Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.10.1991, Blaðsíða 35
starfi Rauða kross íslands og var formaður Keflavíkurdeildarinnar frá 1983-1984, en j)á var stofnuð Suðurnesjadeild RKI. Hann var for- maður þeirrar deildar til 1986. Hann átti ávallt sæti í blóðsöfnun- ar- _ og neyðarnefnd. Árni gekk í björgunarsveitina Stakk 1973 og var í varastjórn svejtarinnar frá 1977-1982. Árni gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir stéttarfélag sitt, Verkstjórafélag Suðurnesja og sat þar í stjórn frá 1970-1980, þar af sem formaður 1972-1975. Þá sat hann í stjóm Verkstjórasambands íslands frá 1973-1981. Dæturnar gengu allar í skátafé- lagið Heiðarbúa í Keflavík og tók Árni mjög virkan þátt í því starfi. Þrátt fyrir að Árni væri ekki skáti var starf hans fyrir skátahreyfing- una mikils metið og árið 1984 hlaut hann „Borgarliljuna”, en það er æðsta heiðursmerki sem skátar veita aðilum utan hreyfingarinnar. Árni gekk í St. Georgsgildið árið 1985 og var þar m.a. giidismeistari. Árni gekk í Frímúrararegluna 1978 og var félagi í stúkunni Sindra í Keflavík. Starfaði hann mikið að málefnum frímúrara. Kirkjan var alla tíð mikið áhuga- mál Árna og átti hann sæti í sóknar- nefnd og varð formaður nefndarinn- ar sl. vor. Kynni okkar Árna hófust þegar ég kvæntist mágkonu hans Björk Lind og mér varð fljótlega ljóst að þar fór mikill mannkosta- og dreng- skaparmaður. Árni var maður sátta og friðar en hafði þó fastmótaðar skoðanir og fylgdi sannfæringu sinni. Ég var svo lánsamur að kynnast Árna vel því samgangur var mikill milli heimila okkar. Oft voru farnar saman lengri og skemmri sumar- ferðir og kom þá í ljós hin létta lund og glaðværð sem einkenndi þennan félagslynda mann. Við slík- ar aðstæður sá ég þá þætti í fari Árna sem gerðu hann mikils metinn af sínum samferðarmönnum bæði í leik og starfi. Þegar sorg og erfiðleikar sóttu að þá kom í ljós hin hlýja og kær- leiksríka lund Árna. Þennan eigin- leika hans sá ég best þegar tengda- móðir hans, Margrét Jóhannesdótt- ir, dvaldi sín síðustu ár á Vífilsstöð- um, oft mikið veik. Þær voru ófáar ferðirnar sem hann fór til hennar og dvaldi þá oft hjá henni langtím- um saman og veitti henni styrk. Þessa glaðværa drengs sem lést langt um aldur fram er sárt sakn- að. Elsku Matta, dætur, Þuríður og aðrir aðstandendur. Ég, Björk og drengirnir færum ykkur dýpstu samúðarkveðjur. Megi guð blessa ykkur og styrkja um framtíð alla. Pálmi B. Aðalbergsson Kaliið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) „Kallið er komið, komin er nú stundin”, á það vorum við rækilega minnt 16. október sl. er Árni frændi minn lést. Ég hef fylgst með honum frá unga aldri þó oft hafí liðið langt á milli samfunda. Árni líktist föður sínum í mörgu, handlaginn við smíðar og allt sem hann tók sér fýrir hendur vann hann af mikilli trúmennsku. Nú er hans sárt saknað. Matt- hildur mín, Þuríður systir og allir ykkar ástvinir. Ég og fjölskylda mín sendum ykkur okkar innileg- ustu samúðarkveðjur og Guð styrki ykkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigga frænka. Miðvikudaginn 16. októbersl. var ég að hlusta á útvarpið heima hjá mér, ogheyrði þá í fréttum að alvar- ' MÖÉGUNBLAÐIÐ ÉÖBtUÖÁGUR 25. OKTÖBÉR1 Í991 35 legt umferðarslys hefði orðið á Reykjanesbrautinni. Það greip mig skelfing og óhugur og ég hugsaði með mér, guð minn góður, erfitt væri fyrir þá aðstandendur sem ættu hlut að máli, en ekki datt mér í hug þegar ég kom heim úr vinnu síðar um kvöldið að ég myndi þurfa að horfast í augú við þá köldu stað- reynd að það hefði verið góðvinur okkar, hann Árni, sem hafði dáið fyrr um daginn. Þetta gat ekki ver- ið satt, að hann hefði verið hrifinn á brott langt um aldur fram frá fjölskyldu sinni og okkur öllum hin- um, sem þótti svo vænt um hann. Ég kynntist- Árna fyrir ellefu árum, þegar ég tengdist fjölskyld- unni. Hann kom mér fyrir sjónir sem mjög glæsilegur og reffílegur maður og fannst mér að hann myndi vera dálítið strembinn að kynnast, en allt annað kom á daginn. Það var eins og við hefðum þekkst alla tíð, alltaf var hann hress og kátur, meinstríðinn en alveg bráðskemmti- legur. Árni átti mikla hlýju til að gefa, það fann ég best fyrir 9 árum, þá”vorum við viðstödd kistulagn- ingu elskulegrar tengdamóður minnar, þá brotnaði ég saman og fannst lífíð vera búið, en þá fékk ég hlýlegt faðmlag frá honum Árna. Hann tók utan um mig og sagði „Sigrún vertu sterk, við verðum að haldá áfram að lifa lífinu þrátt fyr- ir allar raunir, sem verða á vegi okkar allra.” Þessum orðum gleymi ég aldrei og hversu innileg hlýja fylgdi þeim. Já, það er gott að eiga minninguna um góðan dreng, sem alltaf var hreinn og beinn og sagði sínar skoðanir hreint út. Árni var mikill barnakall, átti auðvelt með að laða börn að sér, það fannst mér sýna sig best þegar ég sagði Berglind, litlu dóttur minni, frá þessu morguninn eftir. Þá sagði hún eftir smá umhugsun: „Já, mamma var það ekki hann sem var alltaf að kitla mig og leika við mig í öllum afmælum?” Já, bæði við Snævar og börnin okkar eigum góðar minningar og erum þakklát fyrir að hafa fengið að þekkja Árna. Elsku Matta og fjölskylda, við biðjum góðan guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Munum orðin hans Árna okkar: Verum sterk, því að við vitum að trúin á guð gefur okkur styrk. Með þessum fátæklegu orðum vil ég votta öllum aðstandendum Árna V. Árnasonar mína dýpstu samúð. Sigrún Sigurðardóttir Það er alltaf sárt að kveðja góð- an félaga. Árni V. Árnason var félagi í Björgunarsveitinni Stakki í Kefla- vík frá 26. febrúar 1973 og var starfandi félagi í sveitinni frá þeim degi. Hann sat í varastjórn Stakks frá 1977 til 1982, nú undanfarin ár var hann útkallsstjóri hjá félaginu og ávallt þegar mikið lá við var hann reiðubúinn að aðstoða okkur öll. Hann fylgdist vel með því sem var að gerast og alltaf tilbúinn að leið- beina þeim sem yngri voru. Árni var skemmtilegur félagi og erum við lánsöm að hafa fengið tækifæri til að kynnast-og starfa með honum. Með þessum línum viljum við þakka honum fyrir vel unnin störf og góðan félagsskap. Eiginkonu hans, Matthildi Ólafs- dóttur, dætrum, tengdasonum og barnabörnum vottum við okkar dýpstu samúð. Biörgunarsveitin Stakkur, Keflavík Það var svartur miðvikudagur 16. október sl., þegar fréttist að Árni V. gildismeistari hefði látist í bílslysi um miðjan dag. . Einn af bestu sonum Keflavíkur er „farinn heim” eins og við segjum gjarnan á skátamáli. Árni V. var mikill félagsmaður, og óhætt að segja að hann hafi lyft starfinu í Keflavíkurgildinu með stjórnsemi sinni og glaðværð, eng- inn gat heyrt hann hlæja öðruvísi en hlæja með. Hann gekk að starfi sínu sem gildismeistari með ábyrgð og gleði, er skemmst að minnast síðasta Landsgildisþings, sem haldið var í umsjá Keflavíkurgildisins, þá sýndi Árni V. skipulagsgáfur sínar, ekk- ert vandamál,_„bara” vinna og sam- heldni, enda Árni með alla þræðina í sínum höndum. Konan hans hún Matta við hlið hans í starfí gjaldker- ans, við erum afar þakklát fyrir allt starf Árna í gildinu. Dætur Árna og Möttu hafa allar starfað í Skátafélaginu Heiðarbrún, sem líka var Árna félag — já, okkar allra. Það er óraunhæft að skrifa um Árna í fortíð, en svona er lífið, eng- inn ræður þar neinu um, nema „Alfaðir í hæðum” sem öllu ræður. Við viljum láta fylgja þessum þakk- arorðum niðurlagsorð Árna V. gild- ismeistara í bréfí frá honum í sept- ember til gildisfélaga: „Mín heitasta ósk gildinu okkar til handa er sú, að það megi lifa og dafna, þið eruð líf þess og fóð- ur, látið það ekki vanta.” Elsku Matta og dætur, Þura og systkin Árna V., við biðjum algóðan guð að gefa ykkur styrk og þrek, megi minningin um góðan dreng lýsa ykkur öll ókomin ár. Félagar í Keflavíkurgildinu. Kveðja frá Keflavíkursöfn- uði Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega’ og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matth. Joch.) Þetta erindi leitar á hugann_ við sviplegt fráfall Árna Vigfúsar Árn- asonar sóknarnefndarformanns, en hann lést í umferðarslysi á Reykja- nesbraut 16. október sl., 49 ára að aldrei. Við fráfall hans á byggðar- lag okkar á bak að sjá einum sinna vösku sona. Sjaldnar en skyldi leiðum við hugann að því hvað góðir vinir og samverkamenn eru okkur mikils- verðir og hafa þegar grannt er skoð- að mikil áhrif á líf okkar. Nú þegar Árni Vigfús hefur svo sviplega ver- ið burtkallaður líða minningar frá samstarfínu við hann um huga sam- starsmanna, blíðar og bjartar, og fylla hugina sterkri þakklætis- kennd. Árni var fyrst kjörinn í sóknar- nefnd vorið 1986 og sl. vor var hann kjörinn sóknarnefndarformað- ur. Á vettvangi sóknarnefndar, sem annars staðar, fylgdi honum sér- stakur hressileiki og útsjónarsemi. Hann gekk hreint og ákveðið að hveiju viðfangsefni. Einlægur og sókndjarfur leitaðist hann ávallt við að vinna hveiju því málefni fylgi, sem hann taldi til heilla horfa. Vegna þessara og annarra mann- kosta hlóðust á hann mörg og krefj- andi verkefni í þágu Keflavíkur- safnaðar. Eitt fyrirferðamesta viðfangsefni sóknarefndar, nú hin síðari ár, hef- ur verið að ráða fram úr því, hvar og hvernig standa eigi að byggingu safnaðarheimilis í sókninni. Við undirbúing þessa máls kom Árni kannski hvað oftast og mest á óvart með ákveðnum og gagnmerkum til- lögum sínu, fyrst í umræðunni inn- an sóknarnefndar og nú síðasta árið í undirbúningsnefnd um bygg- ingu safnaðarheimilis. Á vettvangi safnaðarstarfsins í Keflavíkurkirkju er vinar nú sárt saknað og honum af alhug þökkuð óshérhlífni við úrslausn þeirra mála, sem hann helgaði krafta sína í þágu samborgaranna. Algóður Guð styrki og blessi ást- vini hans alla. Blessuð sé minning Árna V. Árn- asonar. Kveðja frá Verkstjórafélagi Suðurnesja Þegar mæla skal kveðjuorð í minningu tryggs og góðs vinar og félaga verður tregt tungu að hræra. Hugurinn er bundinn góðum end- urminningum sem erfitt er að koma orðum að þótt af mörgu sé að taka. Það er brostinn hlekkur í þeim hring er haldið hefur hátt á lofti merki Verkstjórafélags Suðurnesja, sá hlekkur var Árni V. Árnason er við kveðjum nú. Hann kom til ábyrgðarstarfa í félagi okkar 1971 og óumdeilanlega fór þar maður orku og athafna, glaður og greind- ur vel, hann fór upp öll þrep stjóm- ar og starfs sem stéttarfélag hefur upp á að bjóða, þar liggja hans spor og í þau fetum við félagar hans og munum feta í framtíðinni. Hann var sterkur fulltrúi okkar í stjórn Verkstjórasambands íslands, er hann var í stjórn þess. Þingritari og þingforseti á sambandsþingum. Samstarfsvilji og félagsandi ein- kenndi Árna og hann deildi þessum kostum sínum milli margra félaga- samtaka sem nú minnast hans sem góðs drengs, gagnlegan hveiju máli er stefndi að bættum hag og betri hugmyndum, þannig er við- skilnaður hans við það jarðneska verður honum til tekna í því eilífa. í hugum okkar félaga hans vakir minningin um einlægan, hæfan og fórnfúsan vin. Konu hans, dætrum, móður og öðrum ættingjum færum við inni- legustu samúðarkveðju um genginn góðan dreng. Kveðja frá stjórn St. Georgs- gilda á Islandi Áldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að ekki geti syrt eins sviplega og nú, og aldrei er svo svart yfír sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú. (Matthías Jochumsson) í dag kveðjum við Árna V. Árna- son gildismeistara í Keflavík. Fregnin um lát Árna kom yfir okk- ur eins og reiðarslag, en enginn má sköpum renna. Margs er að minnast, þegar rifjuð eru upp samstarfsárin, en örfá minningarbrot verða sett á blað. Mér er ofarlega í huga norræna þingið okkar, sem haldið var í Reykjavík sumarið 1990. Á þessu fjölmenna þingi var hlutur Keflavík- urgildis stór en öll gildin lögðu sig fram um að gera þetta þing vel úr garði og enn fengum við að upplifa það, að margar hendur vinna létt verk. Hinir mörgu Norðmenn, sem settu svip sinn á þingið, gleyma seint gestrisni Keflavíkurgildisins. Ennfremur er mér í minni lands- þingið okkar sem haldið var í Golf- skálanum í Leiru sl. vor. Þar stóð Árni í stafni og stjórnaði ásamt sín- um ágætu gildisfélögum. Á sunnu- deginum var gengið í kirkju. í stól- inn sté Árni og flutti kirkjugestum frábæra hvatningarræðu. í Keflavíkurkirkju var einnig les- inn St. Georgsboðskapur, sem að þessu sinni kom frá Svíþjóð. Það var Ingvar Carlsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sem samdi boð- skapinn. Ingvar Carlsson fjallaði fyrst og fremst um börn og sérstak- lega um þau börn, sem sæta illri meðferð. Um er að ræða milljónir barna um allan heim, bæði börn í fátækustu löndum heims og ríku iðnaðarlöndunum. Á sl. ári voru samþykkt alþjóðalög um vernd barna. Það var barnasáttmáli Sam- einuðu þjóðanna, sem kom þessu lögum í gegn. Æðstu leiðtogar þjóða heimsins skuldbunda sig til þess á næstu 10 árum að rétta hlut barna, m.a. að lækka bamadauða, koma í veg fyrir vannæringu og til þess að börn í þróunarlöndunum fái að njóta grundvallamienntunar. Þetta ávarp fyrrum forsætisráð- herra hefur að vonum vakið at- hygli. Nú þarf að vera vel á verði og vaka yfir því _að þetta verði ekki orðin tóm, — I minningu Árna, þess mæta manns, vona ég að gild- isfélögum á íslandi auðnist að lið- sinna þessu málefni, eins og stund- um áður, og leggja fram sinn litla skerf til heilla börnum. Matthildi Óskarsdóttur og íjöl- skyldu sendum við innilegustu sam- úðarkveðjur. Áslaug Friðriksdóttir Sigríður Freysteins- dóttir - Minning I dag verður gerð útför Sigríðar Freysteinsdóttur frá Akureyrar- kirkju, en hún lést í Fjórðungs- sjúkrahúsi Akureyrar 21. október sl. eftir hetjulega baráttu við erfíð- an sjúkdóm. Sigríður fæddist í Hrafnagili í Eyjafírði 18. ágúst 1918, dóttir heiðurshjónanna Guðlaugar Péturs- dóttur og Freysteins Sigurðssonar. Hún ólst upp á Akureyri á ham- ingjuríku heimili og bjó að því alla ævi. Sigríður var elst sex systkina, en þau eru Sigurður bifreiðastjóri og Pétur gullsmiður, báðir búsettir á Akureyri, og Hallfríður Kristín búsett í Garðabæ. Tvö systkinanna, Guðbjörg og Gunnar, dóu ung. Tvítug að aldri giftist Sigríður æskuástinni sinni, Bjarna Jóhann- essyni frá Flatey á Skjálfanda, síð- ar skipstjóra. Hjónaband þeirra var ákaflega hamingjuríkt og því verður best lýst með því, að þar ríkti gagn- kvæm virðing og kærleikur. Sigríður og Bjarni eignuðust sjö mannvænleg börn, en þau eru: Baldvin, skólastjóri, Akureyri, maki Róshildur Sigtryggsdóttir, Frey- steinn, veksmiðjustjóri, _ Neskaup- stað, maki Ingibjörg Árnadóttir, Bjarni, skipstjóri, Akureyri, maki Fríður Gunnarsdóttir, Guðlaug María, leikkona, Kópavogi, maki Ólafur Haukur Símonarson, Árni, skipstjóri, Akureyri, maki Steinunn Sigurðardóttir, Sigríður, kennari, Neskaupstað, maki Ólafur Sigurðs- son, og Jóhannes, íþróttakennari, Akureyri. Barnabörnin eru orðin 19 og barnabarnabörnin 3. Undirritaður kynntist fyrst þess- ari mætu konu, sem hér er minnst, þegar við Hallfríður, systir Sigríð- ar, gengum í hjónaband fyrir rúm- um 40 árum. Upp í hugann koma minningarnar um elskulegheitin og vinsemdina. Ávallt útbreiddur faðmur við heimsóknir og hlýleiki alla tíð. Sigríður var einstök kona, sem öllum þótti vænt um. Freist- andi væri að nefna einstök atvik, svo sem ánægjulegar heimsóknir og ferðalög innanlands og utan, en það verður ekki gert, slíkt geymist í sjóði minninganna. Ég mun sakna Sigríðar, heim- sóknir til Akureyrar verða öðruvísi þó ávallt verði ánægjulegt að heim- sækja ættingja og vini í þéim fagra bæ. Fjölskyldan í Hörgslandi sendir þér, Bjarni minn, börnunum og fjöl- skyldum þeirra svo og öðrum ætt- ingjum innilegar samúðarkveðjur. Megi góður Guð veita ykkur styrk og huggun á þessari kveðju- og sorgarstund. Blessuð sé minning Sigrícjar Freysteinsdóttur. Örn Eiðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.