Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.05.1991, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ B 3 Útflutningur saltaðra grásleppu- hrogna og kavíars 1970-199 25000 20000 15000 10000 5000 Tunnur j— Grásleppuhrogn pKavíar 1970 1975 1980 1985 1990 1970 1975 1980 1985 1990 Treg grásleppuveiði Heildaraflamagn grásleppu- hrogna 1971-1990 25000 tunnur 20000 15000 10000 5000 1971 1975 1980 1985 1990 Hitt og þetta Minna af olíu í sjóinn ■ SÍFELLT er mínna um það að olíu af skipum sé hleypt í sjóinn. Nýleg könnun gefur til kynna að á árinu 1989 hafi 60% minna af ol- íunni farið í sjóinn en árið 1981. Fyrir 10 árum könnuðu Bandarikjamenn hve mikið af olíu færi í sjóinn af skipum og varð niðurstaðan sú, að það væru um 1.470.000 tonn. Þá var aðalskað valdurinn talinn olíutankskipin. 1989 var talið að 568.800 tonn hefðu farið í sjóinn og olli þá mestu úrgangsolía frá skipum. ----------- Sérlegur sendiherra sjávarafurda ■ Belgar kusu í fyrsta skipti á þessu ári sérlegan sendi- herra til að kynna belgískar sjávarafurðir utanlands sem innan. Fyrir valinu varð 26 ára gömul stúlka frá Zee- brugge, Christel Vanthour- nout. Hún hef- ur und- anfarið starfað fyrir belgískt fyrirtæki sem verslar með sjá- varaf- urðir. Kjör- tímabil Christel ertvöár og meðan á því stendur er henni ætlað að sækja sýning- ar jafnt belgískar sem alþjóð- legar þar sem kostur gefst að kynna belgískar sjávaraf- urðir og fiskiðna.ð. Fyrsta verkefni Christel var að taka á móti gestum á sjávarút- vegssýningu sem haldin var í Hasselt í Belgíu í síðasta mánuði. Hún mun síðan verða á vaktinni í sýningar- bás Belgíu á sjávarútvegs- sýningu sem verður í Bou- logne á Frakkland um næstu mánaðamót og á ANIJGA- sýningunni í Köln í haust. I samtali við Morgunblaðið kvaðst Christel hafa mikinn áhuga á því að fara til Is- lands og þá sérstaklega til þess að skoða landið og eign- ast lopapeysu. ----♦-♦-♦-- Greinasafn um stjórnun fiskveiðanna ■ GREINASAFN Miðlunar um stjórnun fiskveiða á seinni hluta síðasta árs hefur nú verið gefið út. Utgáfa þessa safns hófst með árinu 1989. Bókin er heimild um ólík sjónarmið, því í henni eru birtar allr greinar, rit- stjórnargreinar, viðtöl og fréttir úr fjölmörgum blöð- um á viðburðaríku tímabili í sögu fiskveiðisljórnunar á íslandi. Efninu er raðað í tímaröð, sem ásamt skrá yfir allar greinar og höfunda þeirra, auðveldar uppflett- ingu á þeim greinum, sem óskað er. Viðauki inniheldur lög um fiskveiðistjórnun frá síðasta ári. Bókin er seld á skrifstofu Miðlunar. GRÁSLEPPUVERTÍÐIN fer hægt af stað I ár, einkum norðan lands og austan. Björgvin Hreins- son á Vopnafirði vill heldur tala um veðrið en veiðin'a og segir það varla svara kostnaði að hanga á þessu. Þó hafa aflazt um 5.500 tunnur af lirognum, sem er svipað og á sama tíma í fyrra, en nú er munurinn sá, að tvöfalt fleir bátar eru á þessum veiðum. Náðst hefur samkomulag um sölu á 16.000 tunnum, en ólíklegt er að svo vel aflist. Björgvin Hreinsson rær á Eddu NS 113 ásamt föður sínum Hreini Björgvinssyni og Svani Ai-túrssyni. „Þetta er hrein hörmung, en hvað veldur því veit ég ekki. Skýringin kann þó að vera sú, að það séu of margir bátar á þessu, því veiðin er kannski svipuð og í fyrra, en það eru bara of margir um hana. Það ætluðu margir að gera góða hluti á grásleppunni núna, því söluhorfur voru góðar. Sú freisting var hins vegar svo mikil að full margir stunda veiðarnar. Þetta er ekki stórt svæði hér og þegar menn eru hver ofan í öðrum fær enginn neitt,“ segir Björgvin. í vetur náðist samkomulag þeirra fjögurra þjóða, sem þessar veiðar stunda um skiptingu grásleppu- hrogna milli þeirra í samræmi við þarfir markaðsins og viðunandi verð að mati framleiðenda. Markaðurinn er talinn þola alls um 40.000 tunnur og koma 16.000 í hlut okkar. Stærstu möskvarnir í risatrolli Venusar eru 64 metrar, eða tvisvar sinnum stærri en í öðrum risatroll- um. „Með nýja trollinu fékk Venus um 40 tonn af úthafskarfa á 12 tím- um, þegar önnur skip fengu 15-25 tonn á svipuðum tíma. Úthafskarf- inn virðist vera það dreifður að þetta Kanada fær jafnmikið og Norðmenn og Danir 4.000 tunnur hvorir úm sig. Vertíðinni í Danmörku er lokið og þar náðust aðeins um 2.000 tunn- ur. í Noregi er vertíðinni einnig að Ijúka og virðist aflinn ekki ætla að ná 4.000 tunnum. Kanadamenn eru rétt að byija veiðarnar og engu er spurning um að hafa sem stærst troll opið og smala karfanum saman en 64 metra möskvi virðist alla vega ekki í fyrstu tilraun_ smala verr en 32ja metra möskvi. Ég geri mér því vonir um að með nýja trollinu verði hægt að lengja það tímabil, sem hægt er að stunda úthafskarfaveið- hægt að spá um framvindu þar, en hér er talið ólíklegt að náist að veiða upp í samninga. í fyrra stunduðu 210 báta veiðarnar enda voru sölu- horfur þá slæmar, seldust aðeins um 13.000 tunnur. Góðar söluhorfur nú urðu hins vegar til þess að rúmlega 400 bátar hófu veiðarnar. arnar,“ segir Guðmundur Gunnars- son. Hann segir að nýja trollið virðist vera mjög létt að draga og alla vega ekki þyngra en upphaflega gerðin af 1.152 metra trollinu. „í þessu trolli Venusar er enginn vír, þar sem netið er. Það er allt í kaðli, sem er kallaður Spectra, en hann er sterk- ari en vír í sama sverleika og við erum með nótablý fremst í undirnet- inu á trollinu. í fyrsta halinu kom upp vandamál, sem við eigum eftir að leysa. Þetta hal gaf hins vegar opnun upp á 120 metra lárétt en hún er um 80 metrar hjá Sjóla og Haraldi Kristjánssyni,“ segir Guð- mundur. Sjómannablað að koma út í Neskaupstað ■ UM þessa mundir er verið að ljúka vinnslu 14. árgangs Sjómannadagsblaðs Nes- kaup- staðar. Þetta blað verður umþað bil 130 blaðsíð- urað stærð. í blaðinu er fjöl- breytt efni sem ættiað höfða til Austfirðinga og auk norð- firsks efnis má nefna grein- ar sem snerta sérstaklega Eskifjörð, Reyðarfjörð, Austur-Skaftafellssýslu, Seyðisfjörð, Hérað og fleiri staði ásamt greinum sem fjalla um málefni sjávarút- vegs á Austurlandi almennt. Af einstökum greinum má t.d. nefna umfjöllun Jóhanns Sigurjónssonar sjávarlíf- fræðings um hvali og hval- veiðar við Austfirði og sam- antekt Smára Geirssonar um Andrafélagið á Eskifirði sem var brautryðjandi á sviði togaraútgerðar í fjórðungn- um. Þá eru í blaðinu merk viðtöl eins og t.d. við Karl Lúðvíksson frá Norðfirði. Greinahöfundar í blaðinu eru fjölmargir. Á meðal þeirra eru Magni Kristjáns- son, Aðalsteinn Gíslason, Smári Geirsson, Jóhann Sig- urjónsson, Gísli Björnsson, Guðmundur Bjarnason, Jósafat Hinriksson, Hilmar Bjarnason, Friðrik Steinsson og Björgúlfur Gunnlaugs- son. Sjómannadagsblað Nes- kaupstaðar er gefið út af Sjómannadagsráði Neskaup- staðar en ritstjóri blaðsins er Smári Geirsson og fram- kvæmdastjóri útgáfunnar Magni Krisljánsson. Blaðið er sett og brotið um í Nes- prenti hf. í Neskaupstað en prentað í Odda hf. í Reykja- vík. Nú geta lesendur þessa blaðs gerst áskrifendur að þvímeðþví. ----»-*_*--- Nýjar ratsjár í varðskipin ■ SKIPARADÍÓ hf. seldi nýlega Landhelgisgæslunni þrjú GP-500 GPS-staðsetn- ingar- tækiog þrjár Furuno Arpa ratsjár af teg- undinni FAR- 2822 X- B AND (30sm) fyrir varðskip- in Óðin, Tý og Ægi. Á mynd- inni sést ratsjáin, sem sett var í Óðin. Nýju ratsjárnar eru með 28 tommu dags- birtuskjá, þær sýna 120 sjó- nulna radíus og sendiorka þeirra er 25 KW. Með rat- sjánum er hægt að fylgjast með ferðum 20 skipa sjálf- virkt og handvirkt með út- lestri af þrem skipum í einu á skjánum. Ratsjárnar verða með innbyggðum „plotter", sem auðveldar eftirlit með skipum. Venus HF á úthafskarfa með nýtt risavaxið troll FRYSTITOGARINN Ven- T7 . ,.1 a, , , us HF, sem er í eiuu Hvals . Vonast til að hægt verði m., var fyrir skömmu á að lengja veiðitímann £ nýtt risatroll frá Hampiðjunni en trollið er 2.048 metrar að ummáli. Ummál risatrollanna, sem íslenskir togarar hafa yfirleitt notað við þessar veiðar, er hins vegar 1.152 metrár en togaramir Sjóli HF og Haraldur Krisljánsson HF hafa notað troll, sem eru 1.400 metrar að ummáli, að sögn Guðmundar Gunnarssonar sölustjóra hjá Hampiðjunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.