Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 15.08.1993, Blaðsíða 15
fjallaþöll (Tsuga mertensiana) inn á milli þess. Báðar tegundimar eru gróðursettar 1953 af Sigurði Blön- dal og Hilmari Jónssyni núverandi stórtemplara í Stórstúku íslands. Þeir settu annaðhvert tré lerki og annaðhvert þöll í raðirnar. Hug- myndin var að þöllin yxi upp undir lerkinu eins og raunin hefur orðið á. Fjallaþöllin sem er amerísk há- fjallaplanta er afskaplega skugg- þolið tré. Grænar nálar hennar ná alveg inn undir stofninn en þær verða 10-15 ára. Það má nefna til samanburðar að nálar á furu verða aðeins 2-5 ára, en það kemur aldr- ei nál í stað nálar sem fellur. Stofn- inn verður af þeim sökum auður. Skuggþolið tré fellir nálar seint en ljóskær tré snemma. Lerki og fura eru ljóskærar plöntur. Þær eru und- anfarar í skógum. Þær vaxa hratt í æsku. Þallir, greni og þinir eru á hinn bóginn síðfarar. Upp úr ösk- unni eftir skógarelda vex iðulega ljóskær tijátegund eins og lerki og leggur undir sig svæðið. En ein- hversstaðar í nágrenninu liggur í leyni skuggþolið tré eins og þöll sem fikrar sig smátt og smátt inn í lerki- skóginn og þegar hann fellur fyrir elli eða exi eru þallirnar tilbúnar að taka við og hertaka svæðið. Þannig myndar þetta eins konar bylgju í skógarmynstrinu. Það er ekki hægt að hraðfrysta neitt tiltek- ið ástand í náttúrunni eins og sum- ir vilja halda. Þegar ein tegund hverfur tekur önnur við. Það er aldrei nein kyrrstaða í lifandi nátt- úru. Það er hreyfiafl í henni. Hvar sem er í heiminum er það meginlög- mál í vistkerfi skógarins að ljóskær planta er snögg í æsku og skuggþol- in fer hægt af stað og tekur svo við þegar hin fellur. Það hlýtur að vera gaman áð ganga um Trjásafnið í litadýrð haustsins. Tijátegundirnar hafa mismunandi innri klukku og sjúga í sig blaðgrænuna á ólíkum tíma. Sum fella jafnvel blöðin græn. Sig- urður kveikir aftur í pípunni, kastar logandi eldspýtu frá sér og fullyrð- . ir að ekki sé hægt að kveikja í þess- um skógi meðan gras er í skógar- sverði. Við höldum áfram og Sig- urður segir sögu. Þegar Ingimar Sveinsson bóndi var að smala í Egilsstaðaskógi haustið 1953 heyrir hann eitthvert undarlegt skijáf yfir höfði sér og verður litið upp. Hann sér þá að hann stendur undir tijám sem eru allt öðruvísi heldur en birk- ið. Hann hefur samband við Ingólf Davíðsson grasafræðing sem úr- skurðar að þarna sé íslensk blæösp (Populus tremula) á ferðinni. Blæ- ösp er fyrst lýst í Garði í Fnjóska- dal 1913 af Stefáni Stefánssyni skólameistara sem skrifaði fýrstu flórubók íslands. Svo uppgötvast hún 1948 á Gestsstöðum í Fá- skrúðsfirði, þá í Egilsstaðaskógi, síðan í Jórvík í Breiðdal og loks í Stöðvarfirði. Alls á 5 stöðum á land- inu en það er mest af henni í Egils- staðaskógi og það er eini staðurinn í villtri náttúru sem hún hefur náð að vinna sig upp úr birkiskóginum. Hún þolir ekki skugga. Blæöspin hefur þá náttúru að fjölga sér með rótarsprotum. Það vaxa nefnilega ' sprotar upp af rótum tijánna. Ef við ætlum að fjölga henni með græðlingum þá dugar að klippa 2-3 sentímetra búta af rótum hennar og leggja þá lárétt í mold og koma þá upp af því litlir angar. Svo mynd- ar hún náttúrulega fræ líka. Blæ- öspin er af víðiættinni og þar eru öll trén einkynja, annað hvort er tréð karlkyns eða kvenkyns. Barr- tré og bjarkir á hinn bóginn eru tvíkynja. Þá vaxa karl og kvenblóm á sama einstaklingi. Hæsta tré íslands og rómversk steinbrú Sólin skín nú á skógarfuruna (Pinus sylvestris) gr. 1922. Senni- lega 13-14 m Hún hefur mesta útbreiðslu allra tijátegunda í heim- inum. í tvígang var gert átak með hana hér á landi en í bæði skiptin varð hún furulús (Pineus. pini) að bráð. En það merkilega er að í hveijum einasta teig sem hún var gróðursett í, má finna einstaklinga sem lifðu lúsina af. Það er sem sé sama upp á teningnum meðal MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1993 B 15 Undirhæsta tré íslands, 19 metra Rómverskur steinbogi reistur af Sveini Einarssyni frá Hrjót. alaskaösp. Ljóskært sí- beríulerki og skuggþol- in fjallaþöll lægri. Peningatréð í safninu. Aðdáendur þess setja smámynt í holuna undir greinunum. Lífsins tré - kóreulífviðurinn sem vex á snigilshraða. Lindifuran andar heilsubætandi gufum. plantna, dýra og manna, alltaf eru einhveijir ónæmir fyrir sjúkdómum sem hijá aðra. „Honum eða henni varð aldrei misdægurt um ævina,“ heyrum við stundum sagt. Slíka skógarfuru má fínna í Tijásafninu. Nú undir hæsta tré íslands. Það er 19 metra alaskaösp (Populus trichocarpa) gr. 1954. Hún er í lundi með elstu alaskaöspunum á Hall- ormsstað. Þessi tré eru vaxin upp af græðlingum sem Einar G.E. Sæmundssen skógarvörður á Suð- vesturlandi sótti til Alaska haustið 1950. En hvað ætli tré geti orðið há á íslandi? „Það hefur enginn hugmynd um,“ segir Sigurður „en við góð vaxtarskilyrði gætu þau eflaust komist upp í 25 metra.“ í þessum lundi er líka evrópulerki- tré (Larix decidua) sem er elsta lerkitréð í safninu, gr. um 1905. Það vex til flalla í Mið-Evrópu. Þetta er tré á besta aldri en það getur orðið allt að 900 ára gamalt á heimaslóðum sínum. Tijásafnið mun stækka því það er búið að taka 40 hektara frá fyr- ir það. Og þar kennir ekki aðeins margra grasa, heldur má einnig fínna styttu og steinbrýr. Við förum nú í sveig út á hálfkláraðan stíg og sjáum göngubrú sem er róm- verskur steinbogi. Hann reisti Sveinn Einarsson frá Hrjót ásamt aðstoðarmanni, Baldri Jónssyni frá Freyshólum. Við göngum yfir og það glittir í sveigfuru (Pinus flexil- is) inn á milli tijáa. Hún er afar sjaldgæf á íslandi. Fimmnála og á sér heimkynni í Klettafjöllunum í N-Ameríku. Hún hefur sléttan silf- urgráan börk, gróðursett hér 1937 og finnst líka í Gunnarsholti á Rangárvöllum og í skóginum í Tungudal innan við ísafjarðarkaup- stað. Það eru eintök af henni við gamla skólasel Gagnfræðiskólans þar. Þessar fimmnálagreinar eru framúrskarandi jólaskraut og sjálf getur sveigfuran sem ungt tré verið prýðilegt jólatré. Við fetum okkur af svæðinu sem enn er ógrisjað og aftur inn á þægi- legan viðarkurlaðan stíginn. Skýin eru ekki nógu mörg til að draga alveg fyrir sólu. Við göngum niður á grasflöt en þar var fyrsta gróðrar- stöðin. Stöldrum við tré sem nefnist ölur í eintölu en samheitið er elri (Alnus incana) gr. 1956, kominn norðan úr Saltdal í Noregi. Það er vaxandi áhugi á honum á íslandi. Þetta er gráölur, náskyldur birkinu. Hann hefur þá sérstöðu að véra niturbindandi planta. Elri vinnur sitt eigið köfnunarefni úr loftinu sem gerir það að verkum að það gulnar ekki á haustin. Flestar ttjá- tegundir taka blaðgrænuna inn í geymsluhólf í stofni sínum og geyma sem forðanæringu. Elri aft- ur á móti skortir ekki forða og þarf því ekki að viðhafa þennan sparnað. Hann fellir laufið grænt. 4.600 ára gamalt tré og lítil eik Á grasfletinum má finna báðar íslensku rósategundimar sem nú eru friðaðar: þyrnirós (Rosa pimp- inellifolia) og glitrós (Rosa dumal- is). Þær vaxa villtar en hafa verið fluttar í nokkra garða. Þær eru runnar. Þyrnirósin fær oftast hvít blóm en glitrósin rósrauð. Þær standa fyrir framan tré sem hlýtur að teljast með þeim fmmlegustu á landinu. Það er broddfuran (Pinus aristata) sáð 1903 og er um 11-12 metrar á hæð. Börn og jafnvel full- orðnir geta ekki staðist freistinguna að klifra í þeim. Hún er sannkallað háfjallatré vestur í Klettafjöllum og í Kalifomíu en þar fundust elstu tré jarðarinnar fyrir u.þ.b. 40 ámm. Árhringir broddfum þar vom taldir og niðurstaðan var að tréð væri 4.600 ára gamalt. Flensborg sáði þeirri sem er í Trjásafninu og ber það nú þroskað fræ. Hún er ákaf- lega skemmtilegt garðtré. Það tek- ur hana áratugi að verða 2-5 metra háa. Nálar hennar eru miklu langlíf- ari en á skógarfuranni og verða allt að 8 ára gamlar. Gengt broddfurunni stendur hvorki meira né minna en hið sí- græna lífsins tré (Arborvitae) eða m.ö.o. Kóreulífviðurinn (Thjua koraiensis) gr. 1956. Plantan er harðgerðasti lífviðurinn sem til er. Þessi hefur vaxið á snigilshraða. Hún er að verða fertug en ekki hærri í loftinu en einn og hálfur metri. Það er möndluilmur af smáum blöðum hennar. Greinarnar minna á blævængi. Við göngum um grasflötinn, finnum olíukenndan ilm af alaska- sýprusi (Chamaecyparis nootkat- ensis) með grábrúnan börk, sjáum hvítþin (Abies concolor) með sínar löngu nálar og ljósgráan hijúfan börk, og óvenjulegt eintak af loð- víði (Salix lanata) sem í daglegu tali er kallaður grávíðir. Við föram inn á milli tijánna og skoðum afar sjaldgæft tré á íslandi, steinbjörk (Betula ermanii) frá NÁ-Asíu. Blöð hennar eru hjartalaga og börkurinn flagnandi svarbrúnn. Komum út aftur og sjáum eikartré. Já eikartré! 20-30 ára gömul; eik (Quercus robur) sem stendur í skjóli síberíulerkis gr. 1922. Þor- steinn Sigurðsson héraðslæknir og einn af mestu frímerkjasöfnuram slands afhenti Sigurði Blöndal hana til umönnunar. Þorsteinn hafði fengið sendar eikarhnetur frá fri- merkjavini sínum í Mið-England. Sigurður sáði þeim hér í beð og upp komu tré. Eitt þeirra tórði öllum að óvörum. Þó litið sé er skemmti- legt að hafa það í Tijásafninu. Höfðinglegt rauðgrenitré (Picea abies) stendur líka á sléttunni. Á að giska 12-13 m. Af öllum tijáteg- undum kemst rauðgreni næst lengst norður á hnettinum. Dahúr- íulerki hefur vinninginn. Norður við Khatangafljót í N-Síberíu fer rauð- greni á 72 breiddagráðu og 20. mínútu norður. Þá er það orðið lá- vaxinn ranni á túndrunni. Krónan á rauðgreninu 7 Tijásafninu nær alveg niður vegna þess að það hef- ur fengið nóg rými. Rauðgreni vill rakan og góðan jarðveg en þolir illa vindgnauð. Peningatré og hliðið lokast Við göngum aftur viðarstíginn. Það er síðdegisskúr en íslenska birkið er svo vænt að skýla okkur fyrir vætunni. Það er indælt að vera í skógi og hlusta á regnið falla á trén. Og eftir regnið finnur mað- ur sérstakan ilm, blandaðan af 54 tijátegundum. Nú fer að líða að leiðarlokum. Við höldum upp á leið. Okkur á hægri hönd er löng röð af eðaltijám sem nefnd eru álmur (Ulmus glabra) Flokk eðallauftijáa skipa eik, beyki, askur, linditré, hlynur, álmur o.fl. Hann er talinn yænlegastur af þeim til notkunar á íslandi. Álmur vex norðar en nokk- urt annað eðallauftré. Ef hann hef- ur svigrúm fær hann gífurlega krónu. Eitt fegursta tré Reykjavík- ur er álmurinn á Túngötu 6. Sá í Tijásafninu er sóttur til hins nyrsta staðar sem hann vex í heiminum, svona 100 km norðan við heim- skautsbaug í Noregi. Nú nálgumst við hlið Tijásafns- ins aftur og sjáum sérdeilis fallegt íslenskt birkitré (ilmbjörk) (Betula pubescens). Þetta tré er frægt und- ir nafninu peningatréð vegna þess að í því má finna holu sem aðdáend- ur þess setja í smámynt. Hliðið nálgast okkur en við stöndumst ekki freistinguna að að skoða vörtubirkitré (hengibjörk) (Betula pendula) í lokin. Það er frá Rognan í Noregi, _gr. 1957 og er sú tijáteg- und sem Islendingar taka eftir þeg- ar þeir heimsækja Norðurlöndin. Hún ásamt ilmbjörkinni sem vex á Islandi eru tvær aðal bjarkarteg- undimar á Norðurlöndum. Skóg- ræktarmenn binda miklar vonir við vörtubirkið. Vörtubirkið er mikið nytjatré í Finnlandi en Finnar eru sérfræðingar í birkiræktun. Birkið er nefnilega verðmætasti viðurinn sem notaður er í krossvið. Og ný tækni í prenti, ljósritun og faxi hefur leitt til þess að birkið er nú notað við pappírsgerð í bland við barrvið. Við eram komin að hliðinu og þökkum Sigurði Blöndal kærlega fyrir leiðsögnina og fræðsluna. Hann segir að nú sé draumurinn að koma upp skógminjasafni sem yrði fræðslustofnun innan dyra. Þar væri hægt að sýna myndir og gripi, t.a.m. ljósmyndir Ch. Flensborgs og ýmsa gripi eins og reiðhjól Agn- ars Kofoed-Hansens og ritvél Há- konar Bjarnasonar. En það er nú önnur saga. Við kveðjum Tijásafnið og Sigurður lokar hliðinu á eftir okkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.