Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1991 Sigurbjörn Jónsson Myndlist Eiríkur Þorláksson Gallerí G 15 er alveg nýtt sýn- ingarhúsnæði fyrir listir, sem rekið er í tengslum við gullsmíða- verkstæði á Skólavörðustíg 15 (örlítið ofan við hús Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis). Gall- eríið er í kjallara hússins, þar sem innréttaður hefur verið lítill en bjartur sýningarsalur, sem aug- ljóslega hefur upp á ýmsa mögu- leika að bjóða. Hér með skal aðstandendum árnað heilla með framtakið, og óskað alls hins besta með rekstur staðarins í framtíðinni. Listunnendur ættu sem fyrst að setja þennan stað inn á kortið hjá sér þegar farið er í skoðunaiTerðir um myndlist- arsýningar í borginni. Nú stendur yfir önnur sýningin í Gallerí G 15, og að þessu sinni er boðið upp á málverk eftir ung- an listamann, Sigurbjörn Jóns- son. Sigurbjörn stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1978-82 og útskrifaðist úr grafíkdeild, en hélt síðan til fram- haldsnáms til New York, þar sem hann dvaldi á árunum 1984 til 1987. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu þar í borg 1988, en hér á landi sýndi hann fyrst í Nýhöfn fyrir rúmlega ári síðan. A sýningunni hér getur að líta 16 lítil málverk, sem rýmast þrátt fyrir allt nokkuð vel í salnum, og vaxa raunar í því þrönga rými, sem umlykur þau. Því er engin ástæða til að líta á þetta sem smáverk eða skissur, heldur eru hér á ferðinni fullgild listaverk, þar sem öll myndbygging er mið- uð við þær flatarstærðir, sem list- amaðurinn er að vinna með. Áhorfendum verður þegar ljóst við fyrstu skoðun verkanna, að Sigurbjörn hefur kynnst málverki Louisu Matthíasdóttur og orðið fyrir talsverðum áhrifum af þeim kynnum. Myndmálið sjálft, per- sónugerð, hinir stóru litfletir og einangrað myndefnið, þar sem kyrrð og jafnvægi virðast ríkja á yfirborðinu, en spenna undir niðri, allt eru þetta atriði sem Louisa Matthíasdóttir hefur gert að sterkum þáttum myndgerðar sinnar. Við nánari skoðun kemur þó í ljós að Sigurbjörn vinnur ekki eftir þessari lýsingu, heidur vinn- ur hann út frá henni á sjálfstæð- an hátt. Myndefni Louisu eru oftast tengd yfirsýn yfir ákveðið myndsvið, annaðhvort í bæ eða úti í náttúrunni; þannig má segja að myndum Sigurbjörns, „Svartri kirkju“ (nr. 15) og „Hvítu húsi“ (nr. 16) svipi til verka Louisu. En almennt er myndsvið Sigur- björns persónulegra og Ijallar um fólk, gjarna innandyra í sínu nánasta umhverfi. Þannig eru myndir nr. 1-4 náskyldar, gerðar af sama myndsviði, frá svipuðu sjónarhorni; hið sama má segja um verkin sem merkt eru nr. 9-12. Nöfn sín draga myndirnar síðan oft af smáatriðum í mynd- fletinum, eða af almennri lýsingu myndarinnar, eins og t.d. „Sjálf- mynd og svartur hundur" (nr. 3) og „Svört flaska, hvítt segl“ (nr. 9), sem er ein mest grípandi myndin á sýningunni. Vinnulag Sigurbjörns er nokk- uð gróft, og þurfa myndirnar ákveðna fjarlægð til að njóta sín til fulls; fyrir vikið virðast þær Sigurbjörn Jónsson við tvö verka sinna. einnig stærri en þær eru í raun. Listamanninum tekst mjög vel að skapa jafnvægi í myndunum með sterkum litflötum, t.d. hvít- um fleti í „Svartur hundur, hvítur strigi“ (nr. 2) og rauðum lit, sem skapar hina réttu spennu í verk- inu „Bréfið“ (nr. 10). Jafnvel í þeim myndum, sem nefnast „Ab- straktion" (nr. 5-8) eru litfletirn- ir afar sterkir í myndsýn, sem virðist vera hlutvakin alveg jafnt og í hinum myndunum. Hér er á fei'ðinni skemmtileg sýning smárra mynda, sem vaxa við nánari skoðun, og eru gott vitni um á hvern hátt ungt lista- fólk getur lært af þeim eldri og lagt út frá verkum þeirra á sinni eigin þroskabraut. Sýning Sigurbjörns Jónssonar í Gallerí G 15 við Skólavörðustíg stendur fram yfir hátíðirnar, og er opin til 4. janúar á næsta ári. Hannu Siren í Nýlistasafninu rymisms um- hverfís þau), þá er Siren hér að vinna með aðra þætti. í sinni sýningu tek- ur Rúrí fyrir mælikvarða mannsins, en her er Hannu Siren að takast á við eigin- leika efnis- ins, og draga í efa hefð- bundna mælikvarða okkar varð- andi þá. „Létt er þungt og þungt er Finnski myndhöggvarinn Hannu Siren. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarna mánuði um tengsl íslenskrar myndlistar við það sem er að gerast á erlendum vett- vangi. Það hefur hins vegar ekki farið eins hátt, að um langt ára- bil hafa erlendir gestakennarar komið til tímabundinna starfa við Myndlista- og handíðaskóla Is- lands, og oft átt þátt í að hleypa nýju blóði í kennslu þar á ákveðn- um sviðum með framandi starfs- aðferðum, auk þess sem viðhorf þeirra hafa verið fersk hvatning fyrir bæði nemendur og kennara. Finnski myndhöggvarinn Hannu Siren hefur dvalið hér á landi undanfarnar vikur í þessum tilgangi, og í neðri sal Nýlista- safnsins stendur nú yfír sýning á verkum sem hann hefur unnið hér á landi. Tengsl Hannus Sir- ens við ísland eru ekki- ný, og ná meira en áratug aftur í tím- ann; 1980 tók hann þátt í „Exp- erimental Environment“ sýning- unni á Korpúlfsstöðum ásamt lis- takonunni Rúrí, og síðan hafa þau tekið þátt í fjölda umhverfís- og útlitasýninga erlendis. Sýn- irígar þeirra í Nýlistasafninu nú eru því aðeins nýjasti kaflinn í löngu samstarfi. Hannu Siren hefur skapað sér gott nafn í Finnlandi og víðar fyrir umhverfislistaverk sín, sem prýða ýmsar borgir og torg þar í landi, jafnframt því sem verk hans hafa verið sett upp úti í náttúrunni, þar sem þau falla oft afar vel að umhverfí sínu. Lista- maðurinn notar mikið einföld form „minimalismans", og þau formgildi, sem hann nær þannig fram, eru sterkustu eiginleikar verkanna, stærð, styrkur, þyngd, varanleiki eða léttleiki, allt eftir því hvemig verkin eru unnin. Verk Hannus Sirens virðast oftast miðuð við ákveðið um- hverfi (landslag eða borgar- svæði), og því hlýtur að verða annað uppi á teningnum, þegar um sýningu af þessu tagi er að ræða, þ.e. þar sem sýningarsalur takmarkar umhverfisáhrif verk- anna. Þó ákveðin rýmiskennd skipti auðvitað miklu (listamað- urinn takmarkar t.d. aðgang gesta að verkunum með lokun létt,“ er yfir- skrift viðtals við listamanninn í tilefni af sýningunni, og er þar að finna kjarnann í boðskap hans í verkunum. Þau þijú verk sem hann sýnir hér eru úr Ijósgrárri steinsteypu og gleri, þar sem ein- ingarnar eru ósköp hversdagsleg verksmiðjuframleiðsla. Hið hefð- bundna mat er eðlilegt. Steypan heldur uppi húsum og mannvirkj- um, og er því sterk, stöðug og jarðbundin; glerið er gegnsætt og hlýtur því að vera efnislítið, veikt og afar létt efni. Verk Hannus Sirens véfengja þetta viðhorf. í einu þeirra heldur glerið steypueiningunni uppi í viðkvæmu jafnvægi, og í öðru hallar glerplata á viðkvæman hátt að steypuferningi, þannig að furðu sætir að platan brotni ekki undan eigin þunga. I þessum verkum kemur spennan því á óvart; gestir eru óviðbúnir henni vegna hinna hversdagslegu við- horfa til efnisins. Dökkur litur á gólfinu hefði væntanlega undir- strikað léttleika steypunnar enn betur, og þar með afmarkað sam- spil efnanna á sterkari hátt en hér er gert; slík smáatriði geta vegið þungt í hinni sjónrænu upplifun. Þetta er hógvær sýning frá hendi reynds listamanns, sem setur sér ákveðið vðfangsefni og •tekst síðan á við þær. Utkoman hér sýnir, að jafnvel hin fábrotn- ustu listaverk geta boðið upp á þá innri spennu, sem öll góð myndlist byggir á. Sýningu Hannus Sirens í Ný- listasafninu lýkur sunnudaginn 22. desember. Listhúsið Snegla - hjá SPRON Það er óhætt að segja að það þurfi að vera til staðar meira en lítil bjartsýni og talsverð þrá- kelkni þegar stofnað er til nýs reksturs þessa dagana, þegar svartsýnisbylgjur ganga yfir þjóðina eins og boðaföll. En sum- ir hafa þetta til að bera í meira mæli en aðrir, og leggja ótrauðir út í óvissuna. Fyrir nokkru opnuðu fimmtán listakonur listhús á Grettisgötu 7 (á homi Klappastígs) og gáfu því nafnið Snegla. Samkvæmt orðabók Menningarsjóðs getur þetta vel til fundna orð haft þijár merkingar; vefjarspóla (sem þá getur vísað til listsköpunarinnar); harðvítug sauðkind (sem kann að benda til þess að listakonum- ar séu sauðþráar); og loks hvefs- in, illskeytt kona (sem er e.t.v. sjálfslýsing rekstraraðilanna?). Állar þessar merkingar geta ver- ið jafn vel viðeigandi fyrir hið nýja listhús. Gamla húsið sem hýsir starf- semina er viðkunnanlegt inn- komu, og eru fjölmörg verk eftir listakonurnar uppi við. Þarna getur að líta textíl, keramík; skúlptúr, vefnað, vatnslitamyndir og silkiprent, svo nokkuð sé nefnt af þvi fjölbreytta úrvali, sem þarna getur að líta. Eru verkin í öllum stærðum og verðflokkum, svo ekki ætti að vera erfítt fyrir neinn að finna eitthvað við sitt hæfí. Það er við hæfí að listhúsið opni með sýnishornum af verkum eftir alla aðstandendurna, en í framtíðinni má vonast til að þarna verði einnig settar upp bæði minni samsýningar og eink- asýningar, þannig að listhúsið fái staðið undir nafni og auki við sýningarframboðið í borginni. Raunar má segja að þær snegl- ur hafi nú þegar aukið við sig, því nýlega var opnuð í útibúi Sparisjóðs Reykjavíkur og ná- grennis í Álfabakka 14 í Mjódd- Frá Listhúsinu Sneglu. inni sýning á verkum níu félaga úr hópnum. Hér er um að ræða verk eftir Arnfríði Láru Guðna- dóttur, Elísabetu Þorsteinsdótt- ur, Emu Guðmarsdóttur, Guð- rúnu J. Kolbeins, Herdísi Tómas- dóttur, Ingunni Ernu Stefáns- dóttur, Jónu S. Jónsdóttur, Vil- borgu Guðjónsdóttur og Þuríði Dan Jónsdóttur. Aðrar sneglur eru Björk Magnúsdóttir, Hrafn- hildur Sigurðardóttir, Ingiríður Óðinsdóttir, Sigríður Kristins- dóttir og Sonja Hákansson. Það er ef til vill auðveldara að gera sér grein fyrir verkum einstakra listakvenna á sýning- unni í SPRON en í listhúsinu sjálfu, enda sýningin þar sett upp með það í huga að verkin standi sjálfstætt og njóti sín í rýminu. Þó mynda þau góða heild saman, þar sem t.d. grófur vefnaður, veggmyndir úr leir og málverk á silki styðja hvert annað. Þessi fjölbreytni nýtur sín vel innan um bankastarfsemina. Af einstökum verkum er vert að benda á „Systur (nr. 2) eftir Arnfríði Láru Guðnadóttur, en einföld formin fara vel í þessu efni og ríkulegum litum þess; „Götu (nr. 13) eftir Herdísi Tóm- asdóttur, þar sem vefnaðurinn markar íjarvíddina á skemmti- legan hátt, og koparvírinn bætir miklu lífi i heildina; „Án titils (nr. 21) eftir Þuríði Dan Jónsdótt- ur, þar sem góð uppbygging og útfærsla þi-ykksins skapar sterka ímynd; og loks „Landslag málað á silki (nr. 8). þar sem hið fín- lega efni nýtur sín sérstaklega vel með þessu myndefni. Allar koma listakonurnar vel frá sfnu verki, bæði á sýningunni hjá SPRON og í listhúsinu við Grettisgötu. Sneglurnar í heild eiga hrós skilið fyrir framtaks- semina, og fylgja hér með óskir um að listhús þeirra megi lifa og dafna um langa framtíð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.