Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Píanótónleikar ________Tónlist_____________ Jón Ásgeirsson Jónas Ingimundarson i píanó- leikari hélt tónleika í Norræna húsinu sl. mánudag á vegum Epta, sem er skammstöfun fyrir Evrópusamband píanókennara. Jónas hefur unnið merkilegt starf í skólum landsins, verið ólatur að kynna tónlist og er öðrum tónlist- armönnum fremri og góð fyrir- mynd hvað það varðar. Tónleik- arnir báru þess merki að vera hugsaðir að hluta til sem kennslu- efni fyrir unga og óreynda hlust- endur, því þrátt fyrir að efnisskrá- in væri ákveðin en prentaða gerð hennar ekki afhent fyrr en að loknum tónleikunum, uppfærði Jónas tónleikana sem þeir væru „leiknir af fingrum fram“ og kynnti verkin, svo sem eins og honum dytti í hug á staðnum, hvað væri best að leika. Jónasi tókst þessi aðferð vel og kom al- vörugefnum hlustendum oft til að brosa og í raun að bijóta upp þögult og þungbúið hlustunar- hlutverk hljómleikagesta. Tónleikarnir hófust á tilbrigð- um Mozarts yfir A,b,e,d, sern Jón- as lék i heild fallega. A eftir fylgdi menúetti Paderewskis, þá kvöld- lokkar eftir Moszkowsksi, Spila- dósin eftir Ljadow og prelúdía eftir Rachmaninov. Allt eru þetta falleg tónverk og þarf að leika þau sérlega vel, svo sem eins og Jónas gerði, sérstaklega þijú síðstnefndu verkin. Fyrri hluta tónleikanna lauk Jónas með As- dúr píanósónötunni op. 26 eftir Beethoven. Ólíkt því sem Jónas leikur hvað fallegast með, þ.e. ýmis fínleg blæbrigði, þá var heildarsvipur sónötunnar grófari en búast hefði mátt við frá hendi Jónasar, t.d. í tilbrigðunum og einnig í sorgarmarsinum, sem var í hraðara lagi og vantaði því hinn þungbúna sorgargöngutakt, sem Beethoven var snillingur í að út- færa. í Sherso-kaflanum gætti of mikillar notkunar pedals og varð þessi sérkennilegi þáttur svolítið bólginn, þar sem hins vegar fer vel á að bæla niður spennuna og láta hana ekki bijótast út fyrr en undir lokin í seinni hluta menú- ettsins. Seinni hluti tónleikanna var byggður upp á sama hátt og fyrir hlé, en með íslenskum píanóverk- um, sem eiga erindi til ungra hlustenda, og voru það tvö lög úr Dimmalimm eftir Atla Heimi Sveinsson, Barnalagaflokkurinn eftir Leif Þórarinsson og Tón- leikaferðir, lagaflokkur eftir Þor- kel Sigurbjörnsson. Öll þessi skemmtilegu verk flutti Jónas mjög vel, sérstaklega þó Barna- lagaflokk Leifs. Tónleikunum lauk með sónötu í Es:dúr op. 31 nr. 3 eftir Beethov- en. í þessari sónötu er margt sér- kennilegt að heyra, eins og t.d. hljómskipan aðalstefsins, sem hefst á II. sæti, er gerir það sér- kennilega leitandi. Jónas lék þennan kafla vel, en bestur var hann í „stakkato“-kaflanum fræga, Scherzo-þættinum, sem Jónas Ingimundarson hann lék frábærlega vel. Upphaf- lega voru skersókaflarnir breyting sem Beethoven gerði á menúettin- um, en í þessari sónötu eru bæði skérsó (í sónötuformi) og menúett og það sem meira er, meúettinn er smálega breyttur hvað snertir endurtekningar og tónrænt irini- hald, t.d. er fyrsti kaflinn (menú- ett I) í raun 16 takta ljóðrænt sönglag. Lokakaflinn er erfiður, bæði hraður og jafnframt hryn- rænt erfiður og þar var leikur Jónasar ekki ávallt í jafnvægi og á köflum órólegur. I heild voru þetta skemmtilegir tónleikar, gæddir ýmsu því sem Jónas leikur hvað best með og ber auk þess vott um hversu fegurð tónlistar- innar er honum mikilsverð og ríkri þörf hans til að gefa öðrum með sér af þessum auði. Arkitektafélag fslands Hörður Agústsson listmál- Gunnar Guðbjöms- son á opnunartónleik- um í Wigmore Hall Gunnar Guðbjörnsson tenór- söngvari mun koma fram á Galatónleikum í Wigmore Hall í Lundúnum á morgun, fimmtu- daginn 12. nóvember. Tilefni tónleikanna er opnun tónlistar- hússins, en það hefur verið lok- að í eitt ár vegna viðgerða. Tónleikarnir eru tileinkaðir Shakespeare á þann hátt að textar eru allir eftir hann. Sextán ein- söngvarar koma fram á tónleikun- um; meðal annars Barbara Bonney sópran, Margaret Price sópran, Sarah Walker mezzósópran, Philip Langridge tenór og Francois Le Roux barítón. Við píanóið eru Ge- offrey Parsons og Graham John- son. Gunnar mun á þessum tónleik- um syngja tvö lög eftir Síbelíus við texta eftir Shakespeare og-taka þátt í flutningi á Serenade ,eftir R. Vaughan Williams og Finale úr Falstaff, eftir Verdi. Gunnar mun einnig taka þátt í söngtónleikaröð Norrænu Menn- ingarhátíðarinnar „Tender is the North“. Tónleikaröðin verður einn- ig í Wigmore Hall. Meðal söngvara á hátíðinni eru Elisabeth Söd- erström sópran, Karita Mattila sópran, Olaf Bár barítón og Jorma Hynninen barítón. Tónleikar Gunn- ars verða 27. nóvember og mun hann þá flytja verk eftir íslensk tónskáld og ljóð eftir Schubert, Strauss og Síbelíus. Við píanóið verður Jónas Ingimundarson. Þann 22. nóvember syngur Gunnar í „Missa solemnis„“ eftir Beethoven með Kammersveitinni í Frankfurt. Hann hefur nýlega end- urnýjað samning sinn við óperuna í Wiesbaden til tveggja ára. Gunnar Guðbjörnsson Síðustu sýnin g- ar á Uppreisn Sýningum íslenska dansflokksins á UPPREISN fer senn að ljúka. Að sögpi forráðamanna dans- flokksins hefur sýningunni verið mjög vel tekið, en í henni eru sýnd- ir þrír ballettar eftir jafnmarga danshöfunda. Fyrsta verkið á sýningunni er glettinn íþróttaballett þar sem dans- ararnir dansa tii dæmis fótbólta, karate og skautadans, annað verkið er Notturno eftir William Soleau en sá ballett er saminn sérstaklega fyr- ir íslenska dansflokkinn. Þriðji ball- ettinn er rómantískt verk með söngv- um Edith Piaf eftir. danshöfundinn Stephen Mills. Næstu sýningar verða í kvöld, miðvikudaginn 11. nóvember, fimmtudaginn 19. nóvember og síð- asta sýning fimmtudaginn 26. nóv- ember. Miðasala er í Þjóðleikhúsinu. ari kjörinn heiðursfélagi I TILEFNI af sjötugsafmæli Harð- ar Agústssonar listmálara þriðju- daginn 4. febrúar 1992 var hann kjörinn heiðursfélagi í Arkitekta- félagi Islands á seinasta aðalfundi félagsins. Hörður Ágústsson hefur starfað sem myndlistarmaður, kennari og fræðimaður um íslenska byggingarl- ist. í umsögn frá Arkitektafélagi ís- lands segir: „Hörður hefur verið brautryðjandi á öllum sínum starfs- sviðum. Hann hóf rannsóknir á ís- lenskri byggingarlist fyrir rúmum þremur áratugum að áeggjan Krist- jáns Eldjárns og hefur haldið þeim áfram sleitulítið. Hörður fjallar um íslenska bygg- ingarhefð sem listamaður. Hann skoðar og skýrir byggingarlist og byggingarhefðir í ljósi listræns skiln- ings. Hann varpar ljósi á þætti menn- ingarsögu okkar sem huldir hafa verið myrkri pg skyggnist lengra aftur í fortíð en áður hefur verið gert. Vegna þekkingar Harðar á menningarsögu Evrópu og reynslu hans af listsköpun og kennslu er Hörður Ágústsson listmálari hann þess megnugur að framreiða fomar byggingarhefðir okkar sem girnilegar krásir, þar sem aðrir sáu áður aðeins úldinn graut.“ Ennfremur segir að auk fræði- starfa um íslenska byggingarlist hafí Hörður unnið ötullega að varðveislu byggingararfs þjóðarinnar á hveijum vettvangi sem gefíst hefur. Hann átti dijúgan þátt í því að þjóðminja- lög voru aukin og bætt við þau kafla um húsafriðun, að húsafriðunar- nefnd tók til -starfa og Húsafriðunar- sjóður var stofnaður. Hörður tók þátt í stofnun og stjóm Torfusamtak- anna og hefur verið í fararbroddi íslenskrar húsvemdar í þijá áratugi. Enn segir að Hörður hafi með ein- stöku framlagi sínu til íslenskrar byggingarlistasögu lagt grunninn að menntun íslenskra arkitekta framtíð- arinnar. Til að votta Herði þakklæti fyrir framlag hans til íslenskrar byggingarlistar hafa félagar í Arki- tektafélagi íslands einróma kosið hann heiðursfélaga sinn. Viimustofusýn- ing í Hafnarfirði Fimm myndlistarkonur úr Hafnar- fírði og Kópavogi hafa um skeið rek- ið sameiginlega vinnustofu á Hellu- hrauni 16 í Hafnarfirði (á efri hæð Húsasmiðjunnar). Þær eru Erla Sig- urðardóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Katrín Páls- dóttir og Steindóra Bergþórsdóttir. Allar hafa þær að baki nám úr viður- kenndum myndlistarskólum hérlend- is og erlendis. Myndlistarkonumar vinna með blýant, olíu, vatnslit og gler. Opnunartími vinnustofunnar hefur verið óreglulegur fram til þessa, en til jóla verður hún opin alla laugardaga frá kl. 10-16 og þar verður ýmiss konar listvamingur til sýnis og sölu. ISLENSKA OPERAN = Prufusöngur Þann 30. nóvember nk. fer fram prufusöngur fyrir einsöngv- ara og kórsöngvara, sem óhuga hafa ó að koma sér ó fram- færi vió íslensku óperuna, kynna sig eóa lóta endurmeta. Einsöngvarar þurfa að syngja tvær ólíkar aríur úr óperum. Kórsöngvarar komi meó tvö ólík verkefni. Umsóknir berist Islensku óperunni skriflega eða símleióis eigi síóar en 24. nóvember nk. Morgunverðarfundur fösfudaginn 13. nóvemberl 992 kl. 08.00 - 09.30, I Áfthqgasal Hólels Sögu EVRÓPA OG TAIWAN • Á ÍSLAND TÆKIFÆRI ÞAR? Fjndurinn fjallar sérstaklega um viðskipti milli Taiwan og Evrópulanda, í nútíð og næstu framtíð. Við spyrjum m.a. hvort við gætum átt jpar hlutverki að gegna. En veltum að sjálfsögðu jafnframt fyrir okkur beinum viðskiptakostum gagnvart Taiwan og Asíu. Gestur fundarins og frummælandi verður C.P. Chang forstjóri Euro-Asian Trade Organization á Taiwan - EATO. Frummælandinn, C.P. Chang, hefur frá um J 970 m.a. verið opinber viðskiptaráðgjafi á erlendum vettvangi, framkvæmdastjóri Ferðamálaráðs Taiwan, sendifulltrúi í Washington D.C., og frá 1980 hefur hann verið starfsmaður og nú síðast forstjóri EATO. En EATO er sjálfstæð samtök í viðskipta- lífi Taiwan til eflingar viðskipta við Evrópu á sviði iðnaðar, verslunar og fjárfestingar. Fundurinn er opinn en tilkynna verður fyrirfram um þátttöku í síma VÍ, 676666 (kl. 08-16) Þátttökugjald með morgunverði kr. 1.000. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.