Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.06.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 5. JUNI 1992 Pálmi O. Guðmunds- son - Minning Nú er sumarið komið með fugla- sönginn og birtuna. Sólin skín og börnin eru úti að leika sér. Glaðvær- ar raddir þeirra fylla loftið og ber- ast inn um gluggana: en kær bróð- ir er farinn og heyrir ekki lengur raddir bamanna í þessum heimi. En kannski syngja þau fyrir hann annars staðar eins og fuglarnir. „Hlustaðu á fuglagargið og öldum- ar, sem hafa svo margt á samvisk- unni.“ Þannig orti hann í fyrstu ljóðabók sinni „Á öðru plani úr höndum blóma.“ Þar stendur einnig: „Mávarnir eru englar, sem flytja guði fréttir." Á þann veg orti hann um fuglana, því að þeir áttu störk tök í huga Pálma eins og bömin. Þegar börnin komu til Pálma var hann þeim góður. Hann brosti til þeirra og lék við þau, jafnvel þegar höfuð hans var svo þungt að erfitt var að standa uppréttur, svo vísað sé til eins af ljóðunum sem hann hafði svo miklar mætur á. Hann kenndi þeim ótal spil og mannganginn í skák, gaf þeim liti og teiknaði með þeim myndir. ■ Já, sumarið er komið. Fjöllin eru farin úr hvítu sloppunum og fugl- amir geta verið eins lengi í heim- sókn og þeim sýnist. Það er vængj- aður tími sem svífur yfir breiðunum, laufguð trén tala saman og bláminn bankar á gluggana. Einhver hefur tekið myrkrið og hellt því niður eins og köldu kaffi. Þetta er eins og I gamla daga þegar endalaus kvöldin föðmuðu alheiminn og krakkarnir í Skipa- sundinu áttu glaðværu raddimar sem þutu eftir götunum, og hlupu um túnin og sigldu á flekum. Eg man að eitt sinn ætluðu þeir að sigla út í Viðey, til fundar við foma tíma en flekann rak framhjá eynni og þau námu land á Kjalamesi. Já, þannig eru böm þessa heims. Þau læra að spila og tefla, tína fjaðrir í fjörunni og leika á flautur. Þau óska sér með smárum, biðukoll- um og fiðrildum og þau dreymir endalausa drauma á meðan orðin flæða eins og regnið í bítlalaginu um alheiminn. Ég kynntist bróður mínum, •Pálma Emi Guðmundssyni sem bam, á þeim árum þegar hann pass- aði mig, og seinna upplifði ég hann í gegnum bömin mín, í gegnum samskipti hans við þau. Að eiga stóran bróður sem leiddi mann í sanleikann um eitt og annað var enginn smá munaður. Maður át eftir honum setningar og vitnaði í hann eins og fræðirit úr fomum heimi. Ekki aðeins að hann opinberaði mér leyndardóma skóreimanna og eyndi að sýna mér hvemig vísar klukkunnar gengu heldur fór hann með mig í bíó, svo ég gæti kynnst villta vestrinu og teiknimyndunum og síðan sýndi hann mér borgina. Þegar bítlaæðið helltist yfír heiminn var hann strax með á nót- unum, en ég naut ávaxtanna. Hann lét sér hins vegar ekki nægja að hlusta bara á þessa nýju tónlist, sem tendraði í hjörtum heimsbyggðar- innar, heldur hóf hann einnig trumbuslátt og gerðist trommuleik- ari. Eftir það var góður trymbill helsta skilyrði þess að hljómsveit væri í náðinni. Þannig kynntumst við bræður hljómsveitum eins og The Who og Cream, því að trymbl- amir í þeim voru engir aukvisar og þóttu okkur þeir ekki minni spá- menn en persónur riddarasagn- anna, auk þess sem Pálmi bróðir minn tók að hluta á trommuleikara í djasshljómsveitum. Á æskuárunum stundaði hann nám í Vogaskóla, en var á sumrin í sveit í Víðimýri í Skagafírði. Þeg- ar hann náði landsprófi var lamba- hryggur á borðum og námið í Menntaskólanum í Reykjavík sóttist honum ákaflega vel fyrst í stað. Það var á þeim tíma þegar menntskælingar gátu ekki verið þekktir fyrir annað en að kunna að minnsta kosti eina bók eftir Halldór Laxness utanbókar og nú hófst tími linnulauss bóklestrar þar sem stóri bróðir las ekki aðeins inn- lendar og erlendar bókmenntir held- ur líka alls kyns dulhyggjumenn og fræðimenn úr framandi löndum. Eigi ég að nefna bókmenntaverk sem hann tók sérlegu ástfóstri við myndu það vera leikrit Shakespear- es, en þau lét hann sér ekki nægja að lesa í hinum yndislegu þýðingum Helga Hálfdanarsonar heldur út- vegaði hann sér einnig mörg þeirra á hljómplötum og hlutaði á þau eins oft og hann gat. Á þeim tíma kynnti stóri bróðir litla bróður sínum ekki aðeins rokk- tónlist heldur settust nú bók- menntajöfrarnir við hlið trymblanna og tóku sín bókmenntalegu sóló. Ég man að fyrsta bókmenntaverkið sem stóri bróðir hélt að mér var „Bréf til Láru“ eftir Þórberg Þórð- arson og hann sendi mig einnig á góðar bíómyndir sem þá voru enn fátíðari en nú. En skömmu fyrir stúdentspróf höfðaði menntaskólanámið ekki lengur til hans og hann hætti í menntaskólanum, en þreytti þess í stað inntökupróf í Myndlista- og handíðaskóla íslands, náði því og hóf þar nám, málaði mikið af mynd- um og lifði sig inn í myndlistarsög- una. Eins og sjá má voru áhugamálin mörg og áhuginn við að tileinka sér þau gífurlegur. Það er erfitt að tímasetja hvar veikindi hans byija en á miðju námstímabili í Myndlist- askólanum var Ijóst að hann gekk ekki heill til skógar og varð að leita sér lækninga á Kleppsspítala. Þar með var þrautagangan hafín. Hann sem hafði átt svo mikilli vel- gengni að fagna mátti horfa á draumana hrynja. En stundum rof- aði til og það skiptust á skin og skúrir. Ég hef áður minnst á Shake- speare og hve sterkt hann höfðaði til hans, en enga bók hygg ég þó að hann hafi leitað jafn mikið í og Biblíuna, auk þess sem ljóðlist og sér í lagi íslensk nútímaljóðlist var honum einkar kær. „Ég hef fundið ánægjuna í að lifa, hef fundið sólina seilast inn í hjarta mitt. Það er þungt og stirt. Eins og gamall maður, sem talar upphátt, án þess að vita það: Ég á tvö tungl, falin í djúpum helli, und- ir fjallinu furðulega, sem enginn skilur. Þau bíða og dreymir að ég komi. Stundum gef ég þeim eitt- hvað og þá tala þau.“ Þannig hefst fyrsta ljóðið í fyrstu ljóðabók bróður míns. Alls urðu bækur hans átta. Allar gaf hann þær út sjálfur með aðstoð góðra manna í prentsmiðjum. í tvo áratugi átti bróðir minn við geðræn vandamál að stríða. Hann sökk ýmist inn í depurð þunglyndis- ins eða sveif á vængjum ólgunnar. Stundum sigldi hann lygnan sæ og þá leið honum vel, en það er erfítt að gera sér grein fyrir þjáningum þeirra sem eiga við geðræn vanda- mál að stríða. Eitt er sjúkdómurinn sjálfur, annað er viðhorfíð gagnvart honum. Fótbrotinn maður getur vissulega þjáðst en þegar hann rís á fætur er honum tekið opnum örm- Svandís Ing’ólfs- dóttir - Minning Fædd 21. september 1932 Dáin 30. maí 1992 í dag kveðjum við Svandísi Ing- ólfsdóttur, Skálagerði 7. Hún lést 30. maí sl. eftir stutta sjúkralegu. Fyrstu kynni mín af Svandísi voru þegar hún ræsti í Tjamarborg, þeg- ar ég veitti leikskólanum þar for: stöðu. Það hefur verið um 1960. í fyrstu vissi ég lítið um hana annað en að hún átti þijú böm og bjó í bragga í Camp Knox. Við nánari kynni lærði ég að í Svandísi bjó mikill mannauður, hún var söngvin, spilaði á gítar og það sem best var, hún var börnum undur góð. Svo eitt sinn bað ég hana að koma í vinnu á deild með börnum leikskól- ans, og sem betur fór tók hún því boði. En þó þótti mér slæmt að missa hana úr fyrra starfí því það var óaðfinannlega gert. Svandís Ingólfsdóttir giftist ung og eignaðist böm en þau hjón slitu samvistir þegar böm þeirra vom mjög ung. Böm hennar eru Kristinn pípulagningarmaður, Reykjavík, Ingólfur útgerðarstjóri, Olafsvík, og Rósa Hugrún starfstúlka, Reykjavík. Enn fremur átti Svandís son, Kristófer, sem ólst upp í Bandaríkjunum. Svandís festi kaup á íbúð á Skálagerði 7 og var gott að vita að hún og börnin losnuðu úr prís- und braggalífsins. Hún bjó ekki ein með bömum sínum í íbúðinni, held- ur var móðir hennar öldmð hjá henni þar til yfir lauk. Bróðir henn- ar átti þar vísan samastað um tíma. Þrátt fyrir margmennið hikaði hún ekki við að taka að sér yngstu dótt- ur mína smátíma er ég var ekki viðlátin. Ekki má gleyma því að hún lagði Félagi-einstæðra foreldra mik- ið lið og vann að málum þess marga stundina. Svandís vann alla þá tíð sem ég þekkti hana með böm reyk- vískra foreldra. Á leikskólum, gæsluvöllum og á skóladagheimil- um. Ög ég er viss um að fjöldi for- eldra og barna minnast með hlýhug Dídíar og umhyggju hennar. Hún þerraði margt tár á kinn og kallaði fram margt brosið, hún var einlæg í umhyggju sinni. Eitt sinn spurði ég hana hvað henni hefði fundið sárast á sínum langa starfsferli. Svarið kom skjótt og skorinort: „Þegar mér var neitað um inngöngu í Fósturskólann.“ Ég varð hugsi, hún sem hafði lokið sín- um tilskildu prófum þess tíma og unnið svona lengi að málefnum barna. En alla tíð sótti hún þau starfsnámskeið sem voru í boði hjá Sókn, hennar stéttarfélagi. Ég veit að hún vann á Landa- koti þegar börnin hennar vom mjög ung, og eitt sinn sagði hún mér að nunnurnar þar hefðu verið henni undur góðar. Og síðar börnum hennar sem gengu í Landakots- skóla a.m.k. fyrstu skólaár þeirra. Lítið veit ég um æsku hennar og uppruna en hún var af Akranesi og hélt alltaf með Skagamönnum. Foreldrar hennar voru Ingólfur Sig- urðsson og kona hans, Kristín Run- ólfsdóttir. Bernskuheimili hennar var nefnt Björk og þar ólst hún upp í stórum systkinahópi. Svandís Ingólfsdóttir er ein af þeim fjölmörgu sem aldrei er getið um eða minnst á, en störf hennar þegin en ekki alltaf þakkað sem skyldi. Lægstu laun hafa þessar konur þótt einstæðar séu og virðist enginn muna þær og þeirra þrek- virki að koma mannvænlegum bömum einar til manns, vinna allt- af verstu störfin og gleymast ef boðið er til hátíða. Við Svandís fórum saman góða ferð til Darimerkur og Svíþjóðar fyrir nokkrum árum. Ég mun alltaf minnast hennar í gleði okkar í fögru veðri er við skoðuðum helstu staði Kaupmannahafnar og ekki síst eftir langa lestarferð hvað hún gladdist að hitta bróður sinn, Ragnar, sem búsettur er í Karlstad. Öll sú ferð okkar, dvöl á hótelum og hjá vina- fólki víðsvegar var okkur oft tilefni til hláturs og gleði síðar meir. Hér heima lögðum við oft leið okkar í bæinn í kaffi o.fl. og við höfðum alitaf nóg umræðuefni og okkur leið vel saman. Hún bjó orðið ein, börnin flogiri úr hreiðrinu en trú sínu og áttu barnabömin visst athvarf hjá henni, þegar ég þurfti að halda. Svandís er kært kvödd. Ég þakka vináttuna og samveruna. Elín Torfadóttir. Hún Dídí okkar er dáin. Föstu- daginn fyrsta í sumri kvaddi hún okkur eins og venjulega og óskaði okkur góðrar helgar. Þá helgi var hún flutt á sjúkrahús, en þaðan átti hún ekki afturkvæmt lifandi. í rúm fimm ár hefur hún unnið á skóladagheimilinu í Breiðagerðis- skóla sem matráðskona og starfs- stúlka og þó máltakið segi að mað- ur komi í manns stað, verður erfítt að feta í sporin hennar. Hún vann heimilinu eins og það væri hennar eigið. Bömin vom hennar börn, ekkert var of gott fyrir þau. Stundvísi og reglusemi ein- kenndu hana ásamt samviskusemi og snyrtimennsku. En það sem mér fannst mest um vert í fari hennar og bömin fundu líka var, að það var hægt að treysta henni. Oft mætti hún til vinnu sárlasin, af því að hún vissi að enginn var til taks til afleysinga og hún vildi ekki að allt lenti á mér. Ef hún vissi að ég var lasin vildi hún reyna að hlífa mér. Við unnum vel saman að því sem þurfti að gera á heimil- inu, án þess að hafa mörg orð um það. Ég kynntist Dídí fyrst þegar við unnum saman á leikskólanum í Staðarborg. Ég var þar í fimm ár en hún ennþá lengur. Þar kölluðu börnin hana ömmu Dídí, en það segir meira en mörg orð. Heyrt hef ég ungling ávarpa hana með því nafni, en hann hafði þá verið sem lítill drengur hjá henni í Staðarborg og hélt tryggð við hana sem og fleiri börn. Dídí.þekkti og vissi deili á fjölda fólks, enda hafði hún unnið með börnum í meira en tuttugu ár. Hún um; og við kvefaða menn er ekki að sakast. En sá sem á við geðræn vandamál að stríða á oft erfíðara utan sjúkdómsins en innan hans. Ég hef oft furðað mig á hörkunni sem ríkir í heimi þeirra sem eiga við veikindi að stríða. Hún er í raun- inni undarleg þversögn. Þeir þurfa á hjálp að halda en vörn þeirra er lítil sem engin. Þeir lifa við hengi- flug tímans. Á stofnunum sem ætl- að er að gæta þeirra gagnvart hinu stormasama og erilsama þjóðfélagi ríkja oft éljaveður. Þeir horfa á fé- laganna fara, þjáningabræðuma hvefa einn af öðrum í mun ríkara mseli en flestir aðrir þurfa að gera. Ég ætla ekki að hafa þessi kveðjuorð fleiri, en ég minnist bróð- ur míns með vinarþeli og bróður- hug. Einar Már Guðmundsson. Friðsælt er tréð sem finnur ekki til, farsæll steinninn, hann kennir engra meina. Þyngsta böl og þjáning hörð er lif, , þrautin sú mest og skyldan verst, að hugsa. Að vera til, en vanta skil og átt, að varast það liðna, jafnt og hitt sem kemur. Komu dauðans kvíða fyrr en veit, kvalinn af lífi, birtu þess og skuggum. Að skorta allan skilning, jafnvel grun. Skammt þaðan frá, sem líkams yndi blómstrar, bíður ein gröf með greinum dauðafölum. Hulið með öllu hvert á svo að fara. Hvaðan var komið, ekki séð né vitað. Ljóðið hér að ofan, eftir Ruben Dario, í þýðingu Berglindar Gunn- arsdóttur og Sveinbjöms Beinteins- sonar, var okkar látna vini mjög hugstætt. Örlög hans vom óvenju hörð. Lífið lagði fyrir hann níð- þungt próf, sem hann varð að gang- ast undir, nauðugur, viljugur. En þrátt fyrir hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm, í hartnær 24 ár, og þau afrek sem hann oft vann í átök- um sínum við hann, þá náði hann ekki að sigra til fullnustu. Við sem eftir lifum drúpum höfði í hljóðri vann á róluvelli í Bústaðahverfi í mörg ár og það sem hún sagði mér frá þeim tíma sýndi að hún átti margar ánægjustundir þar. Þegar ungar mæður voru að koma með börnin sín á skóladagheimilið þekkti hún þær oft vegna þess að þær höfðu verið hjá henni á róló þegar þær vom litlar og sögðust þær eiga þaðan góðar endurminningar. Dídí fór ekki varhluta af mótlæti í lífinu. Ung að ámm slasaðist hún og hlaut mikil andlitslýti. Unglings- árin fóm í að bæta og laga þessi lýti. Hugur hennar stóð til náms þó að ekki yrði af því. Nálin lék í höndum hennar og þeir eru ófáir hlutimir sem hún hefur saumað enda átti hún þann draum að læra handmennt er hún var ung. Fjölskyldan var henni mjög kær. Hún talaði oft um foreldra sína, hve mikla virðingu þau báru hvort fyrir öðru og að þau hafi kennt börnum sínum að gera slíkt hið sama. Það veganesti sem hún fékk í foreldra- húsum kunni hún vel að meta. Þó hún hafi ekki alist upp við mikil efni leið fjölskyldan aldrei skort, Foreldrarnir vom ósérhlífin og dug- leg með sinn stóra barnahóp og bömin hjálpuðu til strax og þau gátu. Hún Dídí mín talaði oft um Björk- ina á Akranesi og þá kom sérstakur glampi í augu hennar. Húsið þeirra hét Björk og þaðan voru æskuminn- ingarnar. Hún talaði líka oft um elstu systur sína sem hún kallaði Beppu, og dó langt um aldur fram. Þessi systir hennar hafði alla tíð sýnt henni nærgætni og umhyggju og Dídí dáði hana mjög og virti. Hun ræddi líka oft um og hugsaði til systur sinnar Ingu sem býr fyrir norðan. Henni fannst þær eiga svo margt sameiginlegt og hún fann til með henni vegna sjúkdóms sem hún bar. Stundum sagði hún: „Inga systir er svo góð manneskja." Dídí varð einstæð móðir þegar bömin hennar vom lítil. Hún vann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.