Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.02.1993, Blaðsíða 48
 Gæfon fylgi þér I umferðinni LMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTI 0, 101 REYKJAVÍK StMl 091100. SlMBRÉF 091181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 26. FEBRÚAR Í993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. ístak hf. stefnir á erlendan markað 10 millj- arða verk í Oman ÍSTAK hf. hefur sótt um heimild til stjórnvalda i Óman til að taka þátt í útboði um gerð níu físki- skipahafna í Oman. Fram- kvæmdir hefjast á þessu eða næsta ári. ístak mun bjóða í verk- ið í samvinnu við þrjú af stærstu verktakafyrirtækjum Danmerk- ur. Um er að ræða verk fyrir '"'“'-iiátt í tug milljarða íslenskra kr. Útboð vegna framkvæmdanna er í undirbúningi og hönnunarvinn- an er þegar hafín, að sögn Jónasar Frímannssonar verkfræðings hjá ístaki hf. Fyrsta verkið sem boðið verður út verður gerð hafnar í borg- inni Sur. „Ég geri ráð fyrir að við byðum í verkið í samvinnu við danska verk- taka, því þessi verkefni eru miklu stærri en svo að við treystum okkur til að bjóða í þau einir,“ sagði Jónas. Stærstu dönsku verktakamir Þessi fyrirtæki eru Phil og Sen, Hejgaard & Schultz, og Kampsax. Dönsku fyrirtækin hafa unnið sam- an að hafnargerð í Suður-Jemen, Sómalíu og víðar og standa því vel að vígi hvað varðar tilboðsgerð í verkin, að sögn Jónasar. Sjá miðopnu: „ístak í sam- vinnu við stærstu_ Morgunblaðið/RAX Nesið tengt ÞAR SEM Eiðsgrandi og Norðurströnd mætast er unnið við lagningu holræsis frá byggðinni á Seltjamamesi. Það verður seinna tengt holræsakerfi Reykjavíkurborgar, samkvæmt samkomulagi bæjarfé- laganna þar um. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar gatnamála- stjóra, er gert ráð fyrir að tengingu við holræsi frá Reykjavík verði komið á í lok árs 1994. Landsbankinn lækkar algengnstu vexti Raunvextir o g nafnvextir lækka * Líklegt að Islandsbanki lækki nafnvexti BANKARÁÐ Landsbankans ákvað á fundi sínum í gær lækkun vaxta nokkurra algengustu inn- og útlánsflokka frá og með 1. mars. Raun- vextir verðtryggðra skuldabréfa lækka um 0,25% og nafnvextir óverðtryggðra skuldabréfa lækka um 0,5%. Aðrir bankar eða spari- sjóðir höfðu ekki tilkynnt um vaxtabreytingar í gær en ákvörðun um vaxtabreytingar sem eiga að taka gildi 1. mars þurfa að liggja fyrir í síðasta lagi á hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru verulegar líkur á að íslandsbanki ákveði í dag lækkun vaxta á óverðtryggðum skuldabréfum. Eftir vaxtabreytinguna í Lands- bankanum fara kjörvextir verð- tryggðra skuldabréfa úr 7,25% í 7% og kjörvextir óverðtryggðra skulda- bréfa lækka úr 11,5% í 11%. Þá lækka vextir innlendra afurðalána um 0,75% eða úr 13,75% í 13% á ári og forvextir viðskiptavíxla lækka úr 16% í 15,5%. Á innlánahlið lækka nafnvextir Kjörbóka um 1%, og raunvextir Landsbóka, sem em með 15 mán- aða bindingu lækka um 0,25% á ári. Þá lækka raunvextir húsnæðis- sparnaðarreikninga bankans sam- svarandi. Fyrsta skrefið Brynjólfur Helgason aðstoðar- bankastjóri Landsbankans sagði að bankinn teldi að nú væri grundvöll- ur til vaxtalækkunar með tilliti til þess að verðbólga færi lækkandi og þetta væri fyrsta skrefíð til al- mennrar vaxtalækkunar sem bank- inn stefni að í náinni framtíð. Þær séu þó háðar því að jafnvægi verði í kjaramálum, verðbólga haldi áfram að lækka og lækkun verði á ávöxtunarkröfu á ríkisverðbréfum og hjá samkeppnisaðilum á fjár- magnsmarkaði. Ovíst er hvort raunvextir lækka hjá íslandsbanka en þar er fylgt þeirri reglu að láta kjörvexti verð- tryggðra skuldabréfa vera 0,75% fyrir ofan kaupkröfu spariskírteina ríkissjóðs á eftirmarkaði. Að sögn Ragnars Önundarsonar, fram- kvæmdastjóra íslandsbanka, virðist lítið tilefni vera til raunvaxtalækk- ana af þeim völdum enn sem komið er. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um vaxtabreytingar í Búnaðar- bankanum en bankaráðið kemur saman til fundar í dag. ♦ ♦ ♦---- Leignflug til Mexíkó Gengið frá breytingum á EES-samningnum vegna Svisslendinga i sumar Stefnt að því að EES taki gildi á miðju ári Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. MÁLAMIÐLUN náðist á samningafundi sendimanna Evrópubanda- lagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) í Brussel í gær um breytingar á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið (EES). Samningurinn verður að öllum líkindum sendur þjóðþingum aðildarrikja EB og EFTA til staðfestingar að nýju í næsta mánuði með nauðsynlegum breytingum vegna fráhvarfs Svisslendinga. Stefnt er að því að hann hafí hlotið staðfestingu fyrir 1. júlí og gangi í gildi þann dag. Samkomulag um viðbótarbókun við EES-samninginn náðist síðdegis í gær. Auk þess að gera ráð fyrir fráhvarfí Svisslendinga fjallar bók- unin um nokkrar efnislegar breyt- ingar á samningnum. Óbreytt framlag en Iægri vaxtaniðurgreiðslur í fyrsta lagi verður heildarupp- hæð þróunarsjóðs EFTA fyrir fá- —é:ækari aðildarríki EB óbreytt. Skipulag sjóðsins gerir ráð fyrir að hluti framlags EFTA-ríkjanna renni til beinna styrkja, en afgangurinn verður lánaður út á vegum Evr- ópska fjárfestingarbankans til ýmissa verkefna í þessum ríkjum með niðurgreiddum vöxtum. Niður- greiðslur á vöxtunum lækka úr 3% — í 2%. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar, skrifstofustjóra við- skiptaskrifstofu utanríkisráðuneyt- isins, minnkar það útgjöld EFTA- ríkjanna vegna sjóðsins um u.þ.b. 30%, miðað við að þau hefðu þurft að greiða hlut Svisslendinga óskert- an. Hlutfall lána og styrkja verður óbreytt. íslendingar munu þurfa að greiða um 17 milljónum króna meira á ári næstu fímm ár. Búvörusamkomulagi flýtt í öðru lagi samþykktu EFTA-rík- in að samningar um heimildir á innflutningi á tilteknum landbúnað- arafurðum frá EB ríkjunum tælqu gildi strax hinn 15. apríl næstkom- andi. Þetta er gert til að koma til móts við kröfur Spánveija um frek- ari innflutningsheimildir. Þetta þýð- ir tveggja til þriggja milljóna króna tekjutap ríkisins vegna niðurfelling- ar tolla á landbúnaðarafurðum, að sögn Gunnars Snorra. Ríkjaráðstefna í mars Samkomulagið verður tekið fyrir á fundi utanríkisráðherra EB 8. mars. Búist er við ríkjaráðstefnu EFTA og EB í kjölfar þess fundar og er stefnt að staðfestingu á samn- ingnum fyrir 1. júlí. Björn Bjarna- son formaður utanríkismálanefndar Alþingis sagðist ekki eiga von á hörðum deilum á Alþingi um breyt- ingar á samningnum. Sjá miðopnu: „Ætti ekki að vera efnislegur...“ Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FERÐASKRIFSTOFAN Heims- ferðir hefur leiguflug til Mex- íkó 24. maí næstkomandi og verður flogið á tveggja vikna fresti til 19. ágúst með mexí- kóska leiguflugfélaginu Taesa til Cancun. Sem dæmi um verð þá kostar ferð, miðað við tvo í stúdíóíbúð, frá 69.900 kr. og sé fjögurra manna fjölskylda á ferð næst verð enn niður og er frá 59.900 kr. Andri Már Ingólfsson forstjóri Heimsferða sagðist hafa notið góðs stuðnings mexíkóskra ferða- málayfirvalda og þetta væri árang- ur fimm mánaða samningavið- Sjá Daglegt líf, Cl. Þúsund manns á borgarafundi HÁTT í þúsund Eyjamenn komu saman á Básaskersbryggju í Vest- mannaeyjum og þeyttu bílflautur til að leggja áherslu á kröfu um að Heijólfsdeilunni ljúki. Feijan hefur verið bundin við bryggju í rúmlega 3 vikur eða síðan verk- fall stýrimanna hófst 4. febrúar. Á borgarafundinum kom fram að farið væri að bera á vöruskorti og mjólkurskortur kæmi sér illa. Ennfremur kom fram að flutn- ingskostnaður hefði aukist um allt að helming. Sjá bls. 24: „Tel mikilvægast...“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.