Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. MARZ 1992 B 5 Verðskrá ÁTVR hefur loksins verið breytt NÝR verðlisti ÁTVR, sem leit dagsins ljós fyrir skömmu, er á marg- an hátt frábrugðinn fyrri verðlistum fyrirtækisins, þó ekki sé það augljóst við fyrstu sýn, enda er ekki um neina stökkbreytingu að ræða. Utlitið er enn hið sama; sígilt, stílhreint og svart-hvítt. 2J Einkum er það þó þrennt sem gerir nýju verðskrána frá- brugðna forverum sínum. í fyrsta lagi eru veittar ítarlegri upplýsingar um einkenni vínanna. í öðru lagi er aftast í skránni að finna árgangatöflu þar sem hægt er að sjá hvemig helstu vínhéruð eða vínframleiðsluríki heims komu út á kvarðanum 0-5 á árunum 1981 til 1990. í þriðja lagi er á baksíðu birt yfirlit yfir útsölustaði fyrirtækisins um allt land. Þessu framtaki, sem ber vitni um vilja til að auka þjónustu við viðskipta- vini, ber að fagna þó alltaf megi auðvitað gera betur. í árgangstöflunni eru flokkuð sjö helstu vínhéruð Frakklands, tvö helstu vínhémð Spánar og Ítalíu og loks almennt Þýskaland, Kali- fornía og Ástralía. Árgöngunum eru gefnar einkunnir frá 0 til 5. 0 þýðir að vínið er lélegt og 5 þýðir að það er frábært. Töflur af þessu tagi eru aldrei einhlítar og margar mismunandi útgáfur í gangi. Ef við berum sam- an töflu ÁTVR og töflu sænsku ekki komin á æskilegt neyslustig fyrr en á næstu öld. Þá var 1985 mjög gott ár í Beaujolais en vegna eðli flestra vína þaðan hafa þau þegar náð hámarki fyrir nokkrum ámm og eru flest hver fremur óspennandi í dag. Þegar litið er til þjónustu þeirrar sem áfengiseinkaútsölur veita við- skiptavinum sínum, er Svíþjóð oft tekin sem dæmi um hvernig ágæt- lega er hægt að standa að hlutun- lim. I Svíþjóð, líkt og á öðrum Norðurlöndum, að Danmörku und- anskilinni, hefur ríkið einkarétt á sölu áfengis og heitir einkasalan Systembolaget eða „Systemet“ eins og hún er nefnd í daglegu tali. Meðan íslendingar kaupa sitt vín í „Ríkinu“ fara Svíarnir sem sagt í „Kerfið“. Systembolaget kaupir inn sitt vín sjálft og er með stærstu, ef ekki stærsti, vínkaupandi Evrópu. Þetta gerir það að verkum að fyrir- tækið hefur náð mjög góðum sam- böndum og samningum sem við- skiptavinirnir njóta góðs af. Um- fangsmikil kynningarstarfsemi fer Þrátt fyrir endurbætur á íslensku verðskránni standa Svíar okkur þó nokkuð framar. Listi þeirra er litprentaður og þar eru ýmsar upplýsingar um vínin og uppruna þeirra, auk myndskreytinga. einkaverslunarinnar, System- bolaget yfir rauðvín frá Bordeaux á árunum 1981-1989 kemur örlít- ill áherslumunur í ljós. Svíarnir nota kvarðann 1-5. Einkunnir sænsku einkaverslunarinnar eru í sviga aftan við einkunnir ÁTVR: 1981: 3 (3) 1982: 5 (4) 1983: 4 (4) 1984: 1 (2) 1985: 5 (4) 1986: 4 (3) 1987: 2 (2) 1988: 4 (5) 1989: 5 (5). Árgangstöflur eru hið mesta þarfaþing en menn ættu að hafa í huga að ekki er æskilegt að styðj- ast við þær blint, heldur einungis hafa þær til hliðsjónar. Um er að ræða meðaltal og ákveðin svæði innan vínhéraða geta komið vel út jafnvel þó árgangurinn í heild sé slakur. Þá geta einnig einstakir framleiðendur framleitt mjög góð vín á „slæmu“ ári. Töflurnar segja einungis til um hvernig ytri að- stæður voru á hveiju ári. Öllu er síðan hægt að klúðra með til dæm- is lélegum framleiðsluaðferðum eða rangri geymslu. Þau veröa kannski best eftir aldamót Síðast en ekki síst segja ár- gangstöflur ekkert um ástand víns- ins í dag. Árið 1989 kann að hafa verið frábært ár í Bordeaux, en bestu vínin þaðan verða hins vegar líka fram á vegum Systembolaget og eru bæklingar fyrirtæksins af allt öðru tagi en við eigum að venj- ast. Sjálf verðskráin er ekkert sér- lega litrík eða myndskreytt en í henni er hveiju víni lýst stuttlega og upplýsingar gefnar um hvernig bera skal nafnið fram. Ágæt hug- mynd þar sem það getur oft vafist fyrir fólki að bera fram flókin frönsk, eða til dæmis búlgörsk nöfn ef það hefur ekki lært málið. Hvert vín er síðan merkt með við- eigandi lit eftir því hvort það er hluti af hinu fasta úrvali, vín af sérlista eða vín sem einungis er selt í ákveðinn tíma. Fastalisti „kerfisins“ er síðan kynntur í glæsilegu litprentuðu blaði sem heitir Várldens vinerfrán A-Ö. Þar eru einstök vínlönd og vínhéruð kynnt sérstaklega og gefnar upplýsingar um ýmislegt sem hollt er að hafa í huga við val á vínum. Loks má svo nefna að Systembolaget gefur út sérstakt tímarit fyrir viðskiptavini sína sem nefnist Uppdraget og það geta all- ir fengið ókeypis í verslunum „kerfisins“, eða þá gerst áskrifend- ur fyrir um 600 krónur á ári, eða sem nemur sendingarkostnaði. Á einu sviði stendur þó ÁTVR Systembolaget mun framar; nefni- lega á sviði sjálfsafgreiðsluversl- ana. Sú sjálfsagða þjónusta er nánast óþekkt fyrirbæri í Svíþjóð. ■ Steingrimur Sigurgcirsson Næringarkrem hlaut gæðaverðlaunin 1991 ENN bætast við nýjungar í snyrtivörum og að und anförnu virðast það aðal lega vera allskonar sem verið er að kynna. Næringarkremið „Nut- ritional Response" frá Hel- ena Rubinstein hlaut gæða- verðlaunin „Prize of exellence" árið 1991. Það er tískublaðið Marie Claire sem stendur fyrir verðlaunaafhendingunni og dóm- nefnd skipa blaðamenn sem sjá um snyrtiþætti í helstu kvenna- tímaritum Frakklands, Þýska- lands, á Italíu og Spáni. Verðlaun þessi eru veitt á ári hveiju fyrir nafnið Jeanne Gatineau. egar vörurnar voru settar á markað kom til landsins Michéle Grébant markaðs- stjóri fyrir snyrtivörurnar g hélt hún þjálfunarná- mskeið fyrir starfsfólk versl- ana og snyrtistofa. Inga Þyri Kjartansdóttir snyrti- fræðingur og Michéle Grébant markaðsstjóri Jeanne Gatineau snyrtivara. Vorlitirnir mildir Vorlitir eru nú komnir á markað frá Helenu Rubinstein. Litirnir eru mildir og sumarlegir. kremlínuna RM2. Skiptist hún í tvennt, hrukkumeðferð og styrk- ingarmeðferð. RM2 er fyrir allar húðgerðir og hentar konum og körlum á öllum aldri. Húðkrem frá Revlon Húðkremið Ecologie er það nýj- asta frá Revlon. Kremið á að veita vöm gegn skaðlegum áhrifum frá umhverfinni og hentar öllum húð- tegundum. Mögulegt er að fá sótt- hreinsandi húðhreinsi í hlaup- formi, rakagefandi úða, fljótandi húðkrem og rakaörvandi næring- arkrem. húðsnyrtivörur. Kremið frÁ Hel- ena Rubinstein er næringanneð- ferð fyrir þurra húð og inniheldur bæði nærandi og rakagefandi efni. Nýjar snyrtivörur á íslandi Nýlega komu á markað hérlendis franskar snyrtivörur sem bera Nýtt rakakrem Snyrtivörufyrirtækið Marbert hefur sent frá sér rakakrem sem heitir Hydrosome. Inniheldur það bæði lípósóm og Nannópart og er ætlað öllum húðtegundum. RM2 kremlína frá Stendhal Stendhal hefur sent á markað ri'í-sv.t.iMí BYLTI NG í BARÁTTUNNI GEGN HRUKKUM Lipósóm voru merk nýjung, en framtfðin erfalin í Nanópart ú þarf ekki lengur að vera hrædd við hrukkur, því nýr kafli í umhirðu húðarinnar er hafinn með Profutura. Kremi, sem notar stórkostlegt flutninga-kerfi, Nanópart, sem er 30 sinnum öflugra en Lípósóm og ber A og E vítamín inn í húðina. Arangur: Húð þín verður unglegri, frískari og einfaldlega fallegri. Af hverju getur Profutura flutt svo mikið af vitamínum? Hugsaðu þér Nanóparts sem blöðru, fulla af olíu. Allt innihaldið er fullt af vitamínum. Lipósóm er hins vegar blaðra full af vatni og aðeins blaðran sjólf getur flutt vitaminin. Nanópart Lípósóm Afhverju myndast hrukkur? Þegar við eldumst, missir húðin hæfileikann til að geyma vatn. Afleiðingin verður: Þurrari og grófari húð. Fyrstu yfirborðs- hrukkurnar myndast. Mengun og aðrir utanaðkomandi þættir flýta þessari þróun. MARBERT O G Þ Ú IÍTUR VEL ÚT Greinilegur tnunur Reynið Profutura og finnið muninn. Vítamínin fara þangað sem húðin raunverulega þarfnast þeirra. Það þýðir: Meiri vörn og aukinn raka fyrir þurra og strekkta húð. Dýpt hverrar hrukku minnkar ó mjög skömmum tíma. Fæst aðeins hjó: Bró, Laugavegi, Clara, Austurstraeti, Clara, Kringlunni, Spes, Miðbae Háaleitisbraut, Bylgjan, Kópavogi, Snyrtihöllin, Garðabæ, Amaró, Akureyri, Hilma, Húsavík, Bjarg, Akranesi, Apótek Ólafsvíkur, Vöruhús K.Á., Selfossi, Krisma, Isafirði, Hafnarapótek, Ninja, Vestmannaeyjum. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkrók,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.