Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Morgunblaðið/Einar Falur „Ekki hægt að bæla listina niður. Hún sprettur alltaf upp aftur,” segir Einar Hákonarson myndlistarmaður sem nú sýnir á Kjarvals- stöðum. Það er stundum talað um að norðlægari þjóðir Evrópu séu lokaðri einstaklingar en Suður-Evrópubúar. Ég held að þetta sé að nokkru leyti rétt, að minnsta kosti virð- ist mér sem blóðið ólgi meira undir köldu yfirborðinu í myndlist Norður-Evrópubúa en þeirra í suðrinu. Við virðumst þurfa meiri útrás í listrænni tjáningu á meðan suðurálfubúar eru uppteknari af forminu. „Hér á íslandi er áhuginn líka mikill á dulrænum fyrirbrigðum alls konar og ég hef auðvitað ekki farið varhluta af því. Nokkrar myndir á sýningunni kalla ég Álfabyggð en þær eru málaðar undir áhrifum norðan af Ströndum þar sem býr álfur i hverjum kletti. Kannski er ég blanda af þessu tvennu, því formrænt er ég upp- tekinn af því að skipuleggja myndflötinn en tjáningin er mér engu að síður jafn mikilvæg.” -Hvernig fínnst þér að koma heim eftir tveggja ár fjarveru? Það eru auðvitað ýmsar tilfinningar því samfara en það sló mig sérstaklega í vor hvað áhugi fyrir myndlist hér á Islandi er með ólíkindum mikill og við eigum mjög marga góða myndlistarmenn. Kannski stafar þetta af þvi að hömlumar á athafnafrelsi íslendinga hafa verið svo miklar í gegnum tíðina að athafnaþörfín brýst út í listunum. Ég vildi gjarnan sjá sömu grósku í athafn- alifinu.” -Er frumskógalögmálið í fullu gildi í listunum? Lifa aðeins þeir sterkustu af? „Mér virðist svo vera og þannig er það réttlátast. Þetta er harður heimur og það heltast margir úr lest- inni eftir áð skólanáminu lýkur. Ég held að þetta geti ekki verið öðruvísi. Reyndar er alltaf verið að reyna að stýra listinni hingað og þangað. Hér hefur á seinni árum vaxið upp stétt listsagnfræðjnga sem gegna öðm hlut- verki en forverar þeirra. Áður voru listfræðingarnir okkar kennarar og fræðimenn en listfræðingarnir í dag hafa komið sér í stjórnunarstöður og stýra listinni. Þeir eru orðnir áhrifavaldar og listamennirnir sjálfir eins og peð á taflborði. Afleiðingin er sú að víða þar sem mað- ur kemur í sýningarsali í Vestur-Evrópu er verið að gera meira og minna sömu hlutina. Það er enginn mun- ur á listamönnunum núorðið þó þeir séu af ólíku þjóð- erni. Þetta er svipað og fara í vörumarkað, sama yfir- bragðið og sömu vörurnar.” -Ertu að segja að myndlistarmenn séu leiðitamir? „Ég hef séð ýmsa skipta um stefnu á augabragði en ég held þó að þeir séu almennt ekki leiðitamir. Það er ekki hægt að bæla listina niður, hún sprettur alltaf upp aftur, annars staðar og þá í nýju formi. En stefnur líða hjá og taka breytingum. Konseptmálverkið er gott dæmi. I upphafi var þetta framúrstefna en er nú orðin að akademísk stefna. Lifskrafturinn er horfin úr þeirri stefnu.” t -Hvar er þá lífið í listinni? „Ef við horfum örlítið útfyrir landsteinanna þá held ég að mjög stórar hræringar séu framundan í listum í Evrópu. Nú þegar losnað hefur um þjóðir Austur-Evr- ópu munu rísa upp margir snillingar úr þeirra röðum. Þeir hafa eitthvað að trúa á og byggja upp. Vestrænar þjóðir eru orðnar svo leiðar á sjálfum sér og þar snýst öll hugsunin um Mammon. Við íslendingar erum engin undantekning í þeim efnum og ég held að við hefðum gott af því að skrúfa okkur örlítið niður. Lækka spenn- una. Það myndi örugglega leysa mörg vandamál.” Ein leið til að lækka spennuna og draga úr amstri hversdagsins er að líta inn á Kjarvalsstaði nú um helg- ina eða næstu vikur. Ganga um í rólegheitum, virða fyrir sér málverkin, uppiifa áhrifin, allt eftir reynslu- heimi hvers og eins, slappa bara svolítið af. Það getur verið ágætt. hs BOKMENNTAVERÐLAUN NQBELS Dagar lyginnar og frelsi skáldsögunnar Nadine Gordimer (f. 23. nóv. 1923) frá Jóhannesarborg í Suðnr-Afríku fékk Nóbelsverðlaunin í bókmenntum í ár. Segja má að hún hafi stað- ið lengi í biðröð væntanlegra Nóbelsverðlaunahafa því að oft hefur hún verið nefnd í þessu sambandi. Konur hafa að vonum kvartað yfir fálæti sænsku akademíunnar, en aðeins sex konur hafa fengið Nóbels- verðlaun í bókmenntum áður. Þýska skáldkonan Nelly Sachs (þá land- flótta í Stokkhólmi) fékk verðlaunin 1966 ásamt ísraelska rithöfundin- um Samuel Josef Agnon. Eftir það voru konur algerlega afskiptar þangað til númer Gordimers var kallað upp. - Verðlaunin til Nadine Gordimers eru alveg í anda stefnuskrár Alfreðs Nóbels. Hún hefur beitt sér í mannréttindamálum og er þjóðfélagslegur umbóta- sinni. Það er ekki alltaf auðvelt að átta sig á ákvörðunum akademíunnar, en meðal þess sem virðist ráða ferð- inni auk bókmenntalegra verðleika eru stjómmálaskoðanir, tungumál og landafræði. Það hefur verið sagt um skáldsög- ur Nadine Gordimers að efni þeirra sé ást og stjórnmál. Hún hefur skrif- að um forboðna ást milli hvítra og svartra þar sem aðskilnaðarstefnan í Suður-Afríku, apartheid, er ljón í vegi og veldur því að fólk kiknar undan byrðunum. Hún lýsir vel- stæðri millistétt þar sem yfírborðjð er fágað, en undir niðri loga eldar og allt er ekki með felldu. Fyrsta skáldsaga Nadine Gordim- ers kom út 1953 og nefnist „The Lying Days”, Dagar lyginnar. Áður hafði komið út eftir hana smásagna- safnið „The Soft Voice of the Ser- pent” (1952). Smásagnasöfn hennar þykja með ágætum, en skáldsögum- ar hafa vakið meiri athygli. Meðal hinna kunnustu em „A World of Strangers” (1958), „A Guest of Honour” (1970), „The Conservation- ist” (1974), fyrir hana fékk hún Booker-verðlaunin, „Burger’s Daughter” (1979) og „July’s People” (1981). Nýjasta skáldsaga Gordim- ers er „My Son’s Story” (1990), en smásagnasafn eftir hana, „Jump”, kemur út bráðlega. Nadine Gordimer hefur verið hælt fyrir persónusköpun og fyrir það að geta á yfírvegaðan hátt fjallað um mannlegan vanda í læsilegum skáld- sögum, einkum samskipti kynjanna í fjandsamlegu þjóðfélagi boða og banna. Efni sem hún sífellt skrifar um em ástir hvítra og svartra. í „Occassion for Loving” (1963) eru söguhetjumar svartur listamaður og hvít stúlka. í „My Son’s Story” er m.a. sagt frá ástum hvítrar konu (sem eins og Gordimer sjálf er virk í baráttu gegn aðskilnaðarstefnunni) og kvænts manns af svörtum stofni. „Burger’s Daughter” hermir frá Rósu Burger og persónulegri og pólitískri arfleifð hennar. Faðir hennar var kommúnisti og lét lífið í fangelsi. „July’s People” mun hafa vegið þungt í mati sænsku akademíunnar, en þessi framtíðarsaga lýsir flótta hvítrar fjölskyldu frá Jóhannesar- borg á tímum borgarastyijaldar. Svartur þjónn fjölskyldunnar, July, kemur þeim undan og tekur þau með sér heim í þorpið sitt. Það fólk sem July tilheyrir er í senn fjölskyld- an sem hann hefur þjónað og ætt- flokkur hans. Ástandið í Suður-Afríku hefur orðið Nadine Gordimer svo áleitið viðfangsefni að öll ritverk hennar mótast af því, en sumar sögurnar gerast í Evrópu. Ríkur sálfræðilegur skilningur fyrstu bókanna hefur smám saman vikið fyrir ákafa henn- ar að draga upp skelfilega mynd heimalandsins. Hún hefur sjálf tekið sér stöðu meðal baráttumanna gegn aðskilnaði hvítra og svartra og bæk- ur hennar hafa dregið dám af því. Þær hafa orðið umræðubókmenntir, beittar samfélagsádeilur. Þróun hennar í stjórnmálum hefur fært hana lengst til vinstri og skilningur hennar á félagslegum efnum og samtímasögu reynst of einfaldur á köflum. Það ber engu að síður að virða Nadine Gordimer fyrir hugrekki. Um „The Conservationist” segir hún að aðeins með því að taka sér fullt frelsi nái máður að tjá það sem skiptir máli. Þessi skáldsaga er talin flókn- asta verk Gordimers. I henni segir frá efnuðum suður-afrískum iðn- jöfri, Mehring, og reglulegum ferð- um hans til búgarðs síns rétt fyrir utan Jóhannesarborg. Svartur vinnumaður kemur mikið við sögu ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ FELLT ÚT AF FJÁRLÖGUM: Leikhús - ekki leikhópur í ein sextán ár hefur Alþýðuleikhúsið starfað af krafti og fært upp tæplega fimmtíu leiksýningar; tvær til fjórar árlega. Þetta leikár fór vel af stað, á dögunum var minna en vika milli tveggja frumsýninga hjá leikhúsinu; Undirleikur við morð, eftir David Pownall, var frum- sýnt í Hlaðvarpanum, og verkið Sprengd hljóðhimna vinstra megin, eftir Magnús Pálsson, var sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins, í samvinnu við það. Báðum sýningunum var vel tekið, og búið var að setja saman áframhaldandi dagskrá vetrarins, en þá kom í ljós að í fjárlögum næsta árs er búið að fella niður allan styrk til Alþýðuleikhússins, en hann hefur verið átta milljónir síðustu árin og hefur skapað leikhúsinu starfsgrundvöll. Jórunn Sigurðardóttir leikkona og Hávar Sigurjónsson leikstjóri eru í ieikhúsráði Alþýðuleik- hússins og þau segja að Alþýðu- leikhúsið hafí ætlað að fara að kynna fyrirhuguð verkefni sín þegar í ljós kemur að árlegur styrkur ríkis- ins til leikhússins sé felldur niður fyrir næsta ár samkvæmt fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. „Al- þýðulefkhúsið er elsta stofnunin utan um frjálsa eða óháða leiklistarstarf- semi hér á landi, en eins og málin standa í dag er ailt í óvissu varðandi framtíðina,” segja Hávar og Jórunn. Alþýðuleikhúsið er félagsskapur atvinnumanna úr ýmsum sviðum leiklistargeirans; leikara, leikstjóra, leikritahöfunda, leikmyndahönnuða og tæknimanna. Það var lengi vel, ásamt EGG-leikhúsinu, eini sjálf- stæði atvinnuleikhópurinn, en aðrir frjálsir leikhópar tóku ekki að skjóta upp kollinum fyrr en fyrir um fimm árum. Því var Alþýðuleikhúsið til margra ára eini vettvangurinn fyrir nýtt leikhúsfólk til að koma sér á framfæri; þar voru til tæki, aðstaða var fyrir hendi og reynsla í rekstri leiksýninga, og þar var skapandi umræða í gangi. „Vitaskuld vekur það furðu þegar þessu er skyndilega kippt út úr fjárlögum. Þetta leikhús hefur starfað í fimmtán ár og sett upp nærri fímmtíu sýningar, og tala þeirra sem hafa haft atvinnu við leik- húsið og hafa komið leiklist sinni þar á framfæri, þróað sig og þroskað, er orðin býsna há. Lengi vel gengu útskriftarnemendur úr Leiklistar- skólanum svo að segja sjálfkrafa inn í Alþýðuleikhúsið, þetta var helsti starfsvettvangurinn fyrir það fólk. Þessi aðstaða er fyrir hendi. Á að selja ljósakerfi, búningasafn, verk- færi, hljómflutningskerfi og önnur tæki félagsins; samtals að andvirði eitthvað á þriðju milljón, og skipta milli félagsmanna? Þegar fólk kemur þarna fyrst til starfa, getur það gengið að ákveðinni reynslu og tækjabúnaði til að setja upp sýning- ar.” Leiklistarráð Alþýðuleikhússins er kosið á aðalfundi, það sér síðan um að útbúa verkefnaskrá, og vinnur ,þá úr umsóknum og tillögum sem berast frá félagsmönnum. „Við vilj- um fullyrða að Alþýðuleikhúsið sé mjög vel rekið,” segja Jórunn og Hávar. „Við höfum fengið átta millj- ónir í rekstrarfé á ári, og höfum að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.