Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.08.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 26. AGUST 1992 B 7 SUNNA Sl í REYNSLUTÚR Morg-unblaðið/Jón Páll Ásgeireson RÆKJUSKIPIÐ Sunna SI 67 er nú við veiðar norður í kanti. Þetta er fyrsta veiðiferðin að tveggja daga prufutúr undanskildum, síðan miklar breytingar voru gerðar á vinnsludekki skipsins. Til við- bótar við þau frystitæki, sem fyrir voru, vor settir um borð tveir nýjir flokkarar, suðupottur og lausfrystir af fullkominni gerð. Skipið kom til Siglufjarðar seinnipart síðastliðins vetrar og var þá að veiðum í apríl og maí. Síðan fór það í breytingar, sem unnar voru í Siglufirði og segir Róbert Guðfinnsson, framkvæindastjóri Þormóðs ramma, eiganda skipsins, að breytingamar virðist ætla að skila sér vel og framtíðin í rækjunni gæti þvi lofað góðu. Skipstjóri á Sunnu er Hinrik Hringsson og lönduðu þeir slatta af rækju eftir tveggja daga veiðar fyrir á dögunum áður en haldi var norð- ureftir. Á rányrkjan að halda áfram úti á höfunum? ÞESSI grein eftir Júlíus Þórðar- son á Akranesi birtist í Morgun- blaðinu 17. febrúar 1963 en Júl- íus hefur óskað eftir að greinin birtist nú aftur í blaðinu, þar sem hún eigi enn erindi til lesenda þess. Július segir í samtali við Morgunblaðið: „Faðir minn, Þórður Ásmundsson, sem var útgerðarmaður á Akranesi, og Jóhannes Kjarval listmálari voru skólabræður frá Flensborgar- skóla í Hafnarfirði. Þeir voru hásetar á skútu, sem gerð var út frá Engey á Kollafirði, og eitt sinn, þegar þeir voru búnir að fá góðan afla úti í Eyrar- bakkabugt, fyrirskipaði skip- stjórinn þeim að taka hrognin og svilin úr fiskinum, hræra vel saman í tunnu og sturta út í sjó. Þannig þóttist skipstjórinn borga fyrir það, sem hann tók úr hafinu. En hvort þessi aðferð ber nokkurn árangur er önnur saga. Þetta var þó tilraun til fis- kræktunar og jafnvel sú fyrsta á íslandi.“ Mannfjölgun og fæðuþörf Nýlega birtist rammagrein í Morgunblaðinu, sem skýrir frá áliti dr. Fritz Baade á hugsanlegri fjölg- un jarðarbúa og fæðuöflun þeim til handa, en hann er einn fremsti sérfræðingur Þjóðveija um land- búnaðar- og efnahagsmál. Hann telur að árið 2000 verði íbúatala jarðar orðin sex þúsund milljónir, eða tvöfaldist frá því, sem nú er. Mikil verður matarþörfin og eftir- spurnin eftir sjávarafurðum á þeim tíma, verður mönnum á að hugsa. Hann býst við að henni verði samt fullnægt, þrátt fyrir það, að meira en helmingur hnattbúa hungrar nú í dag, að sögn vísra manna. Hann leggur mesta áherzlu á landbúnað- inn til þessara þarfa, ræktunarað- ferðir og vélvæðingu hans, en lætur þess svo að lokum getið, að öll höfin séu eftir og bíði þá ræktun- ar, en fæðuframleiðsla þeirra hafi mjög lítið verið nýtt. Hann meinar þá eflaust ræktun þörunga og fiska. Hér á landi hefir einnig verið rætt og ritað um „ráðstafanir til þess að hindra eyðingu gróðurlend- is landsins", og er það vissulega rétt stefna, reyndar hefir verið framkvæmd mjög stórfelld ræktun á því sviði síðasta áratuginn. Eru öll höfln eftir? Eru öll höfín eftir? Það er óhætt að svara þeirri spurningu játandi. Allflestar fiskveiðiþjóðir, stórar sem smáar, hafa lagt mest kapp á veiðitækni og vélvæðingu, en alls enga ræktun framkvæmt, til þess að auka afraksturinn af fiskveiðum í höfunum. Rányrkjan hefir átt sér stað á öllum sviðum. Hér við land hefir þorskurinn orðið verst útleik- inn, verið drepinn í þúsunda tonna tali á aðalhrygningarsvæðunum, á sama tíma og hrognin eru full- þroska og fiskurinn er gjótandi. Smásíldin hefir verið veidd ótak- markað, þrátt fyrir slæma nýtingu til vinnslu. Annar uppfæðingur nytjafiska hefir verið líflátinn með dragnót upp við landsteina, miklu meira að magni, en menn í landi gera sér grein fyrir. Einnig má nefna veiði með þorskanótum á grunnsvæði í þessu sambandi. Svo er þetta kórónað með því að krydda þessa plokkfiskveiði með því, að sami báturinn togar, ekki einu sinni, heldur þrisvar sinnum í land- helgi, á sama sólarhringnum, eða því sem næst. Menn eru undrandi yfir þessari dirfsku landhelgisbrjóta, og að þeir telja sig hafa öðrum hnöppum að hneppa en að elta verði laganna á hafinu inn í hafnir til þess að svara til saka og þola dóm. En hver er afsökun þeirra? Jú, aflaleysi, og ef til vill sú að aðrir geri álíka spjöll á fiskstofninum í skjóli laga og réttar. Uppskerubrestur Áðurnefndur Dr. Fritz Baade telur að til þess að unnt verði að fæða 6.000 milljónir manna árið 2000 verði að beita öllum hugsan- legum nýjungum til eflingar land- búnaði, það verður að rækta jurt- irnar eftir vísindalega kannaðri áburðarþörf, það verður að koma í veg fyrir uppskerubrest af völdum sjúkdóma og skordýra o.s.frv. Uppskerubrestur hjá sjávarút- veginum virðist vera staðreynd í dag, þegar frá er dregin síldin. En hvað endist hún lengi, með því að slátra lömbunum á vorin? Það verður því að beita öllum hugsanlegum nýjungum og ráðum til þess að auka fískstofnana, ekki síður en jurtirnar hjá landbúnaðin- um, ef fullnægja á flestum þörfum hinnar ört fjölgandi íslensku þjóðar og eftirspum viðskipta þjóða henn- ar. Það verður að vernda hrygning- arsvæðin, takmarka eða jafnvel banna þorskanetaveiði á hrygning- artímanum, banna dragnót í fjörð- um og flóum, stofna klak- og fisk- ræktunarstöðvar í stórum stíl o.fl. Faxaflóinn og Hvalfjörður í sambandi við klak og uppeldis- stöðvar hefir mönnum fyrr og síðar verið hugsað til Faxaflóa og Hval- fjarðar, einnig mætti nefna Mikla- vatn í Skagafirði o.fl. Fyrir 30 árum og áður úði og grúði allt af varaseiðum (uppfæð- ingi þorsks, ýsu og ufsa) við bryggj- ur og í vörum við Faxaflóa. Það sýndi ótvírætt að mikil hrygning og uppeldi var í flóanum. Þá fískað- ist helmingi meiri afli en nú gerist, á helmingi styttri lóð, þótt meira en helmingi styttra væri róið. Nú sjást varla varaseiðistorfur „dorma“ við bryggjur. En aftur á móti úir og grúir loftið af veiði- bjöllu, en ein og ein flaug hér áður fyrr yfir höfðum skotmanna, sem lágu í leyni í klettaskorum. Þetta hefir allt sína sögu að segja, en vissulega getur margt hjálpað of- veiðinni og rányrkjunni, til þess að fækka fiski í sjó. Við skulum ekki efast um tak markaða glöggskyggni og þekk- ingu fiskifræðinga, en reynslan er ólygnust. Eitthvað og ef til vill margt er á ferðinni, sem veldur uppskerubresti hjá aðalatvinnuvegi vorum í dag, og við þann vanda verða hinir vísu menn að glíma. Það er ekki nægjanlegt, þótt gott sé, að hafa unnið sigur í land' helgisstríðinu ef vér svíðum sjálfir landið, sem unnið var eða réttara sagt, höldum áfram að stunda rán- yrkjubúskap á hafinu með ört vax- andi fiskiskipum og vaxandi veiði tækni. Ef við siglum sama strik, má jafnvel reikna með því að fram- tíðin verði efnahagslega hvorki fugl né fiskur. Höfundur hefur stundað útgerð frá Akranesi. Uthlutun og- afli loðnu- skipa á síðustu vertíð Úthlutað (tonn) Veitt Mism. Albert GK 14.111 19.640 +5.529 Ásborg EA 14.111 0 +14.111 Beitir NK 19.035 0 +19.035 Bergur VE 13.463 12.685 +778 Bjami Ólafsson AK 17.415 16.152 +1.263 Björg Jónsdóttir ÞH 13.917 9.056 +4.861 Björg Jónsdóttir II ÞH 13.852 3.084 +10.768 Börkur NK 17.608 30.228 +12.620 Dagfari ÞH 13.594 4.330 +9.264 Faxi RE 14.241 15.635 +1.394 Gígja VE 15.019 15.694 +675 Grindvíkingur GK 17.415 16.216 +1.199 Guðmundur VE 16.184 19.261 +3.077 Guðmundur Ólafur ÓF 13.980 13.848 +132 Guðrún Þorkelsdóttir SU 15.019 14.191 +828 Gullberg VE 14.111 11.465 +2.646 Háberg GK 21.296 18.296 +3.000 Hákon ÞH 15.407 14.441 +966 Harpa RE 21.230 0 +21.230 Heimaey VE 13.594 0 +13.594 Helga II ÞH 26.731 27.768 +1.037 Hilmir SU 32.886 32.954 +68 Hólmaborg SU 20.654 27.694 +7.040 Huginn VE 14.111 11.725 +2.386 Húnaröst RE 14.304 14.135 +169 Höfmngur AK 16.119 21.224 +5.105 ísleifur VE 15.019 17.234 +2.215 Jón Finnsson RE 14.111 0 +14.111 Jón Kjartans SU 17.350 15.136 +2.214 Júpiter RE 18.775 20.763 +1.988 Kap II VE 14.628 13.006 +1.622 Keflvíkingur KE 20.714 13.245 +7.469 Pétur Jónsson RE 15.471 0 +15.471 Sighvatur Bjamason VE 14.628 16.518 +1.890 Sigurður RE 19.423 22.139 +2.716 Sjávarborg GK 15.407 12.830 +2.577 Sunnuberg GK 21.039 16.569 +4.470 Súlan EA 15.407 16.302 +895 Svanur RE 14.628 15.627 +999 Víkingur Ak 18.969 21.114 +2.145 Víkurberg GK 13.656 14.501 +845 Þórður Jónasson EA 13.399 14.692 +1.293 Þórshamar GK 14.046 12.896 +1.150 Öm KE 26.926 17.144 +9.782 Samtals 743.003 629.438 +113.565 Vélstjórar Okkur vantar vélastjóra með annað stig á bát sem gerður er út frá Bolungarvík. Upplýsingar í síma 94-7440 á daginn og 94-7293 á kvöldin. Birnirhf. - Frystiskip Til sölu 236 brl. frystiskip byggt árið 1964 í Noregi, búið 990 ha Callesen aðalvél frá 1979. Skipið selst með veiðiheimildum. I inQ Skeifan 19,108Reykjavík, V4I IW sími 679460, fax 679465. Þorsteinn Guðnason, rekstrarhagfr. Fiskvinnsluvélar - búnaður Höfum til sölu m.a.: Baader flökunarvélar, 187, 188, 189, 190, 184PK 150, 175. Baader hausara, 424A, 415, 417, 421 o.fl. Baader roðvélar, 47, 51, 51DS. Einnig ýmsan annan búnað s.s.: Frystitæki, frystipressur, flokkara, sprautusöltunarvél- ar, kassalosara, flæðilínur. Seljum allar gerðir af línuspilum frá Oilwind. Talsvert af rafmagns- og dísillyfturum á staðnum. Tökum í sölu vel með farin tæki og búnað. Verið velkomin. lceMac-fiskvinnsluvélar, Söluþjónusta atvinnuveganna, Faxaskála 2, Reykjavíkurhöfn. Sími 91-623518, fax 91-27218.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.