Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.04.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1992 félk í fréttum PUERTO RICO 8 íslenzk ungmenni í ársdvöl Atta íslenzk ungmenni stunda nám um þessar mundir í Pu- erto Rico. Þau komu til landsins í júní í fyrra og verða í eitt ár. Þau eru væntanleg heim til íslands í júní. Nýlega hélt Antonio Ruiz Oc- hoa ræðismaður íslands hópnum veizlu í húsi sínu við ströndina og sáu sex þeirra sér fært að mæta. Myndin var tekin við það tækifæri. í bréfi frá Ochoa ræðismanni segir að íslenzku ungmennin séu öll orðin altalandi á spænska tungu og sam- ræður í veizlunni hafi farið fram á spænsku. „Það væri gaman ef myndin gæti birst í Morgunblaðinu svo íjölskyldur unga fólksins geti séð að þau eru öll við beztu heilsu og hamingjusöm," segir í bréfinu frá ræðismanninum. Guðmundur Matthíasson og Gróa Haraldsdóttir í hlutverkum sínum Arnór Benónýsson leiksijóri. í Ættarmótinu. ISAFJORÐUR Litli leikklúbburinn sýnir Ættarmótið faafirði. Litli leikklúbburinn á ísafírði frumsýndi Ættarmótið eftir Böðvar Guðmundsson í félags- heimilinu í Hnífsdal á fímmtudag- inn. Tuttugu og fimm leikarar taka þátt í sýningunni auk fjölda aðstoð- ar- og tæknimanna. Leikstjóri er Arnór Benónýsson. Að sögn leikstjóranns er Ættar- mótið þjóðlegur farsi skrifaður fyr- ir Leikfélag Akureyrar haustið 1990. Á þessum vetri hefur verkið verið sett upp hjá sjö áhugaleikfé- lögum úti um land, en það er þeirr- ar náttúru, segir leikstjórinn, að það er sprenghlægilegt fyrir dreif- býlisfólk þótt borgarbúum stökkvi varla bros. I raun eru engin aðal- hlutverk í leiknum og eru því þess- ir 25 leikararar að koma og fara allan leikinn. Meðal leikara má nefna Gróu G. Haraldsdcrttur, Guð- mund Matthíasson, Óðin Gústafs- son, Pál Gunnar Loftsson, Hrönn Benónýsdóttur, formann leik- klúbbsins, og son hennar, Benóný Amór Guðmundsson. Aðstoðar- leikstjóri með Amóri Benónýssyni er Laufey Jónsdóttir. Ljósameistari er Sveinbjörn Björnsson. Áætlað er að sýna verkið eitthvað fram yfir páska. Úlfar Islenzku ungmennin, talið frá vinstri: Kristin Inga Hrafnsdóttir, Kópavogi, Þórunn Birna Guðmundsdóttir, Reykjavík, Halidór Andrea Árnadóttir, Akranesi, Berglind Sigmarsdóttir, Reykjavík, Unnur Guðjónsdóttir, Reykjavík og Hákon Jens Pétursson, Stokkseyri. Á myndina vantar Nínu Fisher, Reykjavík og Höllu Jónsdóttur, Akur- eyri. HEIMSMET Neglurnar á fimmta metra! FOLSKA Læstur inni í 20 ár Fyrir skömmu gerðist það, að lögreglan í bæ einum á Ítalíu fann tötralega klæddan mann í smákompu undir stiga í íbúðar- húsi. Tilviljun ein réði því að mað- ur þessi fannst, en eldri hjón búa í húsinu og lögreglan sinnti kvört- un um óþef frá húsinu. Gömlu hjónin voru krufín svara, enda var tötraklæddi maðurinn líkari villi- dýri en manni, vart talandi, van- nærður og sóðalegur svo af bar. Þetta reyndist vera sonur gömlu hjónanna, Stefano Cagliero að nafni og hann hafði verið læstur inni í kompunni í 20 ár. Aldrei hafði verið opnað fyrir hann, ónóg- um matarbirgðum einungis ýtt inn um Iúgu. Það eina sem Stefano hafði sér til viðurværis var sjón- varpstæki. Við yfirheyrslur sögðu foreldrar mannsins að hann hefði brotið af sér á sínum tima og þeim ekki þótt ofrefsað þótt hann væri lokaður inni um tíma. Einhvern veginn fórst það svo fyrir að sleppa honum aftur og varð það alltaf verra mál viðureignar eftir því sem frá leið. Hvað maðurinn hefði af sér gert til að verðskulda prísund- ina að mati foreldranna? Þau mundu það ekki. Eitt af því sem þykir sjálfsagt að keppa í er að hafa sem lengst- ar neglur á fingrum. Og það er til mikils að vinna, Iínu í Heimsmetabók bruggaranna hjá Guinnes. Nýlega var gerð könnum hvernig málin stæðu í þessari sérstæðu keppnis- grein og kom í ljós að sá sem hald- ið hefur tigninni allar götur síðan 1973 er enn kóngur í ríki sínu! Hér er um indverskan viðskipta- jöfur að nafni Romesh Sharma að ræða. Hann hefur ekki lagt skæri að nöglum sínum, bitið þær eða brot- ið fyrir slysni síðan árið 1962! Raun- ar er aðeins um vinstri hendi að ræða, en Guinnes-menn gera ekki kröfu til þess að neglur vaxi svo óhindrað á báðum höndum, enda hefði slíkt dæmalaus vandræði í för með sér fyrir þá aðila sem kynnu að reyna slíkt. Ekki þar fyrir, að vandræðin eru trúlega næg þótt aðeins sé um aðra hönd að ræða og þess má geta svona í lokin, að sam- anlögð naglalengd á vinstri hendi Romesh Sharma og neglurnar sem um ræðir... Sharma er 430 sentimetrar! Þess má einnig geta, að all margir aðilar eru í kjölfari Indveijans og sækja fast að honum.... Stefano illa til reika eftir frelsun- ina. KVIKMYNDIR Reynt að hressa upp á Steven Seagal Bandaríski kvikmyndarisinn Wamer Bros. gerði fyrir nokkm langtímasamning við töffarapn og vöðvatröllið Steven Seagal' Sáu þeir Seagal fyrir sér sem nýjan og spennandi Amold Schwarzen- egger, en ekki hefur það gengié eftir í fyrstu myndum Seagals. •Samningnum samkvæmt eru all nokkrar myndir eftir og forsp- rökkum Warner Bros farið að gruna að Seagal muni ekki að óbreyttu mala gull. Því hefur ver- ið gripið til þess ráðs að ráða Tommy Lee Jones í aðalhlutverk á móti Seagal í næstu mynd hans. Jones er þekktur leikari til margra árá og sló nýlega í gegn í veigam- iklu aukahlutverki í stórmyndinni JFK. Kunnáttumenn vestra segja þetta brellu frá hendi Warner Bros, Jones muni taka mikla at- hygli frá Seagal og hann í raun njóta sín betur fyrir vikið. Benda menn á hversu vel svipuð brella lukkaðist er þeir Schwarzenegger og Danny DeVito voru spyrtir m ~ Tommy Lee Jones. Steven Seagal. saman í grínmyndinni „Twins“. Fram að því hafí Schwarzenegger verið vart viðurkenndur sem annað en vöðvabúnt, en æ síðan hampi menn spaugarahæfíleikum hans og myndir hans hafa slegið í gegn hver af annarri. Talsmenn Warner Bros vilja sem gefur að skilja ekki staðfesta svona sögusagnir, segja Seagal standa vel fyrir sínu, hins vegar hafí Jones verið ráðinn til að leika á móti honum á þeirri einföldu forsendu að það hafí vantað sann- færandi og snjallan leikara til að gæða óþokka myndarinnar trú- verðugleika líkt og Alan Rickman geri í „Die Hard“ og „Robin Ho- od“. „Þetta hefur ekkert að gera með leikhæfileika Seagals," er haft eftir talsmanni Warner. En því trúa víst fáir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.