Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.01.1993, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. JANUAR 1993 35 Minning Jón Páll Sigmarsson í dag kveðjum við úr lyftinga- deild KR góðan vin og félaga, Jón Pál Sigmarsson. Fyrstu kynni undirritaðs af Jóni Páli urðu þremur árum eftir að hann hóf æfingar. Þá töluðu menn mikið um þennan bráðefnilega strák sem sýnt hafði hreint ótrúlegar framfarir þrátt fyrir stuttan æf- ingatíma. Þegar var farið að bera mikið á Jóni Páli á æfingum. Hann kunni vel við sig innan um æfinga- félagana, var ávallt í góðu skapi og hafði skemmtilega frásagnar- tækni. Jafnframt virtist hann fylgj- ast nokkuð vel með okkur nýgræð- ingunum, því að oftar en ekki staldraði hann við hjá manni og kom með sínar hugmyndir um hvað bet- ur mætti fara við æfingarnar. Þetta varð til þess að Jón Páll varð strax í miklum metum hjá manni og jók það til muna ánægjuna við að fylgj- ast með framgangi Jóns Páls hér heima fyrir sem og á erlendri grundu. Þetta sama ár, 1979, hóf frægð- arsól Jóns Páls sig á loft er hann vann til silfurverðlauna á Norður- landameistaramóti í kraftlyftingum sem haldið var hér í Reykjavík. Vakti hann mikla athygli fýrir skemmtilega framkomu ogvarð það hans aðalsmerki alla tíð. Árið eftir vann hann til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Sviss. Þá lá leiðin til Drammen í Noregi þar sem hann vann sín fyrstu gullverð- laun á erlendum vettvangi þegar hann varð Norðurlandameistari í kraftlyftingum. Árið 1981 vann Jón Páll sín önnur silfurverðlaun á Evr- ópumeistaramóti þegar hann lyfti samtals 852,5 kg í Parma. Þetta þótti geysigóður árangur og það var ekki laust við að manni hrysi hugur við þegar Jón Páll gaf út þá yfirlýsingu meðal félaganna að 900 kg múrinn skyldi falla. Þess varð ekki langt að bíða, en Jón Páll lyfti samtals 912,5 kg á íslandsmeist- aramótinu 1981 og varð þannig fyrsti íslendingurinn til að lyfta yfir 900 kg. Þetta sama ár fór Jón Páll á heimsmeistaramótið á Ind- landi, lyfti þar sömu þyngd og lenti í þriðja sæti. Þessi frábæri árangur tryggði honum titilinn íþróttamaður ársins 1981. Árið 1983 nældi Jón Páll í sín þriðju silfurverðlaun á Evrópumeistaramóti þegar hann lyfti 925 kílóum á Álandseyjum. Jón Páll setti Ijöldann allan af íslands-, Norðurlanda- og Evrópu- metum í gegnum tíðina. Mestri þyngd lyfti hann á Jötnamótinu í Jakabóli árið 1984 þegar hann lyfti samtals 970 kg sem jafnframt var Evrópumet. Á því móti setti hann einnig Evrópumet í réttstöðulyftu, 370 kg, og fór hann þá með setning- una fleygu: „Þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál.“ Jón Páll sneri sér nú meira að aflraunakeppnum og vann hann tit- ilinn sterkasti maður heims alls ijór- um sinnum og árið 1987 vann hann titilinn sterkasti maður allra tíma. Jón Páll var hin fullkomna ímynd íþróttamannsins. Framkoma hans var til fyrirmyndar hvort sem var í keppni eða utan og hann var reglu- maður á vín og tóbak. Hvar sem hann fór var eftir honum tekið og við Íslendingar getum verið stoltir af öðrum eins afreksmanni og Jón Páll var. Megi minning um góðan dreng og mikinn íþróttamann lifa í hjört- um okkar um aldur og ævi. F.h. lyftingadeildar KR, Agnar Már Jónsson. Einn fræknasti íþróttakappi ís- lendinga fyrr og síðar er fallinn í valinn. Fráfall hans er reiðarslag ekki síst fyrir þá sök að Jón Páll var ímynd hreystinnar, í blóma lífs- ins, atgervismaður til orðs og æðis. Jón Páll Sigmarsson var goðsögn í lifanda lífi og er og verður þjóð- sagnapersóna í líkingu við fornar hetjur fyrri alda. Hreysti hans var annáluð, kraftur hans kynngimagn- aður. Þegar þetta fór saman við hrífandi persónuleika og glæsilega framkomu, fór hróður hans víða og að verðleikum. Jón Páll stundaði íþróttir frá unga aldri og íþróttir voru hans líf. Hann bar alls staðar af, hvort held- ur í lyftingum, vaxtarrækt eða afl- raunum. Hvarvetna jafnvígur og langfremstur. hann var á sínum tíma kjörinn íþróttamaður ársins og hefði sjálf- sagt oftar keppt um og hreppt þann titil ef kraftlyftingar og vaxtarrækt væru íþróttagreinar innan íþrótta- sambands íslands. Það kom fyrir að slægi í brýnu milli hans og ÍSÍ, en þær eijur eru löngu gleymdar og íþróttaunnendur og íþróttafólk leit á Jón Pál sem einn úr sínum hópi. Hann var íþróttamaður af guðs náð, íþróttun- um helgaði hann líf sitt og starfs- orku. I krafti íþróttaiðkana og íþróttaafreka mun nafn og orðstír Jóns Páls haldast á lofti. Fyrir framlag hans til þeirra hugsjóna, fyrir afrek hans og hróð- ur vill íþróttasamband íslands votta Jóni Páli þökk og virðingu. Aðstandendum er vottuð samúð. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Þær stundir koma í lífi hvers og eins að mann setur hljóðan. Slíkt henti okkur feðgana þegar við urð- um vitni að og fregnuðum andlát góðkunningja og vinar, Jóns Páls. Sá sterkasti af öllum sterkum, sá hraustasti af öllum hraustum. Margfaldur kraftameistari og afl- raunamaður. ímynd heilbrigðis og hreysti, falinn í valinn langt fyrir aldur fram. Víst eru vegir Guðs órannsakanlegir, en sjaldan eins og nú. Kynni okkar við Jón Pál hófust fyrir um 10 árum síðan og fyrir þau viljum við þakka. Út á við var hann hinn stóri, hrausti, sterki vík- ingur, en við nánari kynni komu mannkostir og hæfileikar hans enn betur í ljós. Hjartahlýr, hógvær og hvers manns hugljúfi. Látlaus, meira að segja örlítið feiminn og strangheiðarlegur. Glaður og glett- inn, sífellt boðinn og búinn að ráð- leggja, aðstoða, hvetja og hjálpa. Góð fyrirmynd æskumannsins. Víst er, að fáir hafa kynnt ísland betur út á við en Jón Páll. Þessi síunga hetja, sem nú er um Gjallar- brú genginn. Eftir stöndum við hugsi, hljóðir og hnípnir. En minn- ingin um góðan dreng lifir og gleymist seint. Eftirlifandi ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. Jóni viljum við þakka allt og allt og þegar að kallinu kemur, þá er ekki amalegt að mæta honum aft- ur, dansandi léttum með bros á vör, með tilsvarinu „Sæll hrikaleg- ur, á ekki að taka á því?“ Guðbrandur og Kjartan. Þegar ég frétti andlát Jóns Páls þá var sem eitthvað gerðist innra með mér. Þótt kynni mín af Jóni Páli hefðu verið stutt myndaðist strax gagnkvæmt trúnaðarsam- band á milli okkar. Dagana í Suður- Afríku þegar Jón Páll og Magnús Ver kepptu á móti sterkustu manna heims, náði Magnús Ver þriðja sæti, en Jón komst ekki á blað vegna meiðsla í handlegg. Samt sem áður fékk Jón Páll mestu um- fjöllun í ríkissjónvarpinu þar í landi sem vinsælasti keppnismaðurinn á mótinu. Eftir mótið hurfu sumir keppand- anna strax af mótstað meðan Jón Páll var upptekinn við að gefa eigin- handaráritanir og halda á börnum fyrir myndatökur. Þetta lýsir mann- inum vel, það var enginn of lítill til að honum væri ekki gefinn tími og sýnd virðing. Þegar ég fékk hugmyndina um að kynna Island fyrir umheiminum talaði ég einna fyrst við Jón Pál um að hann tæki þátt í því og hann gekk strax til liðs við átakið af heilum hug. Jón Páll kom mér fyrir sjónir sem óvenjulega hreinn og beinn og vildi láta gott af sér leiða með því að vera góð fyrirmynd, í fyrsta lagi fýrir son sinn sem honum þótti mjög vænt um og í öðru lagi alla aðra sem dáðu hann sem af- reksmann í íþróttum. Hann átti svo margt eftir ógert og stórar hugmyndir um framtíð- ina. Ég bið Drottin Jesú Krist og algóðan Guð að hugga son hans, ættingja og vini. Halldór Pálsson. „Einstakur". Þetta orð lýsir því best hvern mann Jón Páll hafði að geyma. Nú horfum við á eftir góð- um vini og félaga en í þessari miklu sorg reynum við að vera jákvæð og trúum því að nú fái aðrir að njóta krafta hans og hjartahlýju. Hann er lagður af stað í eitt af sín- um fjölmörgu ferðalögum en í þetta sinn verður það lengra en vanalega. Nú hafa þeir hist að nýju félag- arnir Jón Páll og Jóhann sem lést á síðasta ári. Við sem eftir sitjum munum halda áfram að starfa í anda þeirra þar sem ávallt ríkti gleði, bjartsýni og hvatning. Jóni Páli fýlgdi þvílík orka og gleði að yfir öllu lifandi hvar sem hann kom. Hann var þeim hæfileika gæddur að geta komið öllum til að hlæja með einhverri skemmtilegri sögu af sér eða félögum hans, en þar var af nógu að taka. Jón Páll hafði þann fágæta kost að sjá það góða í fólki og lét sögusagnir og illar tungur um náungann sem vind um eyru þjóta og lét öllum finnast þeir vera sérstakir vinir hans. Fyrir utan það að hafa verið einstakur íþróttamaður á mörgum sviðum, var hann í huga okkar fyrst og fremst besti vinur sem nokkur get- ur hugsað sér. Þótt hann kveðji okkur ungur að árum þá eru fáir sem hafa upplifað jafnmikið og farið eins víða og hann á stuttri ævi sinni hér á jörð. Það er margt sem kemur upp í huga okkar sem við vildum segja en við munum minnast í bænum okkar. Að lokum viljum við votta unn- ustu hans, foreldrum, systkinum og syninum Sigmari Frey dýpstu sam- úð okkar. Elsku Jóhann Möller, missir þinn er mikill og við biðjum góðan Guð að styrkja þig í þessari miklu sorg. Inga Sólveig, Guðmundur, Björg og Guðrún. Mig langar að minnast Jóns Páls vinar míns með örfáum orðum. Ég kynntist Jóni Páli fyrst er hann kom á æfingastaðinn Jakaból í Laugar- dal. Þar fylgdist hann með okkur gömlu brýnunum fyrst um sinn og hreifst mjög af. Hóf hann sína fyrstu æfingu í framhaldi af því og var nokkuð sterkur strax í byijun. Samt datt mér ekki í hug á þeim tíma að jietta yrði sterkasti maður heims. Ég sá strax að þarna var maður sem hafði alla burði, líkam- lega og ekki síður andlega, til að verða afburða íþróttamaður. Jón Páll var með geðbestu mönn- um sem ég hef á lífsleiðinni kynnst, hvort heldur í blíðu eða stríðu, ég minnist þess t.d. ekki að hafa nokk- urn tíma sé hann reiðan. Ég ætla ekki að fara út í að tí- unda afrek hans, þau eru öllum kunn. Ég verð samt að nefna það að hann var einn fýrstur íslenskra íþróttamanna á sviði kraftíþrótta er hafði raunverulegt erindi í keppn- ir við erlenda kraftíþróttamenn. Ég minnist þess sérstaklega í hans persónuleika hversu einlægur hann var, er lýsti sér t.d. sérstak- lega í framkomu hans gagnvart börnum. Á mótum, jafnt sem á afl- raunasýningum, hampaði hann gjaman börnum sérstaklega, hélt á þeim, gantaðist við þau og lét þau finna til sín. Börnin fengu það á tilfinninguna að hann væri jafnvel fyrst og fremst að taka á fyrir þau, hann var ekki eingöngu að höfða til athygli þeirra er eldri vom. Ég tel þennan eiginleika lýsa mjög vel persónuleika Jóns Páls, því hvar endurspeglast betri hinn innri mað- ur en í þvi hvernig hver og einn kemur fram gagnvart barnssálinni? Jón Páll var glæsilegur á velli og margs er að minnast frá keppnis- ferðum okkar. Minnisstæðust er þó ^ ferð okkar til Kalkútta á Indlandi. Við vorum staddir í miðborginni er við urðum vitni af kröfugöngu tug- þúsunda manna. Áður höfðum við verið varaðir við því að vera á ferli vegna fýrirhugaðrar mótmæla- göngu, en forvitnin varð varkárn- inni yfirsterkari og fórum við því út. Skyndilega vorum við um- kringdir aragrúa Indveija, fát kom á göngumenn, er augun börðu þennan ljósa risa. Fólkið flykktist kringum okkur og ég sá þann kost vænstan að troða mér þétt að hlið . Jóns Páls. Jón Páll brást þannig við að hann brosti sínu heillandi brosi, tók nokkrar léttar vöðvasýn- ingar og bræddi hjörtu múgsins. Það sem í fýrstu virtist ætla að verða skelfileg lífsreynsla, snerist upp í stórkostlegar fagnaðarundir- tektir múgsins við hveija vöðva- hnykkingu Jóns Páls. Jón Páll var ósérhlífinn gagnvart félögum sínum á keppnisferðum. í því sambandi minnist ég t.d. Evr- ópumóts í kraftlyftingum í Zúrich, er hann í orðsins fyllstu merkingu bar einn félaganna, er meiðst hafði í kepninni, á höndum sér um alla Zúrichborg. Það var skondið að sjá upplit borgarbúa er þeir mættu r þarna einu stykki 125 kg víking með smækkaða útgáfu af víking, þ.e. 90 kg í fanginu. Ég vil hér nota tækifærið og koma á framfæri kveðjum frá Sverri Hjaltasyni er nú býr í Banda- ríkjunum og hefur ekki tækifæri á að koma og kveðja Jón Pál hinstu kveðju. Með þessum fáu orðum vil ég kveðja vin minn Jón Pál. Ég votta syni Jóns Páls, foreldrum og vinum mína dýpstu samúð. Skúli Óskarsson. ^ Fleiri minningargreinar um Jón Pál Sigmarsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. + Astkær eiginkona mín og móðir okkar, FJÓLA EINARSDÓTTIR frá Vestmannaeyjum, Norðurtúni 22, Bessastaðahreppi, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju föstudaginn 29. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagið. Bergur Ólafsson, Einar Bergsson, Ólafur Bergsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur vináttu, samúð og hjálpfýsi við andlát og útför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, SÖRENS JÓNSSONAR, Hrauntungu 34, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Anna Sigurðardóttir, Gréta Björg Sörensdóttir, Björn Magnússon, Anna Gréta Eyþórsdóttir, Elías Örn Eyþórsson, Sigrún Eyþórsdóttir, Sigurður Ingi Hauksson. t Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim, er á margvíslegan hátt minnt- ust eiginkonu minnar, HELGU GUÐRÍÐAR VETURLIÐADÓTTUR. Þá vil ég ennfremur þakka sérstaklega læknum og öðru starfs- fólki á deild B6 Borgarspítalanum fyrir frábæra umönnun og alúð við Helgu á löngum veikindaferli hennar. Sigurgeir Pétursson frá Gautlöndum. + Við þökkum öllum sem sýndu okkur hlýhug og virðingu vegna andláts og útfarar ÓFEIGS J. ÓFEIGSSONAR læknis. Unnur Sigurðardóttir, Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Vilhjálmur Egilsson, Anna Balle, Viggo Balle, Salome Eggertsdóttir, Hjalti Guðmundsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÁSGERÐAR RUNÓLFSDÓTTUR, Heiðarhvammi 6, Keflavik. Aðstandendur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNARS JÖRUNDSSONAR, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. Jóhanna Guðjónsdóttir, Ólöf Gunnarsdóttir, Viðar Einarsson, Reynir Gunnarsson, Sigrfður V. Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.