Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. OKTÓBER 1991 Þmgfararkaup án þess að vera þingrnaður: Krafínn endurgreiðslu á óútleystum launum FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ krefur Árna Matthíasson, blaðamann á Morgunblaðinu, um endurgreiðslu á þingfararkaupi, sem honum var sent í maíbyrjun án þess að hann hefði verið kjörinn á Al- þingi. Um var að ræða launaávísun Árna Mathiesen alþingis- manns, sem nafna hans var send í misgripum í vor og hann inn- leysti aldrei. Morgunblaðið birti á sínum tíma frétt um málið og sagði Sig- urður Þorkelsson ríkisféhirðir þá að líklega hefði kennitala Árna Matthíassonar verið sett á lista yfir alþingismenn í misgripum fyrir kennitölu nafna hans Mathi- esep. Árni Matthíasson segist aldrei hafa innleyst launaávísunina, heldur eyðilagt hana. Hún hefði varla komið Árna Mathiesen að gagni, þar sem hún var stíluð á nafn og kennitölu Árna Matthías- sonar. Áma barst bréf í maí, þar sem hann var krafínn um endur- greiðslu þingfararkaupsins og fyrir nokkrum dögum fékk hann svohljóðandi bréf: „Fjármálaráðu- neytið starfsmannaskrifstofa vill vekja athygli yðar á að þér skuld- ið enn ofgreidd laun að upphæð kr. 115.913,- sbr. áður sent bréf dags. 7. maí 1991. Starfsmanna- skrifstofan ítrekar þau tilmæli sín að þér endurgreiðið ofangreinda upphæð sem allra fyrst til ríkisfé- hirðis, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, svo komizt verði hjá frekari innheimtuaðgerðum. Ef þér hafið eitthvað við ofangreint að athuga, vinsamlegast hafið samband við undirritaða.” Undir þetta ritar Ásta L. Leósdóttir. „Fyrst var vegið að mannorði mínu með því að gera mig að þing- manni, og nú á að fara að gera mig að vanskilamanni líka,” sagði Árni Matthíasson í samtali við Morgunblaðið. „Ef þessu linnir ekki fer ég að íhuga málsókn á hendur fjármálaráðuneytinu.” Sent þingfarark^ án þess að hafa ví ið Iqörinn á þing [ ÁKNl M»Uhbn»««i.bU<«i»JuráMoct«nl»lWli—.f<U<l UuojUtUub frá rikUrfhirfi •* mti b*am Uaau ' thmd*ð tr þtaffraiaup tU huw. Árni er á árin ■IþUcÚBuáar. n befar þá ekki eoa reriá iýirú. aldrri reriá I frBmbo* Sifnrður Þoririmoa rikU I »«raUli »W MontunfaUðið I gtn, »í trúJe»m ntn w I >«1 mi keooiUU Lrw* krfði rerið eett á iUU yfír I ■Jefripam lyrir kennitilu amtn* kum. Anu IL II iýtrUa alþiacUauoa*. Anl M. Katkteo aVa(U- eeri aht* aáUur > taaður eacði I •aaáali rið Uorxua- áf b> ekkJ Bka nd bUM I pv •« kaaa kef» ekkJ Ariaioioeráll eno tenfið att þiocfaraikaup. A UooaaeðCmmi b-------_ Hiaa eefar keaáat hann ekki riU upphariio akJptát J *U*Mm heort það hefði núafariat, þar aem fjrrir aaafmlaað. aí ■Úþi| haaa befSi ekld aporri fjrrir «n I70M2 kitear Of fariUtíj ' þeA Arni aiffl það tkki *era ad upphari M þteund kiteð aýtt að þeia aSfwiouM eaari aaataia 1*04SZ bteaul ni|Ufl aamao. ,É* ttik [tet Araa árátUriWr an. b&| tfSaat f riðuriu aurtenaaoartifal riku ee atundum hef tg uarið apacimaaaateU. ar4£| apurður að þri baort ég akrifl um krtour f auð»mðri« akattia_ múafk f MorfuobUðið," aagði AraJ Sicuriur tariaUma ui aýjasU pðat aa|ðiat haan toa ar Frétt Morgunblaðsins 7. maí. Frá slysstað í gær. Reykjanesbraut: Morgunblaðið/Ingvar Banaslys þegar fólksbíll og olíubíll rákust saman BANASLYS varð á Reykjanes- braut um klukkan fjögur í gær. Fólksbíll og olíubíll rák- ust saman og er talið að öku- maður fólksbílsins, nær fimm- tugur karlmaður, samstundis. hafi látist Ekki er unt að birta nafn hins látna að svo stöddu. --------*_4_e-------- íslensk verslun, ný verslunarsamtök, stofnuö: VersIunaiTáð er fyr- ir einstök fyrirtæki - segir Birgir Rafn Jónsson, formaður FÍS, og að í athugun sé stofnun fraktkauparáðs NÝ félagasamtök, íslensk versl- un, verða stofnuð formlega 12. nóvember nk. og eru stofnendur þess félög atvinnurekenda í verslun á Islandi, Félag ísl. stór- kaupmanna, Kaupmannasamtök íslands og Bílgreinasambandið. Stórkaupmenn ganga þar með ór samstarfi við Verslunarráð íslands sem staðið hefur frá því í ársbyrjun 1989. Birgir Rafn Jónsson, formaður FÍS, segir að í samstarfi stórkaupmanna við Verslunarráð hafí komið í Ijós að hagsmunir verslunarmanna og annarra aðila innan Verslun- arráðs hafi víða rekist á. Upp- bygging Verslunarráðsins leiði til ákveðinnar samþjöppunar á valdi og að ráðið sé þannig sam- tök fyrir sérhagsmuni einstakra fyrirtækja en ekki félag félag- anna. Birgir segir að innan FÍS hafí verið samþykkt að ganga í Evrópu- samtök fraktkauparáða, enda telji 'samtökin sig í raun vera félag frakt- kaupenda á íslandi. Þau fyrirtæki sem eru innan FÍS kaupi frakt fyr- ir um 4-5 milljarða á ári, en það eru um 30-40% af markaðnum. Birgir segir einnig í viðtali í við- skiptablaði Morgunblaðsins í dag að það valdi áhyggjum ef frakt- flutningar færist eingöngu á hendur tveggja aðila. Með því verði lands- menn og viðskiptaaðilar ofurseldir fákeppnismarkaði og slíkt hljóti á endanum að leiða til hærra vöru- verðs. Hann gagnrýnir einnig að hafnarafstaða hér á landi skuli vera í eigu þessara tveggja aðila. Áhugi FÍS á Ríkisskipum hafi m.a. tengst hafnaraðstöðu skipafélagsins við Vogabakka sem hefði staðið öllum opin tii afnota. Horfur séu á að ekkert verði af þeirri hugmynd en það mál hljóti að tengjast stefnu stjómvalda um einkavæðingu og hringamyndum. Þá segir Birgir Rafn hugmyndir uppi að koma á fót hér á landi fraktkauparáði. Sjá „Við ætlum að verða sterkt afl ...” á bls. B4. Lögreglunni í Keflavík barst til- kynning kl. 16.14 um harðan árekstur á Reykjanesbrautinni, skammt vestan við Vogaafleggj- ara. Fólksbíll og olíubíll, sem var á leið til Reykjavíkur, höfðu rekist saman. Ökumenn bílanna voru ein- ir í farartækjum sínum og er talið að ökumaður fólksbílsins hafi lát- ist samstundis. Fólksbíllinn er gjörónýtur. Olíu- bíllinn kastaðist útaf veginum við áreksturinn og ökumaður hans meiddist á hné og var fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Lög- reglan í Keflavík sagði ekki hægt að fullyrða neitt um hvað varð þesá valdandi að bílamir rákust saman en sagði að mikið rok hafí verið á Reykjanesbrautinni þegar slysið varð og ekki ólíklegt að það hafí átt einhvem þátt í slysinu. Flateyri: Endurskipulagn- ing hjá Hjálmi STARFSFÓLKI á skrifstofu Hjálms hf á Flateyri um tíu manns var sagt upp störfum vegna end- urskipulagningar, en búið er að ganga frá ráðningu þeirra flestra aftur. Einar Oddur Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Hjálms, sagði að þetta væru mjög venjulegar aðgerðir í takt við það sem öll frystihús væru að gera. Þau væru að aðlaga sig breytt- um aðstæðum og leita leiða til þess, því þeim væri gert að minnka fasta- kostnað sinn um 20%. Samdráttur þorskaflans væri búinn að leika sjávarplássin á Vestfjörðum óskap- lega hart. Framkvæmdastjórn EB um Evrópska efnahagssvæðið: Erfiðlega gengnr að finna málamiðlanir í sjávarútvegi Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Framkvæmdastjórn Evrópubandalagsins (EB) kynnti fyrir fasta- fulltrúum aðildarríkja bandalagsins mögulegar málamiðlanir í samn- ingunum um Evrópska efnahagssvæðið á fundi í Brussel í gær. Samkvæmt heimildum í Brussel fyrir fundinn hefur framkvæmda- stjórninni gengið erfiðlega að fínna málamiðlanir sérstaklega í sjáv- arútvegi. Heimildarmenn Morgunblaðsins segja að helst sé útlit fyrir að minnkandi áhersla verði lögð á sérstöðu íslendinga í þeim tillögum sem framkvæmdastjórnin hyggst kynna fyrir aðildarríkjum EB. Heimildum ber á hinn bóginn saman um að ekki sé ljóst hvort um er að ræða flóknar samningabrellur af hálfu EB eða bandalag- ið átti sig ekki á því hversu mikilvægar sjávarafurðir séu fyrir Is- lendinga. Samningamenn EB og Fríversl- unarbandalags Evrópu (EFTA) hafa lagt á það áherslu undanfarið að fínna viðunandi lausnir á þeim atriðum sem standa samningi um EES fyrir þrifum fyrir fundi ráð- herra bandalaganna sem verða í Lúxemborg á mánudag. Hér er sérstaklega átt við sjávarafurðir og svokallaðan þróunarsjóð sem aðildarríki EFTA eiga að fjár- magna. Ulf Dinkelspiel, Evrópu- málaráðherra sænsku ríkisstjórn- arinnar, sagði í gær í samtali við Reuíers-fréttastofuna að umtals- verðir erfíðleikar einkenndu enn þann þátt viðræðnanna er varðaði sj ávarútvegsmálin. Ljóst er að fundurinn á mánudag verður látinn ráða úrslitum um það hvort samningar nást eða ekki. Samkvæmt heimildum í Brussel leggur framkvæmdastjórn EB til að tollar EFTA-ríkjanna af sjávar- afurðum lækki um sem svarar 40 milljónum ECU (tæpum þremur milljörðurn ÍSK) en heildar toll- greiðslur af innfluttum sjávaraf- urðum frá EFTA er rúmlega 70 milljónir ECU. Sömu heimildir herma að afstaða framkvæmda- stjórnarinnar til aðgangs að fiski- miðum og undanþága frá fjárfest- ingum í sjávarútvegi hafi frekar farið harðnandi frá fundi utanríkis- ráðherra EB 1. október sl. Ljóst þykir að sá árangur sem talið var að náðst hefði um Alpaum- ferð á fundi í Eindhoven hafí verið mjög orðum aukinn. Nokkrar aðild- arþjóða EB hafí þegar lýst and- stöðu við málamiðlunina (Holland, Ítalía og Grikkland) auk þess sem Austurríkismenn hafa ekki sam- þykkt hana ennþá. Mikill ágrein- ingur er um það á milli EB og Austurríkismanna hver skuli vera staða slíks samkomulags þegar til aðildarsamninga Austurríkis kem- ur. Framkvæmdastjóm EB vill að þá verði nokkur atriði samninganna tekin upp aftur s.s. aðlögunartímar sem hún vill láta stytta að mun. Austurríkismenn vilja hins vegar annað hvort semja nú eða láta samninga bíða til aðildarviðræðn- anna. Sett hefur verið fram gróf hug- mynd um fyrirkomulag þróunar- sjóðs EFTA fyrir vanþróuð svæði innan EB. Hún gocir ráð fyrir því að EFTA ríkin leggi 2 milljarða ECU í sjóðinn sem verði lánaðar út á fímm ára tíma. Fyrstu tvö ár lánstímans verði vaxtalaus en eftir það greiði EFTA vextina niður um 3%. Lánstími verði 10 ár. Þá er gert ráð fyrir að EFTA leggi fram 400 milljónir ECU í styrkjum á sama fimm ára tímabili. Fundir ráðherra EFTA og EB hefjast í Lúxemborg klukkan 11 á mánu- dagsmorgun, ekki er gert ráð fyrir neinu sambandi á milli fundanna fyrr en eftir klukkan þrjú og þá því aðeins að viðunandi niðurstaða fáist á fundi samgönguráðherra EB sem hefst á sama stað klukkan 11 á mánudagsmorgun. Verði sá fundur árangurslaus, þ.e. ekkert samkomulag við Sviss og Austur- ríki um Alpaumferð þykir líklegt að samhliða fundum EFTA og EB verði aflýst.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.