Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 1992 B 5 HOFUHDURINK: JOHN STEINBECK 1902 John Ernst Steinbeck fæddur 27. febrúar 1902 í Salinas í Kalifomíu. For- eldrar hans voru miðstéttar- fólk komið af þýskum og írskum innflytjendum. Fað- irinn rak hveitimyllu. Móðir- in hafði áður starfað sem kennari. John var þriðji í röðinni af fjórum börnum og eini sonurinn. 1919 Steinbeck lýkur gagn- fræðaprófi og sest á skóla- bekk í Stanford-háskólan- um. 1924 Steinbeck birtir tvær fyrstu sögur sínar í tímariti í Stanford. 1925 Steinbeck hverfur frá Stanford við lítinn orðstí og flytur til New York. Hann skrifar smásögur en á í vandræðum með útgefanda. 1926 Steinbeck fer vestur og heldur áfram að skrifa. 1929 Fyrsta skáldsaga hans „Cup of Gold“ eða Gullbik- arinn kemur út. 1930 Kvænist í fýrsta sinn. 1932 Önnur skáldsaga hans „The Pastures of Heaven“ kemur út. 1933 Sagan „To a God Unknown" og tveir fyrstu hlutar „The red Pony“ koma út. 1934 „Tortilla Flat“, eða Ægisgata, kemur út. 1936 „In Dubious Battle" kemur út. 1937 Skáldsagan „Of Mice and Men“ kemur út og er valin „Book of the Month". 1938 Smásagnasafnið „The Long Valley" kemur út. 1939 „The Grapes of Wrath“, Þrúgur reiðinnar, kemur út. Kvikmynd gerð eftir „Of Mice and Men“ . 1940 John Ford ráðinn til að gera kvikmynd eftir „The Grapes of Wrath“. Steinbeck fær Pulitzer- verðlaunin fyrir Þrúgur reiðinnar. 1941 „The Forgotten Vil- !age“ og „Sea of Cortez" koma út. Steinbeck skilur við fyrstu konu sína, Carol. 1942 Skáldsagan „The Mo- on is Down“ kemur út. „Bombs Away“ kemur út. 1943 Kvænist Gwyndolyn Gonger. Stríðsfréttaritari í Evrópu. 1944 Steinbeck-hjónum fæðist sonur. 1945 „Cannery Row“ kem- ur út. „Red Pony“ kemur loksins út í heild sinni. 1947 „The Wayward Bus“ kemur út. „The Pearl" kem- ur út. Steinbeck ferðast um Sovétríkin ásamt ljósmynd- aranum Robert Capa. 1948 Steinbeck og Capa gefa út ferðabók frá Sovét- ferðum sínum. Steinbeck skilur við Qwyndolyn. 1950 Skáldsagan „Buming Bright" kemur út. Steinbeck kvænist eftirlifandi konu sinni Elaine Scott. 1952Skáldsagan „East of Eden“ kemur út. 1954 Skáldsagan „Sweet Thursday“ kemur út. 1957 „The Short Reign of Pippin IV.“ kemur út. 1961 Síðasta skáldsaga Steinbecks kemur út: „Winter of Our Discontent". 1962 „Travels with Charlie" kemur út. John Steinbeck eru veitt Nóbelsverðlaunin. 1966 „America and Americ- ans“ kemur út. 1968 John Steinbeck fær hægt andlát 20. desember á sjúkrahúsi í New York. Ösku hans var dreift til hafs af klettóttri strönd Monter- ey. RSOGUNNAR deilum ásamt frásögn oklarans unga runnu saman í deigju höfundarins og úr varð skáldsagan In Dubious Battle. Steinbeck var kominn í gang. Hann hóf þegar að skrifa aðra sögu af lífí farandverkamanna en þrengdi sjónar- homið og skóp ódauðlega lýsingu á þroskaheftum farandverkamanni sem hefur afl á við tröll og þekkir ekki afl sitt. Sagan Of Mice and Men er annað þrekvirkið úr smiðju Steinbeck á skömmum tíma og höfundurinn ungi virðist hafa vaxið við hverja raun. í ágúst 1936 leitaði George West frá San Francisco News til skáldsins og fól honum að skrifa greinaflokk um hagi faranverkafólks í Kaliforníu. West vildi einkum að Steinbeck beindi augum sínum að örlögum fólks frá Oklahoma. Hann lagði því af stað í rannsóknarleiðang- ur, aflaði sér tilskilinna gagna frá stjómarskrifstofu um stærð vandans og ók svo af stað í gömlum bíl til að kanna ástandið eigin augum. Hann þekkti hrófatildrin sem atvinnuleys- ingjar höfðu komið sér upp kringum Salinas og áður hafði hann oft séð tjaldbúðir Farandverkafólks. En ekk- ert hafði búið hann undir þá eymd sem hann kynntist á þessum vikum. Örbirgð, vonleysi og vesöld blasti við í hveijum áfanga. Flóttalegt og magnþrota fólk tók á móti honum. Það var ekki fyrr en í Weedpatch-til- raunabúðunum að Steinbeck eygði von fyrir þennan vonlausa lýð. Þar vom búðir sem reistar voru fyrir opin- bert fé. Og þar hitti hann Tom Coll- ins. Collins var hugsjónamaður og hafði lengi unnið við neyðaraðstoð. Hann lærði til prests um tíma en tók svo til við kennslu. Vegna kunnáttu sinnar og eiginleika var hann kjörinn til að koma starfsemi tilraunabúða af stað. Collins hafði í störfum sínum haldið saman gögnum um starfsemi búðanna frá viku til viku, en einnig skrásett ýmsar þjóðfræðiheimildir: sögur af sérkennilegum karaktemm, lausavísur, söngva og talmál. Öllum þessum gögnum kom hann í hendur Steinbecks. Steinbeck og Collins voru ólíkir menn um margt. En þeir áttu sameiginlega dýrkun á alþýðumann- inum. Nánast tilbeiðslu á þeim fomu gildum þolgæðis og seiglu, mann- visku og æðmleysis sem þeir töldu þessu uppflosnaða sveitafólki eigin- leg. Þeir litu á það sem salt jarðar og vom hvor á sinn hátt að koma þeirri hugsjón sinni í framkvæmd. Maðurinn var í eðli sínu góður og átti skilið að búa í samfélagi sem virti kosti hans og umbar gallana. Steinbeck var nú kominn með efni til að' moða úr. „Stóra skáldsagan" sem hann hafði talað um lengi var farin að taka á sig mynd í huga hans. Það tók hann tvö ár. Á þeim tíma átti hann eftir að kyngja reiði sinni og smán, horfa upp á herskáa bæj- arbúa fara um götumar í heimabæ sínum, vitna eigin augum hræðilega eymd kuldaveturinn ’36 til ’37 og síðast en. ekki síst að horfa upp á hörmungar 50 þúsund manna í flóð- unum í San Joaquin dalnum veturinn 1938, klæðlaust fólk og langhungrað sem hafði búið sér til heimili úr engu í svaðinu. Þá fyrst var hann reiðubú- inn að takast á við viðfangsefnið. John Steinbeck skrifaði Þrúgur reiðinnar frá maílokum fram í desember 1938. Eftir margar árangurslausar tilraunir, ónýt handrit og drög, lauk hann þessu meistara- verki sínu á sex mánuðum. Þegar prófarkir komu til hans í febrúar 1939 og óskir komu fram um breyt- ingar, gat hann fátt sagt og enn minna gert. Hann hafði gengið svo nærri sjálfum sér við þetta verk að heilsa hans var biluð. Hann stríddi við veikindi allt árið 1939. Hjónaband hans var í molum og nú varð hann að stríða við andstæðinga og ofsækj- endur vegna bókarinnar sem kom út í mars 1939. Hann varð aldrei samur maður. Bókmenntafræðingar og gagnrýnendur hafa oft spurt hvað hafi breytt John Steinbeck eftir að hann skrifaði Þrúgur reiðinnar. Eitt svar við því er að hann lauk því mikla þrekvirki. HEDBA GABLER LEIKSMIBJUNNAR KAÞARSIS Morgunblaðið/Einar Falur Hedda Gabler og Brack lögmaður. Bára Lyngdal Magn- úsdóttir og Sigurþór Albert Heimisson. VANDINN AÐ LIFA VIÐTAL: HÁVAR SIGURJÓNSSON KAÞARSIS-LEIKSMIÐJA frumsýnir annað kvöld á Litla sviði Borgarleikhússins leikrit Henriks Ibsens Heddu Gabler. Kaþars- is er einn þeirra leikhópa sem kvatt hefur sér hljóðs undanf- arin misseri og Hedda Gabler er fjórða verkefni hópsins frá upphafi og óumdeilanlega það viðamesta. Hér birtist okkur leikritið Hedda Gabler í meðför- um ungra leikara, leikara sem engu að síður hafa allir reynslu til nokkurra ára af at- vinnumennsku og eru allir komnir um eða undir þrítugt. Hedda Gabler sjálf er 28 ára gömul, komin á þann aldur að rétt er að staðfesta ráð sitt, finna sér farveg í lífinu og verða eitthvað. Leikstjórinn, Kári Halldór, segir í samtali við undirritaðan að það sé með vilja gert sem hópurinn sé svona samstæður í aldri. „Við vildum leggja áherslu á ákveðna þætti í verkinu með því að stilla verkinu upp svona. Við höfum yngt þijár persónur verksins, lögfræðing- inn Brack, frænkuna Júlíönu og þjónustustúlkuna Bertu. Hinar per- sónur verksins, Hedda sjálf, Tesman, Lövborg og frú Elvsted eru á þessum sama aldri, öll í kringum þrítugt. Við vildum með þessu leggja áherslu á að í þessu verki birtist okkur hóp- ur af fólki sömu kynslóðar sem hef- ur hvert og eitt ólík markmið og ólíkar aðferðir við að ná þeim.“ Kári Halldór bendir á sem mikil- vægan undirtón í verkinu, þrýsting samfélagsins á fólk á þessum aldri að koma sér fyrir í lífinu, „og þetta á ekki síður erindi við okkur hér á Islandi í dag en áhorfendur Ibsens í lok síðustu aldar. Manneskja sem enn er á reiki með sjálfa sig á þess- um aldri fær gjaman þann stimpil að vera staðfestulaus, vera fiktandi við eitt og annað án þess að festa augun á ákveðnum markmiðum." Leikendur eru Bára Lyngdal Magnúsdóttir (Hedda Gabler), Björn Ingi Hilmarsson (Jörgen Tesman), Erla Ruth Harðardóttir (Júlíana Tes- man), Erling Jóhannesson (Ejlert Lövborg), Harpa Arnardóttir (Thea Elvsted), Sigurþór Albert Heimisspn (Brack lögmaður) og Steinunn Ól- afsdóttir (Berta). Aðrir aðstandend- ur sýningarinnar eru Ámi Harðarson tónskáld, Bjami Guðmarssson sagn- fræðingur, Gunnhild Öyahals fram- kvæmdastjóri, Þorvaldur Böðvar Jónsson leiktjaldamálari, lýsingu annast Jón Þórðarson og búninga gerir Lóa K. Sigurðardóttir. Leik- mynd hannar Kári Halldór. „Hér á landi veitast leikurum sömu kynslóðar fá tækifæri til að takast á við stór klassísk verk. Upp- færslur á þeim era fáar og með margra ára millibili, jafnvel áratuga, og kannski þess vegna hefur það orðið raunin að þegar verkin era loks valin til sýninga þá era hlut- verkin fengin í hendur leikuram sem standa á hápunkti síns listræna fer- ils. Þetta er í sjálfu sér eðlilegt en hitt er óeðlilegra að verkin skuli ekki tekin oftar til sýninga og þá fyrir yngri leikara að spreyta sig á. Mér fmnst málið ekki snúast um hveijir leiki betur eða ver, yngri eða eldri leikarar, heldur einfaldlega að þeir leika ekki eins, reynslan og skilningurinn er ekki sá sami. Hvora tveggja á rétt á sér. Hver leiksýning er sjálfstæður heimur og býður ekki fyrst og fremst upp á samanburð við aðra leiksýningu sem gaf sér aðrar forsendur á öðrum tíma, á öðram stað. Matið felst í gildi upplif- unarinnar hveiju sinni.“ Sýningin hefur verið talsvert lengi í undirbúningi hjá Kaþarsis, fyrstu æfingar hófust fyrir um sex mánuð- um, en Kári Halldór segir að vissu- lega hafí ekki verið æft sleitulaust allan þann tíma. „Þetta er okkar vinnuaðferð, að gefa okkur nægan tíma til að kanna verkið og vinna með það á ýmsa vegu áður en hlut- verkaskipan er ákveðin og farið að stefna markvisst á ákveðinn frum- sýningardag. Það hefur einnig kom- ið okkur skemmtilega á óvart hversu mikill húmor leynist í þessu verki og við höfum lagt nokkra áherslu á að draga gamansemina fram og flétta hana saman við harmleikinn. Tíminn sem við höfum gefið okkur til að vinna að verkinu hefur gefið okkur ráðrúm til að kanna þessa hlið verksins." Kári Halldór nefnir í þessu sam- bandi að verkið er flutt í nýrri þýð- ingu sem unnin hefur verið af leik- hópnum. „Það má segja að hver leik- ari hafi þýtt sitt hlutverk, auðvitað höfum við öll lagt hönd á plóginn, en þetta hefur opnað skilning leikar- anna fyrir því hversu mikill hluti túlkunar hlutverksins felst í þýðing- unni og einnig hefur þetta orðið til þess að hver persóna verksins hefur sitt sérstaka orðfæri, sem mótast af skilningi leikarans á persónu sinni. Þessi vinna leiddi einnig af sér mjög gjöfula umræðu innan hópsins um málfar og stíl. Hvað var krass- andi árið 1891 og hveijar era hlið- stæður þess i íslensku nútimamáli?" Kaþarsis mun gefa út þýðinguna og þykir vafalaust mörgum forvitnilegt að bera saman þýðingu Árna Guðna- sonar frá 1968 og hina nýju þýð- ingu, að ekki sé talað um saman- burð við framtextann fyrir þá sem þess eru umkomnir. Nútímatalsmáti, ungt fólk og þá væntanlega „nútímauppfærsla“? „Já, það má segja að við færum verkið til nútímans en þó reynum við að tengja saman uppranalegan tíma verksins og nútimann. Það er í sjálfu sér ekkert gamaldags eða úrelt að setja klassísk verk upp í sem upprunalegustum stíl i leikmynd og búningum. En það er fyrst og fremst af praktískum ástæðum sem okkur er það ókleift. Það kostar bæði mikla fjármuni og tima og einnig er mjög auðvelt að drakkna í slíkum stíl- færslum og gleyma aðalatriðinu sem er frásögnin." Kaþarsis er ekki fyrsti leikhópur- inn sem fær inni í Borgarleikhúsinu með sýningu og nýtur þar aðstöð- unnar og alls þess búnaðar sem leik- húsið hefur yfir að ráða. Er þetta það sem koma skal? „Nei, ég lít á þetta sem millibils- ástand. Leikhópamir hafa leitað eft- ir þessari samvinnu vegna eigin að- stöðuleysis og einnig vegna þess að fjárráð hópanna eru svo bág að þeir hafa ekki efni á því að leigja sér dýra aðstöðu til sýninga út í bæ. Leikarar eru láglaunafólk og þá sér- staklega þeir sem vinna í leikhópun- um og þeim er ógjömingur að taka á sig dýra húsaleigu til viðbótar því að gefa vinnu sína að meira og minna leyti. Þama hefur Borgarleik- húsið komið til móts við okkur, en auðvitað er sá samstarfsvilji að hluta tilkominn vegna þessa að Leikfélagi Reykjavíkur er skorinn svo þröngur stakkur fjárhagslega af opinberum aðilum að það getur ekki ennþá full- nýtt húsið.“ En þú átt þér aðra framtíðarsýn? „Já, ég vona að leikhópunum verði sköpuð sú aðstaða að þeir geti starf- að án þess að þurfa að leita á náðir leikhúsanna. Það er löngu ljóst að þrátt fyrir fullan rekstur beggja stóra leikhúsanna hér í borginni geta leikhóparnir líka starfað og dregið að sér áhorfendur. Það er ástæðulaust að halda að markaður- inn mettist, því áhorfendur eru svo margbreytileg stærð og skiptast í svo marga hópa að rekstur atvinnu- leikhópa getur vissulega blómstrað við hlið beggja stóru leikhúsanna." Kaþarsis-Leiksmiðja hefur fleiri jám í eldinum. Með vorinu ætlar hópurinn að frumflytja dagskrá úr verkum Ágústs Strindbergs í tengsl- um við útgáfu á þýðingum Einars Braga á leikritum þessa höfuðleik- skálds Svía. Og með haustinu er fyrirhuguð dagskrá úr verkum Þór- arins Eldjáms. En annað kvöld er það Hedda Gabler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.