Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1992 Náttúrulækningafélag Islands * Arni Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilsustofnunar STJÓRN Heilsustofnunar Náttúrulækningafélags íslands í Hvera- gerði hefur ráðið Árna Gunnarsson sem framkvæmdastjóra. Alls sóttu 23 um stöðuna en stofnunin mun reka heilsuhælið í Hveragerði. Skóflustunga tekin að nýju heimili fjöl- fatlaðra ungmenna Morgunblaðið/Júlíus Knútur Bruun við málverk Gunnlaugs Schevings A sjó, en það málaði Gunnlaugur árið 1945. Listmunahúsið: Sýningu á sjávarlífs- myndum Gunnlaugs Schevings að ljúka AÐSÓKN að sýningu Listmunahússins við Tryggvagötu á átta stórum málverkum eftir Gunnlaug Scheving hefur verið góð. Nær tvö þúsund manns hafa séð sýninguna sem lýkur á sunnu- dag. Myndirnar málaði Gunnlaugur á árunum 1945 til 1970 og myndefni þeirra allra tengist sjó og sjósókn. Málverkin átta eru í eigu ýmissa opinberra stofnana og hafa að sögn Knúts Bruun sem rekur Listmunahúsið aldrei verið sýnd saman áður. „Sumir halda því fram að þessi málverk séu meðal þess besta sem gert hefur verið í íslenskri mynd- list á þessari öld,“ segir Knútur Bruun. Hann kveðst hafa sett Listmunahúsið á stofn með það í huga fyrst og fremst að sýna þar íslenska samtímalist, en jafnframt hafi hann hug á því að sýna þar einu sinni á ári verk eldri meist- ara í íslenskri myndlist og tengja þær sýningar hveiju sinni ákveðnu þema í list málaranna. „Slíkar sýningar byggjast á því að eigendur myndanna, hvort sem það eru einstaklingar eða opinber- ar stofnanir, séu jafnfúsir til sam- starfs og raunin var á með þessa sýningu," segir Knútur. Röð sýninga á verkum íslenskra nútímalistamanna tekur við af Scheving-sýningunni í Listmuna- húsinu. Dagskrá og sýning um Ibsen í Norræna húsinu Árni Gunnarsson er nú stjórnarfor- maður ríkisspítal- anna. Morgun- blaðið spurði Ólaf B. Thors, stjóm- arformann Heilsu- stofnunarinnar, hvort það sam- ræmdist að stjórnarformaður ríkisspítalanna væri ráðinn í þessa framkvæmda- stjórastöðu. Ólafur sagði að þetta sé spurning sem stjórn Heilsu- stofnunar hafi ekki tekið afstöðu til ennþá. „En ef þetta tvennt er ekki talið samræmast reikna ég með að Ámi láti af starfi sínu sem FYRSTA skóflustungan var tekin nýverið að nýju heimili landssam- takanna Þroskahjálpar fyrir fjöl- fötluð ungmenni í Steinahlíð 1 í Hafnarfirði. Það var Guðmundur Árni Stefánsson bæjarstjóri sem það gerði. Fyrirhuguð bygging hússins markar að mati landssam- takanna tímamót í sögu þeirra. Nú sé húsnæði fatlaðra í æ ríkari mæli fjármagnað í félagslega hús- næðiskerfinu. Samtökin leggja áherslu á að ekki sé verið að byggja stofnun heldur heimili þeirra ungmenna sem þar eiga að búa. í húsinu, sem er 345 fermetrar að flatarmáli, eru tvær einstaklingsíbúðir og þqu íbúðarher- bergi. Hús og lóð eru sérstaklega hönnuð ti! að mæta sérþörfum fatl- aðra en þess jafnframt gætt að hús- ið falli inn í heildarskipulag hverfís- ins. Húsbyggingin er nær öll fjár- mögnuð með láni úr byggingarsjóði verkamanna en tíu prósent fjár- mögnunarinnar voru fengin úr hús- byggingarsjóði landssamtakanna. Mikil og góð samvinna tókst einnig að mati samtakanna við hlutaðeig- andi sveitarfélag, Hafnarfjörð. Bæj- arstjórnin útvegaði samtökunum lóð en ráð hafði verið gert fyrir henni í skipulagsuppdrætti svæðisins frá upphafi. Loks eru samtökin þakklát fyrir allan annan stuðning bæjar- stjórnarinnar og má geta þess að hún samþykkti nýlega að veita samtök- unum beinan fjárstuðning, eina millj- ón króna, til byggingarframkvæmd- anna. stjómarformaður ríkisspítalanna, enda er það aðeins aukastarf en framkvæmdastjórastaðan er heils- dagsstarf," segir Ólafur. Aðspurður vildi Ólafur ekki gefa upp hveijir hinir umsækjendurnir um framkvæmdastjórastöðuna hefðu verið. „Hér er um einkastofn- un að ræða og við höfum tekið þá afstöðu að gefa ekki upp nöfn umsækjenda," segir hann. Heilsustofnun mun reka heilsu- hælið í Hveragerði. Þar verður um að ræða 100 rúma endurhæfingar- deild sem rekin er samkvæmt sam- komulagi við heilbrigðisráðuneytið og 60 rúma heilsuhælisdeild þar sem sjúklingar taka þátt í kostnaði við reksturinn. Guðmundur Árni Stefánsson sést hér reiðubúinn til að taka fyrstu skóflustungu að heimilinu. SÝNING á grafíkverkum eftir norska listmálarann Ludvig Eikaas verður opnuð í anddyri Norræna hússins á morgun, laugardag, kl. 16. Myndefnið er Henrik Ibsen og persónur hans, en í september í fyrra kom út heildarútgáfa á verkum Henriks Ibsens hjá Den norske Bokklubben Ludvig Eikaas var fenginn til að myndskreyta verkið. í fréttatil- kynningu segir að á sýningunni megi sjá hvemig hann túlki marg- ar af persónum þeim sem Henrik Ibsen skóp í leikritum sínum. Einnig verður sýning á heildarút- gáfunni, en hún er í tveimur bind- um, alls um 1.000 blaðsíður. Den norske Bokklubben var stofnaður 1961 og hélt upp á 30 ára af- Mynd af Henrik Ibsen eftir Lud- vig Eikaas. mæli sitt á sl. ári með þessari útgáfu. I tengslum við opnunina verður Stéttarfélög á Suöurnesjum Mótmæli gegnaukinni vinnu Banda- ríkjamanna STÉTTARFÉLÖG á Suðurnesj- um funduðu með sljórn Starfs- mannafélags varnarliðsins á þriðjudag. Fundurinn fordæmdi þá þróun að Bandaríkjamenn ganga nú í auknum mæli í störf sem íslendingar hafa gegnt. Jafnframt samþykkti fundurinn að beita fullri hörku til að hamla gegn því að áfram sé gengið á rétt íslensks starfsfólks. Stjórnir félag- anna munu á næstunni ljalla nánar um þessa þróun og auka þrýsting á íslensk stjómvöld að standa betur vörð um hagsmuni starfsfólksins. ----* * *--- Kjarvalsstaðir Margar nýj- ar sýningar OPNAÐAR verða nýjar sýningar í öllum sölum Kjarvalsstaða á morgun, laugardag. í Austursal verður sett upp sýn- ing á verkum Alfreðs Flóka. I Mið- sal verða sýndar abstrakthögg- myndir Ásmundar Sveinssonar. í Vesturforsal verða til sýnis gler- listaverk eftir Færeyinginn Þránd Patursson. Loks verður í Vestursal opnuð samsýning írisar Friðriks- dóttur, Kristjáns Steingrímssonar, Ólafs Gíslasonar og Ragnars Stef- ánssonar. dagskrá í fundarsal Norræna hússins. Þar talar Kristinn Einars- son, framkvæmdastjóri Den norske Bokklubben, og segir frá útgáfunni og kynnir verkið. Jahn Otto Johansen ritstjóri kynnir Ludvig Eikaas og listamaðurinn tekur einnig til máls og segir sitt lítið af sjálfum sér. „Ludvig Eikaas er fæddur 1920. Hann er meðal fremstu núlifandi listamanna Noregs. Eikaas er fjölhæfur í listsköpun sinni; málar, vinnur með grafík og gerir höggmyndir. Hann hefur verið prófessor við norska listahá- skólann frá 1970. Ludvig Eikaas þykir litríkur persónuleiki sem tekur skelegga afstöðu í umræðu um hin ólíkustu efni og þess gæt- ir einnig í myndum hans, en þar birtist sköpunargáfa hans í ríkum mæli. Um þessar myndir hans í heildarútgáfunni segir Jahn Otto Johansen að Eikaas geri meira en að myndskreyta verkið, hann dragi fram og endurskapi þá stemmningu og hughrif sem ríkir í leikritum Ibsens, og fær lesand- ann til að velta vöngum að lestri loknum, en það er einmitt í anda skáldjöfursins," segir í fréttatil- kynningu. Jahn Otto Johansen hefur lengi starfað við fjölmiðla, bæði hjá norska sjónvarpinu og hjá dag- blöðum. Hann var lengi aðalrit- stjóri hjá Dagbladet í Ósló en starfar nú sem lausamaður í blaðamennsku og tekur að sér rit- stjórn. Jahn Otto Johansen hefur sent frá sér nokkrar bækur og rit um utanríkismál og fjallaði þá einkum um Austur-Evrópu. Tónleikar í Gardabæ TÓNLISTARSKÓLI Garðabæjar gengst fyrir tónleikum í Kirkjuhvoli laugardag- inn 29. ágúst kl. 17. Helga Björg Ágústs- dóttir og Steinun Birna Ragnarsdóttir leika saman á selló og píanó. Þessir tón- leikar eru jafnframt burtfararpróf Helgu Bjargar frá skólanum. Helga Björg hóf nám í sellóleik ung að árum og var nemandi Péturs heitins Þor- valdssonar við Nýja tónlistarskólann í Reykjavík allt til ársins 1989. Veturinn eft- ir stundaði hún nám hjá Malgorzata Kizi- emska-Slavek en síðastliðin tvö ár hefur Helga Björg verið nemandi Bryndísar Höllu Gylfadóttur við Tónlistarskólann í Garðabæ. í haust mun Helga Björg hefja framhalds- nám við Sweelicnk Conservatorium í Amst- erdam þar sem kennari hennar verður Dmitri Ferschtman. Á efnisskrá tónleikanna eru eftirtalin verk: Sónata í g-moll op. 5 nr. 2 eftir Beet- hoven, einleikssvíta nr. 2 eftir J.S. Bach, Habanera eftir Maurice Ravel og sellókon- sert í d-moll eftir Eduardo Lalo. Garðbæingar eru sérstaklega boðnir vel- komnir á þessa fyrstu tónleika Tónlistarskól- ans á þessum vetri. Aðgangur er ókeypis. (Fréttatilkynning) Helga Björg Ágústsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.