Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐTÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ '1991 37 Reyðarfjarðarkirkja 80 ára REYÐARFJARÐARKIRKJA verður 80 ára 18. júní nk. Afmæl- isins verður minnst sunnudag-inn 19. mai, hvítasunnudag. Þá verður hátíðarguðsþjónuta í kirkjunni kl. 14. Prófasturinn, séra Þorleifur K. Kristmundsson, predik- ar og sóknarpresturinn, séra Davíð Baldursson, þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn syngur undir stjórn organistans, Gillian Haworth Ross. Eftir guðsþjónustuna mun Guð- mundur Magnússon, safnaðarfull- KATRIN Didriksen opnar fimmtudaginn 9. maí sl. nýja skartgripaverslun á Skólavörðu- stíg 17B. Katrín hefur farið í ýmsu inn á nýjar brautir við gerð skartgripa. Hún vinnur úr silfri, kopar og stáli. Hún vefur skartgripi og notar stundum hrossahár og jafnvel hör- garn í mismunandi litum í vefnað- inn. Katrín lærði gullsmíði hjá Reyni Guðlaugssyni, gullsmið, hjá verelun trúi, taka fyrstu skóflustunguna að nýju safnaðarheimili, sem reisa á við kirkjuna. Gert er ráð fyrir að það verði fokhelt á þessu ári. Kl. 15.30 verður svo kirkjukaffi 'Félagslundi í boði sóknarnefndar. Þar verða flutt ávörp, sungið og leikið á hljóðfæri. Meðal þeirra sem fram koma eru Margrét Bóasdóttir, söngkona, Robert Birchall, píanó- leikari, feðgarnir Stefán Höskulds- son og Höskuldur Stefánsson, sem Guðlaugs A. Magnússonar og lauk sveinsprófi 1985. Hún stundaði nám við Guldsmedehoiskole í Kaup- mannahöfn og var lokaverkefni hennar þar m.a. höfuðdjásn úr stáli. Hún vann til verðlauna fyrir list- muni í Danmörku árið 1987. Verslun Katrínar er hönnuð af henni og Hafdísi Hafliðadóttur, ark- itekt. Búðin verður opin virka daga kl. 11-18 en á laugardögum kl. 1L-14. Verkstæði Katrínar er á sama stað. (Fréttatilkynning) leika saman á þverfiautu og píanó. Þá mun barnakór syngja undir stjórn Suncana Slamning og kirkju- kórinn undir stjórn organistans. Reyðarfjarðarkirkja var vígð 18. júní 1911. Það sama ár var Hólma- kirkja rifin og aflögð, en Hólmar voru prestssetur allt til ársins 1930. Rögnvaldur Ólafsson -teiknaði Reyðarfjarðarkirkju eins og svo ijölmargar aðrar kirkjur víðs vegar um landið. Núverandi formaður sóknarnefndar er Hállfríður Bjarna- dóttir. Þrjár kiljur frá Uglu- klúbbnum ÍSLENSKI kiljuklúbburinn hefur sent frá sér þtjár nýjar bækur: Þögla herbergið eftir norsku skáldkonuna Herbjörgu Wassmo. Þetta er önnur bókin í sagnabálkinum um Þóru, en áður hefur kiljukiúbburinn gefíð' út Húsið með blindu glersvölun- um. Bókin er 296 blaðsíður og kápu gerði Sigurborg Stefáns- dóttir. Hannes Sigfússon ís- lenskaði. Fyrirheitna landið eftir Einar Kárason er þriðja og síðasta sagan um fólkið í Thulekampin- um og afkomendur þess. Fyrir- heitna landið er 200 blaðsíður. Guðjón Ketilsson gerði kápu. Leitin að Rachel Wallace eftir Robert B. Parker segir af einka- spæjaranum Spenser sem fær nú það hlutverk að gæta rithöf- undarins Rachel Wallace. Árni Óskarsson þýddi bókina sem er 181 bls., en kápu sá Hvíta húsið um. Katrín Didriksen í verslun sinni. Morgunblaðið/Sverrir Ný skartgripaverslun Sumarbúðir skáta á Úlfljótsvatni: Fimmtíu ár liðin síðan sumarnámskeið hófust í SUMAR eru liðin fimmtíu ár síðan sumarstarf fyrir börn og unglinga _ hófst í sumarbúðum skáta á Úlfljótsvatni, en í upp- hafi var það eingöngu fyrir skáta. í dag eru sumarbúðirnar reknar bæði fyrir drengi og stúlkur á aldrinum 7-12 ára og eru þær öllum opnar. Að sögn Laufeyjar Gissurardóttur, for- stöðumanns sumarbúðanna, hef- ur öll aðstaða á Úlfljótsvatni breyst mikið á þeim tíma sem liðinn er síðan sumarstarfið hófst fyrst, og nú þurfa börnin til dæmis ekki að baða sig í ísköldu vatninu, því sundlaugin við Ljós- afoss er rétt innan scilingar, og eins þurfa þau heldur ekki að Sumarsýning í Hafnarborg SUMARSÝNING á verkum úr safni Hafnarborgar verður opn- uð þar í dag, 18. maí og stendur til 9. júní. I kaffistofu safnsins eru verk eftir 12 hafnfírska listamenn. Þar er opið kiukkan 11-19 virka daga og 14-19 um helgar. Sýningarsalir eru opnir frá kl. 14-19 daglega, en lokað er á þriðjudögum. búa í tjöldum allan tímann, þó sá siður hafi ekki verið lagður af með öllu. Fyrsta námskeið sumarstarfsins á Úlfljótsvatni hefst 6. júní næst- komandi, en í sumar verða haldin þar sjö námskeið, sem standa í eina viku hvert, og lýkur sumarstarfínu þann 15. ágúst. Á hverju námskeiði eru 48 börn, en leiðbeinendurnir eru 9 talsins, og af þeim eru þrír uppeld- ismenntaðir. Að sögn Laufeyjar er uppeldislegt markmið sumarbúð- anna að gefa börnum á aldrinum 7-12 ára tækifæri til dvalar í fjöl- breytilegu félagslegu umhverfí og í nánum tengslum við nftúruna við þroskandi leiki og störf undir hand- leiðslu reyndra skátaforingja. „Það er erfítt í fáum orðum að gera grein fyrir þeirri fjölbreyttu dagskrá sem börnunum stendur til boða í sumarbúðum skáta, en ef til vill er „ævintýradagskrá“ besta orð- ið til að lýsa því sem í boði er. Áherslan er lögð á útiveru, jafnt gönguferðir og náttúruskoðun sem íþróttir og leiki. Farið er í sund, bátsferðir á vatninu, vatnasafari, föndurvinnu úti og inni og gróður- setningu. Þá hefur silungaveiði í vatninu verið vinsæl undanfarin ár. Síðan eru auðvitað kvöldvökur og varðeldar, og alltaf er farið í kirkj- una á sunnudögum," sagði Laufey. Skráning þátttakenda á nám- Laufey Gissurardóttir, forstöðu- maður sumarbúða skáta á ÚI- fljótsvatni. skeiðin á Úlfljótsvatni stendur nú yfir í Skátaheimilinu við Snorra- braut alla virka daga frá kl. 10-12.30, og sagði Laufey að þegar væri fullbókað á eitt námskeiðið og mikil þátttaka væri í öðrum. Sigurfinnur við þrjú verka sinna. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson V estmannaeyjar: Sigurfinnur sýnir í Akóges V estmannaeyj um. SIGURFINNUR Sigurfinnsson, listmálari, opnar í dag sýninu á verkum sínum í Akógeshúsinu í V estmannaeyj u m. Sigurfinnur nam myndlist við Myndlista- og handíðaskólann á ár- unum 1962 til 1965 og 1970 til 1972 en þá lauk hann kennaraprófi frá skólanum. Sigurfinnur starfar nú sem myndlistarkennari við Barna- skóla Vestmannaeyja. Á sýningu Sigurfinns eru 47 myndir sem flestar eru gerðar á síð- asta ári og það sem af er þessu. Flestar myndirnar eni pastelmyndir og sækir Sigurfinnur efniviðinn í náttúru Eyjanna. Sýningin er þriðja einkasýning Sigurfínns en hann hefur oft tekið þátt í samsýningum. Sýningin í Akógeshúsinu opnar kl. 14 í dag og stendur til mánudags- kvölds. Sýningin verður opin alla dagana kl. 14—22. Grímur Hátíðardagskrá M-hátíðar í Hvoli HÁTÍÐARDAGSKRÁ í tilefni M- hátíðar á Suðurlandi verður í í dag, laugardag, í félagsheimilinu Hvoli í Rangárvallasýslu. Dag- skráin hefst klukkan 14, aðloknum leik Lúðrasveitar verkaiýðsins frá kl. 13.30. Dagurinn hefst á leik Lúðrasveitar verkalýðsins á dvalarheimili aldraðra á Lundi á Hellu klukkan 11.30 og dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvol- svelli klukkan 16.30. Hátíðardagskráin klukkan 14 hefst á því að Jón Þorgilsson, fram- kvæmdastjóri héraðsnefndar, setur hátíðina og Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra, flytur ávarp. Agnes Löve leikur einleik á píanó og Pálmi Eyjólfsson flytur frumsam- ið ljóð. Þá syngur barnakór Tónlistar- skóla Rangæinga, undir stjórn Ag- nesar Löve, undirleik annast Anna Magnúsdóttir. Kristín Jóhannsdóttir, 12 ára, flytur ljóð og Benedikt Árna- son les upp. Friðrik Guðni Þórleifsson les ljóð, Margrét Björgvinsdóttir, Hvolsveili, flytur erindi og hátíðar- dagskránni lýkur á sögn Kvenna- kórsins Slaufanna, undir stjórn Margrétar Runólfsson. Kynnir verð- ur Drífa Hjartardóttir, Keldum. Að dagskrá lokinni verða kaffiveitingar í Hlíðarenda, þar sem einnig verður samsýning Myndlistarfélags Rangæ- inga. Önnur myndlistarsýning er í Kirkjuhvoli, en þar sýnir Jón Krist- insson, Lambey, um 70 myndverk. í kvöld verður dagskrá í Hvoli, þar ■ UM HVÍTAS UNNU býður Ferðafélagið upp á lengri og styttri ferðir. Fyrst ber að geta ferð- ar á Snæfellsnes. I þeirri ferð verð- ur gengið á Snæfellsjökul og hefst gangan austan við Stapafellið. Nýj- ung í þessari ferð verður gönguferð frá Öndverðarnesi í Beruvík. Gist- ing verður í gistiheimilinu að Lang- holti í Staðarsveit. Þá verður ferð á Öræfajökul (Hvannadalshnúk). Kennt verður að nota brodda og ísaxir. Einnig er boðið upp á göngu og ökuferð um Öræfasveit. Ný göngubrú á Morsá gerir kleift að ganga í Bæjarstaðarskóg og lfta inn í Kjós sem er eitt litríkasta svæðið á þessum slóðum. Ekið verður að Jökulsárlóni. Gist í svefnpokaplássi á Hofi eða tjöldum. sem flutt verður tónlist úr ýmsum áttum, svo sem jass, Vínartónlist, írsk þjóðlög o.fl. Sameiginleg messa Rangárvalla- prófastsdæmis í tilefni M-hátíðarinn- ar verður í Hábæjarkirkju í Þykkvabæ klukkan 14 þann 20. maí, annan í hvítasunnu. Séra Jónas Gíslason vígslubiskup predikar, kórar Rangárvallaprófastsdæmis syngja, Hannes Birgir Hannesson syngur einsöng og stjómar kór. Organisti verður Anna Magnúsdóttir. Prestar prófastdæmisins þjóna sameiginlega fyrir altari og annast aðra liði mes- sunnar. VITASTÍG3 Tirji SÍMI623137 ‘JdL Laugard. 18. mai opiö kl. 20-23.30 HAPPYHOURKL. 21-22 GÍSLITRÚBADOR r Á efnisskránni eru lög eftir Bob Dylan, 'c Simon &Garfunkel.Cat Stevensog Ú. V, Megas. „Hann Gísli sannaði það sl. • \ föstudagskyöld ó Púlsinum að hann er . ‘ r þrælgóður og á gott með að ná upp stemmingu.** SJÁUMST! • . OKEYPIS AÐGANGUR PÚLSINN •* . óskar landsmönnumgleðilegrar ■’* þvítasunnu ’ ' 2. íhvitasunnu opið kl. 20-01 MEGAS ú V ' rr y *••*' ■•■- • '• • • - • ••;• - - *•' : ■ • & HÆTTULEG HUÓMSVEIT OG GLÆPAKVEINJDIÐ STELLA Gestur kvöldsins: BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Síðustu tónleikar Megasar á Púlsinum ' voru frábærir - þessir verða enn betri! Miðvikud. 22. maí: BLÁIFIÐRINGURINN JAPISS & (tiúj PÚLSINN '* íbanastuði! - . Þ.ÞOBCRÍMSSOW&CO H RUTLAND BB þéttiefni Á ÞÖK - VEGGI - GÓLF ÁRMÚLA 29, SÍMI 38640 Hefst kl. 13.30____________ j Aðalvinningur að verðmæti__________ gj ;________100 bús. kr.______________, li Heildarverðmæti vinninqa um TEMPLARAHOLLIN _________300 þús. kr.______________ Eiríksgötu 5 — S. 200/0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.