Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 44
MOBGUNBLADJD, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK SlMI 091100, SÍMBRÉF 091181, POSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. < Islandsbanki og Búnaðarbanki Gíengi dollar- 'íins lækkaði ummiðjandag VIÐSKIPTl með gjaldeyri á millibankamarkaði Seðlabankans, sem viðskiptabankarnir og Lánastofnun sparisjóðanna eiga aðild að, fóru í fyrsta sinn fram í gær. Þetta fyrirkomulag felur í sér að gengi krónunnar getur tekið breytingum yfir daginn og munur á kaup- og sölugengi verður mismunandi eftir tegundum viðskipta. Nokkrar sviptingar urðu á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði í gær og lækkaði gengi dollars gagnvart Evrópumyntum. í framlialdi af því lækkaði almennt viðskiptagengi dollars hjá íslandsbanka og Búnaðarbankan- um um miðjan dag og Evrópumyntir hækkuðu. Gengi krónunnar er nú ekki leng- ur ákveðið einhliða af Seðlabankan- um að morgni hvers virks dags heldur ræðst af framboði og eftir- spurn á markaðnum. Seðlabankinn mun hins vegar halda genginu inn- an ákveðinna marka í samræmi við fastgengisstefnuna með eigin við- Morgunblaðið/RAX Daði og Iða skoða búninginn BOSNÍUMAÐURINN Izudin Daði Dervic, sem leikur með KR, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu sem mætir Rússum á miðviku- dag. Dervic fékk íslenskan rík- isborgararétt fyrir þremur vik- um og er fyrsti „útlendingur- inn“ sem valinn er í landslið íslands í knattspyrnu. Á mynd- inni skoða Daði og unnusta hans, Iða Brá Gísladóttir, landsliðsbúninginn. Sjá nánar bls. 42. skiptum og stjórntækjum á pen- ingamarkaði. Sölugengi dollars var í gærmorg- un skráð 63,24 kr. hjá Landsbank- anum en kaupgengi var 63,08 kr. og hélst það óbreytt yfír daginn. Hjá Búnaðarbankanum var kaupgengi dollars skráð 63,12 kr. og sölugengi 63,28 kr. í gærmorgun en lækkaði í 62,95 og 63,11 síðar um daginn. Hjá íslandsbanka var kaupgengi dollars 63,02 kr. og sölugengi 63,21 kr. um morguninn en lækkaði í 62,72 kr. og 62,90 kr. um kl. 15.00. Að sögn Eggerts Ágústs Sverris- sonar, forstöðumanns fjárstýring- ardeildar, hefur íslandsbanki það að markmiði að halda almennu við- skiptagengi stöðugu yfir daginn en vegna mikilla breytinga á dollar erlendis þótti nauðsynlegt að breyta genginu um miðjan dag. Almennt viðskiptagengi er notað í viðskipt- um með lægri fjárhæðir en 400 þúsund krónur hjá bankanum. Við afgreiðslu á hærri fjárhæðum ér hins vegar stuðst við gengi á alþjóð- legum gjaldeyrismarkaði sem í gildi er á þeim tíma þegar viðskiptin eiga sér stað. Munur á milli kaup- og sölugeng- is var í gær um 0,25% hjá Lands- banka og Búnaðarbanka eða hinn sami og verið hefur hjá Seðlabank- anum. íslandsbanki var með 0,2-0,4% gengismun eftir fjárhæð- um og myntum. Hins vegar er búist við að gengismunurinn verði breyti- legur frá einum tíma til annars hjá bankastofnunum og er t.d. reiknað með að gengismunur í viðskiptum með erlenda peningaseðla geti orðið allt að 5%. Ingólfur af stallinum Morgunblaðið/Þorkell STYTTAN af Ingólfi Amarsyni á Arnarhóli hefur verið tekin niður til hreinsunar og viðgerðar. Að sögn Gunnars Kvaran umsjónarmanns með útiverk- um borgarinnar verður styttan sandblásin og gert við stall hennar. Þegar endurbótum á Amarhóli er lokið verður styttan aftur sett upp á sinn gamla stall. Ríkisstjórnin setti bráðabirgðalög í gær vegna kjarasamninganna Kvóta Hagræðirig’arsj óðs úthlutað an endurgjalds BRÁÐABIRGÐALÖG voru sett í gær þar sem staðfest voru ýmis atriði sem ríkissljórnin hét við undirskrift kjarasamninganna i síð- ustu viku. Þar er meðal annars kveðið á um að óráðstöfuðum aflaheimildum Hagræðing- arsjóðs verði úthlutað án endurgjaids til þeirra skipa sem urðu fyrir mestri kvóta- skerðingu á yfirstandandi fiskveiðiári. Sam- kvæmt upplýsingum úr sjávarútvegsráðu- neyti nema aflaheimildir sjóðsins um 8.800 þorskigildum og skiptast þær á 733 skip sam- kvæmt úthlutunarreglum laganna. Fá skipin allt frá nokkrum kílóum upp í 200 tonn. Lögin taka gildi 1. júní. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði í gær, að ríkisstjómin væri með þeim að efna það sem hún hefði lofað þegar skrifað var undir kjarasamningana 21. maí síðastliðinn. Stjórnarandstaðan á Alþingi gagnrýndi í gær að sett hefðu verið bráðabirgða- lög í stað þess að kalla Alþingi saman. Aflamarksskerðing bætt í lagaákvæðinu um aflaheimildir Hagræðing- arsjóðs segir, að Fiskistofa skuli úthluta afla- heimildum til þeirra skipa sem orðið hafa fyrir meira en nemi 6,9% skerðingu aflamarks, í þorskígildum talið, þannig að skerðing umfram framangreind mörk verði að fullu bætt. í bráðabirgðalögunum er einnig lögfest heim- ild til fjármálaráðherra að veija milljarði króna til atvinnuskapandi aðgerða á þessu ári og allt að 300 milljónum króna til niðurgreiðslu á kjöt- vörum og mjólkurafurðum þar til virðisauk'a- skattur á matvörum lækkar í 14% um næstu áramót. Einnig er heimildarákvæði um að endur- greiða tryggingargjald sem lagt er á útflutnings- greinar frá júní til desember á þessu ári. Þá er hafnastjórnum heimilað að lækka hafnagjöld. 40% vildu ekki vinnu ÞRJÁTÍU og tveir einstakling- ar, eða 40% þeirra sem skráðir voru atvinnulausir, mættu ekki til vinnu þegar hún bauðst í Sandgerði fyrr í þessari viku. Snemma i þessari viku buðust störf fyrir þá 55 sem voru á atvinnu- Ieysisskrá en ekki mættu nema 23. Aðspurður sagðist Sigurður Val- ur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, ekki hafa kannað það til hlítar hvers vegna 32 hefðu ekki þegið vinnuna. Hann sagði að ljóst væri að sumir þjáðust af ofnæmi fýrir einhverju en ekki væri vitað um afdrif hinna. „Þetta var fyrsta vikan sem við vorum með störf fyrir alla og næsta vika verður að líða áður en við get- um tjáð okkur um málið,“ sagði Sigurður. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.