Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.11.1992, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1992 37. ÞING ALÞYÐUSAMBANDS ÍSLANDS Á AKUREYRI Miklar umræður spunnust um kjara- atvinnu- og efnahagsmál Ríkisstj ói'iiin hefur sagt sig úr lögum við friðinn Akureyri, frá Hjálmari Jónssyni ög Margréti Þóru Þórsdóttur blaðamönnum ÞUNGT hljóð var í fulltrúum á þingi Alþýðusambands íslands í umræðum um hjara- atvinnu- og efnahagsmál í gær og virtust flest- ir þeirra sem til máls tóku vera sammála um að stríðshanska hefði verið kastað, aðgerðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum var líkt við blauta tusku í andlit verkafólks og kváðu margir litla gleði fylgj- andi þvi að taka utan af þessum ,jólaglaðningi“ ríkisstjórnarinnar. Þá var forysta sambandsins gagnrýnd fyrir að hafa tekið þátt í við- ræðum við fulltrúa vinnuveitenda og ríkissljórn. Morgunblaðið/Rúnar Þór Ari Skúlason hagfræðingur ASÍ kynnti efnahagsaðgerðir sljórnvalda fyrir þingfulltrúum. Jóhannes Sigursveinsson, Dags- brún, hóf umræðuna og sagðist hann hafa haldið að atvinnumála- nefnd hefði átt að gera tillögur um atvinnumál og móta stefnuna fyrir hönd Alþýðusambandsins en mál hefðu þróast á þann veg að ríkis- stjómin hefði hirt úr tillögunum það sem þeim best þótti henta. Rúnar Sveinbjörnsson, Félagi ís- lenskra rafvirkja, sagði að ef til staðar hefði verið eitthvert traust til ríkisstjómarinnar þá hefði það brostið með þessum aðgerðum. í tillögu sem hann bar fram kom m.a. fram að aðgerðir stjómvalda væru sem blaut tuska í andlit launa- fólks og hvatti hann til þess að launafólk segði upp samningi sínum við ríkið. Hann sagði það litlum til- gangi þjóna að ræða um það fram og til baka á þinginu hvað hin og þessi leiðin í efnahagsmálum hefði skilað. „Það þýðir ekkert að segja hér, ef þessi leið hefði verið farin hefðu við haft svona og svona mik- ið út úr því, en svo komu vondu karlarnir í ríkisstjórninni og eyði- lögðu allt fyrir okkur,“ sagði Rúnar. Grétar Þorleifsson, Félagi bygg- ingamanna í Hafnarfirði, sagði rík- isstjómina hafa stolið af sér glæpn- um, sú vinna sem lögð hefði verið í umræður í félaginu að undanfömu og tillögur sem í kjölfarið fylgdu væru orðnar úreltar eftir að til- kynnt var um ráðstafanir ríkis- stjómarinnar. Þar væri um stríðsyf- irlýsingu að ræða og þyrftu þing- fulltrúar að bregðast við henni. Hafsteinn Stefánsson, Verka- lýðsfélaginu Þór á Selfossi, sagði það vekja furðu hve illa ríkisstjóm- inni gengi að stjóma landinu. Stjómin hefði breitt yfír sig sauð- argæru og rætt aðgerðir til úrbóta en ávallt hefði glitt í úlfshárin. Björn Snæbjörnsson, Verkalýðs- félaginu Einingu á Akureyri, kallaði aðgerðir ríkisstjómarinnar jóla- glaðning sem litla hrifningu vekti meðal launafólks, enda kaldar kveðjur sem fylgdu, skertar bama- og vaxtabætur, virðisaukaskattur á hitaveitur og fjölmargt annað sem kæmi sér illa fyrir láglaunafólk. Hátekjuskattur væri sýndar- mennska ein og sálfræðilegt bragð og hvergi væri minnst á fjármagns- skatt. „Við verðum að skoða okkar hug, en gefumst ekki upp fyrir stjórnvöldum. Við getum ekki liðið að verið sé að skerða laun fólks sem kannski eru ekki nema á bilinu 40 til 50 þúsund á mánuði. Við verðum að krefjast þess að þetta fólk fái skerðinguna bætta. Beijum í borðið og látum í okkur heyra,“ sagði Björn Snæbjömsson. í máli Gylfa Páls Hersis, Dags- brún, kom fram að þó svo útreikn- ingar sýndu að skerðingin í kjölfar aðgerða ríkisstjómarinnar næmi 6% yrði hún mun meiri þegar búið væri að taka ýmsa hluti með í reikn- inginn, einkum í ljósi þess að dreg- ið yrði úr kostnaði við mennta- og heilbrigðismál sem bitnaði á launa- fólki. Félagi hans úr Dagsbrún, Sig- urður Bessason, sagði ríkisstjómina vanhæfa og það eina sem hægt væri að gera væri að láta hana fara frá. Ólafur Pétursson gagnrýndi for- ystu Alþýðusambandsins fyrir að taka þátt í umræðunum í atvinnu- málanefndinni og sagði menn þar hafa tekið sér einræðisvald, þeir sem kosnir hefðu verið.til verksins hefðu verið reknir heim. Grétar Þorsteinsson, Trésmiðafélagi Reykjavíkur, sagði það hafa verið mistök að hafa ekki farið með þá umræðu sem átti sér stað í nefnd- inni út í hreyfínguna. Hann sagðist vera ósáttur við aðgerðir stjómar- innar og þingið hlyti að mótmæla þeim kröftugiega. Að sínu mati hefði kostnaðarlækkunarleiðin ver- ið skynsamlegust í stöðunni, en gengisfelling væri einhver mesta kjaraskerðing sem launafólk gæti fengið yfir sig. Hún væri fyrsta skrefíð og væntanlega fylgdi önnur á eftir, hrunadansinn væri hafínn. Hafliði Jósteinsson, Húsavík, sagði það óvirðingu ef þingið hafn- að ekki aðgerðunum og spymti við fæti. Kvaðst hann ekki trúa því að þingið sæti þegjandi og hljóðalaust undir yfírvofandi aðgerðum, ríkis- stjórnin væri höfuðóvinur verka- fólks og það myndi ekki láta valta yfír sig. „Þetta er nánast eins og sprengja sem varpað er hér inn á þingið,“ sagði Hafliði. Sigurður Ing- varsson, Arvakri, Eskifírði, sagði ríkisstjóm Davíðs Oddssonar vera búna að segja sig úr lögum við frið- inn í landinu. Hún hefði kastað stríðshanska og hafnað þvf að taka hann upp aftur. Vissulega væru vandamál til staðar í þjóðfélaginu, en það væru skýr skilaboð falin í þeirri leið sem stjómin hefði valið, hún vildi ekki tekjujöfnun, hátekju- skatt, fjármagnstekjuskatt, og ekki Sigurður Ingvarsson, varafor- maður verkamannafélagsins Ár- vakurs á Eskifírði og formaður fisk- vinnsludeildar Verkamannasam- bands íslands, sagði að allt væri ekki gott um þennan samning að segja og ráðherrar hefðu teygt sig langt í að fegra hann. Á samningn- urn væm ágallar að hans mati og við hefðum tvíhliða samning við Evrópubandalagið um innflutning á fiski sem fæli í sé verulegar tollaí- vilnanir. Líklega gilti það um 70% af fískútflutningnum. Þannig væri allur frystur fískur tollfijáls og sama gilti um fullbúnar fískvömr. Það sem væri nýtt að með samn- ingnum næði þetta til ferska físks- ins einnig. hert skattaeftirlit né heldur lækkun vaxta. Stjórnin hefði hafnað stöð- ugleika og samráði og augljóslega væri kjarastríð framundan. Hafsteinn Eggertsson tók í sama streng, sagði skilaboð ríkisstjómar- innar til 460 fulltrúa á þinginu þau að öllu samráði hefði verið hafnað í kjara- efnahags- og atvinnumál- um, hún hefði þar með hafnað þjóð- arsátt en kastað þess í stað stríðs- hanska. Menn þyrftu að búa sig undir átök við fjandsamlega ríkis- stjóm. Kári Amór Kárason, Verkalýðs- félagi Húsavíkur, sagði að menn þyrftu að læra af því sem gerst Þá varaði Sigurður við því að það að tengjast svo stómm vinnumark- aði sem Evrópumarkaðnum myndi veikja stöðu okkar og gera hana jafnvel vonlausa. Atvinnurekendur vilji flytja inn vinnuafl nú jafnvel þó innlent vinnuafl fáist á stöðun- um. Innflutningur á fólki frá lág- launasvæðum í Austur-Evrópu gæfi forsmekkinn af því sem kynni að verða ef samningurinn yrði að vem- leika. Erlent vinnuafl krefðist ekki yfirborgana og hefði ekki áunnin veikindarétt til dæmis. Hansína Á. Stefánsdóttir, for- maður Alþýðusambands Suður- lands, sagði að menn þyrftu að hyggja vel að því hvort samningur- inn hefði ekki í sér fólgin ýmis hefði undanfarið. Alþýðusambandið hefði farið inn í viðræður með vinnuveitendum og ríkisvaldi, en vissulega væri ávallt matsatriði hvort ganga ætti til slíkra við- ræðna. Fyrst og fremst hefðu menn horft til þess atvinnuleysis sem ríkj- andi væri og ekki væri við unandi og í ljósi þess hefðu menn viljað gera eitthvað í málunum. Nú byggju menn við það að niðurstöðumar væm þeim ekki að skapi, þeif hefðu verið plataðir, stjómvöld hefðu ekki verið tilbúin að hlusta á það sem verkalýðshreyfmgin hafði fram að færa og byrðarnar hefðu ekki verið fluttar til þeirra sem meira mega tækifæri, eins og á sviði jafnréttis, menntunar, neytendavemdar og í vísindum og tækniþróun. Samning- urinn gæfi fyrirheit um framfarir á fíölmörgum sviðum. Hann fæli í sér hættur, en einnig möguleika og tækifæri. Margrét Björnsdóttir frá starfs- mannafélaginu Sókn sagði að í EB-löndunum væm innan við 20% félagsmenn stéttarfélaga og at- vinnurekendur gerðu það víða að skilyrði að fólk væri ekki í stéttarfé- lögum. Gengjum við inn í EES jafn- gilti það afnámi verkalýðsfélagana. Grétar Þorleifsson frá Félagi byggingariðnaðarmanna í Hafnar- fírði sagði að menn óttuðust það sem þeir hefðu ekki næga þekkingu á og stjórnmálamenn hefðu einfald- að afleiðingar samningsins. Hætt- urnar væru margar honum tengdar og hann væri í hjarta sínu andvígur þessum samning. Þá þyrfti að draga sterkar fram kröfuna um þjóðarat- kvæði. sín heldur yfír á alla jafnt. Þessu hlyti þingið að mótmæla kröftug- lega, það friðsamlega ástand og samráð sem ríkt hefði á vinnumark- aði undanfarin ár væru úr sögunni. Nú þýddi ekki bara að láta í sér heyra og mótmæla heldur yrðu menn að vera samstíga, með því móti næðist árangur. Magnús L. Sveinsson, Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, sagði að öllum hefði verið ljóst að grípa þurfti til aðgerða í efnahagsmálum og verkalýðshreyfíngin hefði tekið þátt í umræðunum til að stuðla að því að komast mætti út úr erfiðleik- unum. Því ættu ráðstafanir nú ekki að koma á óvart, þó svo að inni- hald þeirra gerði það kannski. Sagði Magnús að megináherslan hefði verið lögð á að bæta úr atvinnu- leysi, en það hafði komið mjög mis- jafnlega niður á starfsgreinum. Hjálparaðgerðir stjórnvalda hefðu fyrst og fremst átt að koma sjávar- útvegi til bjargar og einnig iðnaði í landinum, en ekki hefði staðið á því að fulltrúar sjávarútvegsins hefðu grátið hástöfum í fjölmiðlum og sagt ráðstafanirnar ekki skila nægilega miklu. Hvað aðstöðugjöld varðar, sagði Magnús að af 4,3 milljörðum sem í heild væru greiddir í aðstöðugjöld væri hlutur sjávarútvegsfyrirtækja 700 milljónir, en t.d. væri skipting- in þannig í Reykjavík að verslun og viðskiptalíf greiddu um 50% allra aðstöðugjalda til borgarinnar. Kvaðst hann rétt mátulega trúa því að vöruverð lækkaði þó aðstöðu- gjaldð væri fellt niður og vísaði til nýlegra umræða um nautakjöt í því sambandi. Hansína Á. Stefánsdóttir, Versl- unarfélagi Suðurlands, sagði að- gerðir ríkisstjórnarinnar vera kalda vatnsgusu á launafólk, fulltrúar sambandsins hefði lagt mikla vinnu í að móta tillögur sem m.a. miðuðu að því að auka atvinnu, en þessum tillögum ríkisstjórnarinrtar hlyti þingið að mótmæla. Þeir sem lægstu tekjumar hefðu gætu ekki tekið á sig 6% kjaraskerðingu. Ingibjörg R. Guðmundssdóttir, Lífeyrissjóði verslunarmanna, sagði að tillögur þær sem fram hefðu komið frá verkalýðshreyfingunni hefðu miðað að því að lágmarka þær byrðar sem láglaunafólk þyrfti að bera. Þær aðgerðir sem ríkis- stjómin gripi til nú legðust hins vegar jafnt á alla sem kæmi verst niður á þeim sem minnst mega sín. Bima Þórðardóttir, Verslunar- mannafélagi Reykjavíkur, sagði enga kjarasamninga í gildi lengur eftir þær aðgerðir sem ríkisstjómin hefði boðað. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, sagði að við ættum í samkeppni við Norð- menn um fiskmarkaði, en þeir teldu sig hafa borgað fyrir aðgang ís- lands að EES-svæðinu. Norska þjóðþingið hefði samþykkt samn- inginn með þremur fjórðu hlutum atkvæða. Á samningnum væru auð- vitað gallar en það væru líka kostir við hann. Hvernig héldu menn að færi fyrir mörkuðum okkar með saltfisk á Portúgal og Spáni og mörkuðum okkar fyrir frystan físk ef við stæðum fyrir utan Evrópska efnahagssvæðið en Norðmenn væra innan þess. Samkvæmt spám físki- fræðinga ættu Norðmenn von á góðum afla næstu 4 til 5 ár. Þeir mættu veiða 450 þúsund tonn í Barentshafínu í ár og það væri óhætt að segja að við sætum eftir með öngulinn í rassinum ef við leyfðum Norðmönnum að sitja ein- um að þessum mörkuðum. Skiptar skoðanir iim samning um Evrópskt efnahagssvæði MIKLAR umræður urðu um Evrópumál og samninginn um Evrópskt efnahagssvæði á 37. þingi Alþýðusambands íslands sem var framhald- ið á Akureyri í gær. Hjá þingfulltrúum komu fram skiptar skoðanir á samningnum, en á þriðja tug manna tók til máls við fyrri umræðu um Evrópska efnahagssvæðið og fór dagskrá þingsins talsvert úr skorðum af þeim sökum. Að umræðum loknum var málinu vísað til nefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.