Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIRÞRIÐJUDAGUR 2. JÚLÍ 1991 KNATTSPYRNA || GOLF Laufey með þrennu gegn Þrótti ÍA skaust upp fyrir Val og situr nú í 2. sæti deildarinnar eftir 5:0 sigur á Þrótti frá Neskaup- stað um helgina. Liðin eru bæði með 13 stig, en ÍA er með betri markatölu. Valsstúlkur eiga hins vegar einn leik til góða á bæði ÍA og KR sem ^^■1 er í efsta sæti með HannaKatrín 15 stig. Þróttur kom Friöriksen Upp úr 2. deild í sknfar fyrra. eftir aðeins ársdvöl þar. Liðið er . nú í 5. sæti deildarinnar og má telja það góðan árangur hjá þessu unga liði. Skagastúlkur mættu ákveðnar til leiks gegn móthetjum sínum sem áttu í vök að veijast allan leikinn. Fyrsta mark ÍA gerði Friðgerður Jóhannsdóttir eftir hálftíma leik og staðan í leikhléi var 1:0. Sókn ÍA hélt áfram í síðari hálf- leik, en Þróttur varðist vel. Um miðjan hálfleikinn braut Laufey Sigurðardóttir ísinn með marki úr vítaspyrnu og staðan orðin 2:0 fyr- ir ÍA. Nokkur þreyta kom fram hjá Þróttarstúlkum þegar komið var undir lok leiksins, enda hafði liðið leikið erfiðan leik við KR daginn áður. ÍA nýtti sér það vel og gerði þijú mörk undir lok leiksins. Laufey gerði tvö þeirra og þar með fyrstu þrennu í 1. deild kvenna í sumar. Friðgerður Jóhannsdóttir gerði fimmta markið. ítfómR FOLK ■ MIHAÍL Jeremín, markvörður CSKA Moskvu, efsta liðsins í 1. deild sovésku knattspyrnunnar, lést á sunnudag — viku eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi. Jeremín var 23 ára, og var í sigurliði CSKA í sovésku bikarkeppninni 23. júní sl. Hann lenti svo í slysinu aðeins nokkrum klukkustundum eftir þann leik. Bróðir Mihaíls var með honum í bifreiðinni og lést samstundis. I BOGDAN Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari íslands í hand- knattleik, hefur nýlega tekið við franska liðinu Lyon. M ÓLAFUR Þórðarson og félag- ar í Lyn sigruðu Sogndalen 2:0 í norsku knattspyrnunni á sunnudag- inn. Ólafur lék á ný með Lyn eftir að hafa tekið út leikbann. Lyn er í 3. sæti með 17 stig. Viking er efst með 22 stig og Start í öðru sæti með 18 stig. ■ GUÐMUNDUR Gunnlaugs- son hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Skíðasambands Is- lands. Hann tók við starfínu af Sigurði H. Jónssyni, sem nú er orðinn landsliðsþjálfari í alpagrein- um. Þess má geta að þeir féiagar eru báðir frá Isafirði. KNATTSPYRNA Evrópumót áhugamanna: ísland í þriðja Strákamir geta gert betur, segirforseti GS( „Ég er auðvitað ekki hress með að við skulum vera C-þjóð aftur. Dags- formið hjá strákunum hefur greini- lega ekki verið nógu gott að þessu sinni. Ég er alveg sannfærður um að við erum samt á réttri leið og við vinnum okkur út úr þessu aft- ur. Við eigum mikið af ungum spil- urum sem eru að koma upp,“ sagði Konráð. Nú hafa heyrst gagnrýnisraddir sem segja að landsliðið hefði þurft að dvelja niður við Miðjarðarhaf í einhvern tíma til að venjast hitan- um. „Það má vel vera að það hefði bjargað einhveiju en hin liðin spil- uðu í sama hita og okkar menn og þau fara ekki í æfingaferðir þangað niðureftir. Slíkt er bæði kostnaðar- samt og svo veit ég ekki hversu mikinn tíma strákarnir hafa til slíks,“ sagði Konráð. Englendmgar urðu Evrópumeist- arar, unnu ítali 5-2 í úrslitaleiknum. Hollendingar sigruðu Skota 4-3 í leiknum um þriðja sætið en árangur Norðurlandaþjóðanna var slakur. Danir urðu í 12. sæti, Svíar í 13. sæti, Danir í 14. sæti og síðan komu íslendingar í 17. sæti og Finnar í 18. sæti. Mm FOLK ■ ULFAR Jónsson gat ekki leikið nema helminginn af leiknum gegn Belgum á Evrójiumótinu í golfi á sunnudaginn. Ulfar fékk matar- eitrun og var læknir kallaður til. Hann sagði Ulfari að halda kyrru fyrir í rúminu þannig að hann gat ekki tekið þátt í höggleiknum. M BJÖRGVIN Sigurbergsson, rúmlega tvítugur kylfíngur úr Keili krækti sér í glæsilegan vinning á Opna GR-mótinu í golfi um helg- ina. Björgvin var næstur annari holu vallarins eftir teigskot, aðeins 27,5 sentimetra og fékk fyrir það ferð til Bangkok með SAS. Björg- vin vann til verðlauna á sama móti í fyrra og fékk þá utanlandsferð með Arnarflugi sem hann gat ekki nýtt sér vegna gjaldþrots fyrirtæk- isins. Það má því ef til vill segja að hann hafi átt þennan ferðavinn- ing inni. ■ MEISTARAMÓT klúbbanna hefst á morgun, miðvikudag og stendur skráning nú yfir. Leiknar verða 72 holur og standa mótin yfir í fjóra daga. Danitil Þórs Morgunblaöið/KGA BARNIÐ OG FÓSTRAN í LANDSLIÐSFERÐINA! Þór á Akureyri hefur hefur igert samning við danska handknattleiksmanninn Ole Ni- elsen og leikur hann með liðinu í 2. deild á næsta keppnistíma- bili. Nielsen, sem er 25 ára, hefur ÍSLENDINGAR riðu ekki feitu hrossi frá Evrópukeppni áhugamanna í golfi sem lauk á Spáni um helgina. íslenska sveitin lék við Belga um 16. sætið og töpuðu þannig að 17. og þriðja neðsta sætið varð hlutskipti þeirra. Englendingar urðu Evrópumeistarar, unnu ítali í úrslitum. ÆT Island er nú komið á nýjan leik í hóp C-þjóða‘en hefur verið B- þjöð frá árinu 1985. Það munaði þó ekki nema tíu höggum að sveit- inni tækist að halda sæti sínu með- al B-þjóða. Leikurinn um 16. sætið við Belga lauk með því að þeir fengu 5,5 vinn- inga en við 1,5. Guðmundur Svein- björnsson var eini íslenski kylfing- urinn sem lék vel og hann lækkaði sig í forgjöf í mótinu. Aðrir léku heldur undir getu og sumir langt u.idir getu. „Það eru auðvitað vonbrigði að falla, en skorið hjá sveitinni í högg- leiknum er betra en við höfum áður náð,“ sagði Frímann Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Golfsambands- ins í viðtali við Morgunblaðið. „Það var mjög heitt hérna á meðan mótið fór fram, upp undir 40 stiga hiti og strákarnir eru óvanir að leika í svo miklum hita,“ sagði Frímann ennfremur. Hann sagði að miklar breytingar hefðu orðið í golfinu í Evrópu. „Það var mikið af ungum strákum í þessu móti sem eru að reyna að komast í atvinnumennsku og þeir léku mjög vel. Seinni daginn komu t.d. 37 kylfingar inn á pari eða betra af þeim 114 sem þátt tóku og það segir sína sögu um hversu vel var leikið hér,“ sagði Frímann. Konráð Bjarnason, forseti GSI, er ekki ánægður með árangurinn. Opna GR-mótið: Farsælir feðgar Feðgamir Bergur Guðnason og Böðvar Bergsson úr GR sigruðu á Opna GR-mótinu í golfí um helgina, fengu 89 punkta. Peter Salmon og Júlíus Júlíusson úr GR urðu í öðru sæti með jafn marga punkta og Hans Iseban og Stefán Unnarsson fengu 88 punkta í þriðja sætið. Keppn- in var mjög jöfn og þeir sem urðu í 28. sæti fengu 83 punkta. Björgvin Sigurbergsson, Keili, var næstur holu á 2. braut og fékk ferð til Bangkok frá SAS. Róbert Ö. Jónsson, GR, var næstur holu á 6. braut og fékk utanlandsferð með Sögu. Ellert Magnússon, GR, var næstur 11. holu og fékk ferð með Veröld að launum og á 17. braut varð Gísli Hauks- son næstur holu og fékk helgardvöl og golf á hótel Örk fyrir vikið. Þátttakendur í mótinu voru 184. Morgunblaðiö/Óskar Sæmundsson Þeir feögar, Böðvar Bergsson og Bergur Guðnason, sigruðu á Opna GR-mót- inu í golfi um helgina. HANDBOLTI Arna Steinsen, þjálfari U-16 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu, vildi ekki fara frá syninum Erni Rúnari Magnússyni, sem er átta mánaða gamall, og tók hann því með á Norðurlandamótið, sem nú fer fram í Finnlandi. En þar sem hún þarf að sinna liðinu varð barnfóstra að vera með í för og er Margrét Blöndal, sem er til vinstri á myndinni, sjálfsagt fyrsta barnfóstran til að fara í landsliðsferð! verið skytta hjá Ribe, en Jan Larsen, þjálfari Þórs, er fyrrum þjálfari Ribe.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.