Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ menningarstraumar SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 —------------------- Það er líklega að bera í bakkafullan lækinn að tala um fljótfæmisleg- ar þýðingar á bíómyndum kvikmyndahúsanna. Slíkt hefur verið gert svo oft. Stundum tekst vel upp. Stundum les maður eitt- hvað eins og: Los Angeles var ipjög spennt í þá daga. Hin raunverulega merking er sú að það var mjög spennandi að búa í Los Angeles í þá daga. Það skiptir engu hvort mynd er góð eða slæm, þýðingarbullið virðist engan greinarmun gera þar á. Slælegar þýðingar sleppa kannski frekar fyrir hom í formúluhasar- myndum þar sem áhersl- an er á hið myndræna. Maður tekur ekki eins mikið eftir þeim. En fyrir áhorfandann skiptir öllu máii að vandaðar myndir og gallalausar verði ekki hreinlega gerðar lakari með slæmri þýðingu. Þar stingur ósamræmið í augu. Vond þýðing á tveimur, þremur stöðum í bíómynd getur hæglega dregið úr áhrifum hennar. Og hefur gert það. Það er helst að maður muni hvað Los Angeles var spennt úr myndinni góðu. RUMLEGA SEXÞÚSUND ÁINGULÓ Alls hafa nú rúmlega 6.000 manns séð ís- lensku bíómyndina Inguló í Reykjavík og úti á landi að sögn leikstjórans, Ásdísar Thoroddsens. Hún sagði mótttökurnar hafa verið dræmari í Reykjavík en úti á landi, þar sem hefur verið góð aðsókn. Hún sagði viðbrögð gagn- rýnenda og almennings við myndinni, sem sýnd er í Stjömubíói, mjög góð en taldi einhverja lægð vera í bíósókn þessar vikurnar. „Unglingarnir sem halda uppi bíósókn hér láta sig vanta en hinir eru svo sein- ir af stað,“ sagði Ásdís. Hún sagði að ef fólk hefði á annað borð áhuga á að sjá myndina ætti það að drífa sig í bíó því myndin kæmi hvorki út á mynd- bandi né yrði sýnd í sjón- varpi hér heima á næst- unni. „Fólk heldur kannski líka að hún verði sýnd lengi Sólveig Arnarsdóttir í Inguló; jákvæð viðbrögð. í litlum sal og geymir sér að sjá hana, en getur svo misst af henni.“ 10.000 A DAUÐUR AFTUR Alls sáu um 10.000 manns spennumyndina Dauður aftur með breska leikaranum og leikstjóranum Kenneth Branagh fyrstu sýningarvikuna, að sögn Friðberts Pálssonar bíó- stjóra. Þá sagði hann að um 18.000 manns hefðu nú séð tónlistarmyndina „The Commitments" eftir Álan Parker, um 17.200 manns hefðu séð gamanhryllinginn Addamsfjölskylduna og um 7.000 manns hefðu séð Tvö- falt líf Veróniku. Af næstu myndum Há- skólabíós má nefna gaman- myndina „Bill and Ted’s Bogus Journey", „The Field" eftir Jim Sheridan, „Rhapsody in August„ eftir Akira Kurosawa, gaman- myndina Háa hæla eftir Pedro Almodóvar, Frankie og Johnny með Michelle Pfeiffer og AI Pacino, ís- lensku fjölskyldumyndina Ævintýri á norðurslóðum með þremur sögum frá Grænlandi, Færeyjum og ís- landi, „Little Man Tate“, bresku gamanmyndina Greiðinn, úrið og mjög stóri fiskurinn með Bob Hoskins, nýjustu mynd Finnans Aki Kaurismauki, „La vie de bo- heme“, „Star Trek 6“ úr víð- frægum geimmyndaflokki og Gott kvöld hr. Wallen- berg, sem hlaut sænsku kvikmyndaverðlaunin, Gull- bjölluna, árið 1991. Þá má geta þess að Há- skólabíó hefur sýningarétt- inn á tveimur kínverskum myndum eftir leikstjórann Zhang Yumou, „Jo Dou“ og Rauða ljóskerinu, sem er í keppninni um Óskarinn fyrir Væntanleg; úr gamanmynd- bestu erlendu mynd ársins inni, Greiðinn, úrið og mjög 1991. stóri fiskurinn. KOLSTAKKUR Arið er 1643 í Quebec. Faðir Laforgue held- ur inn í óbyggðirnar með vini sínum Daniel og nokkrum indíánum á kanó- um. Þeir ætla að styrkja jesúítatrúboð hjá huron- ættbálknum. Laforgue er staðráðinn í að kristna frumbyggjana í Kanada en frumbyggjarnir vita ekki hvernig þeir eiga að taka þessum manni, sem þeir kalla Kolstakk. Er hann galdramaður eða kölski sjálfur? Þannig er upphaf mynd- arinnar Kolstakks eða „Black Robe“, nýjustu mynd ástralska leikstjór- ans Bruce Beresfords. Myndin er byggð á sögu rithöfundarins Brians Mo- ore og skrifar hann kvik- myndahandritið sjálfur en með aðalhlutverkin fara óþekktir leikarar: Lothaire Bluteau, Aden Young og Sandrine Holt. Sagan minnir nokkuð á Dansa við úlfa í bland við jesúítasöguna „The Missi- on“. „Það hafði ekkert kvikmyndaver í Hollywood áhuga á að gera myndin af því að hún fjallaði um trúmál," segir Moore. Reynt var að ná í peninga í Kanada og í Evrópu en lítið fékkst, jafnvel þótt Beresford hefði sýnt áhuga á að leikstýra. En það var fyrir daga Ekið með Daisy. Eftir að hann gerði hana stóðu honum allar dyr opn- ar og hann ákvað að gera Kolstakk. Ekki spilltu vin- sældir Dansa við úlfa fyrir. Líkt og í henni er talsvert indíánamál í Kolstakki en framleiðendurnir sem neit- uðu að leggja fé í Kolstakk KVIKMYNPIR.xxvx.xxw, /Hefur Scorsese náb takmarkinu? IVIGAHUG BANDARISKI leikstjórinn Martin Scorsese hefur sigrað heiminn með nokkrum frábærum bíómyndum. Nægir að nefna þrjár; „Taxi Driver“, „Raging Bull“ og „GoodFellas". En það er ekki fyrr en með spennu- myndinni Víghöfða, eða „Cape Fear" með Nick Nolte og Robert De Niro, sem hann nær því sem hann hefur keppt að svo lengi: Almennum vinsældum. Myndin hefur tekið inn meira en 70 milljónir dollara vestra hingað til, miklu meira en nokkur önnur mynd hins dáða leikstjóra. Víghöfði er 14. bíómynd Scorseses og endur- gerð spennumyndar frá 1962 eftir J. Lee Thompson (Byssumar Navarone), sem var með Greg- ory Peck og Robert Mitchum í aðalhlut- verkum. Báðir koma þeir Eftír Arnald Indriðason fram í aukahlutverkum i endurgerðinni. Hún segir frá lögfræðingi (Nolte) og fjöl- skyldu hans sem lifir undir stöðugum ógnunum frá fyrrum skjólstæðingi, dæmdum nauðgara að nafni Max Cady (De Niro). Sá kennir lögfræðingnum um að hann lenti í fangelsi og kemur í vígahug til smábæj- arins þar sem fjölskyldan býr og hefst handa við að tortíma henni. Með önnur hlutverk fara Jessica Lange og Juliette Lewis en þær leika eiginkonu og dóttur lögfræðingsins. „Eg stefndi meðvitað að því að gera mynd sem væri fyrir allan almenning, sölu- lega mynd, hvað sem það nú annars er,“ segir Scor- sese. „í hápunktinum í lokin unnum við í stíl þess sem er viðtekin hefð í þrillerum í dag þar sem persónan drepst þrisvar sinnum. hvað eigi eftir að moka inn peningum. Ég reyni bara að gera eins góða mynd og ég get.“ Reynd- ar vildi Scorsese hvergi nálægt Víghöfða koma í fyrstu. Það var ekki fyrr en eftir þrábeiðni uppáhalds- leikara hans og vinar, Ro- berts De Ni- ros, sem hann gaf undan og féllst á að leik- stýra. Hann man _ _ , vel það andartak. Vmsælasta mynd Scorseses fra Hann sat með De upphafi; Robert De Niro og Nick Niro á fundi um Víg- Nolte takast á í Víghöfða. Spurnihgin er hvar hefðin endar og klisjan hefst? Ég held að Víghöfði standi nær mér en t.d „The Color of Money“, önnur sölumynd. Ég meina þú getur ekki - ég get ekki - séð það fyrir hvað áhorfendum líkar og höfða þegar De Niro stóð upp og gekk að honum. „Bob beygði sig niður að borðinu,“ segir Scorsese, „og tók í eyrað á mér og sagði: Við gætum gert eitt- hvað úr þessum náunga, sjáðu.“ Hann meinti náttúrulega glæpahundinn í myndinni. „Eg hafði ekki fengið tækifæri til að vinna jafn náið með Bob í níu ár. Minningamar hvolfdust yfir mig og ég hugsaði með mér: Já, við gætum sannar- lega gert eitthvað úr þessu. Skemmtum okkur svolít- ið ..." Scorsese gat skemmt sér með vini sínum en honum fannst það líka verðugt verkefni að blanda saman sálfræðiþriller við það sem hann hefur mestan áhuga á; að vinna með leikurunum og byggja upp persónusköp- unina. „Ég hef alltaf dregist að persónum eins og Max Cady,“ segirhann.„sem neit- ar að gefast upp, er ósveigj- anlegur, maður sem ekki aðeins kvelur sjálfan sig heldur líka alla í kring. Það vill svo til að De Niro og ég eigum samleið hvað þetta varðar. Viðbrögð okkar við þessu efni er á margan hátt þau sömu, svo sársaukafull að við eigum afar erfitt með að tjá það með orðum. En við getum leikið það. Þegar ég var í Frakklandi nýlega var ég spurður að því hvað ég mundi gera ef ég hefði ekki Robert De Niro til að leika þessi hlutverk. Ég hugsaði mig um dálitla stund og sagði: „Ég mundi leika þau sjálfur." Kolstakkur; blanda af Dönsum við úlfa og „The Mission?“ sögðu það vonlaust mál. Enginn vildi leggja fé í indíánamál og þýðingar- texta. Þá komu „Dansar" og sýndu að óttinn við indí- ánana var ástæðulaus. £ólk B l þessum mánuði verður nýjasta mynd leikstjórans Pauls Verhoevens frum- sýnd vestra en hún heitir „Basic Instinct" og er með Michael Douglas og Sharon Stone í aðalhlut- verkum. Myndin snýst um leit að fjöldamorðingja, sem gæti vel verið Stone, elskan hans Douglas. MSúperframleiðandinn Dino De Laurentis er ekki af baki dottinn þótt kvikmyndaveldi hans sé hrunið. Hann hefúr safnað saman ljölbreytilegu safni ieikara í nýjustu mynd sína, sem er endurgerö á ítalskri mynd sem hann gerði á sjöunda áratugn- um, Hún heitir „Once Upon a Crime“ og með aðalhlutverkin fara Cybill Shepherd, Sean Young, Giancario Giannini, George Hamilton og John Candy en myndin snýst um morð, peninga, ijjárhættuspii og auðvitað ást. MLeikstjórinri Ron Shel- ton, sem sló í gegn með hafnaboltamyndinni „Bull Durham“ heldur sig við íþróttirnar og hefur nú gert körfuboitamynd sem heitir Hvítir menn geta ekki stokkið eða „White Men Can’t Jump“. Aðal- leikari er Wesley Snipes, sem fór með aðalhlutverk- ið í Frumskógarhita Spike Lees. MBreski leikstjórinn Mie- hael Caton-Jones heldur áfram að gera myndir vestra („Doc Hollywood“) og nú hefur hann fengið Robert De Niro til að leika í mynd hjá sér. Hún heitir „This Boy’s Life“ og er gerð eftir sögu Tob- ias Wolffs um dreng sem elst upp á sjötta áratugn- um. Ellen Barkin leikur mömmuna en De Niro stjúpann. Framleiðandi er Art Linson, sem áður sá um gerð Hinna vamm- lausu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.