Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 28.05.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. MAÍ 1991 43 Hátíðarblær yfir M- hátíð á Hvolsvelli Hvolsvelli. ÞAÐ VAR mikið um dýrðir á hátíðardagskrá M-hátíðar í Rangárvalla- sýslu sem haldin var i félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli fyrir nokkru. Lúðrasveit verkalýðsins tók á móti gestum, menntamálaráðherra flutti ávarp og fjöldi Rangæinga skemmti gestum með tónlistarflutningi, ljóð- alestri ofl. Jón Þorgilsson, framkvæmdastjóri héraðsnefndar Rangárvallasýslu, setti hátíðina. Jon talaði m.a. um menningarstarfsemi á Suðurlandi og taldi hann að Safnið á Skógum risi þar hæst. Hann minntist gamalla skálda Sunnlendinga og fram kom í máli hans mikilvægi þess að tengja menningarstarfsemi og ferðamanna- þjónustu. Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra sagði að þetta væri sitt annað embættisverk og það væri mikil ánægja fyrir sig þar sem hann væri ættaður úr sýslunni. Ólafur rakti sögu M-hátíða og lagði út af orðunum mál, menning og menntun sem M-ið stendur fyrir. Mikið og gott samstarf hefði verið milli sveit- arfélaga og ráðuneytisins í tengslum við þessar hátíðir. Þá lék Agnes Löve einleik á píanó, nokkrir Rangæingar lásu frumort ljóð, Benedikt Ámason las kvæðið Gunnarshólma. Margrét Björgvins- dóttir flutti erindi og Barnakór Tón- listarskóla Rangæinga og kvenna- kórinn Slaufurnar sungu. Kynnir á hátíðinni var Drífa Hjart- ardóttir frá Keldum. Að dagskrá lok- inni hófst samsýning Myndlistarfé- lags Rangæinga í Hlíðarenda og Jón Kristinsson eða Jóndi, bóndi í Lam- bey, opnaði sýningu á 84 myndverk- um í Kirkjuhvoli, dvalarheimili aldr- aðra á Hvolsvelli. Um kvöldið var síðan boðið upp á dunandi sveiflu og kráarstemmningu í Hvolnum. Flytj- endur voru Johanna Linnet, Jónas Þ. Jónasson, Stefán S. Stefánsson, Gunnar Hrafnsson, Maarten V.L. Valk, Helgi Hermannsson og Sigurð- ur Karlsson. Þá fengu þau aðstoð frá gömlu kempunum þeim Birni R. Ein- arssyni, Jónasi Þori Dagbjartssyni, Þoi-valdi Steinarssyni og Herbert H.R. sem mynduðu blásarakvartett. Var mikil stemmning í Hvolnum. - S.Ó.K. M-hátíðarnefnd ásamt menntamálaráðherra og Erlendi. MorgunblaðiS/Steinunn Óak Kolbeinsdóttir Kristín Jóhannsdóttir les Ijóð. Fundur um afsýringu skjala og bóka FUNDUR um afsýringu pappírs í skjölum og bókum verður haldinn þriðjudaginn 28. maí nk. kl. 16.00 í Þjóðskjalasafni íslands, Laugavegi 162. Þórarinn Stefánsson eðlisfræð- ingur segir frá skýrslu sem hann tók þátt í að vinna fyrir háskólann í Þrándheimi á síðasta ári um þessi mál. Þórarinn, sem starfar við háskólann í Þrándheimi hefur ferðast mjög víða og kannað fjöl- margar viðgerða- og rannsókna- stofur þar sem unnið er að þróun aðferða til að afsýra pappír og bækur í stórum stíl. Slíkt er mjög brýnt eins og fram kom í mynd- inni „í duftið“ sem sýnd var í sjón- varpinu á dögunum. Auk þess verður farið í heim- sókn á viðgerðarstofu Þjóðskjala- safns og skoðað hvernig unnið er að afsýringu og varðveislu á skjöl- um safnsins. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. (Fréttatilkynning) FÆRKHK SLYSUIH! JÖTUNN hf. hefur nú á boðstólum öryggishlífar fyrir allar gerðir drifskafta á landbúnaðarvélum fyrir aðeins 1900 - 3900 krónur! Árlega verða fjölmörg alvarleg vinnuslys í landbúnaði. Á síðasta ári fékk Vinnueftirlit ríkisins tilkynningar um 34 slík slys. Slys af völdum óvarinna drifskafta voru þá önnur algengustu slysin í landbúnaði, samkvæmt slysaflokkun Vinnueftirlitsins. Aflúttak dráttarvélar skal alltaf hafa hlífar í lagi, hvar sem það er á vélinni. Hið sama gildir um reimdrif. Þessi slys kosta bændur og þjóðfélagið allt ómælda fjármuni, auk þeirra miklu mannlegu þjáninga, sem ekki verða metnartil fjár. JÖTUNN hf. hefur nú hafið herferð gegn vinnuslysum í landbúnaði í samráði við Slysavarnafélag íslands, Vinnueftirlit ríkisins, Bændasamtökin, Vátryggingafélag íslands og hollenska fyrirtækið Agritrans, sem framleiðir hlífar fyrir allar gerðir drifskafta. í sumar verða hlífarnar seldar sérlega ódýrt, eða frá 1900 krónum til 3900 króna. Hluti söluverðsins rennur til Slysavarnafélags Islands. DRAGÐU ÚR LÍKUM Á ÞVÍ AÐ ÞÚ EÐA ÞÍNIR NÁNUSTU VERÐI FYRIR ALVARLEGU SLYSI. H0FÐ/1BAKKA 9 112 REYKJAVIK SIMI 91-67 00 00 SIMI VARAHLUTA OG ÞJÓNUSTU : 68 65 00 í samráði við: Slysavarnafélag íslands, Vinnueftirlit ríkisins, Bændasamtökin , Vátryggingafélag íslands og Agritrans. largítmWítiþiili Metsölublað á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.