Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.09.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUJJBLABIÐ FIMMTUDAGUR 23.: SEP'fEMBER 1993 Stjórnar- her styrk- ir stöðuna ABKHAZÍSKIR uppreisnar- menn brutust nokkrum sinnum í gegnum varnir stjórnarhersins í Sukhumi í gær en voru hrakt- ir burt jafnharðan að sögn embættismanna Georgíustjóm- ar. Sögðu þeir, að stjórnarher- inn væri að styrkja stöðu sína í borginni og engin hætta á, að hún félli uppreisnarmönnum í hendur. Feit börn auk- ið vandamál ÓHOLLT mataræði og hreyf- ingarleysi barna er vaxandi vandamál á Vesturlöndum og afleiðingin er sú að feitum börnum hefur fjölgað mjög, að því er fram kom á ráðstefnu um offitu í Belgíu. Verði ekki breytingar á lifnaðarháttum barna, fráhvarf frá neyslu svo- nefnds ruslfæðis og sjónvarps- legu, er vá fyrir dyrum. Rætt um vinstristjórn SIGURVEGARI pólsku kosn- inganna, • Lýðræðisbandalag vinstrimanna, SLD, hóf á þriðjudag stjórnarmyndunar- viðræður við Smábændaflokk- inn en hann er afsprengi flokks sem var hliðhollur kommúnist- um. Ekki er búist við niðurstöð- um úr þeim viðræðum fyrr en í lok vikunnar. Lægri laun á hátíðisdögum ÞÝSKA stjómin lagði á þriðju- dag til, að laun, sem greidd eru fyrir almenna frídaga, verði lækkuð um fímmtung. Vill stjómin með því létta atvinnu- rekstrinum róðurinn vegna nýrra skatta, sem fara eiga til umönnunar aldraðra. Um er að ræða 10 frídaga og vill stjórnin lækka laun á þeim dögum um 20%. Mannfall í S- Afríku 31 svertingi drepinn var drep- inn á þriðjudag í S-Afríku, þar af voru 18 skotnir þegar vopn- aðir menn í lítilli rútu hófu skot- hríð á gangandi vegfarendur og ökumenn. Sex farþegar í leigubifreið vom skotnir í fyrir- sát og sjö létu lífið í árás á gistiheimili þar sem stuðnings- menn Afríska þjóðarráðsins voru í meirihluta. 87 manns hafa verið drepin frá því á föstudag. Irakar sleppa Svíum ÍRÖSK yfirvöld létu í gær lausa þijá Svía, sem setið höfðu í fangelsi í eitt ár. Þeir voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að fara ólöglega inn í landið. Mennirnir eru starfsmenn sænska símafyrirtækisins L.M. Ericsson. Nýr forsætis- ráðherra LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkraínu útnefndi í gær nýjan forsætisráðherra landsins, Je- fím Zvíagilskíj, forstjóra námu- félags. Er útnéfning hans talin bráðabirgðaráðstöfun. Zvíag- ilskíj er hlynntur auknum ríkis- afskiptum og nánari tengslum við Rússa. VALDABARÁTTA JELTSÍNS RÚSSLANDSFORSETA OG ÞI Herinn virðist ein- husra að baki Jeltsín Mnskvn. Rpiitpr. PAVEL Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði í gær, að Bor- ís Jeltsín forseti nyti fulls stuðnings rússneska hersins og kvað hann það niðurstöðuna úr viðræðum sínum við herforingja úr öllum greinum heraflans. Einhveijum herdeildum bárust boð frá þinginu um að koma þangað en þeim var ekki sinnt. „Ég átti viðræður við fulltrúa allra greina heraflans og þeir áttu fundi með sínum mönnum og lýstu síðan yfir fullum stuðningi við æðsta yfir- mann hersins, Borís Níkolajevítsj [Jeltsín], forseta landsins,“ sagði Gratsjov í gær þegar hann brá sér út á götu í Moskvu ásamt Jeltsín. Hann sagði hins vegar í viðtali við frétta- stofuna Ítar-Tass, að hann hefði skip- að fyrir um sérstakar öryggisráðstaf- anir til að koma í veg fyrir tilraunir til að „kljúfa“ herinn. Meðal þeirra var að efla vörð við vopnabúr hersins og stjómstöðvar og takmarka heim- sóknir til hermanna. Þá var lögð sér- stök áhersla á aukna gæslu við kjam- orkuvopnabúr og flutning slíkra vopna. Rússneska þingið brást við ákvörð- un Jeltsíns um að leysa það upp með því að samþykkja, að hann hefði ver- ið sviptur forsetaembætti og Alexand- er Rútskoj varaforseti hefði tekið við. Þá skipaði það Vladíslav Atsjalov hershöfðingja vamannáiaráðherra. Gratsjov sagði hins vegar í gær, að herinn tæki við fyrirskipunum frá honum einum: „Það hefur ekki nokk- ur maður tekið mark á uppákomunni í Æðsta ráðinu,“ sagði hann. Stuðningur hersins lá fyrir Gratsjov sagði, að einhverjum her- deildum hefðu borist skipanir frá At- sjalov, sem þingið skipaði varnar- Deilur Jeltsíns og þingsins eiga sér tveggja ára forsögu Valdabaráttan hófst eftir valdaránið Moskvu. The Daily Telegraph VALDADEILA Borís Jeltsíns og rússneska fulltrúaþingsins virðist nú vera að ná hámarki. Hún er hins vegar ekki ný af nálinni. Þeg- ar Jeltsín flutti sjónvarpsávarp sitt á þriðjudag var það liður í ferli sem hófst er valdaránið gegn Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseta í ágústmánuði 1991 mistókst. Þrír menn hafa verið í brenni- depli deilunnar frá upphafi. Borís Jeltsín Rússlandsforseti, Alexander Rútskoj, varaforseti og Rúslan Khasbúlatov, forseti fulltrúaþings- ins og Æðsta ráðsins. Deilan sjáif hefur fyrst og fremst snúist um hversu hratt pólitískar og efnahagslegar umbætur skuli ganga fyrir sig og hversu langt skuli ganga. Jeltsín og stuðnings- menn hans hafa viljað draga úr rík- isafskiptum en þeir Khasbúlatov og Rútskoj, með stjómlagadómstóllin og fulltrúaþingið sér til liðsinnis, hafa reynt að halda í horfinu. Hefur stjómlagadómstóllinn oft úrskurðað tilraunir Jeltsíns til að koma á skýr- ari valdaskipan ólöglegar. Óskýr valdamörk En hvers vegna eru valdamörkin milli þings og forseta svona óskýr? Fulltrúaþingið var kjörið árið 1990 þegar Sovétríkin voru enn við lýði og er hæpið að segja að þær kosn- ingar hafi verið algjörlega lýðræðis- legar. Um 2.200 þingmenn eiga sæti á fulltrúaþinginu og voru margir fulltrúar kommúnistaflokks- ins_ sjálfkjörnir. í júní 1991 er Borís Jeltsín kjörin forseti Rússlands og var varafor- setaefni hans Rútskoj. Þetta voru fyrstu ftjálsu kosningarnar, sem haldnar voru í Sovétríkjunum fyrr- verandi. Þegar harðlínumenn reyna að steypa Gorbatsjov af stóli í ág- ústmánuði það sama ár berst Jelts- ín gegn því. Meðal samheija hans í þeirri baráttu voru Rútskoj og Khasbúlatov. Valdaráninu er hnekkt og Gorbatsjov er áfram for- seti. Hin raunverulegu völd em nú hins vegar hjá Jeltsín. í nóvember- mánuði veitir fulltrúaþingið honum vöid til að stjóma með tilskipunum og hann felur Jegor Gajdar, lítt þekktum hagfræðingi, að móta rót- tæka efnahagsstefnu. í desember 1991 ákveða leiðtog- ar Rússlands, Úkraínu og Hvíta- Rússlands að leysa Sovétríkin upp og stofna í staðinn Samveldi sjálf- stæðra ríkja. Neyðist Gorbatsjov til að láta af völdum í kjölfarið. í ársbyijun 1992 hefjast Jeltsín og Gajdar handa við að endurskipu- leggja efnahagslífið. I janúar er verðlag að mestu gefíð fijálst og verða miklar verðhækkanir í kjöl- farið, svo og verðbólga. Það er á þessu stigi sem öfl andvíg breyting- um byija að taka upp samstarf. Þegar fulltrúaþingið kemur sam- an í apríl er það í fyrsta skipti óvin- veitt forsetanum og í júní skipar Jeltsín Gajdar forsætisráðherra. Stjóm hans kynnir einnig um- fangsmikla einkavæðingaráætlun. í desember fer Jeltsín fram á að fá nánast öll völd í sínar hendur en því neitar þingið og neyðir hann í staðinn til að reka Gajdar úr emb- ætti. í stað hans er Viktor Tsjemó- mýrdín skipaður í embættið, en hann hafði áður gegnt ráðherra- embættum á Sovéttímanum. Asakanir um spillingu Jeltsín grípur þá til þess bragðs að fá stuðning frá þjóðinni sjálfri. í apríl á þessu ári var haldin þjóð- aratkvæðagreiðsla og lýsti mikill meirihluti yfir stuðningi við forset- ann. Jeltsín -reynir einnig að fá nýja stjómarskrá samþykkta en sú gamla á rætur sínar að rekja til ársins 1971 þótt gerðar hafi_ verið á henni breytingar síðan. í júní kemur sérstök stjómarskrársam- kunda saman til fundar en tillögur Jeltsíns ná ekki fram að ganga vegna andstöðu þingsins og ýmissa lýðvelda og héraða Rússlands. I júlí breyttu jafnt Jeltsín og þing- ið um bardagaaðferðir og ásakanir um víðtæka spillingu gengu á víxl. Fyrr í þessum mánuði grípur svo Jeltsín loks til þess ráðs að reka Rútskoj úr embætti á meðan dóm- stólar kanna ásakanir á hendur honum um spillingu. Jeltsín segist ekki lengur vera andvígur því að efnt verði til forsetakosninga fyrr en efni standa til (næstu kosningar þurfa ekki að fara fram fyrr en 1995) með því skilyrði að áður hafí þingkosningar farið fram. Khasbúl- atov varar hins vegar við því að „hallarbylting" sé yfírvofandi málaráðherra, um að koma þangað léttvopnaðar en boðunum hefði ekki verið sinnt. Þá sagði talsmaður Jelts- íns, Vjatsjeslav Kostíkov, að Atsjaiov yrði rekinn úr hemum og einnig Víkt- or BaranníkoV, sem þingið hefði út- nefnt innanríkisráðherra. Haft hefur verið eftir ýmsum ráð- gjöfum Jeltsíns, að hann hafí verið búinn að fullvissa sig um stuðning hersins áður en hann lét til skarar skríða gegn þinginu og minnt er á, að í síðustu viku heimsótti hann höfuð- stöðvar Dzerzhínskíj-sveitarinnar, úr- valssveita innanríkisráðuneytisins, fyrir utan Moskvu. „Hve langan tíma tæki það ykkur að komast til miðborg- ar Moskvu?“ spurði þá Jeltsín yfír- mann sveitarinnar. „Hálftíma," svar- aði hann, „auk klukkutíma við að fylkja mönnum og búnaði.“ „Ertu til- búinn til að hlýða fyrirskipunum for- seta þíns?“ spurði Jeltsín og svarið var: „Já, herra.“ n i~:---------n--------/i vt - Vv------7Z7rvrt—^ Boris Jeltsín, forseti Rússlands leysir upp þingið til o km að binda enda á valdabaráttu í Rússlandi. Æðsta ráðið bregst við skjótt, sviptir hann völdum og skipar Alexander Rútskoj forseta. ATBURÐARÁSIN (að (slenskum tfma) WGG Boris Jeltsln boðar til þingkosninga 1130 Alexander Rútskoj segir sérsveitir innanríkisráðuneytisins í víðbragðs- stöðu og hluti þeirra nálgist Moskvu. WGG Stjórnlagadómstóll kemur saman til að ræða ákvörðun Jeltsíns. WBG Leiðtogar æðsta ráðsins tilnefna Rútskoj varaforseta. < 33 u Hatðlfnumenn, andstæðíngar Jeltsíns safnast saman fyrir utan þinghúsi;" JjrríC Ct-'ID Þingið samþykkir að svipta Jeltsín vðldum. BGB 5 Rútskoj sver embættiseið BBl 5 Stjðrnlagadómstóll seglr að ákæra megi Jeltsín REUTER Borís Jeltsin Almenningur í Moskvu leiðir hjá sér valdabaráttuna „ Aður var hugur í mönn- um en nú er öllum sama“ Moskvu. Frá Lárusi Jóhannessyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞAÐ var ekki að sjá á íbúum Moskvuborgar í gær að dregið hefði til tíðinda í stjórnmálalífi landsins. Þeir sem misst höfðu af atburðarás- inni og fréttu að tveir menn gerðu tilkall til embættis forseta Rúss- lands ypptu öxlum og héldu til vinnu sinnar sem fyrr. í borginni mátti þó að sjálfsögðu sjá fólk hópa sig saman til að skeggræða málin eins og Rússum einum er lagið. Eldmóðinn virtist samt vanta og svo var að sjá sem fólk væri orðið þreytt á endalausri refskák stjórnmálamanna. „Fyrir tveimur árum var hugur í fólki en nú er öllum sama. Þá höfðu menn trú á að eitthvað myndi ger- ast,“ varð einum viðmæl- anda Morgunblaðsins að orði og skírskotaði þá til valdaránsins í ágústmán- uði 1991. Vetur mun senn ganga í garð Moskvubúa og reynast mörgum þungur í skauti. Á sama tíma hafa stjórnmálamenn fjarlægsþ almenning í landinu. Á meðan alþýðan býr í haginn fyrir komandi kulda keppast forystumenn landsins við að Reter UM 3.000 kommúnistar mótmæltu fyrir framan þinghúsið í gær, nokkrir báru göm- ul dagblöð með mynd Stalíns á forsíðunni. ata hver annan auri. Þannig skiptast á ásakanir manna Borís Jeltsíns for-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.