Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.06.1993, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JÚNÍ 1993 Varað við blóðbaði í Kambódíu UPPI eru hótanir um blóðbað í Kambódíu vegna úrslita kosn- inganna sem fram fóru í lok síðasta mánaðar. Þjóðarflokk- urinn fékk ekki þann fjölda þingsæta sem flokksmenn töldu sig eiga skilinn og hefur Hun Sen, forsætisráðherra og leið- togi flokksins, haldið fast við ásakanir sínar um svindl og krafist rannsóknar á fram- kvæmd kosninganna. Hann segist ekki geta tryggt að frið- ur ríki í landinu að öðrum kosti. Hun Sen skýrði frá því að leið- togar í nokkrum héruðum landsins hygðust „lýsa yfir sjálfstæði og skella skollaeyr- um við úrtölum af öllu tagi. Það er afskaplega erfítt að ráða við þetta,“ sagði Sen. Mengnð vatns- ból valda sýk- ingum BRESKIR vísindamenn hafa varað við þörungablóma í vötn- um og tjörnum í landinu. Fram kemur í læknatímaritinu Lanc- et að uppsölur, sýkingar í aug- um, húðkvillar, niðurgangur og lungnabólga gætu orðið fylgi- kvillar sundspretta sumarsins. Þörungablómi hefur aukist í kjölfar aukinnar mengunar og er talið ýmsar bakteríur lifí nú góðu lífi í vötnum og vatnsból- um. Upp hafa komið tilfelli á borð við lifrarbólgu og sýkingar í meltingarfærum eftir neyslu mengaðs vatns. Auglýsing Benetton bönnuð NÝJASTA auglýsing Benetton- fyrirtækisins ítalska hefur nú verið bönnuð í Bretlandi á þeim forsendum að hún stríði gegn lögum um klámfengið efni. Umrædd auglýsing sýnir kyn- færi barna og fullorðinna, karla og kvenna, og eru myndimar 58 talsins í allt. Auglýsingaher- ferð fyrirtækisins hefur oft gengið fram af neytendum og vöktu ljósmyndir af deyjandi eyðnisjúklingi og nýfæddu barni, blóði þöktu með óklippt- an naflastreng sterk viðbrögð á sínum tíma. Forsætisráðherra Breta stendur höllum fæti eftir gagnrým Lamonts Dagblöð spá framboði gegn Major á flokksþingi í haust Lundúnum. Reuter. BRESK dagblöð voru flest þeirrar skoðunar í gær að John Major, forsætisráðherra Bret- lands, stæði afar höllum fæti og ætti yfir höfði sér mótframboð á flokksþingi íhalds- manna í haust. Blöðin vöruðu íhaldsflokkinn við því að hann yrði að vinna bug á þeim veikleikum sem Nor- man Lamont, fyrrverandi fjármálaráðherra, vakti máls á í þingræðu í fyrradag. Ella ætti flokkur- inn á hættu að hrökklast frá völdum. í ræðunni sakaði Lamont stjórn Majors um að „sitja en stjóma ekki“ og gagnrýndi hana fyrir skammsýn- ar ákvarðanir, sem einkenndust af hræðslu við skoðanakannanir. „Bitur hefnd stefnir framtíð Majors í hættu,“ sagði í forsíðufyrirsögn The Times. „Líkurnar á falli Johns Majors jukust í gær,“ hélt blaðið áfram í forystugrein. „Með annan fótinn í gröfinni“ Staða Majors var veik fyrir vegna alvarlegs ágreinings innan íhaldsflokksins um aukinn sam- runa ríkja Evrópubandalagsins og vandræðalegra kúvendinga og mistaka í veigamiklum málum. Samkvæmt könnunum er Major nú óvinsælasti forsætisráðherrann í sex áratuga sögu skoðanak- annana í landinu. Eftir þingræðu Lamonts hafa jafnvel blöð sem styðja íhaldsflokkinn hvað mest snúist gegn for- sætisráðherranum. Dagblaðið Sun sagði að Major væri með „annan fótinn í gröfínni". „Ekki hæfur til að stjóma,“ sagði í fyrirsögn Daily Mirror, sem sagði Major vafra stefnulaust Reuter Major í vanda JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, á nú I vök að verjast vegna gagnrýni Nor- mans Lamonts, fyrrverandi fjármálaráð- herra, og er óvinsælasti forsætisráðherra landsins í sex áratugi, ef marka má skoðana- kannanir. um eins og „kraminn broddgöltur á veginum". Mirror sagði að Major væri búinn að vera sem forsætisráðherra; innan íhaldsflokksins væri að- eins ágreiningur um hvort hann félli í ár eða á næsta ári. Innbyrðis átök gætu orðið íhaldsmönnum að falli „Með því að gagnrýna fyrrverandi leiðtoga sinn með þessum hætti hefur Lamont skaðað Major svo mikið að það er ekkert sem forsætisráð- herrann getur gert sjálfur til að bæta stöðu sína og stjómarinnar," sagði dagblaðið The Independ- ent. Blaðið taldi líkur á að íhaldsmenn losuðu sig við Major, líkt og þegar Geoffrey Howe, þá- verandi utanríkisráðherra, sagði af sér árið 1990. Harkaleg gagnrýni Howes á Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra, olli keðjuverkun sem endaði með því að Thatcher sagði af sér og John Major tók við. „íhaldsflokkurinn stendur frammi fyrir erfíðu vali; annaðhvort verður hann að binda strax enda á þjáningar Majors; eða að vona, og það án góðrar ástæðu, að atburðir komandi mánaða verði til þess að græða sárin sem Lamont ýfði,“ sagði í forystugrein The Independent. Nokkur dagblöð, einkum blöð sem styðja íhaldsflokkinn, sögðu að íhaldsmönnum stafaði mest hætta af eigin klofningi. „íhaldsmenn beij- ast eins og hundar innbyrðis og það gæti orðið þeim öllum að falli,“ sagði The Daily Telegraph. The Daily Star var á sama máli: „íhaldsmenn eru of önnum kafnir við að skjóta á hvern annan til að nokkur geti treyst þeim.“ Hreindýr- um fækkar í Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jergen Bruun fréttaritara Morgunblaðsins. LÍFFRÆÐINGAR liafa lagt til að hreindýraveiðar verði tak- markaðar eða jafnvel stöðvað- ar í Grænlandi vegna fækkun- ar í hreindýrastofninum. Montreal-búar fagna sigri MIKLAR óeirðir blossuðu upp í Montreal í fyrrinótt þegar ísknattleikslið borgarinnar bar sigurorð af liði Los Angeles og vann þar með 24. Stanley-bikarinn. Þúsundir áhangenda sigurliðsins gengu berserksgang um mið- borgina, veltu bílum, brutu rúður og létu greipar sópa um verslanir. A myndinni ganga tveir Montreal-búar framhjá bíl sem velt var í óeirðunum. Talið er að nú sé um 8.000 hreindýr í Grænlandi en fyrir að- eins nokkrum árum voru þau talin vera um 20.000. A ráðstefnu í Nuuk um ástand grænlenska hreindýrastofnins héldu líffræð- ingar því fram að stofninn væri í útrýmingarhættu nema veiðarnar yrðu verulega takmarkaðar. Vildu menn ekki stöðva þær með öllum um einhver ár mætti veiðin undir engum kringumstæðum veiða meira en 650 dýr á ári. Fimm ný tilfelli dularfullrar veiki við verndarsvæði navajo-indjána Taliii stafa af hantaan-veiru sem finnst í saur nagdýra FIMM ný tilfelh dularfúllrar veiki sem einkum hefur lagst a banda- ríska indjána á verndarsvæði þeirra á mörkum Nýju Mexikó og Arizona komu upp í fyrradag, að sögn Reuíers-fréttastofunnar. Um er að ræða sjúkdóm sem hefur flest einkenni flensu en hefur dregið 11 til dauða. Talið er að hann stafi af sjaldgæfri veiru, hantaan-vír- us, sem finnst í saur nagdýra. Talið er að veiran hafi borist í fólk við uppgufun rottu- eða músa- saurs, að því er fram kemur í tíma- ritinu Newsweek. Hefur veikin ver- ið bundin við verndarsvæði navajo- indjána á mörkum Nýju Mexíkó og Arizona en tilfellin sem skýrt var frá í gær komu upp skammt utan þeirra. Grunur leikur einnig á að tveir menn sem haldnir eru ókenni- legum sjúkdómi í Colorado séu einn- ig með veikina en það hefur ekki verið staðfest. Nú eru Iæknar teknir að nota lyfíð Rivaviren gegn veikinni en of snemmt er að segja hvort það dugi. Fyrstu einkenni veikinnar eru hár hiti, vöðvaverkir í fótum, mjöðmum og mjóhrygg, hósti eða blóðhlaupin augu. Ekki líður á löngu þar til sá Kallað á andana til aðstoðar TÖFRALÆKNIR heimsækir sjúklinga á verndarsvæði navajo-indjána. sýkti á við verulega öndunarerfíð- leika að stríða og kafnar. Mannskæð veiki í Asíu Ekki er vitað til þess að menn hafi sýkst af völdum hantaan-veiru í Bandaríkjunum fyrr. Hún er al- geng í nagdýrasaur í Kína og Kóreu. Árlega veikjast hundruð þúsunda manna af hennar völdum í Asíu, fá veiki sem svipar til flensu en getur leitt til innvortis blæðinga; losts eða orsakað nýmastopp. I Kína er talið að sjúkdómar sem raktir eru til hantaan-veirunnar dragi um 200.000 manns til dauða á ári og bandarísk heilbrigðisyfir- völd hafa lengi óttast að veiran geti náð fótfestu þar í landi. Hefur hún fundist í nagdýrasaur í Hous- ton, Fíladelfíu, New Orleans og Baltimore. Sérfræðingar segja að veiran, sem hefur engin áhrif á dýrin sem hún dvelst í, berist með ryki við uppgufun saurs eða þom- un. Engin merki hafa komið fram um að hún berist milli manna. Verndarsvæði navajo-indjánanna er kjörland fyrir hantaan-veiruna. Hagamýs eru þar á hverri þúfu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.