Morgunblaðið - 28.09.1991, Page 28

Morgunblaðið - 28.09.1991, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1991 Þing Alþýðusambands Norðurlands: Fiskvinnslufólk sam- þykkir ekki þjóðar- sáttarsamninga aftur - segir Olafur Pétursson, Verkalýðs- félaginu Vöku, Siglufirði ÓLAFUR Pétursson, Verkalýðsfélaginu Vöku á Siglufirði, segir fisk- vinnslufólk ekki tilbúið til að skrifa undir áframhaldandi þjóðarsátt- arsamninga. Það muni ekki þoia slíka samninga áfram. Þetta sagði Ólafur á þingi Alþýðusambands Norðurlands í gær. Ólafur kynnti þingfulltrúum ályktun sem fiskvinnslufólk hefði samþykkt á fundi á Sauðárkróki fyrir skömmu, en þar kom fram krafa um 75 þúsund króna lág- markslaun, hækkun skattleysis- marka, kaupmáttur verði hinn sami og var á árinu 1987 og að bónus- kerfið verði tekið til endurskoðunar og það lagt niður í áföngum án þess að laun lækki. Þá kom einnig fram krafa um að fiskvinnslufólk sitji í samninganefndum. Ólafur sagði að fískvinnslufólk vildi ekki láta aðra ákveða fyrir sig hvaða laun það þyrfti og því væri brýnt að fulltrúar þess væru í samn- inganefndum, en ekki einhveijir aðilar sem ynnu á skrifstofum. Nýja bónuskerfið sem nú væri víðast við lýði í frystihúsum þætti afar fínt, en staðreyndin væri sú að „það er að gera allar konur vit- iausar, fólk er barið áfram með svipu“, eins og hann komst að orði. I komandi kjarasamningaviðræð- um sagði Ólafur fiskvinnslufólk til- búið til að beijast af hörku, það væri tilbúið í verkfall, þó vissulega yrði það neyðarúrræði, en við 'það ástand sem nú væri í þjóðfélaginu yrði ekki lengur búið. Aframhald- andi þjóðarsátt kæmi ekki til greina að því er fiskvinnslufólkið varðaði, fólk væri búið að leggja mikið á sig og það þyldi hana ekki lengur og myndi aldrei samþykkja slíka samn- inga. „Það birtast stöðugt svartar skýrslur og þær verða sífellt svart- ari eftir því sem nær dregur samn- ingum og nú fáum við að heyra enn einu sinni að ekkert er eftir handa okkur. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Nú verður barist af hörku,“ sagði Ólafur. Þóra Hjaltadóttir fráfarandi formaður AN: Hélt ég gæti breytt heiminum „VISSULEGA hafa skipst á skin og skúrir þessi ár, ég hefði viljað sjá ýmis mál betur komin nú á þessari stundu,“ sagði Þóra Hjalta- dóttir á þingi Alþýðusambands Norðurlands, en hún lætur af for- mennsku í AN eftir rúmlega tíu ára starf. „Þegar ég fyrir tíu árum var beðin um að gefa kost á mér til formanns þá gerði ég það af ótta- legum barnaskap og hélt ég gæti breytt heiminum, eða a.m.k. kjör- um norðlenskra launþega. Sann- leikurinn um vanmáttinn rann þó fljótlega upp fyrir mér ásamt þvi hvað samningamálin eru flókin og erfið og hagsmunir einstakra hópa stangast á við aðra. Þetta starf hjá Alþýðusambandi Norðurlands nú í tæp 11 ár hefur þó gefið mér mikið. Ég hef lært margt sem mér var áður hulið, ég hef kynnst kjörum fólksins, at- vinnuvegunum og staðháttum á Norðurlandi," sagði Þóra og þakk- aði þingheimi er kaus hana til for- mennsku í félaginu það tækifæri sem hún hefði fengið er hún var valin til þessa starfs. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Eðlilegt að lækka hámarksupphæð lána í húsbréfakerfinu í 5 millj. Svanlaug Inga Skúladóttir Fyrirlestur um móttöku bráðveikra sjúklinga SVANLAUG Inga Skúladóttir, MSN, flytur fyrirlestur um mót- töku bráðveikra sjúklinga í Há- skólanum á Akureyri næstkom- andi mánudagskvöld. Svanlaug Inga er hjúkrunarfor- stjóri á slysa- og sjúkravakt Borg- arspítalans í Reykjavík. Fyrirlestur- _ inn er haldinn á vegum heilbrigðis- deildar Háskólans á Akureyri. Hún mun fjalla um móttöku bráð- veikra sjúklinga, forgangsröðun, fyrstu skoðun og meðferð í fyrir- lestri sínum og er heilbrigðisstarfs- menn og hjálparsveitarfólk sérstak- lega hvatt til að mæta, en fyrirlest- urinn er öllum opinn. Hann verður '■fluttur í stofu 25 í Háskólanum á Akureyri og hefst kl. 20. Ohjákvæmilegt að draga úr þeirri spennu sem húsbréfin valda á fjármagnsmarkaði ÁSMUNDUR Stefánsson forseti Alþýðusambands íslands segir óhjá- kvæmilegt að draga úr þeirri spennu sem húsbréfin valdi á fjár- magnsmarkaði. Hann telur eðlilegt að lánsfjárupphæðir lækki og verði til að mynda 5 milljónir að hámarki, en töluverðar tekjur þurfi til að standa undir greiðslubyrði af svo háu láni. Þá telur hann koma til greina að (aka upp viðbótarafborganir hjá þeim sem eru yfir ákveðnu tekjumarki og einnig að takmarka aðgang að kerfinu, til að koma i veg fyrir að aðilar sem hafi yfir 500 þúsund krónur i tekjur á mánuði hafi ekki aðgang að greiðsluerfiðleikalánum. Slíkt væri bilun. Þetta kom fram í ræðu hans á 22. þingi Alþýðusam- bands Norðurlands, sem sett var á Illugastöðum í Fnjóskadal í gær, en á þinginu urðu allsnarpar umræður um kjaramál. Ásmundur ræddi í fyrstu um þjóðarsáttarsamninginn svokallaða frá síðasta ári, en markmið hans hefðu einkum verið að treysta at- vinnu og stöðva kaupmáttarhrap. Aldrei hefði verið jafn víðtæk sam- staða allra aðila og við gerð þessa samnings og árangurinn væri góð- ur. Stöðugleiki hefði verið í þjóðfé- laginu síðustu tvö ár og hann hefði skilað sér í betri afkomu fyrirtækja og heimilanna. Ásmundur sagði atvinnurekend- ur bera ábyrgð og það væri þeirra að sýna framtak, þeir hefðu lagt áherslu á við gerð þjóðarsáttar- samninga, að fengju þeir frelsi til framtaks án opinberra hafta, stöð- ugleika í stað verðbólgu, þá myndu þeir færa þjóðinni hagvöxt og auk- inn kaupmátt. „Vissulega stöndum við frammi fyrir vanda, en fyrir alla muni ekki bregðast við með því að emja og væla,“ sagði Ás- mundur. Samdrátt í afla sagði hann geta haft í för með sér fækkun um 1.500-2.000 störf, en það væri vandamál sem ekkert hefði með hagvöxt að gera. Þegar erfiðleikar blöstu við væru tvær leiðir einkum farnar, annars vegar að gefast upp og velta vandanum yfir á aðra, eins og þeir sem nú krefðust gengisfell- ingar og launalækkunar vildu gera og hins vegar að takast á við vand- ann, hagræða í rekstri, stokka upp atvinnureksturinn og byggja upp í stað þess að bijóta niður. „Það þarf að taka á til að mæta samdrætti í afla, það þarf atorku og dugnað til að endurskipuleggja rekstur og byggja upp öflugt at- vinnulíf. Við ætlumst til þess að atvinnurekendur sýni þann dugnað og það hlutverk sem þeir hafa tek- ið að sér. Það er engum til gagns nú, að hlaupa til og heimta gengis- fellingu,“ sagði Ásmundur. Fjármál ríkisins sagði hann vera þann hluta þjóðarsáttar sem ekki hafi staðist. Niðurskurður væri óhjákvæmilegur á útgjöldum ríkis- ins, en hann mætti ekki vera þess eðlis að reikningurinn yrði sendur til þeirra sem ekki gætu greitt hann. Ríkisstjórnin mætti ekki velta hluta ljárlagavandans yfir á aðila vinnu- markaðarins, það hefði í för með sér aukna skatta og minnkandi þjónustu. Almenningur gerði tilkall til þess að niðurskurður ríkisút- gjalda yrði á rekstrarkostnaði, en fæli það ekki í sér að þeim sem ekki hefðu efni á að borga yrði sendur reikningurinn. Ásmundur talaði um þá miklu þenslu sem orðið hefur á húsbréfa- markaðnum að undanförnu og sagði að óhjákvæmilegt væri að ná vöxtunum niður og draga úr þeirri spennu. Lánveitingar til húsnæðis- mála væru áætlaðar um 25 milljarð- ar í ár, sem væri 5 sinnum meira en var fyrir áratug. Á síðustu tveim- ur árum hefði orðið 60% aukning Morgunblaðið/Rúnar Þór Ásmundur Stefánsson forseti ASI í ræðustól á þingi Alþýðu- sambands Norðurlands í gær. lána í húsnæðiskerfinu án þess að á móti kæmi aukinn sparnaður. Á þessu ári væri áætlað að húsbréf yrðu gefin út fyrir um 15 milljarða, sem væri tvöföld raunaukning heildarinnlána í bankakerfinu mið- að við síðasta ár. Biðröðin í húsnæðiskerfínu frá 1986 hefði vissulega verið vanda- mál, en stefnt hefði í jafnvægi er það var lagt niður. í stað biðraðar hefðum við fengið uppboð, sem hefði leitt til þess að fjármagnið væri orðið meira og vextir hefðu hækkað á fjármagnsmarkaði. í stáð húsnæðisvanda byggjum við nú við almennan efnahagsvanda. 9% raun- vextir á ríkisbréfum væru algjör- lega út í hött og enginn gæti keppt við þá ávöxtun í almennum atvinnu- rekstri. „Það er óhjákvæmilegt að draga úr þeirri spennu sem húsbréfin valda á fjármagnsmarkaði. Það er ósköp einfaldlega rökrétt að Iækka Iánsfjárhæðirnar, sem nú eru á tí- undu milljón að hámarki. Ef við hugsum okkur til dæmis að há- markið yrði sett við 5 milljónir, þá erum við að tala um 400 þúsund greiðslubyrði á ári og það þarf auð- vitað töluverðar tekjur til að taka lán sem hafa í för með sér meiri greiðslubyrði, þannig að hærri lán eru ekki sérstakt framlag til lág- launafólks," sagði Ásmundur. Hann taldi einnig eðlilegt að teknar væru upp viðbótarafborganir færu tekjur yfir ákveðið mark og á sama hátt væri einnig eðlilegt að takamarka aðgang að kerfinu gagnvart fólki sem ætti verulegar eignir. Það væri alger bilun að veita fólki sem hefði yfir 500 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðsluerfiðleikalán. Þarna væri um að ræða erfiðleika sem væru þess eðlis að lágtekjufólk hefði enga möguleika á að koma sér í nánd við þá. Um _ komandi kjarasamninga sagði Ásmundur að máli skipti að unnið væri hratt, þó svo ekki væri nú um að ræða jafnhraða kaup- máttarskerðingu og oft áður þar sem verðbólgan væri minni en áð- ur. Gera mætti þó ráð fyrir því að á tímabilinu frá september og til áramóta myndi kaupmáttur lækka um 1 ‘/2% yrði ekki samið á þeim tíma. Launafólk hlyti að mótmæla gengisfellingartali sem hávært hefði verið að undanförnu sem og einnig því að engar kauphækkanir kæmu til greina á næstunni. Sú kaupmáttarrýrnun sem af því leiddi væri ekki í samræmi við kröfur launþega. „Eg geri mér grein fyrir því að ekki eru Iíkur á að við náum í samn- ingum í haust einhveijum heljar- stökkum í kaupmætti, en við hljót- um að stilla upp þeim kröfum að við sækjum fram. Við hljótum jafn- framt að snúast til varnar gegn þeim árásum sem víða eru uppi á velferðarkerfið og við hljótum að gera tilkall til þess af gerðar verði þær ráðstafanir af hálfu stjórnvalda sem koma vöxtunum niður.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.