Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1993, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 3993 EDIK EYÐIR ÓLYKT ♦ KARLAR LEITA TIL ÁLFRÆÐINGA ♦ GALLERÝ NÁTTÚRA ♦ ERTALJÓS OG AÐVENTA ♦ 500 KRÓNUR MÁNUÐI ♦ BIBLÍA OG BLÓÐGJAFIR ♦ HITT HÚSIÐ Aðventukransar þurfa ekki að vera með hefðbundnum hætti Á SUNNUDAGINN er fyrsta tjósið tendrað á aðventukrans- inum. Við köllum fyrsta kertið sem kveikt er á spádómskerti. Flestir eiga hefðbundinn krans með kertum á en það má fara ótroðnar slóðir og nota ýmislegt annað en greni og kúlur. Undanfarin ár hefur færst í vöxt að fólk noti alla hugsanlega liti á kransana og eins og sjá má á myndunum eru það saltkringlur sem skreyta einn kransinn. Ein- hveijir sem eiga stóran kökudisk á tveimur hæðum geta látið litla kertakubba á neðri diskinn og síð- an hnetur eða annað jólalegt á þann efri. Það er allt hægt og óþarfi að fara út í búð og henda nokkr- um þúsundum í aðventukrans sé lítið í buddunni. í raun var erfitt að byrja að vinna aftur „MÉR LÍKAR þetta mjög vel. Ég er í starfsþjálfun í félagsmiðstöð- inni Árseli og sinni þar öllu mögulegu, bæði á dag- og kvöldvökt- um,“ segir Sigurður Ragnarsson, tvítugur Reykvikingur, sem verið hefur atvinnulaus síðan í október í fyrra fyrir utan það að hafa fengið 2ja mánaða vinnu í Vesturbæjarlauginni í sumar. Hann tekur fram að ættí hann sér starfsval myndi hann leita eftir atvinnu innan tónlistargeirans, sem væri áhugamál númer eitt, tvö og þrjú. „Það verður að segjast eins og er að ég hef svo sem ekki leitað mikið eftir vinnu eftir að ég varð atvinnulaus enda fer dijúgur tími í hljómsveitina sem ég er í, einkum ef tónleikar eru i aðsigi," segir Sigurður, sem í fyrra sótti annað námskeið í Hinu húsinu um starf með börnum og unglingum. Auk þess hafi hljómsveitin stöku sinn- um troðið þar upp. - Hvernig birtist atvinnuleysið þér? „Fyrir mér var atvinnuleysið í lagi í byrjun því fyrst var þetta sérstaklega skemmtilegt og þægi- legt líf. Eg vakti langt fram eftir nóttu og var sofandi fram eftir degi. En svo kom að því að það var orðið hálf leiðigjarnt. Þá fór maður að haga sér eðlilega með því að fara að sofa og vakna á skikkanlegum tímum. Síðan kom þunglyndið. Maður reyndi þó að fínna sér eitthvað til að gera og í raun og veru fannst mér erfitt að byrja að vinna aftur. Maður gat orðið gert hvað sem var, hve- nær sem var,“ segir Sigurður sem segist búa á Hótel mömmu og borga heim þegar peningur sé til.„Annars á ég bíl, sem ég er að reyna að borga af, og mamma fær fijáls afnot af honum.“ „Á heildina litið held ég að þessi starfsþjálfun, sem ég er nú í, skipti mig persónulega miklu máli. Áður var ég í fiski, en er nú í allt annarri vinnu sem hefur heilmikið með mannleg samskipti að gera. Ég myndi gjarnan geta hugsað mér að vera áfram í þess- ari vinnu, en það er aldrei að vita, kannski klúðrar maður þessu al- gjörlega." ■ Kertaljós er stundum allt sem þarf til að gera jólalegt ÞEGAR jólin nálgast og dimma tekur snemma þá er notalegt að hafa kertaljós nálægt sér og stundum þarf ekki nema nokkur falleg kerti til að fá á húsið jóla- svip. Þessa hugmynd rákumst við á í dönsku tímariti, að setja eitt kerti í hveija tröppu upp á næstu hæð. Þetta á að sjálfsögðu ekki við hjá þeim sem eru með litil börn eða gæludýr. ■ Skemmtileg hugmynd sem við rákumst á í dönsku tímariti Biblían bannar blóð- gjafir, segja vottar Jehöva VOTTAR Jehóva hafa skipað nefnd innan safnaðarins, sem annast samskipti við spítala og fulltrúa heilbrigðiskerfisins. Auk þess stendur nefndin vörð um þær kröfur votta Jehóva að fá læknismeðferð án blóð- gjafar. Fulltrúar safnaðarins héldu fyrirlestur á Borgarspítalnum fyr- ir skömmu og kynntu læknum viðhorf sín og þá ósk að samkskipti heilbrigðisstétta og votta Jehóva yrðu farsæl í framtíðinni. í neyðartilfellum gefst hvorki tími né ráðrúm til að kanna hvort sjúklingur vill blóðgjöf eða ekki, segja læknar. Ástæða þess að vottar Jehóva vilja ekki blóðgjafir er trúarlegs eðlis. Máli sínu til stuðnings vitna þeir m. a. í 1. Mósebók þar sem stendur „Aðeins hold sem sálin, það er blóð- ið, er /, skuluð þér ekki eta. “ Þá vitna þeir í Postulasögu þar sem segir að menn skuli halda sig frá saurlifnaði, kjöti af köfnuðum dýrum og blóði. Þessi orð túlka þeir á þann veg að þau útiloki að þeir þiggi heilablóð, rauðkomaþykkni, blóðvökva, hvít- korn og blóðflögur. Eigin blóð má ekki geyma I máli votta Jehóva kom fram að sumir þeirra sætta sig við ákveðna þætti blóðs og gera þá upp við sjálfa sig og samvisku sína hvort þeir þiggja þau lyf sem „leyfileg11 eru. Það er vart fyrir fáfróða að skilja að úr Biblíunni megi t.d. lesa að Guði sé sama þó við fáum beinmerg, en honum sé ekki þóknanlegt að við fáum hvítkomaþykkni. Vottamir sögðu að margir safnað- armenn leyfðu blóðvökvaaukningu í aðgerð -ef blóðið væri í hringrás og ekki geymt utan líkamans. Þeir vildu sem sagt ekki að blóð væri tekið úr þeim fyrir aðgerð og síðan gefið aft- ur í aðgerð. Bentu þeir einnig á sýk- ingarhættu sem getur fylgt blóðgjöf. Þeir greindu frá alþjóðlegri upplýs- ingaþjónustu votta Jehóva sem hefur 93 útibú í heiminum. I hveiju útibúi er starfandi spítalasamskiptanefnd eins og hér á landi. í gegnum þessa aðila gefst læknum og sjúklingum kostur á að fá upplýsingar um lækna sem eru reiðubúnir að starfa eftir óskum votta Jehóva, hér og erlendis. Upplýsingaþjónustan safnar og fræðigreinum um lækningar án blóð- gjafar. Þegar lífið iiggur við Nokkrar umræður spunnust að loknum fyrirlestri og voru einkum tvö atriði til umræðu: hvort afstaða votta Jehóva gilti ef þeir væru með- vitundarlausir og í bráðri hættu og hvort læknum bæri að annast böm þeirra án blóðgjafar. Fullveðja vottar Jehóva bera á sér upplýsingaspjald þar sem fram kemur að þeir þiggi ekki blóð undir nokkrum kringum- stæðum. Einn lækna benti á að aðstæður gætu hugsanlega breytt viðhorfum. Vottur Jehóva gæti eins og annað fólk lent í slysum og ef t.d. dauðvona fjölskyldumaður ætti kost á að halda Iífi með því að þiggja blóðgjöf, væri óvíst að hann neitaði henni, enda væri fyrri ákvörðun tekin og yfirlýs- ing gefin við aðrar aðstæður. Lækn- ar bentu á að í neyðartilvikum gæf- ist sjaldnast tími eða ráðrúm til að kanna hvort sjúklingur vildi blóðgjöf eða ekki. Siðaráð landlæknis telur að fyrri yfirlýsing votts Jehóva setji lækni ekki þær skyldur að fara alfar- ið eftir henni, sé sjúklingur t.d. með- vitundarlaus og í bráðri lífshættu. Ólafur ólafsson landlæknir sagði við Daglegt líf að dæmi væru um að sjúklingur með fullri meðvitund hefði neitað blóðgjöf og hefði læknir bá þurft að sæta bví. Eins og nauðgun Vottar Jehóva líta svo á að þar sem þeir em forsjáraðilar barna sinna sé í þeirra verkahring að velja þá læknisaðferð sem þeir telja bami sínu til mestra bóta. Þeir kjósa því aðgerðir án blóðgjafar, en siðaráð landlæknis hefur bent á að læknir geti óskað eftir að dómari úrskurði tímabundna forsjársviptingu undir ákveðnum kringumstæðum. Það sé viðtekin venja þegar um líf bams eða dauða sé að tefla. Líklega hugðust fulltrúar votta Jehóva skerpa skilning viðstaddra á viðhorfum sínum er þeir vitnuðu í ummæli ungrar trúsvstur sinnar. sem sagðist líta á blóðgjöf án sam- þykkis eins og nauðgun. Landlæknir kvað samanburðinn óviðeigandi og ósmekklegt að bera saman nauðgara og lækni sem gæfi blóð til lífsbjargar. Vottar Jehóva greindu frá tilfelli er kona úr söfnuði þeirra fékk blóð- gjöf í aðgerð og þjáðist af þunglyndi í kjölfarið. Þeir voru þá spurðir hvernig söfnuðurinn brygðist við og með hvaða hætti hann aðstoðaði trú- systkyni sem fengju blóðgjöf. Sögðu þeir að ekki hefðu verið gerðar ráð- stafanir varðandi aðstoð, en ekki væri brottrekstrarsök úr söfnuðinum að fá blóðgjöf óviljandi. ■ Brynjn Tomer

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.