rekin með tapi ef litið er til hins fræga meðaltals. Hvað er það sem veldur þessum miklu umskiptum? Hér kemur margt til, sem vegur þó mismun- andi mikið. Vissulega hefur gengis- þróunin verið okkur óhagstæð síðustu vikurnar, almennar kostn- aðarhækkanir hafa átt sér stað, þótt í litlum mæli sé, launakostnað- ur hefur lítillega hækkað, greiðslur í Verðjöfnunarsjóð hófust 1. ágúst síðastliðinn með 1% inngreiðslu en komust hæst í 5% nú í apríl. Síðast en ekki síst skal nefna fískverðið en hráefnisþátturinn í saltfískverkun er sá kostnaðarþátt- ur, sem vegur langsamlega mest. Hann er nú að meðaltali um 65% af tekjum en var fyrir fáeinum árum um 50% af tekjum, sem segir okkur það að fyrst meðaltalið liggi um 65% þá er þorri framleiðenda að verja 75% og jafnvel 80% af afurða- verðinu til hráefniskaupa. Eflaust er það að bera í bakka- fullan lækinn að fara að fjalla um fískverðið og þá óheillaþróun, sem varð á samskiptum útgerðar og vinnslu, þegar fiskmarkaðimir tóku til starfa. Það má kalla það skamm- sýni og öðrum álíka nafngiftum að mæla gegn mörkuðum og fijálsu fískverði. En það vil ég rifja upp að þegar við með semingi féllumst á tilkomu markaðanna og frjálst fískverð til reynslu á miðju árið 1987 gengum við út frá því að veru- legt magn færi um markaðina en ekki eins og málum er háttað nú. Til dæmis fóru aðeins 8% af þorskaflanum um markaðina á Suð- vesturlandi í fyrra en þetta magn, tæp 28 þúsund tonn, var grunnur- inn að fiskverðsmynduninni um allt land. Hvort sem mönnum líkar bet- ur eða verr bendir flest til þess að Verðlagsráð sjávarútvegsins í nú- verandi mynd sé að geispa golunni og fijálst fískverð taki alfarið við. Taka verður á því í sjávarútvegs- stefnu hvernig verðlagning á fiski skuli eiga sér stað í samskiptum útgerðar og vinnslu.“ Um 2,8 milljarðar í Verð- jöfnunarsjóð á ári Dagbjartur sagði að byrjað hafi verið að greiða I Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins 1. ágúst 1990 og inngreiðslan hafi þá verið 1% af fob-virði útfluttra vara. Síðan hafi inngreiðslurnar farið síhækkandi og hæst hafi þær verið 5% í apríl- mánuði. „Hér er um gífurlega háar upphæðir að ræða því hvert pró- sentustig yfir heilt ár þýðir fyrir saltfiskiðnaðinn um 120 milljónir króna og 5% inngreiðsla gerir um 600 milljónir króna á ári en 5% inngreiðsla fyrir botnfískafurðirnar í heild þýðir um 2,8 milljarða króna á ári. Þessir útreikningar byggja á útflutningsverðmæti í fyrra." Dagbjartur sagði að mun minna hefði verið flutt út af ferskum, flött- um fiski í ár en í fyrra. „Það stafar ekki af aðgerðum stjórnvalda, sem engar hafa verið, heldur hefur kom- ið fram, sem við höfum ætíð sagt að gæðin á þannig söltuðum fiski standast ekki. Hvað varðar útflutning á saltfíski vitum við að utanríkisráðherra hef- ur margoft lýst því yfír að hann muni gefa útflutning á saltfíski frjálsan. Það er alveg ljóst hvað íslenskir saltfískframleiðendur vilja. Þeir vilja hafa útflutning á saltfiski á einni hendi og sú hönd er þeirra eigið fyrirtæki, SÍF,“ sagði Dag- bjartur. Hann sagði að framleiðend- ur, sem standi á bak við 97% salt- fiskframleiðslunnar í fyrra, hafí skrifað undir aðildarvottorð að SÍF. Portúgal er stærsti markaðurinn fyrir íslenskan saltfísk og í fyrra voru seld þangað 15 þúsund tonn en mesta magnið fór þangað árið 1988, eða 37 þúsund tonn. Næst stærsti markaður SÍF í magni er Spánn en þangað voru seld tæp 14 þúsund tonn árið 1990 miðað við 10 þúsund tonn árið áður. Spænski markaðurinn er á hinn bóginn verð- mætasti saltfiskmarkaður íslend- inga. Spænskir neytendur krefjast mestra gæða og eru reiðubúnir að greiða hæsta verðið fyrir fyrsta flokks matvöru. Fyrstu fjóra mán- uðina í ár voru flutt út 18 þúsund tonn af saltfíski, sem er sama magn og á sama tímabili á síðastliðnu ári. Fyrsta erlenda dótturfyrir- tækið stofnað í fyrra Á fyrrihluta síðastliðins árs stofnaði SÍF fyrsta erlenda dóttur- fyrirtæki sitt, Union Islandia S.A., sem er staðsett í Barcelona á Spáni. Union Islandia tók við af söluskrif- stofu SÍF á Spáni, sem starfað hafði frá árinu 1987. Fram- kvæmdastjóri er José Solernu. SÍF keypti í fyrra Nord Morue í Frakklandi en það er verksmiðjufyr- irtæki, sem var í eigu sænska ABBA-fyrirtækisins. Nord Morue var stofnað árið 1949 og er í bæn- um Jonzac í Suðvestur-Frakklandi. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Sighvatur Bjarnason. Aðalmark- aðssvæði Nord Morue er franski markaðurinn og fyrrum nýlendur Frakka, svo og Benelux-löndin, Sviss og Ítalía, Sölusamband íslenskra fiskfram- leiðenda starfrækti söluskrifstofu í Genúu á Ítalíu á árunum 1960 til 1989 en haustið 1989 var ákveðið að loka skrifstofunni og opna nýja í Mflanó, sem er miðstöð verslunar og viðskipta þar í landi. Mjög ör þróun hefur orðið á matvælamark- aði Ítalíu og stórmarkaðir, sem hafa náð verulegri markaðshlut- deild frá smærri matvöruverslun- um, hafa lagt mikið kapp á að matvæli eins og saltfiskur fáist í handhægum neytendaumbúðum. Forstöðumaður skrifstofu SIF í Mílanó er Sigurður Sigfússon. Dagbjartur Einarsson sagði einn- ig í ræðu sinni á aðalfundinum að á síðasta aðalfundi SÍF hafí verið samþykkt ályktun, þar sem stjórn SÍF hafí verið falið að vinna að endurskoðun á félagsformi og stefnu sölusamtakanna með það markmið að efla stöðu SÍF enn frek- ar til undirbúnings aukinni sam- keppni að loknum samningum við Evrópubandalagið. Stjómin hafí síðan haldið fund 12. október síðast- liðinn, þar sem meðal annars hafí verið samþykkt ályktun um að stjóm SÍF skyldi skipa nefnd til að endurskoða lög félagsins. Ný lög samþykkt fyrir SÍF í nýjum lögum SÍF, sem sam- þykkt voru á aðalfundinum í gær, segir meðal annars að tilgangur félagsins sé að seija saltfískafurðir félagsmanna á erlendum mörkuð- um, svo og að annast söiu á hvers konar öðrum framleiðsluvörum þeirra er þess óska og stjóm félags- ins ákveður að taka til sölumeðferð- ar. Til þess að tryggja að þessum tilgangi verði náð skal félagið standa að öflugri markaðs-, þróun- ar- og rannsóknarstarfsemi. Enda þótt I lögunum sé einkum kveðið á um saltfiskafurðir gilda þau einnig um aðrar afurðir félagsmanna, sem félagið tekur til sölumeðferðar. Félagið getur samkvæmt ákvörð- un stjórnar hveiju sinni annast inn- kaup, sölu og dreifingu aðfanga, sem félagsmenn nota við fram- leiðslu sína, svo og veitt félags- mönnum lánafyrirgreiðslu. SÍF er heimilt að eiga og reka fasteignir og flutningatæki fyrir starfsemi sína, vera aðili að innlendum sem erlendum félögum og fyrirtækjum, svo og að eiga og reka fyrirtæki hérlendis sem erlendis ef tilgangur þess fellur að tilgangi og markmið- um SÍF. SÍF skal starfa sem al- mennt hagsmunafélag félagsmanna og gæta réttar þeirra í hvívetna í málefnum, sem snerta starfsemina. Félagsmenn geta þeir einir orðið, sem vinna sjávarafurðir til útflutn- ings. Sá, sem óskar inngöngu í fé- lagið skal senda stjórn þess skrif- lega beiðni þar um. Hafi félags- stjórn ákveðið að verða við inn- göngubeiðni öðlast umsækjandi full félagsréttindi þegar hann hefur undirritað aðildarvottorð að SIF, þar sem hann skuldbindur sig til að hlýða lögum félagsins og sam- þykktum. Inntökugjald er 50 þús- und krónur fyrir hvern nýjan félags- mann og upphæðin er bundin láns- kjaravísitölu í maí 1991 en inntöku- gjaldið rennur I séreignarsjóð. Ábyrgð félagsmanna á skuldbind- ingum félagsins er takmörkuð við inneign þeirra í sjóðum félagsins. Samkvæmt nýju lögunum er stjórn SÍF heimilt að gera tíma- bundna samninga við utanfélags- menn um sölu á afurðum þeirra. Félagsmönnum ber að afhenda fé- laginu allar saltfiskafurðir sínar til sölumeðferðar jafnóðum og þær eru fullbúnar og þeim er ekki heimilt að selja sjálfir, hvorki innanlands, né erlendis, eða fela öðrum sölu þeirra afurða, á hvaða stigi sem er, án samþykkis stjórnar SIF. Víkja má brotlegum félagsmanni úr SÍF Ef félagsmaður brýtur gegn þessu ákvæði varðar það sektum til SÍF og hefur stjórn SÍF heimild til að ákveða sekt, sem má vera allt að 20% af andvirði þeirra af- urða, sem seldar voru, eða boðnar til sölu í heirnildarleysi, auk þess sem heimilt er að víkja hinum brot- lega félagsmanni úr félaginu. Heimilt er að skuldajafna sektir við inneign félagsmanns. Félagsmönnum er skylt að gefa skrifstofu SÍF, hvenær sem þess er krafist, nauðsynlegar upplýsing- ar um fiskmagn, tegund físks, verk- un og önnur þau atriði, sem fram- leiðsluna varðar sérstaklega. Sá, sem gefur rangar eða engar upplýs- ingar á tilskildum tíma, hefur ekki kröfu til jafnaðarverðs. Heimilt er að láta framleiðslu þeirra félags- manna, sem gefa upp of mikið magn, koma seinna til afskipunar. Sá, sem gefur rangar eða villandi upplýsingar, getur ennfremur sætt sektum. Ef félagsstjóm þykir bera brýna nauðsyn til að hlutast til um salt- fískverkun félagsmanna sinna hvað snertir framleiðsluafurðir og -magn til að tryggja nýtingu markaða sem best, ber félagsmönnum að hlíta fyrirmælum stjómarinnar í þeim efnum, enda verði félagsmönnum ekki mismunað í þessu sambandi. Skylt er að greiða félagsmönnum sama verð fyrir allan saltfisk sömu tegundar og jafnan að gæðum tilbú- inn til útflutnings á sama tíma eða á tímabili, sem félagsstjóm ákveð- ur. Þá er SÍF heimilt að kaupa salt- fískafurðir á föstu verði og selja síðan undir eigin nafni. Á vegum SIF skal vera til sjóð- ur, sem nefnist séreignarsjóður. í hann skal renna, auk inntökugjalds, fjórðungur af skilaverði seldra salt- fískafurða og færist á sérstakan reikning hvers félagsmanns. Sér- eignarsjóður skal standa sem lán félagsmanna til SÍF og má veija til rekstrar SÍF, fjárfestinga og reksturs þeirra, svo og annarra ráð- stafana í þágu SÍF eftir ákvörðun stjórnarinnar. Séreignarsjóður fell- ur til útborgunar til félagsmanns 5 árum eftir að hann er hættur að vera félagi, eða við félagsslit. Þó er félagsstjórninni heimilt að greiða inneignir úr séreignarsjóði fyrr ef sérstakar ástæður mæla með því að dómi félagsstjómar. Aðalfundur fer með æðsta vald í öllum félagsmálum. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála á fundum. Atkvæði í félaginu eru fimm þúsund talsins og skipt- ast jafnt á milli félagsmanna í hlut- falli við útflutningsverðmæti salt- fiskafurða þeirra á síðasta alman- aksári fyrir fund. Enginn fundar- manna getur farið með meira en 8% atkvæða fyrir sjálfan sig eða aðra. í gömlu lögunum liafði hver félagsmaður eitt atkvæði fyrir hver 25 tonn af óverkuðum saltfíski, eða 15 tonn af verkuðum saltfíski og magnið miðaðist við útflutning næsta ár fyrir aðalfund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.