Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 31.07.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 1993 nmnmn flltiraunBlabtíb M , Úg veit eJcki hvcÁ þe.tfox- er; en. tpú þ&r-ft nfytt. " Ást er ... Með morgnnkaffiriu ... að hugsa fram í tím- ann TM Reg. U.S Pat Off,—all rights reserved ® 1993 Los Angeles Times Syndtcate Barnabarnið okkar var að fá fyrstu tönnina sína. HOGNI HREKKVISI ER. AÐ TAKA TÍMANN A KASTINO. BRÉF TIL BLADSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 SVR staðnað fyrirtæki Frá Gunnari Halldórssyni: ALVEG er makalaust hvað þetta fyrirtæki sem nefnist Strætisvagn- ar Reykjavíkur er staðnað. Það er alveg sama þótt skrifaðar séu grein- ar í blöð um starfsemi þess og bent á það sem betur mætti fara, það virðist ekki vera hlustað á raddir þeirra sem vilja fyrirtækinu vel og notendur vagnanna. Margfalt er búið að benda á það óréttlæti að láta unglinga borga fullt gjald með vögnunum, til jafns við fullorðna, en unglingar fá eins og kunnugt er aðeins unglingakaup ef þeir eru í vinnu. Eins er það með fólk sem orðið er 67 ára og eldra, það ætti raunverulega að geta gengið inn í vagnana með skírteini sem sannar aldur þess og borga ekki krónu því það fólk er margoft búið að borga með framlagi sínu til þess opinbera Frá Sigrúnu Halldórsdóttur: Náskattur er eins og kaun á þjóðfé- lagsþegnunum. Þegar nákomin ætt- ingi fellur frá á að sýna hinum látna og hans nákomustu ættingjum þá virðingu að skattheimtu Ijúki við andlát. Annað er óvirðing. Siðleysi! Það kom bréf inn um bréfalúguna. Efnið var ekki hjartnæmt. Farið fram á að undirrituð greiddi skatta látins föður. Yfirmönnum skatt- stjóra var tjáð að eigi væri vilji fyrir því. Þar, sem undirrituð væri fyrsta erfð. Ósköp litlaust bréf barst til baka. Efni þessu hafnað. Vitnað var í grein skattalaga. En þar, sem undirrituð hafði eigi fengið þau send, gat hún ekki með nokkru móti vitað hvað sú grein táknaði, sem vitnað var í. Það var auðséð að eigi þýddi að mögla við þessa stofnun. Greiddir voru skattar. Fyrrum yfirmanns þessarar stofn- unar. Er gegnt hafði þessu emb- ætti hart nær hálfa öld. Hvílíkt virð- ingarleysi við minningu hans. Sl. í gegnum tíðina. Svo er það þetta með snyrtiað- stöðuna, þar þarf nú aldeilis að taka til hendinni. Benda má á aðstöðuna í biðskýlinu við Grensásveg, þar er engin snyrtiaðstaða og þar verða farþegar stundum að létta á sér á bak við skýlið, sem nær náttúrlega engri átt frá heilbrigðissjónarmiði. Hvað segir heilbrigðiseftirlitið og umhverfismálaráðherrann um þetta? Einnig má nefna að slysahætta er mikil þarna þótt girðing sé til að draga úr umferð gangandi fólks yfir götuna, í næsta biðskýli. Girð- ing þessi mætti vera einum metra hærri, því daglega sjást böm og unglingar stytta sér leið yfir þessa girðingu og ekki er lengra en eitt ár síðan unglingur slasaðist lífs- hættulega þegar hann ætlað að stytta sér leið, hann er nú fatlaður. febrúar barst annað bréf til undir- ritaðrar, í þetta sinn var það send- ing frá sýslumannsembættinu. Skattstofa Reykjavíkur hafði sem sagt fundið út að það væru meiri eignir í búinu. Þetta var allsheijar uppskurður. Mætt var á fund full- trúa þar, sem spurði aðeins kann- astu við þetta og hitt. Upp úr pússi mínu dró ég kvittun, sem hljóðaði upp á sex milljónir króna. Þetta dregur saman sagði fulltrúinn. Boð- ist var að greiða það, sem á vant- aði. Því var ekki ljáð eyra einu sinni. Ritað var bréf til embættsins og bent á að þungur baggi fylgdi arfi mínum. Síðan líður hálft ár. Þá kemur annað ár frá þessum sama fulltrúa. Nú vill hann að undirrituð mæti aftur. Yfirskilvitlegt. Þar sem hans hefur verið að kortleggja mál- ið í 6 mánuði. Með öll embætti fyr- ir aftan sig. Hvað hefur hann nú í hyggju? Því fær þjóðin að fylgjast með í blöðunum. Það er komin tími til að þjóðin viti hvernig stofnanir fara með þegna sína. Hafa þessir Ég vil bara spyija ennþá einu sinni: Ráðamenn Strætisvagna Reykjavíkur, eftir hveiju er verið að bíða með að bæta hreinlætisað- stöðuna í biðskýlinu? Hvers vegna er girðingin ekki hækkuð, sem er við biðskýlin við Grensásveg? Er verið að bíða eftir fleiri slysum? Borgarstjóri má til með að fara og skoða aðstæður í þessum málum, kosningar eru framundan og viss- ara að framkvæma eitthvað í þess- um mál. Svo er mikið um autt hús- næði við Grensásveg sem nota mætti fyrir úrvalsbiðskýli. Einnig mætti benda á að Korpúlfsstaðaæv- intýrið má alveg bíða í nokkur ár. Ráðamenn Reykjavíkurborgar, hefjist handa nú þegar. GUNNAR HALLDÓRSSON, Eyjabakka 15, Reykjavík. lögfræðingar gleymt þeirri stað- reynd að þeir eru starfsmenn hjá ríkinu? Von að spurt sé. Slíkur er embættishrokinn. Nú er spurt hversu mikið skuldar ríkið undirrit- aðri fyrir röskun á högum mínum. Hversu miklu heilustjóni hafa þess- ar stofnanir valdið mér? Hver reikn- ar það út? Góður lögmaður er ekki lengi að reikna slíkt út. Síðan er að leggja öll vottorð fram og keyra málið upp í horn. Spurt er, hvers vegna vildi fulltrúi hjá sýlsumanni ekki greiðslu sl. febrúar. Eru kannski prósentur af svona skatt- heimtu? Sem máskí hækka eftir vissan tíma? Bréf þetta verður birt í blöðum. Það er kominn tími til að þjóðin komi út úr þessu miðalda- myrkri og þegi allt í hel. Það sem síðar kann að koma fram í þessu máli verður einnig birt. í haust kemur út bókin Halldór skattstjóri. Þar kennir margra grasa. Hún er náma af fróðleik byggð á skjölum og einkabréfum. Tvíbentur máls- háttur segir „meira vinnur vit en strit". SIGRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, 230241-4659 Náskattur Víkveiji skrifar að fer ekki hjá því að ríkisstjórn- in hafi átt annríkt við að finna leiðir til að leysa vanda ríkiskass- ans. Á örskömmum t.'ma hafa hellst yfir heimilin „lausnir" sem eiga að bjarga miklu og nefndar eru upp- hæðir sem í eyrum almennings virð- ast eins og dropi í skuldahaf ríkis- sjóðs en muna töluverðu fyrir pyngju fjölskyldnanna í landinu. Víkveiji er ekki alls kostar sáttur við þær leiðir sem fundnar hafa ver- ið og leyfir sér jafnvel að efast um réttmæti þeirra. Nú um helgina er verið að bera út skattálagningar- seðla til þjóðarinnar og í þeim seðlum leynast upplýsingar til svokallaðs „hátekjuhóps“ um hversu mikið hann á að .greiða aukalega í skatta á komandi mánuðum. xxx Víkveiji hefur ekkert á móti því að lagður sé á hátekjuskattur en framkvæmd hans og skýringarn- ar sem honum fylgja að þessu sinni eru þvílík þvæla að hann efast um að almenningur skilji hvað er á seyði. Til að byija með er skatturinn reikn- aður út eftir tekjuskattsstofni ársins 1992 en er í raun og veru fyrirfram- greiðsla af tekjum sem hugsanlega verður aflað árið 1994. Næstu fjóra mánuði verður því „hátekjuhópurinn" áð greiða skuld við ríkissjóð vegna væntanlegra tekna, byggðum á tekjum sem var aflað þegar allt aðrar skattaforsend- ur giltu. En þessi mnheimta heldur lengur áfram, vegna þess að fram til 1. ágúst 1994 mun þessi hópur greiða hátekjuskatt reiknaðan eftir tekjum ársins 1992, því skattskýrsla fyrir 1993 liggur ekki fyrir fyrr en þá. XXX Oft er það svo að. fólk vinnur mismikið frá ári til árs og mikill munur getur verið á tekjum milli ára. Þeir einstaklingar sem fara yfir hátekjumörk árið 1992, hafa síðan haft aðstöðu til að vinna minna og þar af leiðandi að minnka tekjur sípar, standa nú frammi fyrir því að þurfa að auka við þær aftur til að standa straum af hinni svokölluðu „fyrirframskuld" við ríkissjóð. Þeir fá að vísu leiðréttingu sinna mála eftir heilt ár, en eru þá þegar komn- ir inn í þann vítahring að hafa þurft að auka tekjur sínar til að standa straum af skatti sem miðast við skattárið fyrir tveimur árum. Fleira getur komið til. Atvinnu- leysi, byggðaröskun og það val kvenna að hverfa að heimilisstörfum um sinn. Einstaklingur sem fór yfir hátekjumörk árið 1992 er kannski alls ekki í vinnu næsta árið, en lend- ir samt í innheimtu á hátekjuskatti og þarf að finna leið til að mæta þeim kostnaði. Víkveiji hefur það á tilfinningunni að hin svokallaða „fyrirfram- greiðsla" sé ekkert annað en „eftirá- skattur" fyrir tekjur ársins 1992. Eða getur ríkisstjórnin sannað ann- að, svo að ekki verði um villst? Það er að minnsta kosti mjög dularfullt að ekki sé hægt að leggja þennan skatt á í staðgreiðsluformi frá 1. janúar 1994. Víkveiji sér ekkert í þessari aðferð annað en aukinn kostnað við skriffinnsku og vettvang fyrir skýringar stjórnmálamanna sem myndu vera öllum þorra al- mennings óskiljanlegar. Eina ástæð- an sem hann sér fyrir því að nefna skattinn „fyrirframskatt", er sú að líklega er vafaatriði hvort leggja megi þennan skatt á tekjur sem afl- að er í góðu trausti á þær skattafor- sendur sem ríktu árið 1992. Það er spurning hvort slík innheimta mundi ekki brjóta í bága við reglur um afturvirkni laga og spurning hvort slíkt væri ekki bein eignaupptaka af hálfu ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.