Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.08.1992, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. AGUST 1992 MYNDLIST ER EKKI FLÓKIN Háfsteinn Austmann opnar í dag sýningu í Listasal Ný- hafnar við Hafnarstræti. Haf- steinn er vel þekktur unnend- um myndlistar á íslandi. Hann fæddist á Ljótsstöðum í Vopnafirði 1934. Árið 1951 innritaðist hann í Mynd- og handíðaskóla íslands og dvaldi við nám í París 1954-55 í því fræga listamannahverfí þar, Montpamasse. Hann hefur haldið íjölda sýninga hér heima og erlendis. Þegar ég hitti listamanninn í vinnustofu hans við Hörpugötu í Skeijafírði sagðist hann ekki vera hrifinn af löngum viðtölum. En ég byijaði á því að spyija Haf- stein hvaða verk yrðu á sýning- unni í Nýhöfn. „Það verða verk sem ég hef unnið á undanfömum 2-3 ámm, 11 vatnslitamyndir og 10-15 olíumyndir. Ég er alltaf að glíma við abstraktmálverk- ið. Það var nú þannig að þegar maður var ungur nýkominn úr námi málaði maður ekki með það í huga að myndir manns myndu seljast. Það hvarflaði ekki að manni að maður gæti lifað af þessu. Þegar menn em famir að selja era menn oft hræddir við breytingar af ótta við að salan dvíni. En myndlist- in og vinnan í kringum hana er sífelld leit. Þegar ég byija að vinna mynd byijar þetta með fíkti með penslana og lit- ina. Maður er að sulla með óljósar hugmyndir og svo fínn- ur maður ákveðinn punkt og vinnur út frá honum. Ég er mislengi með hveija mynd en eftir því sem ég eldist því lengri ) er ég með hveija mynd. I vatnslitamyndunum hef ég verið að prófa nýja hluti. I vetur verð ég á samnorrænni sýningu í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og svo í Norræna húsinu. Þær myndir eru ekki í hefðbundnum stíl heldur tek ég efnið öðmm tökum. Ég hef verið að vinna þessar vatnslita- myndir undanfarið ár.“ Þegar tal okkar Hafsteins berst að skilgreiningu myndlistarinnar sjálfrar segir hann: „Ég er þeirrar skoðunar að myndlistin sé það sem fyrir augu ber og einstaklingurinn upplifí hveija mynd fyrir sig. Enginn sér sömu myndina eins. Myndlistin er ekki eins flókin eins og margir halda. Sama má segja um tónlistina. Ég þekki ekki nótur en ég nýt klassískrar tónlistar. Tónlistin er bara það sem þú heyrir. Það skemmti- legasta sem ég hef upplifað þegar fólk hefur séð myndir eftir mig em neikvæð viðbrögð sem síðar breytast í hrifningu. Svavar Guðnason sagði ein- hvern tímann að orð skýrðu ekki myndir. Myndin á skýra sig sjálf. Þetta eru orð að sönnu,“ sagði Hafsteinn Aust- mann að lokum. Ari Gísli UÓÐATÓNLEIKAR í SIGURJÓNSSAFNI Fjögur tónskáld frá fjórum löndum „Við ætlum að flytja létta og fjölbreytta efnisskrá frá fjórum löndum eftir fjögur tónskáld, sem eiga það sam- eiginlegt að hafa öll verið uppi á fyrri hluta þessarar aldar. Þó er tónlist þeirra mjög ólík og sprottin úr ólík- um jarðvegi." að er Þóra Fríða Sæmunds- dóttir píanóleikari sem hef- ur orð fýrir þeim Angelu Spor sópransöngkonu, en þær halda ljóðatónleika í Lista- safni Siguijóns Ólafssonar næst- komandi þriðjudagskvöld. Söngkonan Angela Spor er þýsk að þjóðerni og hefur starfað þar undanfarin ár og aðallega fengist við ljóða- og óratoríusöng ásamt því að kenna söng við tón- listarháskólann í Freiburg, „Við Angela kynntumst einmitt við Tónlistarháskólann í Freiburg en við vomm þar báðar við nám á sama tíma,“ segir Þóra Fríða. Námsár hennar við skólann í Frei- burg spönnuðu 1978-1981 og Angela hóf sitt nám á sama tíma og lauk burtfararprófi tveimur ámm síðar. Þóra Fríða stundaði síðan frekara nám við tónlistarhá- skólann í Stuttgart 1981-84 og lagði þar sérstaka áherslu á ljóð- aundirleik. Frá þeim tíma hefur hún starfað hér heima og auk þess að kenna píanóleik hefur hún komið fram á fjölmörgum tónleik- um sem meðleikari söngvara og f kammertónlist. Þær Angela Spor og Þóra Fríða segjast lengi hafa gengið með þessa hugmynd að halda tónleika hér á íslandi en tækifærið hafí ekki gefíst fyrr en nú. „Angela kon til íslands í fyrrasumar og þá var þetta ákveðið og síðan höfum við æft efnisskrána sitt í hvom lagi í vetur en undanfarna tíu daga höfum við unnið stíft að því að stilla okkur saman fyrir tónleikana," segir Þóra Fríða. Þóra Fríða Sæmundsdótt- ir píanóleikari og Angela Spor sópran- söngkona halda ljóðatón- leika í Sigur- jónssafni næst- komandi þriðjudags- kvöld. Mbl/Kristinn Eins og áður sagði er efnisskrá- in samsett af verkum eftir fjögur tónskáld; Tékkann Leos Janacek (1854-1928), Þjóðveijann Arnold Schönberg (1874-1951), Bretann Benjamin Britten (1913-1976) og Spánverjann Enrique Granados (1867-1916). Eftir Janacek flytja þær þjóðlagaflokk sem byggður er á textum og laglínum úr sveita- hémðum Tékkóslóvakíu. Eftir Schönberg flytja þær fjögur lög óp. 2 sem þær segja fyrstu verkin sem Schönberg skrifaði fyrir söngrödd og samin vom áður en Schönberg snéri sér að þeirri tón- sköpun sem hann er þekktastur fyrir og hefur markað honum sess sem merkasta tónskáldi þessarar aldar. Þar næst fylgja nokkur sönglaga Brittens við ljóðaflokk W.H. Audens On this Island og loks flytja þær 4 lög úr ljóðaflokk- inum Tonadillos eftir Granados. Angela segist hafa flutt þessi verk oft áður á tónleikum í Þýska- landi og Sviss en Þóra Fríða seg- ir verkin hafa verið ný fyrir sér og því spennandi að kljást við þau. „Þetta era ekki verk sem heyrast hér á hveijum degi og þó það sé ekki sérstakt metnaðarmál að flytja verk sem aldrei hafa heyrst áður, er kostur að þau séu ekki af því taginu sem til em á tugum upptaka með fremstu söngvumm heimsins. Það má kannski segja að flytjendur hafi meira svigrúm til persónulegrar túlkunar þegar verkin eru ekki alþekkt,“ segir Þóra Fríða að lok- um. Tónleikarnir eru á þriðjudags- kvöld og hefjast kl. 20.30. HS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.