Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.10.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1991 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA B91282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS . Þessir hringdu ... Gallajakki Frekar dökkur Levi’s-galla- jakki tapaðist úr fatageymslunni í Tunglinu 3. október sl. Finnandi hafi samband við Asu í síma 625818. Skúffa af pick-up bíl Sigurður hringdi og sagðist hafa tapað svartri plastskúffu af pick-up bil miðvikudaginn 9. okt- óber. Skúffan hefur fokið af bíln- um einhvers staðar á leiðinni frá Laugarási í Reykjavík suður í Garðabæ. Skúffan er 190x150 cm og 45 cm á dýpt. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um skúff- una geta hringt í síma 656300. Hliðartaska týnd Tapast hefur brún hliðartaska með m.a. skilríkum og myndavél. Líklega hefur taskan tapast fyrir utan Borgarkringluna sl. mánu- dag. Upplýsingar má gefa í síma 33565. Fundarlaun. Leifur heppni og morgunleikfimi Kona hringdi og vildi koma með innlegg í umræðuna um Leif Ei- ríksson. Hún sagðist hafa komið í Disneyland í Kanada og þar hefði verið mikið svæði helgað Leifi og alls staðar hefði hann verið talinn norskur. Hún sagði að það væri því. ekkert nýtt að Norðmenn vildu eigna sér Leif heppna og menn þyrftu að breyta þessu í Disneylandi sem og ann- ars staðar ef þeir vildu leiðrétta hiut íslendinga. Þessi sama kona sagðist vinna á skrifstofu og hún og stöllur hennar þar taka alltaf þátt í morg- unleikfimi Ríkisútvarpsins og sagði hún að þær fyndu mikinn mun á sér og vellíðan þeirra við vinnuna hefði stóraukist. Hún sagðist því vilja hvetja skrifstofu- fólk til þess að notfæra sér þessa leikfimi. Hún tæki ekki nema fímm mínútur og ekki þyrfti mik- ið pláss. Eignarskattur Kona hafði samband við Vel- vakanda vegna eignarskattsins sem hún sagði alla sjálfstæðis- menn hafa beðið eftir að yrði af- numinn. Hún sagðist hafa haldið að það myndi gerast um leið og sjálfstæðismenn kæmust í stjórn en þeir hefðu svikið kjósendur sína um það. Hún sagðist því vilja skora á Þuríði Pálsdóttur að beij- ast fyrir afnámi þessa skattar. Þessi kona spyr hvort ekki sé nóg að fólk borgi fasteignagjöld? Þessi skattur grefur undan sjálfseignar- stefnunni sem við viljum hafa hér í landi og allir skattar sem ekki eru tekjutengdir grafa undan þjóðfélaginu að hennar máti. Bangsi horfinn Lítill sex ára strákur var úti að leika með bangsann sinn fyrir 1 'h mánuði en svo óheppilega vildi til að bangsinn týndist. Þessi sták- ur saknar bangsa síns sárlega. Hann er drapplitur og mjúkur og hefur sennilega týnst einhvers staðar í grennd við Borgarholts- braut í Kópavogi. Þeir sem eitt- hvað hafa séð til bangsa eru vin- samlegast beðnir að hringja í síma 642554. Handavinnupoki fauk Stúlka að nafni Ásta var á leið heim úr Landakotsskóla um dag- inn í miklu hvassviðri þegar svo illa vildi til að handavinnupokinn hennar fauk út í buskann. Hún saumaði þennan poka sjálf og á honum eru stafírnir ÁP. I pokan- um voru pijónaður strokkur, hnykill og pijónaðir inniskór. Ásta yrði mjög ánægð ef einhver gæti fært henni pokann. Hún er í síma 17315. Ritað og talað mál Magnús Blöndal hringdi og sagðist vera óánægður með það hvernig væri farið með talað og ritað mál í sumum fjölmiðlum. Hann tók sem dæmi að oft væri tekið svo til orða: „Hann fór ásamt með félaga sínum.” Magnús vildi einnig kvarta yfir undarlegum framburði á eriendum heitum og nefndi sem dæmi borgarheitið New York sem hann sagði iðulega borið rangt fram. GEGNUMGLJERIÐ SÍMI 688081 - SKIPHOLTI 50 B - REYKJAVÍK Skarð fyrir skildi „Ég hef stundum sagt að fólkið sem var hvað ötulast á þeim útihá- tíðum sem hneyksluðu margan manninn hér áður fyrr, sé nú orð- ið máttarstoðir þjóðfélagsins í dag, fólk komið á miðjan aldur og þaðan af eldra.” Þessi orð eru tekin úr blaðavið- tali um næturlífið í Reykjavík. Það er ekki ætlunin að mótmæia þeim hér. Þau eru í sínu gildi. Samt skulum við vona að aldrei þyki fallegt að sjá unglinga liggja ofur- ölvi og ósjálfbjarga, hvorki pilta né stúlkur, þó af þeim flestum renni og þau lifni við. Jafnframt skulum við leiða hugann að því hvað áfengistískan í skemmtana- lífinu hefur kostað. Það eru skörð í þá kynslóð sem komin er á „miðjan aldur”. Eins er um þá sem eru „þaðan af eldri”. Skemmtanatískan hefur svipt okkur samfylgd og liðveislu ýmissa sem mikils mátti af vænta og miklar vonir voru bundnar við. Við vitum af sviplegum dauð- slysum þegar fólk var að skemmta sér. Fólk hefur t.d. drukknað, hrapað eða brunnið inni að ógleymdum örkumlum og dauða í ökuferðum. Þar hafa myndast þau skörð sem aldrei gleymast og aldrei verða fyllt. Þá er eftir að rekja örlagaferil allra þeirra sem enn eru ofar moldu en hafa ekki notið sín sem skyldi vegna vímu- efna sem þeir hafa ánetjast. Sá efniviður sem ætlaður var í mátt- arstoðir nýtist ekki allur sem skyldi. Stundum hefði hann þurft að vera betur fúavarinn. Við höfum goldið afhroð, og gjöldum afhroð, vegna áfengist- ískunnar í skemmtanalífinu þó að margur sjái að sér og langt sé frá því að þjóðin sé að glatast. Eigum við að sætta okkur við þau ósköp sem yfir dýnjá? 1 Eigum við ekki að efla slysa- varnir þar sem áfengið er annars vegar? H.Kr. MMLimm ÍAPEX 20% afsláttur / dag og á morgun Boutique Apex, Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði, sími 650490. , SllíJ JtLEIKIIR IGETRAUNUNI! LEIKUR NR. 5, MANCHESTER UNITED - ARSENAL, í REINNIÚTSENDINGU Á LAUGARDAG KL 14.00. BIRTIR EINNIG STÖÐUNA Á GETRAUNA- HÚN BREYTIST. ogþína fjölskyldu!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.