Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.12.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. DESEMBER 1993 Fallið frá kröfu um magn- takmarkanir á innflutningi SAMKOMULAG hefur tekist í rikisstjórn um að falla frá kröfu um magntakmarkanir á innflutningi á landbúnaðarafurðum í tilboði ís- lands vegna þeirra viðræðna sem nú standa yfir um GATT-samning. Það þýðir, komist GATT-samningurinn í höfn, að takmarkanir á innflutningi á búvörum falla niður af öðrum ástæðum en vegna heilbrigðistakmarkana. Um málið var fjallað á ríkisstjórnarfundi í gærmorgun og á Alþingi síðdegis. Tilboðið var sent út um miðjan nóvembermánuð eftir viðræður ut- anríkis- og landbúnaðarráðherra. Stærstu vinning- amir hjá HHÍ 5 millj. af 45 gengu út DREGIÐ var um einn 25 milljóna króna trompvinning og fjóra 5 milljóna króna vinninga auk fjölda minni vinninga í desemberút- drætti flokkahappdrættis Happ- drættis Háskóla Islands í gær. Af stærstu vinningunum gekk aðeins út einn 5 milljóna króna vinning- ur, hinir miðarnir eru í eigu happ- drættisins. Fimm milljónimar fóru á Hvammstanga og tveggja milljóna króna vinningur fór á Homafjörð. Að sögn Jóns Bergsteinssonar, skrif- stofustjóra Happdrættis Háskóla ís- lands, vora þetta einu stóra vinning- amir sem gengu út í gær. Hlutfallið yfír árið í heild hafí hins vegar verið mun hærra. Að sögn Ragnars Ingimarssonar, forstjóra HHÍ, er vinningshlutfall flokkahappdrættisins um 70% sem þýðir að fyrir hveijar hundrað krónur sem komi inn fari 70 krónur út aftur í formi vinninga. Hlutfall seldra miða er hins vegar 30%. Ljóst var þá að afar erfítt yrði að ná fram kröfu um magntakmarkan- ir og í þeim viðræðum sem átt hafa sér stað síðan hefur niðurstaðan orðið sú að þær þjóðir sem héldu fast við kröfur um magntakmark- anir myndu þurfa að kaupa það hærra verði í magni leyfðs lág- marksinnflutnings. Halldór Blöndal sagði á Alþingi í gær að til boða hefðu staðið magn- takmarkanir á innflutningi í sex ár, en gegn mjög ströngum skilyrðum. „Fresturnarvalkosturinn sem gjam- an er kenndur við Japan felur í sér, eins og fastanefnd íslands hefur áður skýrt frá, að beita megi magn- takmörkunum í sex ár en þá gegn því að heimila aukinn lágmarksað- gang á lágum tollum fyrir viðkom- andi vörur sem væru 4% í upphafí í 8% við lok aðlögunartímans í stað 3% og 5% eins og áður hefur verið talað um. Hvaðeina sem gerist þar á eftir miðast við að viðhaida þeim lágmarksaðgangi 8% sem þannig hefur verið veittur,“ sagði Halldór. Hann sagði að talið væri að S- Kórea væri hlynnt þessari leið og ef til vill Japan og einnig Sviss, en Norðmenn væru andvígir. „Við höf- um talið og ég hygg að um það séum við í landbúnaðarráðuneytinu sammála bændasamtökunum að höfuðhættan sem við stöndum frammi fyrir nú er lágmarksað- gangur og af þeim sökum höfum við látið í ljósi þá skoðun og látið tilkynna það að við munum ekki nýta okkur það að fá heimild til magntakmarkana í sex ár. Það hef- ði í för með sér varanlega aukningu á lágmarksaðgangi," sagði Halldór. Morgunblaðið/Alfons Finnsson Skemmdirnar skoðaðar GAUTUR Hansson skoðar skemmdirnar á stefni Sverris BA, en Gautur á Kóna dró Sverri til hafnar í fyrrakvöld. Stefni Svems brotið TRILLAN Sverrir BA frá Tálknafírði sem strandaði á Hróaskeri við Ólafsvík í fyrra- dag var í gær tekinn á land í Uppsátrinu í Ólafsvík og skemmdir kannaðar. Kom í ljós að báturinn er talsvert skemmdur. Stefni hans er brot- ið og lekur inn í lúkar. Þá er stjómborðssíðan dælduð og skemmdir á skrúfu og stýri. Siglingaleiðin til hafnar í Ólafs- vík liggur skammt frá Hróa- skeri og þar hafa bátar oft strandað. Síðast strandaði trilla þar í lok maí á síðasta ári. Manninum var bjargað í land en trillan sökk þegar hún vár dregin út af skerinu. Kaupmannasamtökin lýsa miklum áhyggjum af lækkun vsk. á matvæli Alþingi hvatt til að stöðva áform um tvö skattþrep Segja forustumenn launþega reiðubúna að ræða aðrar jafngildar aðgerðir Kaupmannasamtökin skora á efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis að beita sér fyrir því að fallið verði frá áformum um tvö þrep í virðisaukaskatti. Þess í stað verði nýtt það endur- greiðslukerfi innan skattsins sem nú nær til flestra mjólkurvara, Verkfall sjómanna boðað Morgunblaðið/Sverrir FULLTRÚAR sjómanna gengu á fund útgerðarmanna í gær og afhentu þeim boðun um verkfall sem hefst eftir áramót. Á myndinni eru taldir frá vinstri Bene- dikt Valsson og Guðjón A. Kristjánsson, hjá Far- manna- og fiskimannasambandinu, Jónas Haraldsson, lögfræðingur Landssambands íslenskra útvegsmanna, Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands ís- lands, Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags ís- lands, og Hólmgeir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjó- mannasambands íslands. Sjá af innlendum vettvangi bls. 40-41. kindakjöts, fisks og grænmetis og það verði látið taka til alls innlends matvöruhráefnis. Að auki verði fjármunum varið til skattalegra breytinga sem komi launafólki betur en lækkun virð- isaukaskatts á matvöru. í greinargerð segja Kaupmanna- samtökin að rætt hafi verið við forustumenn þeirra samtaka launafólks, sem tengjast þessu máli. „Þeim eru Ijósir þeir miklu annmarkar sem eru á fyrirhug- aðri breytingu og hafa þeir Ijáð sig reiðubúna til að leggja að jöfnu aðrar þær breytingar sem jafngildar geta talist fyrir launa- fólk,“ segir í greinargerðinni. Lækka á virðisaukaskatt á mat- væli úr 24,5% í 14% um áramótin í samræmi við yfírlýsingu ríkis- stjómarinnar vegna almennu kjara- samninganna í vor og er lagafram- varp um breytingar á skattalögum nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. í greinar- gerð til nefndarinnar lýsa kaupmenn yfír miklum áhyggjum af fram- kvæmd þessarar breytingar, einkum vegna þess að skammur tími hafí verið gefínn til undirbúnings. Ekk- ert hafi verið hugað að breyttri framkvæmd við innheimtu skattsins í verslunum og sé fullljóst að ómögu- í dag i MgNNING ■ - — ,.K ^Ljúfur og fallegui — logandi sái r r Grafarvogskirkja Fyrrí áfangi Grafarvogskirkju vígður á sunnudag 27 MK 20 ára Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi horfir um öxl 28 Vaxtabreytingar Búnaðarbanki lækkar vexti um 1,5% 30 Leiðari Friðarframlag de Klerks og Mand- ela 32 Menning/Listir ► Milan Kundera - Roy Lichten- stein - Lucian Freud - Einar Már - Ijóð Hannesar, Guðmundar Inga og Eysteins - tónleikar kammer- sveitar og blásarakvintetts Ráðherraráð EB stað- festír EES á mánudag UTANRÍKISRÁÐHERRA segir að nú liggi Ijóst fyrir að samning- urinn um Evrópska efnahagssvæðið taki gildi um áramótin og samn- ingurinn verði formlega staðfestur í ráðherraráði Evrópubandalags- ins á mánudag. Tilraunir ákveðinna aðildarríkja EB til að koma í veg fyrir að tollalækkunarákvæði samningsins taki gildi fyrstu tvö samningsárin hefðu ekki tekist. Þetta kom fram í umræðu á AI- þingi í gær í kjölfar þess að Ingi- björg Sólrún Gísladóttir alþingis- maður lýsti yfír efasemdum um að Alþingi væri nægilega vel í stakk búið til að íjalla um tilskipanir Evr- ópubandalagsins og hafa eftirlit með samningaviðræðum aðila að Evr- ópska efnahagssvæðinu eftir að samningurinn um EES tekur gildi. Fram kom hjá Hjörleifi Guttorms- syni alþingismanni að á fjórða hundrað samþykktir Evrópubanda- lagsins hefðu safnast upp frá miðju ári 1991 sem ósamið vætj um hvort myndu gilda á Evrópska efnahags- svæðinu. Bjöm Bjamason formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis sagði að á mánudaginn yrðu lögð fram gögn frá skrifstofu Alþingis sem yrðu grundvöllur viðræðna milli þing- flokka um það hvemig haga skuli aðild Alþingis að framgangi mála eftir að EES-samningurinn tekur gildi. legt sé að koma breytingunni í fram- kvæmd á þeim tíma sem sé til stefnu. Þá muni breytingin ekki koma neytendum til góða að því marki sem talið var í fyrstu. í fijálsri samkeppni leiði breyting skatta ekki einhlítt til verðbreytingar og aukinn kostnaður við framkvæmd hljóti að hækka vöruverð. Breytingin til tjóns Þá lýsa Kaupmannasamtök ís- lands þeirri skoðun að með eins þrepa virðisaukaskatti verði inn- heimta skattsins skilvirkust og kostnaður verslunarinnar við inn- heimtuna lægstur. Hins vegar séu marvíslegir annmarkar á tveggja þrepa skatti. Sú breyting verði til tjóns fyrir hagsmuni almennings óg valdi auknum kostnaði hjá versl- unum við innheimtu skattsins. Vitnað er til að forustumenn stjómmálaflokka, bæði í stjóm og stjómarandstöðu, og formaður efnahags^ og viðskiptanefndar, Halldór Ásgrímsson, hafi lýst efa- semdum um þessar breytingar eða gagnrýnt þær. Því skora Kaup- mannasamtökin á efnahags- og við- skiptanefnd Alþingis að beita sér fyrir breytingum á lagafrumvarp- inu. Endurgreiðslur Leggja kaupmenn til að 4-500 milljónum verði varið til endur- greiðslna á skatti af innlendu mat- vömhráefni en sú leið hafi sömu áhrif á verð matvöru úr innlendu hráefni og lækkun virðisaukaskatts- ins. Alls er áætlað að lækkun virðis- aukaskattsins á matvæli kosti ríkis- sjóð 2.500 milljónir króna og leggja kaupmenn til að mismuninum verði varið til skattalegra breytinga, svo sem hækkunar persónuafsláttar og hækkunar bamabota og bóta tryg- ingakerfisins. Einnig sé lækkun al- menna virðisaukaskatthlutfallsins betri kostur en að lækka þrepið á fáum vörutegundum. LESBOK H ® ® ® ® M11E Lesbók Morgunblaðsins fylg- ir ekki blaðinu í dag. Jólales- bókin kemur út í jólavikunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.