Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.01.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. JANÚAR 1993 eftir Guðmund Halldórsson LAWRENCE Eagleburger, frá- farandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur hvatttil þess að serbneskir leiðtogar verði Iátnir svara til saka fyrir stríðsglæpi. Hann hefur nafn- gTeint 10 menn, sem hann sakar um að bera ábyrgð á morðum á óbreyttum borgurum í Bosníu og vill að verði leiddir fyrir alþjóð- legan dómstól líkt og leiðtogar nazista í Niirnberg 1946. Þeirra kunnastir eru Slobodan Milosevic forseti og Radovan Karadzic, leiðtogi Serba í Bosníu. Ákœrandinn: Lawrence Eagle- burger Hinir eru ekki eins kunnir. Einn þeirra er Borislav Herak, 21 árs Bosníu- Serbi, sem ját- aði að hafa drepið að minnsta kosti 230 borgara þegar hann var tekinn til fanga nálægt Sarajevo í nóvember. Um mánuði eftir að Herak gekk í sveit „serbneskra sjálfboðaliða" í maí myrtu hann og tveir félagar hans 10 manna múha- meðska fjölskyldu í þorpinu Ahatovci — fjögur böm yngri en 12 ára, tvær gamlar konur og fjóra karla. „Við sögðum þeim að ekkert væri að óttast," sagði hann. „Við mundum ekki gera þeim mein, þau skyldu aðeins standa við vegginn." Yfírmenn hans sögðu að aðgerðin í Ahatovci væri cisceiye prostora — landhreinsun. „Okkur var sagt að staðurinn væri hemaðarlega mikil- vægur og drepa yrði alla múh- ameðstrúarmenn þar,“ sagði Herak. Herak lýsti tveimur hópmorðum á Sarajevo-svæðinu. Snemma í júní sá hann „sérstaka rannsóknarsveit" Serba vopnaða vélbyssum skjóta 120 múhameðska karla, konur og böm til bana á akri nálægt Vo- gosca. í júlí sá hann 30 menn frá múhameðska þorpinu Donja Bioca skotna og brennda til ösku í bræðsluofni í stálveri í bænum Ilij- as. Hann sá einnig lík 60 múslíma, sem Serbar höfðu notað til að skýla sér á bak við þegar Bosníuher reyndi að hrekja þá úr Zuc-fjöllum skammt frá Vogosca. Vinir forsetans Tveir Króatar em meðal þeirra sem Eagleburger sakar um stríðs- glæpi og em þeir þekktir undir dulnefnunum — „Adil“ og „Arif“. Þeir em liðsmenn króatískra stuðn- ingssveita, sem drápu rúmlega 50 Serba þegar þeir réðust á bflalest í ágúst. Tveir menn aðrir, sem Arkan: voldugasti skæmliðaforinginn. Eagleburger nafngreindi, hafa stjómað illræmdum fangabúðum: Drago Prcac, yfirmaður Omarska- fangabúða Serba, og Adem Delic, yfírmaður Celeici-búðanna. Eagleburger sakaði líka leiðtoga Róttæka flokksins í Serbíu, Vojislav Seselj, um stríðsglæpi. Seselj er jafnframt leiðtogi Hvítu arnanna, þótt því sé neitað að hann ráði yfír einkaher. Seselj hefur hins vegar kallað sig „hertoga" þúsunda „Tsétnika," sem nefna sig sama nafni og skæmliðar serbneskra þjóðemissinna í síðari heimsstyij- öldinni. Merki þeirra er kross og ljögur stór, kýrillísk „s“ og einkenn- isorð þeirra Bog cuva Srbe (Guð blessi Serba). Seselj er svarinn óvinur allra annarra íbúa fyrrverandi Júgóslavíu en Serba og menn hans hafa verið bendlaðir við morð á að minnsta kosti 300 Króötum, sem vom flutt- ir nauðugir úr sjúkrahúsi í Vukovar þegar serbneskur liðsafli náði bæn- um á sitt vald. Honum er þannig lýst að hann sé „pólitískur þorpari, sem hafí lúskrað á kennumm í verkfalli, sett óæskilega sjónvarpsfréttamenn á aftökulista og hvatt til þess að allir Króatar búsettir í Serbíu verði flutt- ir burt“. Dæmigert er talið að vel fer á með honum og Milosevic for- seta, sem kveðst ekki kunna eins vel við nokkurn annan stjómarand- stæðing. Annar maður á glæpaskrá Eagle- burgers, Zelijko Raznatovic, var í framboði í kosningunum eins og Sesselj. Fáir kannast við hans rétta nafn og þekkja hann af viðumefn- inu „Arkan", sem festist við hann í æsku. Hann er yfírmaður illræmd- ustu borgarahersveita Serba, Varðliðs serbneskra sjáifboðaliða — öðm nafni Serbnesku tígrisdýr- anna. Konungur stríðsherranna Þrátt fýrir skuggalegan feril er Arkan þjóðhetja og bjargvættur í augum margra Serba, einkum í Kosovo, þar sem 90% íbúanna em Albanar, sem hefur fjölgað ört á sama tíma og fjöldi Serba hefur flutzt á brott. Serbar í Kosovo áttu mikinn þátt í að koma Milosevic til valda í for- setakosningum fyrir fímm ámm vegna þjóðemisákafa og pólitískra áhrifa. I nýafstöðnum kosningum var Arkan í kjöri í Kosova og hamr- aði á því að stefna sín væri Stór- Serbía og undirgefni þjóðarbrota. Orð hans létu vel í eyram Serba í héraðinu. „Hann mun hjálpa Serb- um í Kosovo," sagði Zoran Tra- ikovic, fyrrverandi hermaður í einkaher Arkans. „Hann er mikil hetja, ættjarðarvinur og Serbi. Hann mun reka albanska innflytj- endur og hjálpa serbneskum flótta- mönnum." Arkan hefur verið kallaður kon- ungur „stríðsherranna," sem hafa stjómað skæmhemaði Serba í Kró- atíu og Bosníu og innlimað svæði í svokallað Serbneskt lýðveldi Bosn- íu-Herzegóvínu, sem nú nær yfír mestallt héraðið. Eins og hann em nokkrir þeirra fyrrverandi glæpa- menn, sem hafa verið gerðir að hetjum en em nú sakaðir um stríðs- glæpi. Þrátt fyrir erlenda gagnrýni, efnahagslega óáran og stríðsþreytu hefur Milosevic forseti ýtt undir áhrif þeirra til þess að skjóta and- stæðingum sínum skelk í bringu. Nokkrir harðskeyttustu skæm- liðar Serba í Bosníu em öfgafullir stuðningsmenn hreyfmgarinnar Serbnesk þjóðarvakning, sem hefur að kjörorði „í trú á Guð og fyrir konung og föðurland". Leiðtogi hreyfíngarinnar er Mirko Jovic, sem er kunnur bófí úr undirheimum Belgrad eins og Arkan og hefur verið kallaður „hertogi.“ Seldi rjómaís Arkan hefur meira verið í sviðs- ljósinu en aðrir leiðtogar skæmliða. Hann hefur oft mætt við opinberar athafnir í Belgrad og er yfirleitt alltaf vopnaður vélbyssu. Lífverðir fylgja honum hvert fótmál, gráir fyrir járnum. Stjóm Milosevics virð- ist bera fyllsta traust til hans og láta hann afskiptalausan. Upphaflega var Arkan kunnur o g vinsæll smáglæpamaður í Belgrad, sem stjómaði félagi stuðn- ingsmanna og aðdáenda knatt- spymufélagsins Rauðu stjörnunnar. Hann seldi ijómaís og sætabrauð í verzlun beint á móti leikvangi fé- lagsins, heyrði til svokallaðri Svart- fjallamafíu og ók um í glæsilegum I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.