Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.10.1992, Blaðsíða 35
35 M< »Rlil.’NBLADH) KI.MMTUDAGUK \ OKTÓBER 1992 Maðurinn sem skaut Oswald Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Ruby. Sýnd í Stjörnubíói. Leik- stjóri: John Mackenzie. Hand- rit: Stephen Davis. Framleið- endur: Sigurjón Sighvatsson, Steve Golin. Aðalhlutverk: Danny Aiello, Sherilyn Fenn, Arliss Howard. Einn af mörgum leyndardóm- um í kringum morðið á John F. Kennedy í Dallas 1963 er af hverju næturklúbbseigandi með tengsl við mafíuna skaut Lee Harvey Oswald, ætlaðan morð- ingja Kennedys, til bana. Jack Ruby komst á spjöld sögunnar en gaf aldrei upp það sem hann vissi, ef það var þá eitthvað, um morðið og lést í fangelsi árið 1967. Bíómyndin Ruby í leikstjórn breska leikstjórans John Mac- kenzies („The Long Good Friday“), en Siguijón Sighváts- son er annar framleiðandi henn- ar, reynir að varpa ljósi á þennan dularfulla mann og ástæðuna fyrir morði hans á Oswald og heldur sig við öllu umfangsminni samsæriskenningu en Oliver Stone setti fram í „JFK“. Ruby er um mafíukenninguna. í mynd- inni eru rakin tengsl stóru mafíu- fjölskyldnanna við forsetann eins og þau koma Ruby fyrir sjónir. Gefið er í skyn að mafían hafi tryggt forsetanum kosningu í embætti með svindli í Chicago og vilji nú fá eitthvað annað fyr- ir sinn snúð en sífelldar árásir frá dómsmálaráðuneytinu, sem bróðir forsetans, Bobby, var ráð- herra fyrir. Einnig er komið inn á tengsl mafíunnar og CIA og samsæri þessara aðila um að ráða Fidel Kastró af dögum. Öll sagan er sögð frá sjónar- hóli Rubys, sem Danny Aiello leikur stórkostlega vel. Myndin segir sögu hans og nektardan- smærinnar Candy Cane, sem Sherilyn Fenn úr Tvídröngum leikur með ósviknum Marilyn Monroe töktum. Bæði eru þau peð í leiknum. Cane gerist hjá- svæfa forsetans að undirlagi mafíunnar til að að koma skila- boðum á milli. Myndin gefur einkar sakleysislega lýsingu á þessum tveimur; Ruby er verald- arvanur smákrimmi en ætíð rétt- sýnn og sérstakur heiðursmaður í kvennamálum en Cane er sak- Iausa sveitastelpan sem vill eitt- hvað meira út úr lífinu. Eins og Aiello leikur hann ljómar skyn- semin af Ruby. Myndin gefur mjög samúðarfulla lýsingu á hon- um. Ruby blöskrar þegar ráða- bruggið um forsetamorðið rennur upp fyrir honum. Morð hans á Oswald virkar sem örvæntingar- full tilraun til uppreisnar gegn mafíunni. Allt í kringum þau eru sam- særislegir mafíumenn og dular- fullur CIA-maður, sem Howard Arliss leikur, og vekur reyndar fleiri spumingar en hann svarar. Bretinn Mackenzie og handrits- höfundurinn Stephen Davis, sem byggir á eigin leikriti, gera ágæt- lega í því að skapa andrúmsloft samsæris með leynimakki í kringum goðsagnakenndar per- sónur. Myndin er ómissandi fyrir þá sem áhuga hafa á Kennedy- morðinu og kom Ruby enda á hárréttum tíma, strax á eftir hinni umdeildu „JFK“. Ruby er forvitnilegur kafli í sögunni um Kennedymorðið, vel leikin mynd og á köflum áhrifa- rík saga af smákrimma og „venjulegum næturklúbbseig- anda“, eins og Ruby kallaði sig sjálfur, sem komst á spjöld sög- unnar í einum leyndardómsfyllsta atburði þessarar aldar. Hetjur, fól og manndrápstól Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Háskólabíó: Háskaleikur - „Patriot Games“ Leikstjóri Philip Noyce. Hand- rit W. Peter Iliff og Donald Stewart, byggt á metsölubók Tom Clancys. Tónlist James Horner. Aðalleikendur Harri- son Ford, Anne Archer, Patrick Bergin, Sean Bean, James Fox, James Earl Jones, Richard Harris. Bandarísk. Paramount 1992. Önnur myndin (því er spáð að hér sé í uppsiglingu „James Bond- myndabálkur“ tíunda áratugar- ins) um CIA spæjarann John Ryan (Ford) hefst á fyrirlestra- ferð hans um Bretlandseyjar. Hann hefur nú hætt hjá leyniþjón- ustunni og snúið sér að akade- mískari störfum. En er hann ásamt fjölskyldu sinni verður vitni að banatilræði við lávarð úr kon- ungsfjölskyldunni (James Fox) getur hann með snarræði bjargað lífi hans, skýtur annann tilræðis- manninn til bana en særir hinn (Bean). En hér voru írskir bræður á ferð og heitir sá er eftir lifir (Bean) að hefna bróður síns. Ekki líður á löngu uns Bean sleppur úr haldi og tekst næstum að vinna á eiginkonu Ryans og dóttur. Gamli leyniþjónustumað- urinn sér að hann verður að grípa í taumana og heldur aftur á mála hjá CIA. Þar hefur hann upp á illþýðinu í Norður-Afriku með aðstoð nútíma hernaðartækni og tekst að uppræta það - eða hvað? Ford er virkilega í essinu sínu og kann greinilega betur við sig hér en í mörgum öðrum myndum að undanförnu, svo sem Regard- ing Henry Kvikmyndagerðin hefur tekist með ágætum. Handritið, sem byggir á hinni bráðskemmtilegu metsölubók Clancys, er líflegt og aldrei dauðan punkt að finna. Og það er glætt sterkum tilfinningum hvað snertir fjölskyldubönd Ry- ans, nokkuð sem er harla óvenju- legt í afþreyingarmyndum sam- tímans og leikurunum tekst ákaf- lega vel að koma til skila. Svo dramatíska hliðin er í besta lagi. Sama verður sagt um átaka- atriðin sem minna áhorfandann á Persaflóastríðið þar sem herfor- ingjarnir sátu í makindum og sáu á sjónvarpsskerminum sprengjunum sínum rigna niður með ósköpum víðs fjarri. Sá kafli sem gerist innan dyra CIA er sá besti og harla nýstárlegur. Hér fær áhorfandinn örlitla innsýn í hátækninjósnabúnað og mann- drápsvélakost stórveldanna og þá leyndu, lygilegu veröld sem stjórnað er af leyniþjónustum þeirra. Þeir Bergin og Bean eru hinir ábúðamestu rustar og til sögunn- ar koma ófáir, valinkunnir skap- gerðarleikarar í aukahlutverkin. Þá er litla stúlkan í hlutverki dóttur Ryans vel leikin og Archer smellpassar í raunamætt hlutverk eiginkonunnar. Og frammistöðu Fords var getið hér á undan. En þó leikararnir standi sig undan- tekningarlaust vel og tónlistin sé afbragð þá er það tæknin sem hér er notuð sem er senuþjófur- inn. Háskaleikur er svo sannar- lega í anda nýs áratugar með nýjum brellum, tækni og tólum. ■ GEISLADISKUR með hljóm- sveitinni Bleeding Volcano kemur út í dag, 1. október. Geisladiskurinn ber nafnið Damcrack og á honum eru 13 frumsamin lög. I tilefni af útgáfu Damcrack heldur Bleeding Volcano tónleika í Café Rósen- berg í kvöld, fimmtudagskvöld, og hefst dagskráin um kl. 22.30. Næstu vikur mun Bleeding Volc- ano fylgja Damcrack eftir með tónleikahaldi á veitingastöðum og í framhaldsskólum. Bleeding Volc- ano skipa þeir Vilhjálmur G.F. Brekkan, Guðmundur Þ. Sig- urðsson, Sigurður Kristinsson og Hallur Ingólfsson. Japis sér um dreifingu Damcrack. ■ HLJÓMS VEITIN Loðin rotta leikur fyrir gesti og gangandi í veit- ingahúsinu Gjánni á Selfossi í kvöld og annað kvöld. Það hefir verið stefna veitingahaldara á Gjánni síð- ustu árin að færa lifandi tónlist yfir á kvöld virkra daga ásamt því að halda uppi músíkveislu allar helgar þess á milli. Það eru fyrir- tækin 18. MARZ og Krón FILM sem standa að tónleikunum en þau ætla að nota fimmtudagskvöldið til að hefja tökur á nýrri íslenskri kvik- mynd sem ber vinnuheitið Hálfgerð Grýla. Myndin verður tekin upp á næstu vikum og gerist stór hluti hennar á Selfossi og á Flúðum. Áætlað er að frumsýna myndina í nýjum bíósal sem tekinn verður í notkun á Selfossi í apríl á næsta ári. (Úr fréttatilkynningu) HASKÖLI ISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN ENDURSKIPULAGNING MARKAÐS- OG SÖLUMÁLA FYRIRTÆKJA Kynning á nokkrum aðferðum til að auka árangur í markaðs- og sölustarfsemi fyrirtækja. Fjallað verður um aðferðir við að meta núverandi stöðu m.a. með tilliti til samkeppni, greina vankanta og jafnframt nýja möguleika í sölustarfsem- inni. Einnig um notkun söluupplýsinga, eftirlit með árangri, einfaldar hagrænar úttektir o.fl. Leiðbeinandi:. Jóhann Magnússon, rekstrarráðgjafí hjá Stuðli hf. Tími: 7. október kl. 16.00-20.00. Verð: Kr. 4.800,-. Upplýsingar í símum 694923, -24 og -25. Vestur-Húna- vatnssýsla Stóðrétt í Víðidals- tungnrétt STÓÐRÉTT verður í Víðidals- tungurétt Vestur-Húnavatns- sýslu laugardaginn 3. október nk. Rekið verður til réttar kl. 11. Stóðinu verður smalað saman með fjárgöngum og verður smalað niður í svonefnd Heimalönd, fremst í Víðidal. Rekið verður til réttar kl. 11 á laugardagsmorgun. Söludilkur verður í réttunum og verða þar tamin og ótamin hross, fullorðin sem folöld, til sýnis og sölu. Búist er við að margir hestaá- hugamenn komi í réttirnar, en sveit- ungar líta á þær sem nokkurs kon- ar uppskeruhátíð. HÁRKÚR Áhrifaríkur hárkúr með Biotíni fyrir hár, húðog neglur. Vítamín, stein- efni, amínó- sýrur, protein. Hugsaðu vel um hárið! BÍÓ-SELEN UMB.SIMI 76610 VZterkur og hagkvæmur auglýsingamiðill! Fatahreinsun, Engihjalla 8, sími 641403. Hreinsum allan fatnað, gluggatjöld, rúmteppi o.fl. (—-OlOUPS ’f cx Wovncm +-laust '92 Skrifstofutækni • INNRITUN HAFIN • Við leggjum áherslu á vandað nám sem sniðið er að kröfum vinnumarkaðarins og nýtist þér í atvinnuleit. Kenndar eru eftirtaldar námsgreinar: § Bókfærsla § Ritvinnsla § Verslunarreikningur § Tölvubókhald § Töflureiknir § Tollskýrslugerð § Gagnagrunnur § Windows og stýrikerfi Athugið okkar hagstæðu greiðslukjör, kr. 5000 á mánuði til tveggja ára eða 15% staðgreiðsluafsláttur. Tölvuskóli íslands sími 67 14 66 • opið til kl. 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.