Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.04.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1993 C 11 Nýr og breyttur Saab 900 NÝR og breyttur Saab 900 verður kynntur umboðsmönnum og fjöl- miðlum í júlí og ágúst nk. Bíllinn er um margt breyttur en þó eru hinar klassísku línur Saab enn til staðar. Breytingarnar á bílnum ná einkum til öryggisþátta, akstureiginleika og mengunarvarna. Nýi Saab-inn verður m.a. boðinn með nýrri 2 lítra, 16 ventla og 190 hestafla vél. Hann verður fyrst kynntur almenningi á bílasýningunni í Frankfurt 9. september nk. Chrysler Neon '95 CHRYSLER Neon, eins og hann kemur líklega til með að líta út þegar hann kemur á markað 1995. Þessi mynd er unnin í tölvu, en framenda frumgerðarinnar hefur verið haldið leyndum og tölvan hefur teiknar líklegustu útkomuna. Chrysler Neon verður með 2 lítra vél, 16 ventla og fjögurra strokka. Farsímar taldir getað valdið tölvutruf lunum INNFLYTJENDUR Volvo, Renault, VW/Audi og Porsche í Dan- mörku hafa varað við notkun farsíma í bílum af þessum gerðum. Astæðan er nálægð innbyggðs loftnets símanna við tölvubúnað bíl- anna sem getur valdið truflunum í straumrás tölvubúnaðarins. Hugsanlegt er talið að tölvustýrðir hlutir í bílum geti bilað, og t.a.m. loftpúðar blásið skyndilega upp fyrir framan ökumanninn, drepist á bílvélinni eða læsivörn hemlabúnaðarins brugðist. 'Rudolf Anders- en, upplýsinga- fulltrúi Skandin- avisk Motor í Dan- mörku, segir að þrátt fyrir enn hafi ekki orðið óhapp af þessum völdum hafi þeir heyrt um dæmi þess að drepist hafi skyndilega á bílvélum þegar síminn hringir í bílnum. Fyrirtækið mælir eindregið með því að eigendur farsíma noti þakloftnet. Straumrás nútímabíla Farsímar í NMT-kerfinu þurfa 1 vatta straum til að starfa en í mörgum gerðum eykst straumur- inn upp í 6 vött þegar síminn er tengdur við sígarrettukveikjara bílsins. Farsímar í GSM-kerfinu, sem eru mjög að ryðja sér til rúms í Evrópu, starfa á tveggja, fimm eða átta vatta straum, og til eru gerðir sem starfa á 20 vatta straum, en þeir hafa reyndar ekki verið viðurkenndar. Svo mikill styrkur getur truflað flókna straumrásina sem stjórnar aðgerð- um í nútímabílum. Þess vegna er mælt með því að merkin frá inn- byggðu loftneti farsímans séu flutt í loftnet á þaki bílsins. Bannað í flugi Flugfélög hafa bannað notkun farsíma um borð í flugvélum vegna rafmagnstruflana sem þeir geta valdið og sömuleiðis hafa mörg sjúkrahús í Danmörku bannað notkun þeirra vegna háþróaðra tækja sem þar eru. Auk þess veitir það ökumanninum vörn gegn kröft- ugum útvarpsgeislum að hafa loft- netið á þaki bifreiðarinnar. Óttast er að slíkir geislar geti valdið heila- skaða og öðru heilsutjóni ef styrkur sendisins er of hár. ■ Útf jólublá Ijós auka öryggi INNAN fimm ára er búist við að útfjólublá bílljós verði farin að ryðja sér verulega til rúms í heimin- um, en í Svíþjóð hafa staðið yfir miklar prófanir á Ijósum af þessari gerð á vegum Saab og Volvo. Með útfjólubláum bílljósum sjást menn og dýr tvisvar til þrisvar sinn fyrr á veginum en með lágum ljósum. Útfjólublá Ijós lýsa upp næstum jafnstóran hluta vegar og hái Ijósgeislinn, en þau blinda ekki aðra ökumenn og því er hægt að hafa þau stöðugt kveikt. Útfjólublár geisli nær 100 metrum lengra út í myrk- ið, en lægri geisli hefðubundinna bílljósa, en helsti kostur útfjólublárra ljósa er að þau blinda ekki aðra ökumenn og eru að því leyti betri kostur en háu ljós- in. Sænsku bílframleiðendurnir ráðgera að innan tveggja ára verði útfjólublá bílljós komin í fyrstu bíl- ana. Viðbragðsvegalengd Markmið þessara rannsókna í Svíþjóð er að gera akstur að næturþeli þvi sem næst eins öruggan og akstur í dagsljósi. Nú er akstur að nætulagi a.m.k. talinn vera tvisvar sinnum hættulegri en akstur í dags- ljósi. Þessi hætta helgast af því að ökumenn aka að langmestu leyti með lágu ljósin logandi sem lýsa að- eins 50 metra fram fyrir bílinn. Þurfi ökumaður að forðast aðsteðjandi hættu á 80 km hraða á klst nýt- ist sú fjarlægð aðeins sem viðbragðsvegalengd en ekki sem hemlunarvegalengd. Með útfjólubláum ljós- um meira en tvöfaldast sú vegalengd sem lýsist upp fyrir framan bílinn og ökumaðurinn sér það sem er í 150 metra fjarlægð. Útfjólublá bílljós lýsa í gegnum snjókomu, þoku og regn. Ósýnilegur Ijósgeislf Saab og Volvo eru í samstarfi við Philips-verksmiðj- urnar, Valeo og Hella um þróun útfjólublárra ljósa í bíla. Til að tryggja sér einkaleyfi á framleiðslunni hafa Saab og Volvo stofnað fyrirtækið Ultralux AB. Enn er aðeins um tilraunir að ræða, en Svíamir vilja fyrirbyggja að ljósin geti valdið mönnum eða dýmm skaða áður en þau verða sett á markað. Einnig er stöðugt unnið að endurbótum á ljósgeislanum svo hann verði því sem næst ósýnilegur. Enn sem komið er varpa ljósin frá sér bláum geisla sem líkist neyðar- Ijósum lögreglu- og sjúkrabíla. Tilraunaakstur Svíanna með þessi ljós byggist því á undanþágum frá almenn- um umferðarlögum. Á tilraunabrautum Saab og Volvo Með lágu ljósunum lítur vegurinn út á þessa lund. Þegar hraðinn er 80 km á klst. hefur öku- maðurinn tvær sekúndur til að bregðast við og hemla innan þess svæðis sem er upplýst, en það er ógjörningur. Við nákvæmlega sömu aðstæður, en með útfjóju- blá ljós sem lýsa upp hættuna framundan. Út- fjólublátt ljós endurkastast af klæðum og end- urskinsmálningu, en blindar ekki aðra ökumenn og er því að hægt að hafa þau stöðugt kveikt. í Svíþjóð hefur verið komið fyrir sérstaklega gerðum kantstikum og vegamerkingum sem endurvarpa út- fjólubláu ljósi, og er búist við að þegar útfjólublá bíl- ljós verða almenningseign verði vegir merktir sérstak- lega með notkun þeirra í huga, og mun það auka enn á þá vegalengd sem ökumaðurinn sér fram fyrir sig í myrkri. Reiknað er með að settið af útfjólubláum bílljósum kosti um 20 þúsund kr. og að þau ryðji sér verulega til rúms í eldri bílum áður en þau verða staðalbúnaður í nýjum bílum. Endingartími þeirra er talinn verða um helmingi lengri en halogen-ljósa. ■ Með útfjólublá ljós í grillinu. Þungaskattur innheimtur eingöngu með f östu gjaldi UNNIÐ er að samningu frumvarps um breyt- ingar á lögum um innheimtu þungaskatts, en hugmyndin er að innheimta þungaskatts með ökumælum verði aflögð. Tilgangurinn með þessum breytingum er að koma í veg fyrir undanskot á þungaskattinum, sem tölu- verð brögð hafa verið að samkvæmt upplýs- ingum frá fjármálaráðuneytinu. Jafnframt er gert ráð fyrir að sett verði á markaðinn lituð olía fyrir þá aðila sem eru undanskildir olíugjaldi, þ.e.a.s. húseigendur, skipafélög og eigendur þungavinnuvéla. Núna er eigendum díselbíla upp að 4 tonna þyngd í sjálfsvald sett hvort þeir borgi árgjald, sem greitt er tvisvar á ári, eða láti lesa af öku- mæli og greiði þá visst gjald fyrir hvern ekinn kílómetra þrisvar á ári. Hins vegar eru díselbílar yfir 4 tonn að þyngd ökumælaskyldir. Hagstæð- ara hefur verið fyrir þá sem minna aka að hafa ökumæli. ... Undanskot Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður ár- gjaldið áfram miðað við þunga bifreiða, en stóra breytingin verður sú að ökumælar sem álagning- argrundvöllur verða aflagðir og verður Island síðasta Evrópuþjóðin til þess að gera það. Veruleg brögð hafa verið að því að átt hefur verið við ökumæla, þeir snúnir niður og innsigli þeirra rofin. Breytingin verður til hækkunar fyrir þá sem hafa svindlað, en fyrir aðra á álagn- ingin að vera svipuð. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs aukist við þessar breytingar. miðað við óbreytt olíugjald, vegna undanskota sem hafa viðgengist á þungaskattinum. Eftlrllt Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði lagt fram á næsta haustþingi, og verði það að lögum er gert ráð fyrir ákveðnum aðlögunartíma áður en lögin taka gildi. Olíugjaldið mun áfram renna í vegasjóð og er rökstutt á þann hátt að þeir greiði það sem slíta vegunum. Ólituð olía verður afgreidd á ökutækin. Þetta er aðferð sem hefur verið tekin upp í nágrannalöndunum. Litarefnum verður blandað út í olíu þeirra sem eru undanskildir olíugjaldi, en noti eigendur ökutækja litaða olíu greinist hún í olíutanki ökutækisins í marga mánuði. Litaðri olíu verður ekki dreift á bensín- stöðvum, heldur dreifa olíufélögin henni sérstak- lega til skipa og húsa. Eftirlit verður með því að lituð olía verði ekki notuð á ökutæki, t.a.m. með úrtaki eða þegar bíllinn er færður til skoðun-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.