Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.04.1992, Blaðsíða 7
C ,7 ens, Lettlands og Hvíta Rússlands og Hvíta Rússlands og Rússlands. Um síðustu áramót var vitað um 160 landamæradeilur í Sovétríkjun- um gömlu. Frá 1921 voru 90 breyt- ingar gerðar á sovézkum landa- mærum - 45 á árunum 1921- 1930, 26 á árunum 1931-1949 og aðeins sjö eftir það. Nú verða þeir sem vilja fylgjast með þróun mála í Sovétríkjunum að vita um muninn á Tsjetsjenum og íngusjum, stöðu svæða eins og Nagorno-Karabakh og Dagestans, skiptingu íbúa eftir þjóðerni í Tat- arstan, þar sem fullveldi var nýlega samþykkt, eða í Basjkíríu (þar eru t.d. 22% íbúanna Basjkírar, 28% Tatarar og 39% Rússar), deilurnar um Búkóvínu og Transdnétrsíu, klögumál Suður-Osseta, Abkhaz- ana, Adjara, Meskhetíana og margt fleiru. Reynt hefur að flokka þessar deilur til að komast hjá ruglingi. Ein aðferðin er sú að skipta hugsan- legum landamærabreytipgum eftir eðli þeirra. Flokkarnir, sem breyt- ingarnar skiptast í, yrðu þá þessir: • Aðskilnaður. Tilraunir til að breyta „innri“ landamærum í „ytri“ landamæri. Dæmi: Slóvenía, Króat- ía, Lettland og Litháen. Þessi flokk- ur gæti einnig náð til héraða, sem vilja aðskilnað frá einu landi og sameinast öðru, til dæmis Nagorno Karabakh. • Endurskoðun, sem getur verið liður í aðskilnaði eða svar við að- skilnaði. Dæmi: tilraunir til að koma á fót „Stór-Serbíu“. Þessi flokkur gæti náð til deilna um einstök land- amærasvæði, til dæmis deilu Rúss- lands og Úkraínu um Krím. • Útþurrkun. Dæmi: sameining Þýzkalands og ef til vill Rúmeníu og Moldóvu. • Endurreisn landamæra, sem hafa verið lögð niður, en eru tekin upp aftur. Dæmi: tilraunir til að endurreisa landamæri lýðveldanna Tsjetsjenju og Íngushetíu, sem hafa lýst yfir sjálfstæði. Þessi landa- mæri hurfu þegar Stalín sameinaði þessi sjálfstjórnarhéruð 1934. • Skipting. Deilur sem rísa þegar ákveðin eru landamæri í nýrri mynd, eða þegar gömul landamæri eru endurreist við skiptingu lands í tvo eða fleiri hluta. Dæmi: tilraun Serba í Bosníu til að skipta hérað- inu þannig að sérstök svæði lúti stjórn Serba. Annað dæmi: hugsan- leg skipting Kazakhstans í tvo hluta, þannig að Rússar ráði öðrum en Kazakhar hinum. Einnig hefur verið beitt þeirri aðferð að flokka landamæradeilur eftir því hve aðkallandi þær eru. Flokkarnir gætu verið þessir: • „Útdauðar," til dæmis deilan um Oder-Neisse-línuna, sem mynd- ar landamæri Þýzkalands og Pó- landSj ef ekkert óvænt gerist. • „Ovirkar," til dæmis deilan um Transylvaníu og hugsanlegar kröf- ur Finna til hluta Kiijálahéraðanna, sem þeir misstu til Rússa. Flestar deilurnar í Sovétríkjunum sálugu voru í þessum flokki þar til Gorb- atsjov kom til valda. • „Vaknandi," til dæmis Krím og Kosovo. Margar deilur í Sovétríkj- unum fyrrverandi hafa færzt í þennan flokk. • „Glaðvakandi," til dæmis Kúrí- leyjar, sem Japanar gera kröfu til, Tatarstan, Basjkíría og Tékkósló- vakía. Æ fleiri deilur eru að færast í þennan flokk. • „Ofvirkar," til dæmis Júgóslav- ía, Nagorno-Karabakh, Suður- Ossetía og Tsjetsjeno-Íngushetía. Sporin hræða Alvarlegasta dæmið um þær af- leiðingar, sem þessi deilumál geta haft í för með sér, er Júgóslavía. Deilur Serba og Króata eru flestum kunnar af fréttum, en minna er vitað um þann vanda, sem getur tekið við ef átökin breiðast út. í héraðinu Kosovo í Serbíu eru 90% íbúanna Albanar og þar getur soðið upp úr þá og þegar. Þótt við ótal vandamál sé að stríða í sjálfri Albaníu getur svo farið að leiðtog- arnir þar reyni að treysta sig í sessi með því að slá á strengi þjóðernistil- finninga og gera tilkall til Kosovo. Horfur á að Makedónía hljóti MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. APRÍL 1992 sjálfstæði skjóta Grikkjum skelk í bringu. I Bosníu ægir saman Serb- um, Króötum og múhameðstrúar- mönnum og erfitt er að greiða úr flælkjunni.^ Deila Úkraínu og Rúmen- íu/Moldóvu um Norður-Búkóvínu er það mál, sem gæti ef til vill hvað helzt leitt til styijaldar með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Talið er að fyrr eða síðar komi að því að Rúmenía og Moldóva sameinist og þá gætu blossað upp deilur um Norður-Búkóvínu, gamalt austur- rískt krúnuland sem var hluti Rúm- eníu þar til Stalín framseldi það Úkraínu þegar rúmenska héraðið Bessarabía var gert að sovétlýð- veldinu Moldavíu. Rúmenar vilja endurheimta Búkóvínu. Rúmensk þjóðernis- hyggja er sterk og gæti haldið áfram að eflast; efling hennar gæti aukið spennuna í sambúðinni við ungverska minnihlutann í Transylv- aníu og hatur á Rúmenum gæti magnazt í Ungveijalandi. I austurhluta Moldóvu handan Dnéstr hefur minnihluti Rússa lýst yfir aðskilnaði og stofnun lýðveldis. Yfirvöld í Moldóvu hafa skipað að- skilnaðarsinnum í Dnéstr-lýðveld- inu að leggja niður vopn og neyðar- ástandi hefur verið lýst yfir eftir óeirðir. Lýðveldið liggur að Úkraínu og 40% íbúanna eru Moldóvar. Eldfimasta deilan er líklega rimman um Krím, sem tilheyrði Rússlandi þar til Níkíta Khrustsjov „gaf“ Úkraínumönnum skagann 1954 í tilefni af 300 ára afmæli „bróðurlegs sambands" þeirra og Rússa. Síðan Úkraína lýsti yfir sjálfstæði hafa valdhafarnir í Kæn- ugarði gert kröfu til alls Svarta- hafsflotans, sem hefur bækistöð í Sevastoppl á Krím, því að skaginn tilheyri Úkraínu. Á Krím búa fleiri Rússar en Úkraínumenn og þó var sjálfstæði Úkraínu samþykkt með (naumum) meirihluta atkvæða á Krím j þjóðar- atkvæðinu í desember. Óánægja rússneskra Krímveija kann að auk- ast og svo getur farið að leiðtogarn- ir í Moskvu láti undan þrýstingi og krefjist þess að Úkraínumenn skili Krím. Það gæti valdið árekstrum milli tveggja voldugustu ríkja Slava, sem bæði eru búin kjarnorkuvopn- um. Litháum hótað geislun Kunnasti leiðtogi rússneskra þjóðernissinna er Vladímír Zhír- ínovskíj, sem stendur langt til hægri og hlaut sex milljónir atkvæða í rússnesku forsetakosningunum í fyrra. Áróður hans varpar ljósi á þá árekstra, sem geta orðið vegna um það bil 25 milljóna Rússa, sem búa utan sjálfs Rússlands, og þær hættur sem við blasa. Zhírínovskíj sagði nýlega að þeg- ar hann kæmist til valda mundi hann fyrirskipa innrás í Afganistan og gera landið að rússnesku „ hér- aði,“ afhenda Pólverjum Vestur- Úkraínu og innlima austurhlutann í Rússland. Hann lýsti einnig þeirri ætlun sinn að grafa geislavirk úr- gangsefni meðfram landamærum Litháens og kaupa kraftmiklar vift- ur til að feykja því yfir landamærin að næturlagi. „Þeir munu veikjast af völdum geislunar, veslast upp og deyja,“ sagði hann. „Eg hætti ekki fyrr en þeir gefa upp andann. Ég er einræðisherra. Ég hef illt í hyggju, en vil Rússlandi vel.“ í Júgóslavíu hefur tekizt að halda átökunum í skefjum. Auknar líkur eru á að sambandsherinn, sem lýtur stjórn Serba, verði að hörfa frá Króatíu. Gerist það mun það sýna að árásarstefna borgar sig ekk. Öðrum valdhöfum yrði sýnt fram á að þeir geti ekki komizt upp með að hrifsa til sín landsvæði, sem þeir ágirnast. Aðskilnaðarsinnar gætu lært af reynslunni að sjálf- stæði er ekki einföld og auðveid lausn. Um leið sýnir stríðið í Júgóslavíu að gagnlegj, er ög nauðsynlegt að einhver þriðji aðili reyni að miðla málum. Sáttaumleitanir þurfa hins vegar að hefjast fyrr og bera vott um meiri hugkvæmni en til hefur verið að dreifa í Júgóslavíu. ■ ’’ Morgunverðarfundur föstudaginn 10. aprd nk. kl. 8.00 á Holiday Inn, Hvammi. fSLENSK FISKVEIÐISTJÓRNUN: VEIOIGJALD E0A EKKI? Framsögumenn veröa: Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild H.(. Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Verslunarháskólann í Bergen. Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur L.Í.Ú. Félagsmenn og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta. V FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA y EVROPA 1992 Á morgun koma út nýfrímerki tileinkuö fundi Ameríku Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig fást þau með pöntun frá Frímerkjasölunni. TTimerkj asalaíT PÓSTUR OG SÍMI Pósthólf 8445, 128 Reykjavik, Simi 63 60 51 fc r. MÁLV ERKAUPPBOÐ Gallerí Borg heldur málverkauppboð f samráði við Listmunauppboð Sigurð- ar Benediktssonar hf., í kvöld kl. 20:30. Uppboðið fer fram f Súlnasal Hótels Sögu. Meðal verka sem boðin verða má nefna: 64.Jóhannes Jóhannesson Við sjóinn. Vatnslitur 1973. 30x41 cm. Merkt. 65. Gunnlaugur Biöndal Frá París. Vatnslitur.35x48 cm. Merkt. 66. Eyjólfur J. Eyfells Herðubreið. Olía. 45x70 cm. Merkt. 67.Kristín Jónsdóttir Hjalteyri, á baki „mit hjem“. Olía. 34,5x47 cm. Merkt. 68. Karl Kvaran Form. Gvass. 65x50 cm. Merkt. 69. Hringur Jóhannesson Speglun. Olía 1969. 100x80 cm. Merkt. 70.Jóhannes S. Kjarval Tvö andlit. Vatnslitur um 1920. 49x40 cm. Merkt. 71.Þorvaldur Skúlason Frá Kaupmannahöfn? Olía um 1934. 71x52 cm. Merkt. 72.Jón Engilberts Vetur. Gvass. 67x96 cm. Merkt. 73.Júlíana Sveinsdóttir Portrett. Olía. 75x60. Merkt. 74.Karen Agnete Þórarinsson Uppstiiling, morgunverðarborð. Olía 1976. 76x61 cm. Merkt. 75.Sverrir Haraldsson Hekla. Olía 1976. 65x80 cm. Merkt. 76.Hringur Jóhannesson Gamalt hey í kvöldsól. Olía 1990. 80x80 cm. Merkt. 77.Svavar Guðnason Abstraktion. Vatnslitir. 59x41 cm. Merkt. 78.Þorvatdur Skúlason Sjómenn á bryggju. Skagaströnd? Olía 1935-’36. 61x50 cm. Merkt. Mynd á baki. 79.Sveinn Þórarinsson Ármannsfell. Olía 1942. 85x110 cm. Merkt. 80. Þórarinn B. Þorláksson Sumarkvöld við Reykjavík. Olía 1904. 32x52 cm. Merkt. Var á sýningu í Listasafni íslands. 81.Jón Stefánsson Blóm. Olía. 50x40 cm. Merkt. 82.Kristín Jónsdóttir Blóm í vasa. Olía. 56x66 cm. Merkt. 83.Ásgrímur Jónsson Flosagjá á Þingvöllum. Olía 1 907. 35x63 cm. Merkt. 84. Nína Tryggvadóttir Götulíf. Olía. 51x64 cm. Merkt. 85.Jóhannes S. Kjarval Áin. Olía 1960. 112x158,5 cm. Merkt. Kjarval af- henti myndina blauta og upprúllaða. 86.Ásgrimur Jónsson Þingvellir, Botnssúlur. Olía um 1935. 71,5x101 cm. Merkt. 87.Nína Tryggvadóttir Skautafólk á Rauðavatni. Olía. 115x116 cm. Merkt. 88.Jóhannes S. Kjarval Vík á milli vina. Olía. 100x115 cm. Merkt. Sýning verkanna fer f ram í Gallerí Borg í dag á milli klukkan 14:00 og 18:00. Þeir sem ekki geta komist á uppboðið geta gert forboð í verkin eða hringt á uppboðsstað. Ath. Sfmar á uppboðsstað eru 985-28173 og 985-28174. ruwta I )v /iiu I Pósthússtræti 9.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.