Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.05.1993, Blaðsíða 1
MENNING USTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1993 blaðJD Kirkjulistahátfð hefst í Reykjavík f dag og stendur í viku Morgunblaðið/Þorkell MATTUGIR TONAR Boðun Moríu, tillögur Jóns Reykdols að bókarkópu, unnar eftir skissum fró miðöldum. KIRKJULISTAHÁTÍÐ hefst í Reykjavík I dag. Orgeltónlist verð- ur aðalstef hennar og daglega gefast tækifæri til að auðga andann á tónleikum þá viku sem hátíðin varir. Hún er helguð tvennu: Minningu Páls Isólfssonar tónskálds og nýju orgeli í Hallgrímskirkju. Litróf þess allt verður spannað á fimm tónleik- um næstu daga, af fjórum erlendum orgelsnillingum auk org- anista Hallgrímskirkju. Þeir leika öndvegisverk þýska bar- rokktímans, spænsk verk frá ýmsum öldum, franska rómantík nítjándu aldar og nútímaverk eftir Messiaen og íslenska höfunda. Á setningu kirkjulistahátíðar í dag verða frumflutt verðlaunaverk í alþjóðlegri samkeppni sem efnt var til vegna nýja orgelsins og opnaðar sýningar á íslenskum höklum og myndum af boðun Maríu. Á hátíðinni verða að auki sjö söng- tónleikar með kórum, einsöngvurum og orgelspili. Sjá bls. 2, 3, 6 og 7 hér á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.