Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.08.1991, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. ÁGÚST 1991 19 l L hana án athugasemda. Þeir sögðu aðeins: Komdu út, og hreyttu úr sér skömmum. Ég neitaði, að sjálf- sögðu. Af fijálsum vilja færi ég ekki úr bílnum. Ég stakk upp á því að þeir kæmu með, til þess að tryggja að það yrðu engar óspekt- ir. Þá þrifu þeir í mig með dóna- legu orðbragði. Satt að segja varð ég mest undrandi á orðbragðinu við bláókunnugan mann. Þegar ég spurði um ástæður svöruðu þeir aðeins á þessa leið: Vagnstjórinn ræður! Þeir gripu sinn handlegginn hvor, ekki mjúk- lega, sneru upp á þá fyrir aftan bak og drógu mig nauðugan upp úr sætinu. Mig sárkenndi til bæði í höndum og handleggjum. Þannig drógu þeir mig út um dyr á miðjum vagni, eftir gangstéttinni og inn í lögreglubílinn að aftan. „Út í hom með þig“, sagði Litli, og hrinti mér upp að sæti bílstjórans. Þar ætlaði hann í fyrstu að halda mér föstum, en ég fékk hann til þess að sleppa mér, þannig að ég gat setið nokk- umveginn réttur í sætinu. Þegar á lögreglustöðina við Hlemm kom, fómm við inn í lítið herbergi. Þar var enginn. Fljótlega kom samt miðaldra maður, sköll- óttur, á milliskyrtunni. Hann spurði mig örfárra spuminga, um nafn mitt, minnir mig, og eitthvað fleira. Hann virtist með fullu viti. Eitthvað hripaði hann hjá sér á blokk. Reif svo blaðið úr blokkinni og sagði mér að ég gæti farið. Ég sagði honum þá, að hann gæti lát- ið „þá“ keyra mig heim. Þegar ég ætlaði upp í bílinn að framan kom Litli, hrinti mér og sagði mér að fara inn að aftan. Eg sagðist ekki vera neinn fangi. Fór og fékk mér leigubíl heim. Ég leit á hendurnar á mér. Það voru komnir blóðblettir á bæði handarbökin. Nú em þetta marblettir. Kæri Reykvíkingur! Nú veiztu hvernig landið liggur. Þegar þú stígur upp í strætisvagn, þá situr maður við stýrið sem hefír vald til þess að láta handtaka þig með góðu eða illu. Hann getur sigað á þig lögreglunni og það án þess að lögreglan spyrji eins eða neins. Hún spyr hvorki um nafn né mála- vexti. Og það er eins líklegt að hún helli yfir þig fúkyrðum. Fyrir lög- regluna em orð vagnstjórans lög! Lögreglustjórinn heldur að hann sé húsbóndinn. Hann veit víst ekki að þeir era margir og heita vagn- stjórar! Sé vagnstjórinn í vondu skapi eða hafi hann vonda samvizku vegna afglapa í starfi, þá er enginn óhultur. Lögreglan er hans hand- bendi. Hann getur tekið upp á því að siga henni á þig, af litlu eða engu tilefni. Þú verður því að hugsa þig um tvisvar áður en þú stígur upp í strætisvagn. Ég tala nú ekki um ef vagnstjórinn er í einkennisbúningi tryllitækjagæj- anna, eða þessara sem mála á svartan jakkann: Fuck Jesus Christ. Ég lét loks verða af því að hringja í forstjóra SVR. Hann virt- ist líta málið svipuðum augum og ég: Sumir menn ættu ekki að vera vagnstjórar. Þetta era menn sem kunna ekki almenna hegðun, kunna ekki að umgangast fólk, og geta alls ekki séð sig sem þjóna almennings. Ég hringdi í lögreglustjórann til þess að kvarta. Ég átti við hann langt samtal í símann. Viðhorf hans virtist svipað og mitt. Lög- regluþjónarnir kunna að fást við ofbeldismenn og drykkjurúta, ræn- ingja, þjófa og morðingja, en alls ekki venjulegt fólk, friðsama borg- ara. Þeir virðast ekki þekkja nema eina tegund af viðbrögðum, en það er hvemig eigi að bregðast við slagsmálahundum og álíka fólki. í starfið virðast veljast meðal ann- arra framstæðir menn án allrar mannþekkingar, sumir ekki annað en óþroskaðir og illa uppaldir stráklingar, sem líta á starf sitt sem framhald glæpamynda sjón- varpsins. Það vantar tilfínnanlega góðan lögregluskóla, sem gæti gert menn úr þessum lýð. Þar gætu þeir lært að umgangast venjulegt fólk, ekki aðeins drykkjurúta og slagsmála- hunda, og að greina þama á milli, sem sagt svolitla mannþekkingu og mannasiði. Samtalið var nokkuð langt. Ekki minntist lögreglustjóri á skaðabætur fyrir ólöglegar hand- tökur. III Upphafsmenn að hinum tveimur aðföram að mér, tveimur handtök- um, vora lítt þroskaðir einstakling- ar, með særðan metnað. í fyrra tilfellinu gat faðirinn ekki viður- kennt að sonur hans hefði gert sig sekan um vítaverða óknytti. Sonur- inn hefði því verðskuldað föðurlega áminningu og jafnvel refsingu. í stað þess að gegna föðurskyldu Lekur bílskúrsþakið? Svalimar? - Útveggimir? AQU AFIN-2K er níösterkt, sveiganlegt sementsefni, sem þolir aö togna og bogna. Þetta er efni sem andar, en er jafnframt örugg vatnsþétting á steypta fleti. Efninu er kústaö á í tveim umferöum. AQUAFIN-2K er nýtt hérlendis, en þaö á margra ára sigurgöngu aö baki, erlendis. 5 ára ábyrgð. Framleiöandinn, Schomburg Chemiebaustoffe GmbH, sem er elsta fyrirtækiö í Þýzkalandi á sviöi bæti- og þéttiefna fyrir steinsteypu, fullyröir aö AQUAFIN-2K endist langt umfram venjulega steinsteypu. Þessu til áróttingar veitir verksmiöjan 5 ára ábyrgö á efninu. Húsfélög. Bjóöum tilboösverö á einar svalir til aö kynna þetta frábæra þéttiefni. Auðvelt - Ódýrt - Öruggt. Kynningarverð kr. 930.-/m2, miðað við tvær umferðir. Ef óskað er, þá veitum við aðstoð við að bera efnið á. SKEIFUNNI 5A, S: 91-687126 & 124 sinni, þá ákvað faðirinn að fá bals- am á sært stolt með því að láta handtaka mig. Það er rétt að ég láti þess get- ið, að nokkra eftir handtökuna gekk ég aftur sömu leið. En hinn þögli vottur var þá horfínn. Það var komið nýtt skýli! Hið gamla, útdældaða eftir allt grjótið, var burt! Hún hafði talað skýrri röddu samvizka föður óknyttastráksins. Ásökun hins þögla votts hafði reynzt óþolandi. í síðara tilfellinu reyndi annar vanþroska maður að breiða yfír afglöp sín með því að sperra sig upp og láta handtaka mig, í stað þess að játa ófullkomleika sinn, sem svarta múnderingin gat ekki breitt yfir, og biðjast afsökunar, og lofa sjálfum sér, að svonalagað skyldi aldrei koma fyrir aftur. Handtökumar urðu tvær, báðar fáránlegar, en samt tákn endur- tekningarinnar. í báðum tilfellum urðu mennimir sem stóðu að hand- tökunni þrír, þar af tveir eins, það er að segja í einkennisbúningum lögreglunnar (Til þess að handtaka okkur þarf þrjá. „Flokkurinn“ hef- ir trúlega verið 6 menn.) Þá má og geta sér til að ljúgvitn- in láti sig ekki vanta nú, frekar en áður. HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK. Pbntunarlislinn kostar 250 kr. ♦ postburbargjald PÖNTUNARLÍNA 91-653900 BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFIRÐI Höfundur var um árabil bankastjóri Framkvæmdabankans og efnahagsráðunautur ríkisstjórna. VlizzHikkii %v'6v,ifftt Spameytinn bíll d góðum greiðslukjörum. Eins og fjöldi kannana og keppni í sparakstri hér og erlendis hafa sýnt er Suzuki Swift í fararbroddi í heiminum hvað varðar bensínsparnað og lágmarks mengun. Þessi árangur er ekki síst því að þakka að Suzuki Swift er búinn aflmikilli vél með rafstýrðri bensíninnsprautun og full- komnasta mengunarvarnabúnaði (catalysator) sem völ er á. Nú fiest Suzuki Swifit á sérlega hagstœðu verði og greiðslukjörum. Dæmi um verð og greiðslukjör: Suzuki Swift 1 .Oi GA 3dr. Verð kr.:.........746.000.- Útborgun kr.:.....190.000.- Afborganir kr.:....18.680.- í 36 mánuði $ SUZUKI iWM SUZUKI BÍLAR HF SKEIFUNNI 17 SÍMI68 51 00 ■ iiiiiiia! U-iiÍÍIÍIIÍIIÍÍÍÍÍÍi wjWítmí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.