Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1993, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. JANÚAR 1993 HAFNARBORG BAMÐARÍSK UTANGARÐSLIST EFTIR JÓN PROPPÉ LIST utangarðsmanna, naífismi, bernsk list, art-brut. Allt eru þetta nöfn sem notuð hafa verið á list þeirra utangarðs- manna sem í raun áttu aldrei heima í hópi listamanna sem nema við akademíur og selja verk sín á sýningum, list sem hefur lengst af ekki þótt eiga erindi á söfn. Engu að síður hefur undanfarin ár vaknað ákafur áhugi á utangarðslist- inni og nefna má að hér á íslandi hafa utangarðslistamenn nýlega verið kynntir, bæði í bók Aðalsteins Ingólfssonar um einfara í listum, og á stórri yfirlitssýningu í Hafnar- borg sumarið 1990. Hafnarborg opnar nú aftur sýningu á svipuðum nótum, er nefnist „Outsider USA.“ En í þetta sinn er ekki um að ræða arftaka Sölva Helgason- ar, heldur Grandma Moses — utangarðslistamann Bandaríkjanna. Sjálfsprottin sköpun Utangarðslist einkenna óvenjuleg og óvænt sjónarhom á algenga hluti; óvænt samband milli hluta og mynd- þátta sem annars virðast óskyldir; eins konar þráhyggja sem verður til þess að listamaðurinn heillast af smáatriðum og nákvæmni sem öðr- um virðist smásmuguleg, eða að hann lætur alla þætti í mynd sinni lúta tilteknum mynstrum eða lögmál- um. Þá má gjaman greina í list utan- garðsmanna óvenjulegt val á mynd- efni og fantasíur sem spretta ýmist af vangaveltum um Qarlæga staði og framandleg dýr. Eða af þjóðsög- um og sögulegum jafnt sem hvers- dagslegum atburðum — jafnvel af sýnum og opinberunum. Allt þetta má finna í utangarðslist- inni, en einnig í verkum annarra listamanna. Það sem skilur á milli er það hve utangarðslistin virðist sjálfsprottin og blygðunarlaus. í henni fáum við notið einlægni líkt og hugsun listamannsins afhjúpi sig í einfeldni. Þannig laða verkin okkur til sín, eins og við löðumst að bömum — enda er utangarðslist gjaman nefnd bemsk eða naíf list — verða jafnframt dulmögnuð og ná að vekja fyrir okkur aðra heima og ónumin lönd. hlutimir renni saman eða að annar þeirra birtist aldrei án þess að hinn fylgi. Dæmi um þetta er að finna hér á íslandi í verkum ísleifs Konr- áðssonar þar sem fugl sést sitja á hveijum tindi — ísleifur virðist vart hafa getað málað tind án þess að setja á hann fugl. ísleifur málaði líka mynstur í sjálfa iitfleti mynda sinna, en einmitt það einkenni má finna í verkum fjölmargra erlendra utan- garðslistamanna, þeirra á meðal sumra sem nú eiga verk á sýning- unni í Hafnarborg. Mynsturhneigðin og áhugi á smá- atriðum verður oft yfirgnæfandi í list naífista, og sýnir það ljóslega hversu frábrugðin myndsýn þeirra er því sem gengur og gerist. Flest skoðum við veruleikann þannig að við gáum helst að heildaformum og finnum alhæfðar tengingar milli P.O. Wentworth: Án titils. Mjmsturveröld Wentworths er af öðrum heimi, líkt landslagi á fjarlægri plánetu eða öðru tilverustigi. Einkenni utangarðslistar í utangarðslistinni er gjaman rofin sú hefðbundna myndskynjun sem ræður daglegri umgengni okkar við veruleikann. Listamaðurinn virðist ekki tengjast veröldinni á sama hátt og við hin: hann sér mynstur þar sem við sjáum óreglu, og hann sér óreglu og ósamhengi þar sem okkur finnst ríkja einföld og sjálfsögð regla. I lífi flestra utangarðslistamanna má finna tiiteknar kringumstæður sem hafa orðið til þess að losa á ein- hvem hátt um hefðbundin sjónarhom — atburði sem hafa á einhvem háft raskað Iífi listamannsins og orðið til þess að hann sneri sér að listinni. Þessir atburðir móta oft á tíðum einn- ig stfl og myndmál verka hans. Sköpunarþörfin getur kviknað af því einu að einhver hefur lifað mikl- ar breytingar á menningu og at- vinnuháttum, og fer að mála myndir sem sýna horfið vinnulag, líkt og til að skrásetja liðinn tíma; þannig er því farið með íslensku listakonuna Sigurlaugu Jónasdóttur sem málar myndir frá uppvaxtarárum sinum á Breiðafjarðareyjum. í óvenjulegri til- fellum berast fólki sýnir, iíkt og Valdimari Bjamfreðssyni, en hann málar eftir myndunum sem birtast honum í kaffibolla sem hann leggur á biblíu. Mynstur og samhengi Mynstur er snar þáttur í list naíf- ista og utangarðsmanna, en það er einnig áberandi í list geðsjúkra. Mynstur fylla myndfleti margra lista- manna og hversdagslegt myndefni verður að heiilandi hópdansi smáat- riða — líkt og rýnt sé sífellt dýpra í myndveraleikann þar til innri bygg- ing hlutanna kemur í ljós og fer að mynda reglu í hversdagslegri óreið- unni. f myndunum myndast einnig gjaman tengsl milli hluta sem hvorki virðast tengdir merkingar- né or- sakatengslum. Þá getur farið svo að Henry Darger: Þær skjóta á óvinahermenn. Geðklofa heimur Dargers er engu að síður víðtækt dæmi um innstu fylgsni mannshugans. hluta. Þannig helst jafnvægi milli heildar og hluta: okkur dugar til dæmis að lýsa snjóþungum degi með því að segja að snjórinn hyiji allt, og eigum við þá við hvem þann hlut sem tiltekinn yrði. En naífistanum fer oft eins og þýska rithöfundinum Robert Walser sem dugði ekki annað í þekktri frásögn sinni en að tína til allt það sem snjóaði á: nef, eyru, hár, axlir og enni, húsþökin, ljósa- staurana, grindverkin, garðshlið- in ... Tilhneigingin til að alhæfa ekki, heldur telja upp allt, birtist víða í verkum naífista og má finna dæmi um slíkt í íslenskri list: þar sem Ás- mundi Sveinssyni dugðu einföld form Vatnsberans til að túlka vinnu heillar stéttar, einbeitir Sigurlaug Jónas- dóttir sér að smáatriðunum, til dæm- is þegar hún málar myndir af mó- tekju. Þá hefur hún í myndinni öll verkfærin sem notuð vom og sýnir öll handtök og alla verkþætti. Síðan segist hún sjálf vera stöðugt á nálum yfir því að hafa kannski gleymt ein- hveiju sem þurft hefði að hafa með. Hvert sem litið er blómstra smáatrið- in og naífistanum verður það nauð- syn að reyna að skrásetja þau öll. Þar sem á því em engin tök má oft greina í verkunum vissa örvæntingu og eins konar uppgjöf fyrir fjölbreyti- leika marinlífsins. Fantasían í utangarðslist þjónar myndverkið oft því hlutverki að búa til eins kon- ar tilgátu um það hvemig einhveiju er háttað. Þeir listamenn sem fáist við slíkt fylgja gjaman verkum sínum úr hlaði með itarlegum útskýringum á því sem þeim er ætlað að sýna; myndin er skýring á veruleikanum, en henni er ekki ætlað að vera merki- Utangarðslist ein- kenna óvenjuleg og óvænt sjónarhorn á algenga hluti leg sjálfrar sín vegna. En margir beita líka goðsögnum í myndum sínum, eða búa til sína eigin goðsögn eða heimsmynd, oft í gegnum persónulegar túlkanir á þekktum temum úr sögnum og mýt- um. Myndimar verða þannig hluti af sjálfsskilningi listamannsins — eins konar trúkerfi þar sem úr- vinnsla tákna og hugmynda fer fram í listaverkinu og sömu myndþættim- ir em endurteknir í ýmiss konar sam- hengi og mismunandi útfærslu. Oft á tíðum lita slíkar hugmyndir allt líf listamannsins, sem þá er talinn vera sérvitur eða jafnvel geggjaður. Alioft spretta slíkar hugmyndir af sýnum eða af dulrænni reynslu, en fyrir kemur líka að þær hafi orð- ið til af misskilningi listamannsins á vísinda- eða heimspekikenningum sem hann leggur myndum sínum til gmndvallar. Hvort heldur sem er reynast hugsanaferli utangarðslista- mannsins oft vera önnur en þau sem við eigum að venjast. Útleggingar hans á orsök og afleiðingu, rök- og merkingartengslum, og mikilvægi hluta í samhengi við aðra eiga stund- um afar lítið sammerkt með þeim skilningi sem við flest þykjumst hafa á veröldinni. Þegar svo er getur ver- ið erfítt að setja sig í spor listamanns- ins; áhorfandinn getur aðeins látið heillast af töfmmlíkri veröld hugar- flugsins þar sem allt gæti verið öðm- vísi og samhengi hlutanna er allt með öðm móti en virðist. Útbreiddur áhugi á bandarískri utangarðslist Utangarðslist hefur lengi vakið áhuga listamanna, og hafa þeir frá upphafi þessarar aldar oft leitað fanga í verkum naífista. En á undan- förnum ámm hefur þessi áhugi glæðst mjög og það em einmitt einna helst verk bandarískra utangarðs- manna — þeirra sem hér sýna og nokkurra annarra — sem vakið hafa athygli listunnenda og safnara. Kannski má þakka það stuttri sögu Bandríkjanna hve verkin virðast áhrifamikil: þau tala til okkar frá ótal hliðum, en alltaf af ákafri hrein- skilni sem hlýtur að heilla okkur og sá í hugann fijói nýrra sjónarhoma. Flestir þeirra listamanna sem eiga verk á sýningunni í Hafnarborg vom uppgötvaðir á síðustu tveimur ára- tugum. í allmörgum tilfellum var það ekki fyrr en að listamanninum látn- um að einhver rakst á verkin og kom auga á gildi þeirra, þar sem margir listamannanna lifðu einangmðu lífi. Um einn þeira vitum við ekki neitt, ekki einu sinni hver hann var: verk hans fundust í raslagámi í Ffladelfíu og þar sem þau em öll gerð úr vír gengur hann nú undir nafninu Víra- maðurinn frá Ffladelfíu. Geðræn vandamál Martin Ramirez (1895-1963) teiknaði allar myndir sínar á geð- sjúkrahúsi. Hann var lagður inn árið 1930 og var þá þegar talinn ólækn- andi; hann talaði ekki við neinn, held- ur sönglaði aðeins hljóðlega með sjálfum sér. Það var þó ekki fyrr en fímm ámm síðar að hann fór að teikna myndir. Á sjúkrahúsinu þóttu myndir hans lýsa sjúkdómi hans vel, en það var ekki fyrr en fimm ámm eftir dauða listamannsins að mynd- irnar fundust aftur og vora sýndar opinberlega. í myndum Ramirez má glögglega sjá hvemig mynstur og endurtekin form verða listamanninum grannur að nýrri myndveröld — einkaveröld sem hann byggir í listasköpun sinni. Mynsturnotkun af þessu tagi má einnig greina í verkum P.M. Went- worths, en um hann er nær ekkert vitað. Veröldin í verkum hans er vissulega öðmvísi en við eigum að venjast: landslag og byggingar af öðmm heimi, líkt og á fjarlægri stjömu eða öðra tilvemstigi. Trúarbrögðin Áhrifa trúarbragða gætir meira í utangarðslist Bandaríkjamanna en meðal annarra þjóða, enda trúar- brögðin snar þáttur í lífi flestra þeirra. Minnie Evans (1892-1987) fór að teikna ósjálfrátt 43 ára gömul eftir að hafa verið kennt það í draumi. Hún beitti reyndar ekki hefð- bundnu kristnu myndamáli og mynd- ir hennar bera frekar svip af list geðsjúkra, en bæði hún og þeir sem þekktu hana virðast hafa talið að myndimar bæmst frá Guði. í samfé- lagi hinna trúuðu em sýnir hennar opinbemn, og trúfrelsi í Bandríkjun- um er slíkt að enginn amast við óvenjulegri guðfræði. Flestir þeirra sem sækja myndir sínar til Guðs kjósa að fara leynt með list sína, en svo er ekki um alla. Á sýningunni em einnig myndir um trúarleg temu eftir Howard Finster (1916) sem stofnaði eigin kirkju til að boða sýnir sínir. Einangrunin En hvað sem trúboði Finsters líður þá er það yfirleitt í einvemnni sem áhrifamesta utangarðslistin verður til. Því til sönnunar má nefna Henry Darger (1892-1973). Darger ólst upp á heimilum fyrir „fávita", en bjó 40 ár í sama herbergi í Chicago og þreif það aldrei. Þegar hann dó fannst þar haugur af dagblöðum, hundmð snærishnykla, gamlar símaskrár, msl og fimmtán bindi — alls 14.282 blaðsíður — af myndskreyttu verki hans / heimi óraunveruleikans, auk 2.600 blaðsíðna sjálfsævisögu. Heim- ur óraunvemleikans er margbrotin veröld þar sem Darger bjó í huganum innan um stríðandi þjóðir, og ótrú- • legt ofbeldi. Hin illu öfl voru ráðandi lengst af vega þess að Darger hafði reiðst Guði. I frásögnum hans á rúm- um 14.000 blaðsíðum sjáum við bamsleg ævintýri sem umhverfast í ógn og ofbeldi sem gjaman tengist kynferði. Darger var geðklofi, en veröld hans er engu að síður víðtækt dæmi um innstu fylgsni mannshug- ans. Sjálfsprottinn stíll Á sýningunni má finna fulltrúa flestra þeirra afbrigða sem við þekkj- um af utangarðslist. Myndir Minnie Evans einkennist af dulmögnuðu mynstri. Bill Treylor er hinn óheflaði naífisti sem einfaldar hversdagslegt myndefni sitt svo að nálgast abstrak- sjón. í verkum Jimmy Lee Sudduth og Mary T. Smith er einfaldleikinn hrár og tilfinningamar sem hann virðist miðla em ákafar, jafnvel sárs- aukafullar. Myndir Eugene Von Bm- enchenheims, Martins Ramirez og P.O. Wentworths em til vitnis um hugflæði þegar hugur hans virðir ekki lengur landamæri hversdags- leikans — þær bera sterk einkenni geðsjúkdóma. En um leið og ýmislegt kann að virðast kunnuglegt í verkum þessara listamanna, og sum kunna jafnvel að virðast dæmigerð fyrir hitt eða þetta afbrigði naífísmans, em þau um leið öll afar persónuleg og því gætum við í raun aldrei leyft okkur að kalla það stíl þótt verk sumra utangarðsmanna virðist endurvelqa form og efnivið annarra. „Stíllinn“ er nýsprottinn í hverju verki — jafn frumlegur, ögrandi og heillandi í hvert sjnn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.