Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 17.11.1993, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. NÓVEMBER 1993 ©19M Unlyr—I Pre»» Syndtc«te „Gjöröu suo t/eL a5 spenncK, 'óryc&Ls- bettib. V/'éeÍQuntvon-Cc oiáL'/HLLi oh/r/v." Með morgunkafíinu POILUX lfc==Í==s5á^ loio Það er best að við kaupum okkur sjennabrúsa fyrir þessa peninga sem við lögð- um fyrir til elliárauna... Ást er... þegar lífsskeið virðist ekki nægilega langur tími TM Reg. U.S Pat Otf.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Afsakaðu ónæðið. En fótur minn er fastur í kjafti hundsins... HÖGNI HKEKKVÍSI „ HAMM Ef? AE> HALPA UPP ’a 1. A\Al'." „WANN 03Z5t<L MtWíERlSPLÖTU.* fHiaruitmMitííiiþ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Meira malbik! Frá Gunnari Sigurðssyni: NÝLEGA kom fram í fréttum fjöl- miðla að ríkisstjórnin ætlar að veita 200 milljónum króna í mal- bikunarframkvæmdir til atvinnu- aukningar. Mér er reyndar tjáð að mestur hluti slíkrar fjárfestingar fari í efniskostnað og til greiðslu stórvirkra vinnuvéla, en tiltölulega lítill hluti þess fari í laun og alla vega ekki til kvenna,_ sem fæstar vinna við malbikun. Á sama tíma ber að spara 400 milljónir króna í heilbrigðiskerfinu og þegar eru deildir sjúkrahúsanna lokaðar, sem m.a. kemur fram í langri bið margra eftir heilsubót. Hver kann- ast t.d. ekki vð sjúklinga sem vart eru ferðafærir vegna slitinna mjaðmaliða og hnjáa en fá ekki liðskipti vegna skorts á fé? Allir vita hvernig ástatt er fyrir æðstu menntastofnun þjóðarinnar, Há- skóla íslands, sem verður að beita umdeildum aðferðum til uppbygg- ingar sinnar. Jafnframt hefur orðið verulegur niðurskurður í grunn- skólakerfinu, en bæði heilbrigðis- kerfið og skólakerfið eru að veru- legu leyti mönnuð kvenfólki og því bitnar niðurskurðurinn launalega séð fyrst og fremst á konum. Allir kannast við fjárfestingar- sukk síðustu áratuga, loðdýr, lax- ar, steinsteypa og nú malbik. í þetta sinn geta bankastjóramir fríað sig allri ábyrgð, því að þessi skipun kemur beint að ofan. Að vísu segjast bankastjórarnir ekki heldur bera neina ábyrgð á fjár- festingum síðustu ára. En ef þeir eru án allar ábyrgðar hví hafa þeir þessi ábyrgðarmiklu laun? Reyndar væri fróðlegt að vita hve- nær laun bankastjóranna fóru að bólgna svona út. Ætli það hafi ekki fylgt lánaþenslunni sem al- menningur verður nú að greiða fyrir hörðum höndum? Hver voru laun bankastjóranna fyrir 20 árum í samanburði við aðra stjómendur þessa lands? Fróðlegt væri að fá svar við því — en þetta var víst útúrdúr. Nú er sem sé dagskipunin að íjárfesta í malbiki. Að vísu vilja allir aka á malbiki fremur en möl- inni en ef valið stendur á milli menntunar æskunnar eða meira malbiks, hvor kosturinn ætli sé arðbærari fjárfesting til langframa og hvort ætli sé meira atvinnu- skapandi í augnablikinu, a.m.k. fyrir konur? GUNNAR SIGURÐSSON, Brúnalandi 30, Reykjavík. Almannaheill í fyrirrúmi Frá Elínu H. Kristjánsdóttur: ALVEG er manni nóg boðið þegar maður hlustar á ráðamenn þjóðar- innar gera grein fyrir því í fjölmiðl- um hvemig nýja húsbréfakerfið kemur til með að vera. Ég og mín fjölskylda erum orðin langþreytt á að vera peð á taflborði þessara manna, og veit ég að það á við um fjölda fólks. Við hjónin ákváðum af illri nauð- syn að stækka við okkur húsnæði fýrir 2‘A ári, lítil reynsla var þá komin á húsbréfakerfið nýja en engin önnur húsnæðislán að fá. Er við gemm kaupsamning tök- um við á okkur hluta af afföllum sem em þá 16% af rúml. fjórðungi af andvirði húsnæðis sem var fok- helt, seljum íbúð- sem við eigum og fáum nánast allt greitt í hús- bréfum en kerfið er seint í vöfum, og húsbréf ekki afgreidd strax og þegar við gátum sett framkvæmd- ir á fullt voru afföll komin upp í 21% og seinna 24%. Við gátum illa frestað því að halda áfram fram- kvæmdum og farið á vergang með bömin og beðið eftir því að afföll lækkuðu en það gat tekið einhver ár eins og síðar kom á daginn. Þessi íbúðaskipti kostuðu okkur 2 milljónir í beinum afföllum og (skiptagjaldi). Þetta vil ég meina að sé hreint og klárt lögverndað rán sem varð til þess að við eram skuldugri en efni stóðu til og held ég að þessir menn sem fyrir ein- hver mistök hafa verið kosnir til þess að fara með stjóm þessa lands viti ekkert hvað þeir eru að gera, kippandi fótunum undan fleiri fjöl- skyldum, því að ég veit um fleira fólk sem hefur lent í svipuðu á byijunartíma þessa húsbréfakerfis. Nú á að bjóða okkur upp á það eftir allt saman að útgefa ný bréf með 5% ársvöxtum, (er kosninga- þefur af þessu?) að auki á að skerða vaxtabæturnar á næsta ári. Ef við viljum hafa lán með lægri vöxtum þá skulum við bara selja þessar illseljanlegu eignir ef hægt er sem á hvíla óhagstæðustu lán í sögu húsnæðislána og sækja aftur um húsbréf með 5% ársvöxt- um og endurtaka söguna. Þannig skil ég þessi skilaboð. Skora ég á fólk sem svipaða sögu hefur að segja að láta til sín heyra. Þetta eru ekki bara okkar mistök, heldur líka kerfisins. ELÍN H. KRISTJÁNSDÓTTIR. Víkverji skrifar Það eru jafnan ferskir vindar sem leika um sýningar Nem- endaleikhússins og að mati Vík- veija er uppfærsla lokaársnema Leiklistarskóla íslands á Draumi á Jónsmessunótt, eftir William Shakespeare í meistaralegri þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar, engin undantekning þar á. Raunar var Víkveiji fullur efasemda, er hann fór síðastliðið sunnudagskvöld í Lindarbæ, þar sem leiksýningar Nemendaleikhússins fara fram, til þess að sjá ofangreint verk, því hann gat vart gert sér í hugarlund að átta manna hópur gæti skilað sýningunni á sannfærandi hátt. En raunin varð önnur, að minnsta kosti í megindráttum, því Víkveiji sakn- aði sárt handverksmannanna og þeirra mikilvæga hlutar í verkinu og fannst einhvern veginn að Vatnadansmeyjafélagið Hrafnhild- ur kæmi ekki að fullu og öllu í stað þeirra, þótt vissulega kláraði „dans- hópurinn" leikritið í leikritinu, und- ir lok sýningarinnar á afskaplega gáskafullan og bráðfyndinn hátt. En eðlilega þurfti leikstjórinn, Guð- jón Petersen, að aðlaga uppfærsl- una að leikhópnum sem hann hafði úr að moða: fimm konur og þrír karlar. Auk þess aðstoðuðu nem- endur fyrsta árs við þau atriði, þar sem blómálfar fjölmenntu. Frómt frá sagt, er sýningin ótrú- lega skondin og hugmyndarík, einkum þegar haft er í huga, hversu þröngt leikhópnum er sniðinn stakkur í hinum þrönga kjallara Lindarbæjar, þar sem öll leikmynd- in verður að ganga út á breiddina, en aldrei dýpt. Með nýtingu veggj- arins, gata á honum og skemmti- legri lýsingu, tekst þessi leikmynd alveg bráðvel. Tónlistin er full- blönduð og hávær, fyrir smekk Vík- veija, og auk þess fannst honum sem raddbeiting ákveðinna leikara væri óþarflega kröftug, miðað við smæð salarins, því á stundum var eins og öskrað væri á útopnu, þótt nægt hefði að brýna raustina til þess að gefa orðunum þann áherslu- þunga sem til var ætlast. Þetta, ásamt munnvatnsflaumnum sem iðulega stóð út úr leikurunum, og varð svo áberandi í þeirri lýsingu sem umlukti sýninguna, var það sem einna helst pirraði Víkveija. xxx Troðfullt var þetta sýningar- kvöld, en það em ekki ýkja margir sem rúmast í sýningarsaln- um, sjálfsagt ekki fleiri en 80 til 90 manns. En miðað við að Jó'ns- messunæturdraumur var frum- sýndur þann 12. október sl. þá má fullyrða að sýningar hópsins hafa gengið framar öllum vonum. Vík- veiji er þeirrar skoðunar að það verði spennandi á næstu ámm að fylgjast með leikferli ákveðinna ein- staklinga í þessum átta manna hópi. Að öðrum óslöstuðum, einkum þeim Sigrúnu Ólafsdóttur, sem lék afar kynþokkafulla Títaníu (einnig Hippólítu og vatnadansmeyna Sæ- dísi Sif) og Höllu Margréti Jóhann- esdóttur, sem var í hlutverki hins Iævísa Bokka (og einnig í hlutverki Fílóstratusar og vatnadansmeyjar- innar Sjafnar Sæland). xxx Miðað við þessa fyrstu sýningu lokaárshóps Leiklistarskól- ans, er Víkveiji þeirrar skoðunar að þær tvær fmmsýningar sem áformaðar era síðar í vetur, séu leikhúsunnendum tilhlökkunarefni. I janúar er áætlað að fmmsýna Grískan þríleik, Fönikíumeyjarnar og Antígónu í þýðingu Helga Hálf- danarsonar og Lýsiströtu í þýðingu Kristjáns Ámasonar og í mars verð- ur leikritið Sumargestir eftir Maxim Gorki í þýðingu Árna Bergmann frumsýnt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.