Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.01.1993, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1993 Ber er hver að baki nema bróður eigi. Eða hvað? Þegar vinur hættir að vera vinur VIÐ værum líklega illa á vegi stödd og á okkur komin ef ekki ættum við vini að leita til. Astæður þess að við leitum í fé- lagsskap annars fólks og myndum náin tengsl við aðra, eru liklega faldar í ófullkomleika okkar. Mann- skepnunni virðist ekki vera eigin- legt að vera fullkomlega í sátt við sjálfa sig og fæstum fínnst best að vera í eigin félagsskap nema end- rum og eins. Ófá spakmæli hafa verið skráð um vini og vináttu, jafnvel heilu bækurnar ritaðar um slíkt efni og sumir telja vináttu göfugri en sjálfa ástina. Maður án vina er eins og vinstri hönd án þeirrar hægri, segja Spánveijar. ítalir eru eilítið drama- tískari er þeir bregða fyrir sig spak- mælinu: Aður en vinur er valinn, þarf maður að hafa etið með honum salt í sjö ár. f íslenskum bókmennt- um er vináttan ekki síður algengt viðfangsefni; Til góðs vinar liggja gagnvegir, þótt hann sé firr farinn, segir til dæmis í Hávamálum, svo vitnað sé í háfleygan litteratúr. Vinátta er eitt þeirra hugtaka, ásamt ást, gleði eða hatri, sem menn hafa og munu væntanlega lengi deila um hvað þýði. Laxness skilgreinir vináttu á frábærlega ein- faldan og skýran hátt í Heiman ég fór, Vinátta er verslun með kær- leika. Skyldi vinátta geta rofnað? Nei, segja strangtrúarmenn á göfug- leika vináttunnar, og bera fyrir sig að sönn vinátta vari að eilífu. Hvað um það, við birtum hér niðurstöður úr könnun sem gerð var fyrir mörg- um árum í Bandaríkjunum. Þar var kannað hvers vegna vinslit ættu sér stað. í flestum tilfellum var það vegna flutninga viðkomandi eða vinurinn hafði flutt og vjð það rofn- aði vináttusambandið. Á eftir fara önnur algeng svör og orðið vinur er notað hvort sem hann er karl- kyns eða kvenkyns. 1. Vinurinn fór á bak við mig. 2. Við komumst að því að skoðan- ir okkar voru ólíkar á hlutum sem skiptu mig miklu máli. 3. Ég (eða hann/hún) gekk í hjónaband. 4. Vinurinn giftist manneskju sem ég kunni illa við. 5. Vinurinn fékk peningalán hjá mér. 6. Við fórum saman í frí. 7. Annar okkar eignaðist bam. 8. Félagsleg staða annars hvors breyttist. 9. Ég skildi. 10. Vinurinn skildi. 11. Annar okkar varð miklu efn- aðri en^ hinn. 12. Ég fékk peninga að láni hjá vininum. ■ BT Salti má til dæmis ná af skóm og stíg- vélum með vatns- og ed- ikblöndu. Vatni og ediki er blandað til helminga Skór þurfa ekki að líta illa út þó úti sé snjór og slabb SKÓR fara ekkert sérlega vel í göngutúr í snjó og saltbornum götum, en til eru ágæt ráð við því. Salti má til dæmis ná af skóm og stígvélum með vatns- og edik- blöndu. Vatni og ediki er blandað til helminga. Skórnir eru síðan hreinsaðir með klút sem vættur hefur verið í blöndunni. Skór þurfa að fá að þoma við stofuhita og alls ekki við miðstöðvarofn. Ef skór rennblotna má koma í veg fyrir að þeir verði stífir með því að bera á þá söðlasápu áður en þeir þoma. Þegar stígvél verða blaut að innan er til dæmis hægt að þurrka þau með hárblásara. Tjöru og fltu er hægj; að ná burt af hvítum skóm með naglalakks- hreinsi. Athugið að hann getur eyði- lagt skó úr plasti eða með plasthúð. '■ BT _ Dragtir kvenna þóttu karlmannlegar en teljast nú sígildur klæðnaður ÞEGAR kvikmyndastjörnurnar Greta Garbo og Marlene Dietrich fóru að klæðast herralegum jökkum og pilsum eða buxum úr sama efni á þriðja áratugnum þótti mörgum slíkur klæðnaður með eindæmum ósmekklegur og allsendis ekki við hæfi að tvær helstu ímyndir kvenlegrar fegurðar skyldu lílga eftir hefðbundnum klæðnaði karla. SEkki leið samt á löngu þar æ til fleiri kon- ur fylgdu fordæmi þeirra og allar götur síðan hafa dragtir talist sígildur og fremur kvenlegur klæðnaður. Þrátt fyrir örar breytingar tískunnar sýna frægustu tísku- hönnuðir heims yfirleitt ýmsar útfærslur á kvendrögtum á sýningum sínum. Channel dragtimar eru víðfrægar einnig hafa Armani, Gianni Versace, Jil Sander og fleiri tískufröm- uðir ekki látið sitt eftir liggja. Undanfarin ár virðist vegur dragtarinnar enn vera á uppieið, sérstaklega hjá konum á þrítugs- og fertugsaldri. Hún hefur Iengi ver- ið hálfgerður einkennisklæðnaður ungu kon- unnar á framabraut- og fyrir Armani. Margir telja Garbo og Di- etruh frum- kvöila dragta- , ................... ........ n ifn-nmmii ~i tískunnar. henm er dragtin trúlega jafn mikil- væg og jakkafötin og bindið flestum karlinum, En það er sama hvaða starfi konan gegn- ir flestum finnst nauðsynlegt að eiga a.m.k. eina til tvær dragtir í fataskápnum. Ekki endilega eins hefðbundnar og embættiskonan eða konan í viðskiptalífinu klæðast jafnan, heldur dragtir í öllum mögulegum sniðum og litum. Kona í dragt þykir tilhlýðilega klædd við öll tækifæri; í vinnu, leikhúsi og hvers konar samkvæmum. Tískukóngar sjá efalít- ið fyrir því að konur staðna ekki í einlitum og formlegum drögtum eins og margir karlar í gráu jakkafötunum sínum. Hið sífellda flökt með pilsfaldinn veldur því að jafnvel íhaldsömustu konur þurfa helst að fá sér nýja dragt á hveiju ári. Breytileg snið og nýir tískulitir ráða einnig miklu þar um. Hér géfur að líta nýjustu dragtatískuna veturinn ’92-93. Ekki verður annað séð en dragtir frumkvöðl- anna þeirra Dietrich og Garbo myndu líka sóma sér vel nú til dags. ■ Gianni Versace. Embættiskonum, aéalskenum og fyrirmannafrúm kemur vel aö eiga dragtasofn. Hertogaynjan af Windsor, Jackie Onassis og Díana prins- essn. Chloé.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.