Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 21 Margrét Rögnvalds dóttir — Minning Fædd 23. október 1989 Dáin 22. júní 1992 iðnaðarmanna, fyrir rétt um 10 árum, var Þorgeir útnefndur heið- ursfélagi Landssambandsins fyrir framúrskarandi störf í þágu ís- lensks iðnaðar, bæði á félagsmála- sviði og á sviði iðnrekstrar. Hafði hann nokkrum árum áður (1975) verið sæmdur heiðursmerki Lands- sambands iðnaðarmanna úr gulli. Þá var hann einnig kosinn heiðurs- félagi í Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja fyrir ómetanleg störf í þágu íslensks skipaiðnaðar. Þorgeir lét sig ekki einvörðungu varða málefni iðnaðarins. Hann var einnig virkur í sveitarstjórnarmál- um. Hann sat í hreppsnend Ytri- Akraneshrepps á árunum 1935- 1941, var varabæjarfulltrúi á Akra- nesi 1942-1946, bæjarfulltrúi á Akranesi 1946-1958 og 1962- 1966 og í bæjarráði 1951-1953. Hann sat lengi í stjórn Sjúkrahúss Akraness og átti mikinn þátt í upp- byggingu þess. Fyrir störf sín í þágu heimabyggðar sinnar naut Þorgeir mikillar virðingar og var kjörinn heiðursborgari Akraness árið 1982. Öllum störfum, sem Þorgeir tók að sér, sinnti hann af mikilli trú- mennsku. Hann var sérlega traust- ur maður og gott til hans að leita. Því bera vitni samstarfsmenn hans, starfsfólk í fyrirtæki hans og síðast en ekki síst viðskiptavinirnir. Hann var gæfumaður í einkalífi, þótt hann hafi eins og aðrir orðið að taka miklu andstreymi, ekki síst þegar fyrsta barn hans lést á unga aldri. Þorgeir var einn þeirra manna sem bugaðist aldrei og miklaði ekki fyrir sér stór eða erfið viðfangs- efni. Kona hans, Svanlaug Sigurð- ardóttir, og börn þeirra, Jóhanna, Jónína, Jósef og Svana stóðu ávallt með honum í blíðu og stríðu. Það er sagt um suma menn að þeir standi eins og klettar upp úr mannhafinu. Þorgeir var einn af þessum klettum og er ekki ofsögum sagt að hann var meðal þeirra sem settu svip á öldina og kunnu að gefa öðrum af sjálfum sér. Það var ekki ónýtt fyrir ungan mann, sem innan við þrítugt hóf starf hjá Landssambandi iðnaðarmanna og fékk einnig það hlutverk að hafa umsjón með starfsemi Félags drátt- arbrauta og skipasmiðja, að geta gengið í smiðju og leitað ráða hjá Þorgeiri Jósefssyni. Þótt samtölin yrðu býsna mörg hefðu þau þurft að verða fleiri. En þrátt fyrir langa reynslu Þorgeirs og yfirburða þekk- ingu á málefnum iðnaðar voru þessi samtöl aldrei neinar predikanir eða ítroðsla. Engar málalengingar eða Iöng ræðuhöld þurfti, hvorki í slík- um samtölum né á fundum. Um- ræðan fór alltaf fram af sanngirni og á jafnréttisgrundvelli, en með þeirri festu og vel undirbyggðu grundvallarskoðun sem einkenndi Þorgeir og mótast hafði af langri reynslu. Og þótt skilyrði iðnaðarins væru oft bágborin og efnahagslegt umhverfi andsnúið, ekki síst í skipa- smíðaiðnaðinum, lagði Þorgeir aldr- ei árar í bát. Hann vissi af langri reynslu, að eins og dagur fylgir nóttu og sumar vetri, birtir öll él upp um síðir. Sveiflur milli bjart- sýni og svartsýni komust því ekki að í huga hans eins og okkar hinna. Raunsæi var hans einkunnarorð og hann trúði því alltaf að þegar til lengdar léti yrði skynsemin ofan á. Þegar höfðingjar falla frá verður tilveran sviplausari en áður. Satt er það að maður kemur í manns stað. En andblær sterkra persónu- leika verður ekki borinn uppi af þeim sem eftir koma. Hann lifir áfram í minningunni. Enginn sem þekkti Þorgeir Jósefsson mun gleyma honum. Landssamband iðnaðarmanna og Félags dráttarbrauta og skipa- smiðja standa í þakkarskuld við Þorgeir Jósefsson, fyrir ómetanleg störf hans í þágu íslensks iðnaðar og samtaka hans. Við viljum færa Svanlaugu og afkomendum þeirra Þorgeirs samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorgeirs Jósefssonar. Þórleifur Jónsson. Fleirí greimr um Þorgeir Jó- sefsson bíðn birtingar og verða birtar í blaðinu næstu daga. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnafóður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf ogJíjört í dauða lést þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu að striða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (Sb. 1945 - M. Joch.) Margréti litlu eða Möndu eins og foreldrar og systir hennar kölluðu hana kynntist ég á deild 12-E Bamaspítala Hringsins fyrir rúmu ári. Móðir hennar sagði mér að hún væri með sjúkdóm sem hrifi hana burt úr okkar heimi. Og þá spyr maður af hveiju er verið að taka svona lítil börn úr faðmi fjölskyld- unnar? En við fáum aldrei fullkom- ið svar við því. Margrét var lítil og falleg stelpa en heft í líkama sínum. Hún naut yndislegrar ástar og umhyggju for- eldra sinna sem gerðu allt til að létta henni þessi miklu veikindi sem hrjáðu hana. Þegar ég kom í heim- sókn til Unnar og Dofra var mér alltaf tekið opnum örmum sama hversu veik Margrét var og alltaf átti hún allan hug manns og hjarta. Margrét var í sjúkraþjálfun á Landspítalanum hjá frábærum barnasjúkraþjálfurum sem gerðu allt til að henni liði vel. Hún lá á deild 12-E í veikindum sínum og þar hlúðu allir að henni eins mikið og hægt var enda yndislegt starfs- fólk þar. Elsku Unnur, Dofri og Nanna. Ég mun biðja Guð að gefa ykkur styrk til að takast á við erfiðan tíma sem framundan er en minninguna um yndislegu litlu Möndu ykkar verður ekki tekin frá ykkur. Ömmum hennar og öfum vil ég einnig senda mínar innilegustu samúðarkveðjur. Hönd þín snerti sálu okkar. Fótspor þín liggja um líf okkar allt. Jóhanna Hauksdóttir. Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (H. Pétursson) Elsku Unnur, Dofri og Nanna, við vottum ykkur dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja ykk- ur í sorginni. Addý, Atli og Daníel Örn. t Elskuleg systir mín, GUÐRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 29. júní kl. 13.30. Jón Óttarr Ólafsson. t Elsku litla dóttir okkar og systir, MARGRÉT RÖGNVALDSDÓTTIR, Álagranda 10, Reykjavík, sem lést í Barnaspítala Hringsins 22. júní, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudaginn 29. júní kl. 16.00. Þeir, sem vilja minnast hennar, vinsamlegast láti Barnaspítala Hringsins njóta þess. Unnur Bjarnadóttir, Rögnvaldur Dofri Pétursson, Nanna Kristín Magnúsdóttir. t Útför OTTÓS S. JÓNASSONAR fyrrv. brunavarðar, Hringbraut 78, veröur gerð frá Nýju kapellunni Fossvogi þriðjudaginn 30. júní kl. 15.00. Ása G. Ottósdóttir, Albert Stefánsson, Elfsabet S. Ottósdóttir, Örn Johnson, Helga Ottósdóttir, og barnabörn. t Eiginmaður minn, ÞORGEIR JÓSEFSSON fyrrv. framkvæmdastjóri, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju mánudaginn 29. júní kl. 11.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Sjúkrahús Akraness og dvalarheimilið Höfða, Akranesi. Svanlaug Sigurðardóttir. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS MARTEINSSONAR, Miðtúni 56. Sérstakar þakkir færum við fararstjór- um Samvinnuferða Landsýnar á Korfu, Mariu Perello og Helgu Einarsdóttur. Sesselja Einarsdóttir, Edda Sigrún Gunnarsdóttir, Þórður Sigurðsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigurjón Sigurðsson, Marteinn Gunnarsson, Ingunn Steinþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og móðurbróðir, WALTERANTONSSON hæstaréttarlögmaður, Eskihlið 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 30. júní kl. 13.30. Jónína Kristín Gunnarsdóttir, Elsa Rúna Antonsdóttir, Eyjólfur Björgvinsson, Gunnar H . Antonsson, Anton Eyjólfsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns og föður okkar, BENEDIKTS HANNESSONAR, Hofsvallagötu 18. Hallfríður Magnúsdóttir og börn. t Innilegt þakklæti til allra þeirra, er með nærveru sinni og hlýjum hugsunum styrktu okkur við missi litlu dóttur okkar, GUÐRÚNAR HILMARSDÓTTUR. Sérstakar þakkir eru færðar öllu starfsfólki vökudeildar og deildar 22A Landspítalans. Sigurlaug Jónsdóttir, Hilmar Sigurðsson. t Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls ástkærs sonar okkar, bróður, mágs, dóttursonar og frænda, MATTHÍASAR Þ. GUÐMUNDSSONAR, Miðvangi 121, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir sendum við séra Einari Eyjólfssyni og öllum vin- um og fjölskyldum, fjær og nær, fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Matthiasdóttir, Guðmundur Brandsson, Guðmundur R. Guðmundsson, Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir, Ragnheiður B. Guðmundsdóttir, Ægir Örn Guðmundsson, Örvar Þór Guðmundsson, Ragnheiður G. Guðmundsdóttir, Sara Rakel Hlynsdóttir, Guðmundur Heiðar Guðmundssor L E GSTEINAR HELLUHRAUNI 14 - SSO+IAFNAFíFIRÐI • SlMI 652707

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.