Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 FRIMOD JOENSEN í SPJALLI UM SÍNA LIST OG ANNARRA Og ekki neitt abstrakt! FRIMOD Joensen er einn sérkennilegasti listamaður Færeyinga. Hann er fæddur 1914 og var seinn til að helga sig listinni, hann er óinenntaður á því sviði, einfari í sköpun sinni og oft talinn til naívista. Síðustu áratugi hefur hann tekið þátt í samsýningum færeyskra mynd- iistarmanna, og einnig hefur hann átt verk á samsýning- um naívískra listamanna víða um heim. Myndefni Fri- mods eru aðallega færeyskar byggðir, hann málar í björtum og hlýlegum litum á masónitplötur, myndirnar eru nær alltaf stórar og hann vinnur að þeim með mik- illi vandvirkni og einlægni gagnvart fyrirmyndunum. Morgunblaðið/Einar Falur Frimod er ekki auð- fundinn í Þórhöfn. Hann hefur ekki síma, enginn virtist vita hvar hann byggi, en loks fann ég út að hann dveldist í húsi vinar síns; manns sem er búsettur í Danmörku um þessar mundir. Frimod tók mér vel og bauð mér til stofu. Þar eru allskyns myndir úr eigu húseigandans á veggj- um, og mikið af húsgögnum, en yfir þau er breiddur hvítur dúkur: Frimod segist vera að passa húsið og verði því að ganga vel um það. Frimod er grannur maður og smá- vaxinn, ör í hreyfingum og fullur af lífskrafti. Hann vildi endilega sýna mér myndir eftir sig, setti mig niður í stól, fór út úr stofunni og lokaði á eftir sér. Hann kom að bragði með stóra mynd og sagði: „Þetta er byggð sem heitir Skálar. Hér fyrir norðan Þórshöfn. Og það eru fuglar sem sitja í forgrunnin- um.“ Hann setur myndina upp við vegg og sækir aðra: „Þetta er Tjörnuvík," segir hann og bh'strar lagstúf. Sækir aðra: „Hér er fólk á fjallinu." Myndin sýnir fólk sem situr á fjalli, kvöldsól, roði á himni og byggð niðri í firðinum. Fjöllin eru græn. — Þú málar stórar mynd- ir, segir ég þegar hann kem- ur með eina til. „Já. Þetta er í Götu, þaðan sem Þrándur var. En nú er ekkert pláss fyrir fleiri mynd- ir,“ segir hann og sækir þó eina til: (JÞessi er frá Hvann- asundi. Eg mála allt! Nakið fólk, blóm og hvaðeina. Það skal ég sýna þér seinna. En allt er það jafn skemmtilegt. Og myndir eru til eftir mig út um allt. En veistu, ég hef kemið til Islands!" - Er það? „Já já, ég var á fiskveiðum við ísland þegar ég var ung- ur. Einhverntímann á fjórða áratugnum, minnir mig. Bróðir minn giftist á íslandi, koma hans og dóttir heim- sóttu mig í fyrra. Það eru margir Færeyingar á ís- landi.“ — En þú bjóst í Dan- mörku, er það ekki? „Jú, ég var lengi í Dan- mörku. í tuttugu ár. Ég var allt stríðið og lengur en það. Vann við járnbrautirnar í fimmtán ár og það var orðið leiðinlegt. Ég byijaði að mála í Danmörku og það var þó strax skemmtilegt.“ — Finnst þér betra að búa í Færeyjum en í Danmörku? „Ég veit það ekki. Það er líka gott að búa í Danmörku. Þar er stærra samfélag, það er ósköp lítið hér. Hér verður oft einmanalegt, og ekki síst Frimod Joensen þegar maður er ógiftur ... Ég gæti vel hugsað mér að flytjast aftur til Danmerkur; vera í Færeyjum á sumrin en þar á veturna.“ Frimod sækir nú poka sem er fullur af sendibréfum og viðurkenningum af ýmsu tagi. Þar er einnig bók frá Danska ríkislistasafninu þar sem prentuð er stór mynd eftir hann. „Þeir fengu þessa mynd hjá mér og eru ákaf- lega ánægðir með hana. Þetta er mynd af Funningi," segir Frimod og býður mér að lesa bréfið þar sem safn- stjórinn þakkar fyrir mynd- ina. Þá dregur hann upp ljós- myndir sem kaupendur mynda hans hafa sent. Á einni ljósmynd er fjölskylda, stigi milli hæða og málverk eftir Frimod af grænu fjalli með lítilli byggð undir. „Fólk sendir mér myndir alls staðar að, þessi kemur frá Svíþjóð og málverkið er af Fugla- fírði. Þau eiga einnig annað málverk, héma, og það er af Tóftum.“ „Veistu", segir Frimod og færist allur í aukana: „Það hangir eftir mig málverk í sænska þinghúsinu. Það er af tveimur geimförum sem eru fyrir utan eldflaugina og eru að heilsast." Frimod er ánægður með það. Hann dregur fram aðra ljósmynd af málveki, það er af Klakk- svík og það var Norðmaður sem keypti. Kona stendur við málverkið. — Hefur þú ekki átt myndir á sýningu á íslandi? „Jú, einhverntímann átti ég nokkrar myndir á samsýn- ingu þar. Svo keypti einhver íslenskur listkaupmaður af mér ein fjögur málverk fyrir löngu síðan." Meðan ég skoða myndirn- ar betur gengur Frimod um stofuna og sönglar. Segir að það sé alltaf gaman að fá heimsókn. Ég spyr hvort hann máli á hveijum degi. „Já, ég skyssa úti og mála hér heima flesta daga vik- unnar. Ég læt mig einnig hafa það á sunnudögum, þótt sagt sé að þá eigi enginn að vinna. En flestar myndirnar eru í þessari stærð,“ segir hann og bendir á myndirnar í kringum okkur. — En teiknar þú líka? . „Já, en mér finnst skemmtilegra að mála. Ég teikna samt mótívin yfirleitt áður en ég mála þau.“ — Ferðu þá um eyjarnar og skyssar á staðnum? „Já, það er langbest. Ég hef nógan tíma svo það er ekki nema eðlilegt." — Selur þú alltaf myndir á þessum áriegu samsýning- um hér? „Já, þar hef ég alltaf selt mikið, og einnig þess utan. Þegar maður á yflr milljón danskar í banka þá hlýtur maður að hafa selt eitthvað! Fyrir tveimur árum seldi ég meira en þijátíu málverk og fékk mikið fyrir. Fólk virðist vera spennt fyrir myndunum mínum.“ „Svona mála ég líka, líttu KRISTIAN BLAK, TONSKAIDIÐ OG TONUSTARMAÐURINN DANSKI Er algjör Fcereyingur hvað tónlistina varðar SÁ sem hefur sett hvað mestan svip á hið unga færeyska tónlistarlíf síðustu tvo ára- tugi er Kristian Blak. Kristian er danskur, fæddur 1947, en fluttist til Færeyja árið 1974. Þar hefur hann búið síðan, leikið og samið tónlist. Til að byrja með vakti hann athygli fyrir jasssvítur sínar, sem hann lék inn á margar hljómplötur ásamt félögum í hljómsveitinni Yggdrasli. Kristian hefur einnig starfað með þjóðlagasveitinni Spila- mönnunum og síðustu árin hefur hann samið mikið af klassískri tónlist; fyrir kóra, kammersveitir og einleikara. Þá samdi hann einnig ballett sem var settur á svið í Þórshöfn fyrir tveimur árum með Islenska dansflokknum. Kristian býr í einu af gömlu húsunum á Þinganesi og að koma þar í heimsókn er eins og að ganga aftur um nokkra áratugi; inn í þá gömlu veröld Þórshafnar sem lesandur Heinesens þekkja svo dæmalaust vel. Kristian Blak er rólegur og yfirvegaður maður sem segist líta á sig bæði sem tónskáld og tónlistarmann, en ■ reyndar hafl hann lagt sérstaka áherslu á tónsmíðar síðustu tíu árin. „Ég kom til Þórshafnar árið 1974“, segir hann „og þá til að kenna, en staðurinn var svo spennandi og átti svo vel við mig að ég ákvað að setjast hér að. Hér í umhverfinu var margt hvetjandi fyrir tónlistarmann að takast á við.“ — Hvernig þá? „Hér er styttri leið að öllu saman, auðveld- ara að halda tónleika, færri milliliðir og maður getur reynt að gera allt sjálfur. Hér er þægilegt að semja tónlist og ef mað- ur vill flytja hana, svo framarlega sem hljóð- færaleikararnir eru ekki margir, þá getur maður troðið upp næstum hvenær sem mann langar til. Við tónskáld og flytjendur sjáum um alla skipulagningu sjálf og það er mjög ánægjulegt en hinsvegar er erfiðara að fá laun fyrir vinnuna." Jass og klassík í Þórshöfn er jassklúbbur og tónleikar hafa verið haldnir vikulega í mörg ár. „Jazzklúbbur- inn er frá 1975. og þar eru tónleikar á hveijum laugardegi og stundum oftar. Fyrst náðum við saman mannskap í eina hljómsveit, Kræklinga, en nú komum við bara saman í. þeirri mynd einu sinni eða tvisvar á ári. Jasshljóðfæralei- kurum hefur fjölgað mikið, nú eru hér eitthvað um fimm gítaristar og fímm píanóleikarar, en í byijun var bara einn á hvert hljóðfæri. Marg- ir hafa farið í tónlistamám, og nokkrir til Reykjavíkur. Þar eru efnilegir færeyskir spilar- ar í dag. Þessir ungu menn eru aldir upp við lifandi jazz hér og eru því oft betri í spunanum en þeir sem hafa lært á fullorðinsaldri. Við höfum gott samstarf við jassleikara á hinum Norðurlöndunum, menn eru alltaf já- kvæðir þegar leitað er til þeirra og þeir beðnir um að koma og spila. I dag höfum við byggt jasslíflð þannig upp hér að við getum fengið góða og þekkta spilara til að koma og halda tónleika og spila með okkur.“ — Nú er á hveiju ári haldin Jass-, biús- og þjóðlagahátíð í Þórshöfn. „Já, það er á sumrin og oft er mjög gaman. Þó held ég að slíkar hátíðir sem standa í stutt- an tíma í sénn, hafi ekki mjög mikil áhrif á það sem kalla má daglegt tónlistarlíf. En góð samvinna er milli hátíðarinnar og jassklúbbsins og það er mjög mikilvægt." — Hvernig er mætingin á tónleika í klúbbn- um? „Á venjulegt jasskvöld koma kannski fjör- utíu manns og það er að sjálfsögðu allt of lítið ef maður er að hugsa um laun og kostnað sem hljóðfæraleikararnir leggja í, en áhuginn er svo sannaiiega til staðar. Færeyingar hafa mikinn áhuga á tónlist, hvort sem það er popp, jass eða klassík, og viðtökur eru ævinlega góðar, bæði hér í Þórshöfn og eins á minni stöðum á eyjunum." — Hvað með klassíska tónlist? „Jens Christian Svabo var fyrsti raunveru- legi hljóðfæraleikarinn, hann var uppi fyrir um 200 árum síðan, en klassísk tónlist, eða tónlist sem er eingöngu leikin, ruddi sér til rúms fyr- ir um hundrað árum; klassísk tónlist og dans- músík þess tíma. Þá var fljótlega farið að semja alþýðusöngva. Jógvan Waagstein var einna fyrstur til þess, en sá fyrsti til að semja kam- mertónlist var William Heinesen, en það gerði hann snemma á sjötta áratugnum. Han ngerði þá eitt verk fyrir píanó og annað fyrir fiðlu. En þetta var bara eitt af mörgu sem lá vel fyrir honum. Upp úr 1970 var farið að skrifa nokkur tónverk hér, en síðan 1980 hefur margt ágætt verið samið; bæði fyrir hijóðfæri og söng. Nú erum við fjórir eða fimm sem erum virkir sem tónskáld. Við höfum með okkur samtök og á sumrin stöndum við fyrir klassískum tónleikum einu sinni í viku í Listaskálanum. Svo eru líka tónleikar á fleiri stöðum, við fáum erlenda gesti í heimsókn og reynum að kynna tónlist okkar erlendis. Ég held það megi segja að færeysk tónlist sé melódísk, hversu jákvætt sem mönnum finnst það nú, og hún er einnig svolítið þjóð- leg, sækir í kvæði og sálma. Öll tónskáldin sækja í þann arf, það eru engin samantekin ráð heldur er það bara eðlilegt. Þetta gefur tónlistinni einhvern sérstakan blæ, verk tón- skáldanna eru ekki lík, hver fer sína leið, en ég held það megi tala um stíl. Hér eru möguleikarnir til að stunda og stúd- era þjóðlagatónlist mjög góðir. Færeyingar bera virðingu fyrir gömlum sálmum en eru hættir að nota þá, og það er spennandi efnivið- ur. Og hverskonar rímna- og ljóðasöngur er góður grunnur til að virina út frá. Reyndar segja Færeyingar að gamli söngstílinn sem kenndur er við Kimbo, sé sá ömurlegasti sem heyrist, en það þarf að vinna úr svona hlutum. Þetta má ekki gleymast, og ég hef sótt nokk- uð melódíur í þessi stefjasöfn, samið í kringum þær og útsett.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.