Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.10.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. OKTÓBER 1993 C 7 Michel Ancher. „Listdóma.rar“ (Peter Severin Kröyer og Holger Drachmann) 1906, 25x35 cm. Kröyer (1851-1909), sem nefndi sig Severin í stað Sören, setti lit og líf í samkunduna, og var að auki flink- asti málarinn í hópnum, sem hafði yfrið nóg af verkefnum, og bjó í glæsilegri villu að Bergensgade 19, á Austurbrú í Kaupmannahöfn. Sá skipti sumrunum iðulega á milli Skagans og Ravello við Amalfi og Sorrentoflóann, en þeir staðir á ítal- íu teljast einhverjr hinir fegurstu í veröidinni. Kröyer kunni að meta heimsins lystisemdir, og ein frægasta mynd hans ber nafnið „Hip hip hurra“, sem eitt sér lýsir vel draumalífinu á Skagen er hann var nærri. Hann var að auki giftur mun yngri konu, Maríu Triepche, sem þótti undur- samlega fögur og hann málaði fjölda málverka af henni, sem gengu strax inn í danska listsögu. Þessi glæsi- legi maður og hrókur alls fagnaðar mátti þola ill örlög, en hann varð .á fáum árum geðveikur, eins og móð- ir hans fyrrum. María yfirgaf hann þá vegna sænsks tónskálds, Hugo Alfvén að nafni, sem hafði orðið ástfanginn af henni í gegnum mynd sem hann sá á sýningu í Kaup- mannahöfn eftir meistarann. Hun skildi einkadóttur þeirra Kröyers bitra og einmana eftir í höndum hins veika manns. Nokkrum árum seinna hafnaði Alfvén henni fyrir aðra konu og þá var það hennar hlutskipti að lifa ein og yfirgefin, en hún lést í Stokkhólmi 1940. Þessa sögu segi ég í framhjá- hlaupi til áherslu á, að hvar sem maður drepur niður í sögu málara Skagans birtast manni svipmikil örlög og þannig var eina nafn- kennda konan í hópnum Anna Bröndum (1859-1935), dóttir krá- areigandans á staðnum Degn Bröndum. Hún felldi hug til Micha- els Ancher (1849-1927) eins helsta málara tímanna, er hún var við list- nám í Kaupmannahöfn. Sem kona stóð hún alla tíð í skugga hans, en er nú talin mun merkari málari. Má vera líklegt að málaraparið hafi smitað félaga sína með sögum af fegurð Skagans, en þau bjuggu á sumrin hjá foreldrum hennar og máluðu þar. Hún hafði mjög góða menntun að baki og hafði m.a. ver- ið nemandi Vilhelms Kyhn í Kaup- mannahöfn og Pierre Puvis de Cha- vannes í París, og dvalið víða í höf- uðborgum Evrópu. Kröyer skreytti krána andlits- myndum af öllum félögum sínum og þar héidu þeir fullin að loknum vinnudegi og stóru fullin í verklok hverrar nýrrar myndar, en vel að merkja voru sumar myndanna mörg ár í smíðum. Af framanskráðu má nokkuð ráða hvílíkir dýrðartímar þetta voru, enda hafa verið skrifaðar margar bækur um þá og listamennina sem hópuð- ust þangað til að drekka í sig áhrif- in frá ljóshillingum og sjávarseltu. Valdi ég að haga öðru fremur skrifum mínum í sambandi við sýn- inguna í kjallarasölum Norræna hússins um þetta norræna menning- arsetur í þá veru, að þau vektu upp forvitni þess sem les. En minni áhuga hef ég á að skrifa um sjálfa sýninguna, því að hér er um að ræða frekar ósamstæða sýningu á minni myndum svo og frumdráttum að stærri verkum, en hins vegar finnast engin veigamikil verk. Fínir taktar sjást víða og þá helst hjá nefndum P.S. Kröyer, en sá sem á veigamestu verkin er þó vafalítið Viggo Johansen (1851-1935). Hin- ar tíu vatnslitamyndir hans á enda- vegg eru mjög vei málaðar og búa yfir dularfullum birtutöfrum. Engin uppbót er það, að kynna myndir frá íslandi, sem Carl Locher (1851-1915) málaði af þingvöllum og Vestmannaeyjum, því að þetta er væntanlega fyrst og fremst kynn- ing á því sem gert var á Skaganum og kemur því sýningunni harla lítið við og enn síður málverk Holger Drachmann af heimili Edvards Gri- eg Trollhaugen. Hins vegar er ann- að mál að þau eru í sjálfu sér áhuga- verð heimild. Er það mjög miður að svo virðist sem Danir hafi ekki treyst sér til að senda nokkrar toppmyndir hing- að, en einungis 2-3 þeirra hefðu gerbreytt heildarmynd sýningarinn- ar. Einkum er það miður vegna þess, að menn fá ekki rétta mynd af þessum snjöllu málurum, og svo eru íslendingar svo neyðarlega fá- fróðir um norræna myndlist, sem má vera skiljanlegt í Ijósi brenglaðs kennslukerfis og takmarkaðs upp- lýsingastreymis. Er líkast sem sett hafi verið upp lítil kynningarsýning fyrir „provinsen" - dreifbýlið... Mikil bót er af ljósmyndunum á sýningunni og þær bjarga nokkru en ekki nógu miklu. Það telst alveg rétt sem fram kemur í sýningarskrá: „að list Skagamálaranna var náttúrulist 8. áratugarins, útilífsmyndir 9. ára- tugarins og ljóðrænn blámi þess 10., og átti síður heima á 20 öld- inni.“ En trauðla kemur þetta fram á sýningunni. „Listamennirnir komu sjálfum sér á safn, - Skagensafnið, sem stofnað var 1908, og jafnframt voru þeir framúrskarandi lærimeist- arar næstu kynslóðar brautryðjenda svo sem J.F. Willumsen og Axel Jörgensen.“ Héldu þar með uppi merki gull- aldarmálaranna. Geta má þess að nokkrar ágætar bækur liggja frammi er fjalla um tímabilið, og eru þær til sölu og er það góðra gjalda vert, en þetta er vel að merkja ekki bókasýning og bætir ekki sárlega vöntun á sláandi frummyndum. Sýningin stendur til 24. október. Ed Lachman. Aðalleikendur Just- in Chadwick, Steven Mackintosh, Emer McCourt, Roshan Seth, Frances Barber. Bretland 1993. Aðalpersónur þessarar myndar eru upp til hópa furðufuglar, þjófar, eiturætur, dópsalar og auðnuleys- ingjar sem hvergi eiga höfði sínu að halla. Kannske engin furða því þessi ungmenni eru í það minnsta atvinnu- leysingjar af annarri kynslóð. Clint (Chadwick) er sá eini úr hópnum sem orðin er ieiður á öllu tilgangsleysinu í þessu einskisverða lífi. Honum býðst starf á veitinga- húsi en með því skilyrði að hann sé sómasamlega skæddur. Lunginn af þessari grátbroslegu lýsingu á ömurlegri og fánýttri til- veru utangarðsfólks í Lundúnum fer í spaugilega leit að frambærilegum skótúttum á söguhetjuna. Þetta er heldur Iéttvægt allt saman hinsvegar er persónusköpunin sterk, hér gefur að líta fjölbreyttan hóp viðundra sem eru undantekningarlaust bærilega leikinn af lítt- eða óþekktum leikur- um. Forsprakkinn minnir óþægilega mikið á Brian heitinn Jones, pakist- ani víkur ekki frá hjólinu sínu, Tom- Tom er fáviskan uppmáluð og Bar- ber (Sammy and Rosie Get Laid) sú eina sem maður minnist úr öðrum myndum. En Chadwick er enginn Daniel Day Lewis og Kureishi því síður leik- stjóri á borð við Stephen Frears. En þessir menn gerðu saman hina eftir- minnilegu My Beutiful Laundrette, og lét þá Kureishi sér nægja að skrifa handritið. Að þessu sinni nær hann sér ekki á eftirminnilegt flug nema í einu, aldeilis fáránlegu atriði; er Clint heimsækir móður sína og Pres- leysjúkan sambýlismann hennar útá landsbyggðina. Þarna nýtur absúrd persónusköpun og hnyttin samræðu- tækni Kureishi sín stórkostlega. Annars er þetta allt saman heldur auðgleymt og auðmelt. Endirinn veikur og ádeilan fer mikið til fyrir ofan garð og neðan. Nærrí Eden - Urga Sýnd í Háskólabíói Leikstjóri Níkíta Míkalkoff. Hand- rit Níkíta Míkalkoff ásamt Roust- man Ibraguimbekov. Kvikmyndá- taka Villenn Kaluta. Aðalleikend- ur Badema, Bayaertu, Vladimir Gostukhin, Babushka. Rússland 1991. Kvikmyndahátíð á að beina gest- um sínum inná nýjar brautir, eins fjarri hraðbrautum hversdagsafþrey- ingarinnar og hugsast getur. Þó án þess að hálfdrepa mann úr leiðindum einsog jafnan vill brenna við þegar settar eru saman á fjórði tugur mynda frá öllum heimshornum eftir misjafna listamenn. Nærrí Eden tekst þetta hvor- tveggja guðsblessunarlega vel. Hún gerist meða! mongólskra hirðingja á endalausum gresjum Kína. Getur sem sagt tæpast fjær okkur farið. Það gerist svo sem ekki mikið á steppunni uns farið er að leggja veg þarna í dreifbýlinu til að koma íbúun- um í snertingu við borgarmenning- una. Gombo og Pagma eru dæmigert sléttufólk, vafra um óbyggðirnar ásamt börnum sínum,. tjöldum og búsmala. Gombo kynnist vörubíl- stjóra sem býður honum að líta á dýrðina í nágrannaborginni sem Gombo hefur aldrei litið augum fyrr. Og lætur sér fátt um fínnast. Míkalkoff er persónulegur leik- stjóri sem kemur manni oft hressi- lega á óvart. Hann dásamar hið ósnortna líf gresjubúa, enn ómengað af ýmsu því sem borgarbúar flokka undir ómissandi lífsþægindi. Hann vísar til þessara hluta með sjónvarps- tæki, niðursuðumat, plakati af kemp- unni Sylvester Stallone. Frásagan er engan vegin hefðbundin heldur tekur hún ófáar hliðarstefnur. Stundum kemur hann áhorfandanum gersam- lega á óvart, líkt og er eitt barna hirðingjahjónanna tekur sig til og þenur dragspil af slíkum fítonskrafti að líkja má við djöfulmóð. Það liggur við að það atriði eitt nægi til að full- nægja forvitnum og þurfandi kvik- myndaáhugamanni. Kvikmyndatak- an af blómlegum sléttum og hæðum Asíu er eftirminnileg, jafnast næst- um á sínum bestu köflum á við snilld- arhandbragð Nestors Almendros á gresjum Norður Ameríku í Days of Heaven. Húmorinn er abdsúrd og efnistökur sömuleiðis, Úrga er engri lík. Rómantískar umbyltingar Um kvikmyndina: Leöurblökuvœngir EFTIR KRISTJÁN JÓHANN JÓNSSON Norska kvikmyndin Leðurblöku- vængir verður sýnd í Háskóla- bíói á laugardaginn. Myndin er gerð árið 1992 og sett saman úr þremur styttri kvikmyndum. Einn sá efnileg- asti meðal ungra norskra leikstjóra, Emil Stang Lund, gerði þær eftir smásögum norska rithöfundarins Hans E. Kinck og steypti þeim síðan saman í eina kvikmynd árið 1992. Sögurnar þijár byggja á sömu vitund og með einföldu leiðarminni varð úr þeim kvikmynd með sterkum heildar- svip þar sem glögglega má sjá þróun nútímamannsins Stang Lunds. Rithöfundurinn Hans E. Kinck var samtímamaður Hamsun og Ibsen. Fyrsta smásagan sem notuð er í kvikmyndinni Nýi adstoðarprestur- inn, fjallar um hjón og lítinn son þeirra á afskekktu sveitabýli. Ein- manaleikinn hefur skapað hjá þeim óseðjandi forvitni. Dag nokkurn fer ungur ferðamaður framhjá sveita- bænum þeirra en lætur ekki til leið- ast að líta inn hjá fjölskyldunni. Hver er hann? Frumstæður þekking- arþorsti grípur þau og breytist í þrá- hyggju. Svarið verða þau að fá þó að það kosti þau lífið. Smásaga númer tvö: Skógarsóley á engi, segir frá því þegar hin ógifta Gertrude lendir á kynferðislegum næturfundi með prestssyninum. Það er heillandi draumur þar sem ást á náttúrunni og kynferðisleg löngun renna saman í eitt. Kinck hafði ekki beinlínis áhuga á draumum heldur öllu frekar á þeim andstæðu hvötum sem birtast okkur í draumi. Kvik- myndin þróast ómerkjanlega úr hug- hrifum yfír í beina frásögn, nær leik- rænum hápunkti og hnígur síðan aftur að rómantískum söknuði og ást á náttúrunni. Margir gagnrýnendur voru á þeirri skoðun að þetta væri best heppnaði kaflinn og þótti Hildegun Riise vel heppnuð í hlutverki hinnar einstæðu Gertrude. Þriðja sagan heitir: Fiðlan í frum- skóginum. Þar segir frá sveitastrákn- um Torstein sem ekki tekst að beita fiðlunni til að virkja þann mikla kraft sem innra með honum býr. Það bæt- ir heldur ekki úr skák þó að hann giftist sveitastúlkunni Sellu. Sam- band þeirra er ekki nægilega öflugt til þess að hljómbotninn í huga Tor- stein fái notið sín. Stang Lund beitir þögulli myndtjáningu til þess að ná fram ýkjum sem eru svo magnaðar að í þeim birtist kjarni mannlegra hvata og breytist í nánasta óhlutlæg- an verknað. Ótti nútímans kemur fram í því þegar Torstein æpir á náttúruna; þar birtist örvæntingin yfir þeim þáttum mannlegs eðlis sem ekki tekst að virkja. Hvörfin á milli nítjándu aldar og þeirrar tuttugustu, eða skrefíð inn í nútímann, er eitt áhugaverðasta skeiðið í norskri menningarsögu. Breytingarnar sem þá urðu höfðu í for með sér hörð menningaruppgjör í öllum- listgreinum. Mörgum fannst þá að ekki væri um breytingu að ræða heldur byltingu. Nú getum við skoðað þessa þróun af meiri sann- girni og viðurkennt að hefðin átti sterk ítök í flestum þeirra sem mestu vildu breyta. Til einföldunar mætti líkja Fiðlu í frumskógi við norskt málverk sem hefur orðið afar frægt. Það er hið hrein „expressjóniska" málverk Ed- vards Munch, Ópið, sem var málað 1893 og tjáir sama tíma og verk Kincks. Hjá Munch titrar hins vegar allt umhverfið í takt við óp manneskj- unnar. Landslagið verður miðill sem breiðir út óttann eins og vatn sem skilar hringgárum eftir steinkast. Hjá Kinck er aðalpersónan leitandi og bæði menningin og náttúran verða í hans augum að möguleika til þess að tjá bældar tilfínningar og virkja það afl sem inni fyrir býr. Það heppnast að vísu ekki. Ahuginn á spennunni milli sið- menningar og mannlegs eðlis og ótt- anum við þessa spennu, verður til þess að Kinck á erindi við nútímann. Við búum í senn við rómantíska nátt- úraskynjun og ótta nútímamannsins. Það kemur bæði fram á menningar- sviðinu og í því hve hjálparvana við erum gagrivart sjálfum okkur. Sinfóníutónleikar _________Tóniist______________ Jón Ásgeirsson Fyrstu áskriftatónleikar Sinfón- íuhljómsveitar íslands voru haldnir í Háskólabíói sl. fimmtu- dag. Á efnisskránni voru verk eft- ir Þorstein Hauksson, Carl Nielsen og Beethoven. Einleikari var Auður Hafsteinsdóttir en stjórnandi Osmo Vanská. Tónleikarnir hófust á Ad Astra, eftir Þorstein Hauksson. í Ad Astra vinnur höfundurinn ekki úr hrynmyndum, stefjum eða hljóm- tengslum og nálgast verkið því að vera hrein hljóðverk, sem þó bygg- ir á afmarkaðri tónstöðu tónanna, þar sem tíminn kemur í stað hljóð- falls og formskipanin er fólgin í breytilegum blæbrigðum. Ad Astra er ákaflega stílhreint verk, fallega unnið og var sérlega vel flutt und- ir stjórn Vánská. Fiðlukonsertinn eftir Carl Niel- sen var næst á efnisskránni og var Auður Hafsteinsdóttir einleikari. Verkið er mjög erfítt fyrir fíðluna og var leikur Auðar sterkur og glæsilega mótaður, sem kom hvað best fram í tveimur „kadensum" verksins. Auður er án efa einn efni- legasti fiðluleikari okkar og eftir þessa frumraun hennar með Sinf- óníuhljómsveit Islands, hefur hún skipað sér í flokk með okkar bestu fiðluleikurum í dag. Lokaverkið var svo sú „sjöunda“ eftir Beethoven. Líklega er ekkert betra til samanburðar en að heyra hvernig hljóm- sveitarstjóri mót- ar sinfóníu eftir Beethoven, því í þeim sjóði list- rænnar reynslu, munu flestir hlustendur eiga með sér mest til samanburðar. Osmo Vánska er góður hljómsveit- arstjóri og honum lætur vel að byggja upp fallegar stemmningar, allt frá mjög veikum leik og upp í fullan styrk, eins og t.d. í Allegretto-kaflanum (2. þátt- ur) og í Prestó-kaflanum, sem er S raun mjög langur en Vánská stytti hann með því að fella niður endurtekningar á nokkrum stöð- um. Hljómsveitin er í góðu formi og breytingamar á sviðinu og ný upp- röðun, t.d. á fiðlunum, á trúlega sinn þátt í að hljóman sveitarinnar er skýrari og hreinni en oft áður. Þó þyrfti að athuga hvort betri hljómburður gerði ekki um of úr hlut blásara en það var nokkuð áberandi, hversu þeir skáru sig úr á nokkrum stöðum í lokakafla þeirrar „sjöundu", einkum þar sem liggjandi og langar nótur drógu athyglina frá aðal lagferlinu, t.d. í fiðlunum. Nú verða hljómsveitar- menn að læra að nýju á hljómburð- inn, sem virðist vera orðinn nokkur góður, er gerir hljóman sveitarinn- ar bæði jafnari og ekki eins mislita og hún var áður. Auður Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.