Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.08.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. ÁGÚST 1992 11 Um veiðireynslu og þorskveiðiráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar eftir Óskar Þór Karlsson í Morgunblaðinu hinn 24. júlí sl. birtist frétt þess efnis að „ákvarð- anir sjávarútvegsráðherra undanf- arin 14 ár um leyfilegan þorskafla hafi samtals numið 865 þús. tonn- um umfram tillögur Hafrannsókna- stofnunar á sama tímabili." Blaðið byggir þessa frétt á upplýsingum úr útreikningum Birgis Þórs Run- ólfssonar hagfræðilektors við Há- skóla íslands. í greininni „Af innlendum vett- vangi“ sem birtist á miðsíðu blaðs- ins, er nánar fjallað um fiskveiði- stjórnun og birt súlurit þar sem fram kemur hvernig fyrrnefndur mismunur á tillögum fiskifræðinga og raunverulegri veiði myndast á umræddu tímabili ár frá ári. í fljótu bragði mætti ætla að mismunur á tillögum og veiði upp á 865 þús. tonn fæli í sér haldgóða skýringu á hinu lélega ástandi þorskstofnsins nú. En ekki er allt sem sýnist í þeim efnum því þegar súluritið er skoðað kemur eftirfarandi í ljós: í byijun tímabilsins var staða þorskstofnsins mjög veik að mati Hafrannsóknastofnunar. Á fýrstu flórum árunum, þ.e. árin 1978 til og með 1981, fór þorskafli hinsveg- ar stöðugt vaxandi á íslandsmiðum. Öll þessi ár fór veiði langt framúr ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar eða frá 60 þús. upp í 130 þús. tonn á ári. Viðbrögð stofnunarinnar við þessari þróun voru þau að hún hækkaði stöðugt ár frá ári tillögur sínar um æskilegan hámarksafla, úr 250 þús. tonn 1979 í 400 þús. tonn árið 1981 og viðurkenndi þannig í reynd að mat hennar á ástandi þorskstofnsins var rangt eins og veiðireynsla þessara ára leiddi berlega í ljós. Þorskafli ársins 1981 fór síðan 60 þús. tonn framúr ráðgjöf, varð 460 þús. tonn. Árið 1981 varð þannig eitt af bestu þorskaflaárum sögunnar á ísland- smiðum. Viðbrögð Hafrannsókna- stofnunar voru á sömu lund og fyrr. Stofnunin hækkaði tillögu sína frá fyrra ári og lagði nú til 450 þús. tonna afla fyrir árið 1982. Og nú brá svo 'við að veiðigeta flotans megnaði ekki að uppfylla hinar bjartsýnu vonir fiskifræðinganna. Þorskveiðin árin 1982 varð „aðeins" 380 þús. tonn og þrátt fyrir að þeir fylltust nú „svartsýni" og gerðu tillögu um 100 þús. tonnum minni afla árið 1983 heldur en þeir höfðu ráðlagt árið á undan, náðist ekki heldur að veiða það magn. JgyÉg* FLISAR Im am Stórhöiða 17, við Gullinbrú, sími 67 48 44 „Sú niðurstaða sem dregin verður af öllu framansögðu er sú að það var eins og vera ber, veiðireynslan af miðunum sem mestu réði um ráðgjöf Haf- rannsóknastofnunar. Stofnunin hefur flest þessi ár breytt tillögum sínum til hækkunar eða lækkunar í samræmi við gjöfulleika miðanna sem veiðireynslan leiddi í ljós og þannig viðurkennt jafnóðum skekkjur sína í veiði- ráðgjöf." Þegar hér var komið sögu stóð það í reynd eitt eftir, varðandi físk- veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar á árabilinu 1978 til og með 1983, að í sjónum synti 120 þús. tonnum meira af þorski heldur en þeir höfðu, að teknu tilliti til eftirá- gerðra leiðréttinga þeirra, ráðlagt að veiða. Fiskifræðingar skáru nú tillögu sína um þorskveiði ársins 1984 niður í 200 þús. tonn fram úr ráðgjöf og afli ársins 1985, 120 þús. tonn framúr. Hefði ráðgjöf umræddra tveggja ára verið rétt þá hefði mikil alvara verið á ferðum og ekkert minna dugað en að gera tillögu um róttækan niðurskurð á Óskar Þór Karlsson afla a.m.k. niður í 150 þús. tonn ef ekki neðar, hefðu þeir átt að vera sjálfum sér samkvæmir. En sem betur fór var það veiðireynsla flotans sem enn og aftur gaf hald- bestar upplýsingar um ástand þorskstofnsins. Sem fyrr var það ráðgjöfin sem var röng en ekki veið- in, enda brá nú svo við að Hafrann- sóknastofnun leiðrétti sig enn á ný með því að hækka tillögu sína um æskilegan þorskafla um 100 þús. tonn og leggja til 300 þús. tonna veiði á árinu 1986. Næstu þrjú ár þar á eftir gerði stofnunin stöðugt tillögur um 300 þús. tonna þor- skafla. Þrátt fyrir að á þessum árum væri búið að taka upp mun harðari fiskveiðistjórn, með kvótakerfi, var ekki búið að hefta veiðarnar að fullu þar sem í kvótkerfmu var jafn- fram sk. sóknarmark. Sóknarmark- ið gerði það að verkum að enn var að nokru leyti til staðar möguleiki til þess að láta gjöfulleika fiskimið- anna ráða til um afla, enda fór svo að afli þessara ára fór alltaf veru- lega framúr ráðlögðum afla. Sú niðurstaða sem dregin verður af öllu framansögðu er sú að það var eins og vera ber, veiðireynslan af miðunum sem mestu réði um ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin hefur flest þessi ár breytt tillögum sínum til hækkunar eða lækkunar í samræmi við gjöfulleika miðanna sem veiðireynslan leiddi í ljós og þannig viðurkennt jafnóðum skekkjur sjnar í veiðiráðgjöf. Og eins og berlega kemur fram í því sem á undan er rakið og sjá má ljóslega á meðfylgjandi súluriti hef- ur flest þessi ár verið ráðlagður minni afli heldur en réttmætt var að veiða. Það er því gjörsamlega út í hött að leggja saman allan mis- mun sem myndast hefur á umræddu árabili á milli veiði og ráðgjafar og heimfæra hann sem óæskilega veiði umfram ráðgjöf fiskifræðinga. Sannleikurinn er sá að þegar þessi mál eru metin í ljósi reynslunnar og tekið er tillit til allra þeirra leið- réttinga sem fiskifræðingar hafa gert á ráðgjöf sinni með hliðsjón af veiðireynslu af miðunum á hveij- um tíma, eyðist sá 865 tonna mis- munur sem fyrr er getið. Þessi mis- munur mælir því fyrst og fremst uppsafnaðar skekkjur í veiðiráð- gjöf. Sérstaklega kemur þetta skýrt fram á þeim tíma sem flotinn sætti aðeins almennum sóknartakmörk- unum. Það er því ekkert sem bend- ir til þess að lélegt ástand þorsk- stofnsins nú stafi fyrst og fremst af ofveiði og það að um langvar- andi ofveiði sé að ræða er beinlínis rangt. Þvert á móti bendir öll fyrri reynsla, í marga áratugi, til þess að hér sé aðeins um tímabundna náttúrulega niðursveiflu að ræða, sem við ráðum engu um. Með þeim breytingum sem gerð- ar voru á kvótakerfinu með nýjum lögum sem tóku gildi í ársbyijun árið 1991 var fyrrnefnt sóknarmark í kvótakerfinu afnumið, að undan- skyldum veiðum smábáta sem út- hlutað fengu svokölluðu krókaleyfi. TiHögur Hafrannsóknarstotnunar og raunverulegur þorskafli 1978-1991 —------------ 1978 1979 1980 1981 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 Fiskveiðitímabil Hinir heittrúuðu kvótatrúarmenn ræða nú með vaxandi þunga um nauðsyn þess að koma þurfi „bönd- um“ á smábátana og „stoppa í öll göt“ á kerfinu með því að setja á þá kvóta, ásamt því að afnema svo- nefnda línutvöföldun sem heimiluð hefur verið í nokkrar vikur í svart- asta skammdeginu, þegar atvinnu- ástand í flestum sjávarbyggðum er hvað viðkvæmast. Næðust þessi markmið fram ásamt því að sú ógæfa yrði leidd yfir þjóðina að festa kvótakerfið í sessi, væri að öllu leyti búið að útiloka þá mikil- vægu leiðsögn sem fæst við eðlilegt samspil veiða og náttúru. í slíku niðumjörvuðu kerfi kæmu aldrei fram neinar skekkjur í veiðiráðgjöf. Eða væru þá loksins skipuð skilyrði fyrri fiskifræðinga til þess að hafa alltaf „rétt“ fyrir sér? Höfundur er formaður félags um nýja sjávarútvegsstefnu. Reiko Hozu píanóleikari. Reiko Hozu í Hafnarborg JAPANSKI píanóleikarinn Reiko Hozu heldur tónleika í Hafnarborg, Hafnarfirði, mið- vikudaginn 5. ágúst kl. 20.30. Á efnisskránni verða eingöngu verk eftir Johann Sebastian Bach, Toccata í d-dúr BWV 912, Ensk svíta nr. 2 í a-moll BWV 807 og Goldberg-tilbrigðin BWV 988. Reiko hóf píanónám sitt ung að aldri og tók lokapróf í píanóleik í Kunitachi-tónlistarskólanum í Tókýó og síðar í Tónlistarháskóla Parísar. Hún hefur hreppt verðlaun í alþjóðlegu kammermúsíkkeppn- inni í Trapani á Ítalíu (ásamt As- hildi Haraldsdóttur) 1991 og í Bach-tónlistarkeppninni í Tókýó 1984. Reiko hefur margsinni komið fram í franska útvarpinu og sjón- varpinu og nýverið kom út fyrsti geisladiskurinn hennar þar sem hún leikur ásamt flautuleikaranum Raymond Guiot. Mest seldu steikur á Islandi Nauta-, lamba- og svínagrillsteikur m. bakaðri kartöflu, hrásalati og kryddsmjöri. 690,- Tilboösverö: krónur. Viö seldum um þoð bil 6.000 steikur í júlí. Jarlinn, Sprengisandi, er því orbinn ob stœrsta steikhúsi landsins. Viö þökkum fróbœrar undirtektir og framlengjum steikartilboöiö út ágústmánuö. V E I T I N G A S T O F A Sprengisandi - Kringlunni rvanmmr. IIIII — I !l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.