Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.05.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 18. MAÍ 1991 B 5 i sínum í Ástarbréfum. og má glöggt sjá þess merki í Ástarbréf- um hversu kunnugur hann er þeim líf- sviðhorfum er einkenna þá stétt fólks þar í landi. Einhveijum þykir kannski undarlégt að þessar línur birtist nær tveimur vik- um eftir að dönsku gestirnir hurfu af landi brott en tvennt kemur til; annars vegar undarlega lítil umijöllun í fjölmiðl- um fyrir og eftir þennan listviðburð og hins vegar sterk persónuleg upplifun undirritaðs á sýningu þessara tveggja úrvalslistamanna frá Danmörku. Hvar var nú hinn margrómaði frændskapur og samgangur milli grannþjóðanna þeg- ar fjölmiðlar áttuðu sig tæpast á því að einir þekktustu og ástsælustu leikhús- listamenn Dana voru staddir hér á landi og buðu okkur hlutdeild í list sinni? Bodil Kjer hefur um langan aldur verið ein mesta leikkona Dana, allt frá því hún hóf feril sinn við Konunglega leikhú- sið í Kaupmannahöfn árið 1937. Ebbe Rode hóf störf hjá Dagmar-leikhúsinu í Kaupmannahöfn 1931 og hefur síðan leikið við öll helstu leikhús í Danmörku. Hann hefur einkum getið sér gott orð fyrir framúrskarandi túlkanir á hlut- verkum í leikritum Ludvigs Holbergs og Molieres. Bæði eru þau margverð- launuð fyrir framlag sitt til danskrar leiklistar undanfarna áratugi. Þau Rode og Kjer hafa leikið Ást- arbréf frá því í mars 1989 og hlutu á sínum tíma einróma lof fyrir meistaraleg tök á hlutverkum sínum. „Það er hægt að koma frá sér orðunum á ýmsan hátt, en þegar þau eru mótuð og gefinn hljóm- ur af Bodil Kjer og Ebbe Rode — þá flytja þau fjöll,“ sagði gagnrýnandi danska blaðsins BT á sínum tíma. Und- ir þetta geta þeir íslensku áhorfendur er nutu sýningarinnar í Borgarleikhús- inu vafalaust tekið einum rómi. Hafi aðstandendur og flytjendur þessa ein- staka gestaleiks þökk fyrir. Hávar Sigurjónsson eftir Ulrike Arnold Ruby Gorge, Miö-Ástralíu, 1987. Jöró á striga, 137x215 sm. fjölbreytilegum byggingarstíl mann- anna í heiminum. Þegar maður vinn- ur með litarefni í jarðvegi, kemst maður fljótlega að því að þar er alla litatóna að finna: Rautt og blátt, grænt, turkís, kolsvart og mjall- hvítt.„Litaspjald“ mitt er samsafn af pokum með jarðvegi, allsstaðar að úr heiminum. Ferðalög eru nauðsynlegur og óað- skiljanlegur hluti verkanna. Þekkingu á sérstökum einkennum jarðefnanna öðlast ég á staðnum þar sem þau er að finna og ég ferðast um: Ég geng um jörðina og hún heldur mér uppi um leið. Ég reyni að upplifa landslag- ið með öllum skilningarvitunum, til að ná sem bestum tökum á snertigild- inu og andlegum eigindum þess um leið. Ég tek sýni úr jarðveginum og tek með mér heim í bakpokanum til að geta málað með þeim. Þegar ég mála dreifi ég efnunum með höndunum, nota tækni sem framkallast af hreyf- ingum líkamans. Þessi hreyfinger vakin af minningum um ferð um landslag og tilfinningarnar sem kviknuðu þá. Myndir mínar eru nokk- urskonar blanda ljóðrænna efna og vissra upplifana í landslagi." Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Svavar Guðnason „Sjónræn kveðja lífsins" Viðtal: Fjölnir Geir Bragason „Það er í raun ekki nóg að hafa komist svo hátt, að maður hafi séð yfir allan heiminn. Maður á að sjá það sem maður vill sjá, — og það sem maður ætlar að sjá. Hafið þér mannlegt eðli, djúpt og mennskt, sálarinnar dýptir og fjarlægðir, flug ímyndunarafisins, þá skiljið þér mig. — Hugsanir og breytni hins lifandi manns gagn- vart yfirborði jarðarinnar er sjónræn kveðja lífsins til þeirra, er jörðina erfa.“ Svo mæltist málaranum Svavari Guðnasyni í ljóði sínu „ Hið nálæga og hið fjarlæga" sem birtist í listatímaritinu Hel- hesten 1942. Þarna gefur að líta, í hnitmiðuðum orðum, hugmyndir og hugsjón óhlutlægu stefnunnar, sem hafði verið að ryðja sér rúms í listheiminum, og átti eftir að sækja í sig veðrið svo um munaði. Helhest- en var málgagn stefnu þessarar og fylgismanna hennar í Danmörku, en Svavar sat um tíma í ritstjórn blaðsins. Svavar var þá virkur á málefnavettvanginum, líkt og hann var á öðrum vettvangi málaralist- arinnar. Þar var hann þátttakandi í stefnumótun og útbreiðslu um- ræddrar stefnu, er hann á listferli sínum aðhylltist. Svavar var í tengslum við G'obra-hópinn (COpen- hagen-BKuxelIes-Amsterdnm), sem lagði áherslu á sjálfsprottna, óhlut- læga tjáningu og vildi rækta tengsl við norðurevrópska alþýðulist, frumstæða list og listsköpun barna. Um miðjan síðasta mánuð var opn- uð í Kastrupgarði við Kaupmanna- höfn sýning á verkum Svavars Guðnasonar, samhliða yfirlitssýn- ingu Sigutjóns Ólafssonar mynd- höggvara. Sýning þessi mun svo verða flutt til Silkiborgar þar sem hún verður sett upp í listasafni borgarinnar. Sýningin spannar tímabilið 1930-1980. Á henni eru jafnt olíuverk sem vatnslitamyndir, teikningar, og svokölluð pappírs- verk; sem voru snar þáttur í tilraun- um Svavars. Til að grennslast nán- ar um sýninguna og aðdraganda hennar, fór ég sem leið lá að heim- ili Svavars, _þar sem ekkja lista- mannsins; Ásta Eiríksdóttir beið komu minnar. Hún tók alúðlega á móti mér og bauð mér inn í stofu. — Það var eins og að ganga inn í afmarkaðan kafla listasögunnar að koma inn á heimili þeirra hjóna. Ekki bara vegna fjölda listaverka Svavars, sem héngu á veggjunum. Heimili allflestra myndlista.manna eru yfirleitt að hluta skreytt verkum þeirra sjálfra. Heldur fannst mér ég stíga aftur í tímann, þegar frú Ásta dró fram og sýndi mér fyrstu ritröð Cobra-bókasafnsins: Frie kunstnere, flest ef ekki öll hefti af Helhesten, og fleira. Þarna gafst mér einstakt tækifæri til að sjá hvaða mál voru helst í brenni- punkti á þessum tíma hjá þessum mönnum. Ekki spillti að sitja þarna í sófanum, umkringdur verkum Svavars. Eftir að hafa flett í gegn um ritin, vafraði ég um vinnustofu Svavars og virti fyrir mér aðstæð- ur, settist svo aftur og Ásta hóf að segja mér frá sýningunni: „Það eru nokkur ár síðan farið var að huga að sýningu á verkum Svavars í Danmörku. Listasafn ís- lands setti hérlendis upp viðamikla yfirlitsýningu á verkum hans á sein- asta ári. Vinur okkar og besti ráðgjafi Svavars, Robert Dahlman Olsen, sem var á sínum tíma rit- stjóri Helhesten, reyndi að fá þá sýningu setta upp í NIKOLAJ- listhúsinu í Kaupmannahöfn. NIKOLAJ-listhú- sið er gömul kirkja, þar sem kirkju- hald hefur verið lagt niður, og hef- ur byggingin verið notuð til sýning- arhalds síðan. Það varð því miður ekkert úr þessari sýningu. Robert sárnaði það. Hann er arkitekt að atvinnu og hefur verið mjög dríf- andi á vettvangi lista. Robert hefur í gegnum tíðina keypt verk eftir hina ýmsu listamenn, á orðið umtal- svert listaverkasafn. í því safni má finna eitthvað í kringum 70-80 verk eftir Svavar. Þar eru ýmist teikn- ingar, vatnslitamyndir, olíumálverk og pappírsverk, eins og hann kaus að kalla tilraunir Svavars. Eftir vonbrigðin við að fá ekki þessa stóru sýningu Listasafns íslands setta upp ytra, snéri Robert sér til Kastrupgarðssafnsins, sem tók vel í að sýna þessi verk haris eftir Svav- ar, ásamt verkum sem Kastrupgarður hafði keypt af Sva- vari á árum áður. Á sýningunni eru líka nokkur verk úr mínum fórum. Mörg verkanna á sýningunni voru sett upp í NIKOLAJ-sýningarsaln- um 1984, á sýningunni; „Islandsk Farvespil". Það var samsýning á verkum Svavars Guðnasonar og Ásgerðar Búadóttur textíllistakonu. Kastruparðurinn er gamall herra- garður og mjög virðuleg menning- arstofnun. Sýningin var svo opnuð um miðjan apríl síðastliðinn ásamt sýningu á verkum Siguijóns Ólafs- sonar myndhöggvara. Opnunin var mjög hátíðleg og skemmtilegt að sjá pappírsverkin hans Svavars smekklega innrömmuð og komin upp á vegg. Þarna var vel vandað til alls er sýningunni viðkom. Eins fannst mér sýning Siguijóns mjög skemmtileg.“ Leiðir þeirra hafa eflaust legið saman áður? „Sigutjón og Svavar bjuggu álíka lengi í Kaupmannahöfn. Þó held ég að þeir hafi aðeins leitt hesta sína þrisvar saman á sýningum._ Fyrst á Haustsýningunni 1936. Á þeirri sýningu sýndi Svavar mér „Fótbolt- amenn“ Siguijóns, hann var sjálfur mjög hrifinn af Siguijóni. Önnur var Skandinaverne 1938. Svo var það á hinni frægu Bellevue-sýningu þar sem 13 listamenn sýndu saman í tjaldi í Klampenborg, nálægt Kaupmannahöfn, árið 1941. -Sýn- ingin sú var í tengslum við útgáfu annars heftis tímaritsins Helhesten. Hún fór fram í gríðarlega stóru tjaldi sem tekið hafði ver- ið á leigu. Gengið var inn í tjaldið yfir brú sem smíðuð hafði verið af þessu tilefni, sem inngangur í tjaldið. Myndirnar voru hengdar á viðarþil sem smíðuð voru inn í tjald- inu en myndir Siguijóns stóðu á tjaldgólfinu, sem var ber skógar- botninn ef ég man rétt. Sýningin fer svo áfram til Silkiborgar „Jú. Uppsetningin í Kastrupgarði verður tekin niður 9. júní. Hún verð- ur svo sett upp í Listasafni Silki- borgar. Sýningin þar verður opnuð 21. júní og stendur til 18. ágúst. Troels Andersen er forstjóri Lista- safnsins í Silkiborg. Fyrir tveimur árum kom hann hingað tii íslands á ráðstefnu, og var þá þegar með hugmyndir um sýningu á verkum Svavars í Silkiborg.“ Eitthvað að lokum? „Ferð mín út, til að vera viðstödd opnunina, er búin að vera mjög ánægjuleg. Bæði er það viðurkenn- ing fyrir Svavar og Listasafn ís- lands að jafn mikill áhugi skuli hafa vaknað á að flytja stóru sýn- inguna út og raun ber vitni. Enn frekari viðurkenning er það á verk- um Svavars, að þrátt fyrir að ekki yrði af flutningi þessarar viðamiklu sýningar til Danmerkur, þá skyldu Robert Dahlman Olsen, Troels And- ersen og aðrir viðkomandi aðilar bregðast á þennan hátt við. Það er; að setja aðra viðamikla sýningu upp. Ekki endilega í stað sýningar- innar í Listasafni íslands, heldur til að fylgja hugmyndum sínum um sýningu á verkum Svavars á eftir og vera lifandi í viðleitni sinni. Sva- var sagði sjálfur: „Listin sprettur af lífinu sjálfu en ekki fagurfræð- inni.“ Eilítil úttekt ú sýningum Svav- nrs Guðnnsonar í Danmörku -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.