Morgunblaðið - 21.03.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.03.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARZ 1992 B 3 með sprengiefni í veskinu og hafði í raun alltaf mestan áhuga á að eignast blómabúgarð. Benny sonar- sonur hennar er 16 ára og reynir allt til að breyta sér í engil. Hann var misnotaður kynferðislega af föður sínum og móðir hans svo óheppin að skjóta drenginn í hand- legginn þegar hún ætlaði að jafna um sökudólginn. Cathy, dóttir ætt- móðurinnar, á sér þann draum heit- astan að sleppa úr prísund fjöl- skyldufyrirtækisins og verða tón- listarstjama. Inn í þennan heim glundroða og úrkynjunar kemur andhverfan, skattarannsóknarmað- urinn, falleg kona sem komin er átta mánuði á leið. Hún nýtur þess að koma skattsvikurum á kné, sér- staklega ef þeir berast á, aka um á glæsivögnum og skarta marmara. ' Frá upphafi er ljóst að það er maðkur í mysu Catchprice-fjöl- skyldunnar, að fyrirtækið verður gert upp ef sú ólétta vinnur sitt verk. Gamla konan kallar þá til Jack son sinn, vellauðugan bygg- ingaverktaka, til að kippa í spott- ana. í leiðinni fellur Jack fyrir kon- unni kasóléttu og þannig kemst hún í kynni við þann spillta heim gráð- ugra auðkýfinga sem Carey kvaðst hafa hneykslast á. Þetta er hálfger furðuheimur, vegur stundum salt á mörkum raun- sæis og súrrealisma eins og algengt er í verkum Careys, en lýtur þó í grundvallaratriðum lögmálum raunveruleikans. Finna má ákveðn- ar tengingar við þann heim sem venjulegt fólk hefur nasasjón af, ef ekki með eigin augum þá í gegn- um fréttir og sápur. Ef til vill er þessu skáldverki ætlað að vera birt- ingarmynd veruleikans þegar hann hefur verið gerður framandi, vænt- anlega til að við getum glöggvað okkur betur á eiginleikum hans. En þótt margt sé snjallt og vel hugsað, bæði samtöi og atburðarás, er engu líkara en höfundurinn hafi rembst fullmikið við að vera frum- legur án þess að takast að skapa heim sem er framandi á sannfær- andi hátt. Kannski var Carey of upptekinn af að skálda til að firra sig pgrsónum og leikendum, enda ólst hann einmitt upp í fjölskyldu- fyrirtæki sem verslaði með bíla. Hvað sem veldur vantar þann gald- ur í söguna sem Carey er þekktur fyrir. Hann beitir hér fyrir sig al- vitrum og býsna ágengum söguhöf- undi sem segir söguna í þriðju per- sónu, rásar óhikað frá einni sögu- hetju til annarrar og leggur út af frásögninni, er meira að segja orð- heppinn á stundum, en undirstrikar í leiðinni, með því að koma reglu á söguefnið og með því að stinga í stúf við það, að þessi saga er ekki hluti af honum sjálfum heldur fyrst og fremst skáldskapur, tilbúningur. Og þar sem ekki fylgja þessu nein- ar formtilraunir, eins og í fyrstu verkum Careys, er hætt við að les- andinn detti af baki. Peter Carey hefur ágætt ímynd- unarafl og kann að gefa efninu táknrænar skírskotanir, en persón- usköpun er snöggur blettur á hon- um, eins og hann hefur sjálfur viðurkennt. Persónumar verða hér sem oftar full einhliða, skortir til- finningadýpt og verða þess vegna aðeins tilbúningur, klæðast ekki holdi, ekki einu sinni innan þess alltof óljósa ramma sem Carey hef- ur skapað þeim. Þær koma manni ekki nógu mikið við og er það kannski helsta ástæða þess að bók- in fékk blendnar viðtökur heimafyrr ir. I smásögum Careys verður þessi hængur hins vegar kostur, enda gerir það form ekki sömu kröfur til persónusköpunar. Þar tekst Car- ey líka betur að skapa heima sem lúta sínum eigin lögmálum. Peter Carey hefur spreytt sig á fleiru en smásagna- og skáldsagna- gerð. Á sínum yngri árum skrifaði hann auglýsingahandrit með góðum árangri og einnig hefur hann samið tvö kvikmyndahandrit, annað upp úr eigin skáldsögu. Hitt, Til enda- loka heimsins, samdi hann fyrir leikstjórann Wim Wenders og má nú sjá afraksturinn í einu af kvik- myndahúsum Reykjavíkur. Rúnar Helgi Vignisson FJOLL & JOKLAR I TRE Morgunblaðið/Einar Falur HAFDIS OLAFSDOTTIR DAGLEIÐ Á FJÖLLUM, TRÉRISTA, 1992. HAFDÍS Ólafsdóttir sker jökla og fjöll út í tré og þrykkir mynd þeirra á pappír. I dag opnar hún sýningu á tréristum sínum í Norræna húsinu, tré- ristum sem hún segir ekki bein- línis vera landslagsmyndir, heldur styðjist hún við form í landslaginu. Þetta séu litir og form fjalla ogjökla, en mynd- irnar samt á möbkuin þess að vera hlutlægar. etta er önnur einkasýning Hafdísar og hún hefur unnið að henni í tvö ár. Hafdís lauk námi við Myndlista- og handíðaskóla Islands árið 1981; nú kennir hún nokkra mánuði á ári við skólann og vinnur annars að myndlistinni. Að loknu námi fór hún að vinna með sáldþrykk. „Eg kom mér upp aðstöðu fyrir það og vann þannig í þijú ár. En mér þótti það of sein- legt. Svo fór ég að skera litlar myndir út í dúk og það var nrjög gaman. Fljótlega færði ég mig yfir í tréð og um leið og ég var komin með fyrstu stóru flekana inn á vinnustof- una vissi ég að þetta væri það sem ég vildi gera. Mér leið vel þegar ég lá á fjórum fótum á gólfinu og skar út í þessa stóru krossviðar- fleka.“ Og á sýningunni sem verður opn- uð í dag má sjá hvað Hafdís gerir við tréð. „Ég vinn með krossvið, saga hann niður í form, risti í formin og þrykki þau síðan á pappír. í sumum tilvikum má segja að ég sé að mála með viðnum, því margar myndirnar eru einþrykk, ekki í upplagi, og ég ber lit á spýturnar og mála þannig með þeim. Eg nota svo sömu mótin aftur og aftur, en geri með þeim nýjar og nýjar myndir. Þannig eru nokkrar seríur á sýningunni, átta til níu myndir í hverri. Sömu form og litir ganga gegnum hveija mynd- röð fyrir sig.“ Eyjar á svörtum sandi Það myndefni sem Hafdís hefur unnið með síðustu 5 til 6 árin er form landslagsins, litir og form fjalla og jökla, og segir liún að jökl- ar séu einmitt í sérstöku uppáhaldi hjá sér. „Litir jöklanna eru ótrúlega breytilegir eftir aðstæðum. Ég hef skoðað þá mikið síðustu árin og hef þá náð að sameina mín aðal áhuga- mál; myndlistina og ferðalög. Ég hef ferðast mikið um hálendið, þar hef ég verið með annan fótinn síð- ustu árin, eiginlega á öllum tímum árs, og gjarnan uppi á jöklum. Ég fékk mér meira að segja mann- brodda til að geta gengið á skrið- jökla. í þessum ferðum tek ég myndir, bæði með myndavél og augunum, og ég vinn yfirleitt úr þeim strax eftir að ég kem heim. Reyndin hefur verið sú, og ég hef tekið eftir því eftir á, að ég hef unnið með litum þeirrar árstíðar sem er hveiju sinni. Það kemur til vegna þess að ég hef alltaf ferðast eitthvað á hverri árstíð, svo það kemur af sjálfu sér að ég drekk í mig umhverfið og skila því síðan frá mér í þeim litum sem ég upplifi á hveijum tíma. I seríu sem ég kalia Eyland hef ég verið að leika mér með svarta sandana,.jöklana og fjöllin á hálend- inu. Þá er ég að vinna með eyjarn- ar á landi, fjöllin sem standa upp úr svörtum sandinum." Blái liturinn er áberandi í mynd- unum. „Það má segja að blátt sé minn uppáhaldslitur, blátt hefur verið gegnumgangandi hjá mér síðastlið- in ár. Eg nota þó oft rautt eða gult með honum, og næ þannig jafnvægi í kuldann. Ætli það sé annars ekki mjög íslenskt að hafa mikið blátt? Eða norrænt? Ég held. að við séum mjög blá hér; ljósið er HAFDÍS ÖLfiFS- DÓTTIR SÝHIR TRÉRISTUR í HORRJEN A HðSIHU mjög blátt, myrkrið er blágrátt, fjöllin eru blá, vötnin og sjórin eru blá. Ég held það séu þessi stóru utanaðkomandi áhrif sem gera þetta að verkum.“ Náttúra og formræn uppbygging Hafdís segir náttúruna alltaf vera meginstefið en myndirnar séu samt á mörkum þess að vera hlut- lægar. Þannig vegi form náttúrunn- ar og formfræðileg uppbygging salt í mörgum myndanna. Á sýning- unni eru mest einþrykksmyndir, en hún segir mikinn mun á að vinna þannig og að gera myndir í upplagi. „Munurinn felst í því að í ein- þiykksmyndum er maður að vinna með skapandi hluti allan tímann. Þegar maður er farinn að gera myndir í 60 eintökum er maður orðinn að verkamanni, og ég myndi gjarnan vilja láta aðra - til þess menntaða - vinna það verk. Mér hreinlega leiðist þessháttar vinna. En að vinna svona „spontant“ og með sömu plöturnar aftur og aftur, eins og ég sé að mála myndirnar með plötunum, þá er ég alltaf að fást við skapandi vinnu. Og þá líður mér vel. Einn aðalkostur tréþrykksins er líka sá hvað hægt er að vinna hratt. Hjá mér þarf allt að ganga hratt og ég vil sjá árangur fljótt." Hafdís segir að í þessum myndum sínum sé ekki langt yfir í málverkið, og í því samhengi talar hún um það að grafíkin sé að verða ftjálsari en hún var fyrir nokkrum árum. „Það er mikið um að listamenn þrykki myndir og máli síðan jafnvel í þær eða teikni, sem var bara harð- bannað fyrir nokkrum áram! Það er allt í lagi að halda í venjur, en það er líka óhætt að bijóta þær. Já, ég held að grafík sé að verða miklu meira spennandi en hún var fyrir tíu árum. Úti í heimi er ýmis- legt spennandi á seyði. Grafík var lengi vel sér þáttur í myndlistinni, og einangraður þáttur, en hún er kannski núna að komast meira í takt við það sem er að gerast í list- um almennt. Listamaðurinn er ekki að einskorða sig við einn miðil, hann vill reyna fleiri hluti. Það er bara hvað hentar í hvert skipti. Þannig þarf til dæmis ekkert að vera langt í að ég fari að sýna spýt- urnar sjálfar, þær eru oft alveg gífurlega fallegar." Hafdís segir að lokum að þetta sem hún sé að fást við sé í raun- inni afskaplega einfalt. „Þetta er ekkert annað en að rista í tréð og saga það niður - ýmist með vélsög eða handsög - og bera svo lit á og þrykkja. Það er ekkert flóknara en þetta! Og ég þrykki aftur og aftur; vinn með undir- og yflrliti til að ná fram þeim áhrifum sem ég sækist eftir. Sumar myndirnar eru þannig orðnar ansi þykkar.“ Viðtal: Einar Falur Ingóifsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.